Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR .28. SEPTEMBER 1993 H Stj órnmálaflokk- arnir fá 105 millj - ónir úr ríkissjóði ST J ÓRNMÁL AFLOKK ARNIR, Alþýðusambandið, Neytendasam- tökin, Búnaðarfélagið og Fiskifé- lagið eru meðal fjölda samtaka og félaga sem njóta beinna fjár- framlaga úr ríkissjóði. Framlög til hagsmunasamtaka, ýmissar starfsemi í tengslum við atvinnu- vegina og mannúðarsamtaka nemur mörgum milljörðum, lang- stærsti pósturinn eru greiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Þegar flett er í gegnum ijárlög lýðveldisins fyrir yfirstandandi ár kemur í ljós að þar er mörg matar- holan. í fylgiriti með fjárlögum er gerð grein fyrir skiptingu gjalda og sértekna á stofnanir og viðfangsefni á fjárlögum. Þar eru sérstaklega skráðar svonefndar tilfærslur, það er þegar aðili fær framlag úr ríkis- sjóði til eigin ráðstö'funar. Yfirleitt hefur ríkið engin afskipti af ráðstöf- un þess ijar sem flokkast undir til- færslur, þó eru þess dæmi að fjár- framlagið styðjist við samning um ráðstöfun peninganna. Undir liðinn Æðsta stjórn ríkisins fellur „sérfræðileg aðstoð til þing- flokka", upp á rúmar 25 milljónir, peningar sem þingflokkarnir fá til eigin ráðstöfunar í þeim tilgangi að afla sér álits og aðstoðar sérfræð- inga í hinum ýmsu málum. Auk framlags til þingflokkanna fá stjórnmálaflokkarnir 80 milljóna króna styrk til útgáfumála þannig að stjórnmálaflokkarnir þiggja 105 milljóna' króna beina styrki úr ríkis- sjóði á þessu ári. Alþýðusamband íslands fær á þessu ári 13 milljónir til starfsemi sinnar auk þess sem Listasafn ASÍ og Sögusafn alþýðu fá tæpar 3 milljónir og Félagsmálaskóli alþýðu tæpar 19 milljónir. 15 milljónum er varið til atvinnumála kvenna á landsbyggðinni og 23 milljónum er varið í ýmsa ótilgreinda liði varð- andi atvinnumál. Ferðamálaráð fær tæpar 88 millj- ónir til starfsemi sinnar, þar af eru launagreiðslur upp á rúmar 10 millj- ónir króna. Hlutverk Ferðamálaráðs er að vinna að þróun ferðamála sem atvinnugreinar hér á landi. Stærstu framlögin á meðfylgjandi lista eru greiðslur vegna landbúnað- arframleiðslu upp á tæpar 6.000 milljónir. Auk þeirra kostar ríkið 122 milljónum til reksturs Búnað- arfélagsins og héraðssambanda bænda, tæpum 35 milljónum í rekst- ur kynbótastöðva, 210 milljónir fara í liðinn „nauta-, svína-, hrossa- og alifuglaafurðir" og 34 milljónir til að greiða loðdýrafóður. Neytendasamtökin, sem gæta hagsmuna hins almenna neytanda í landinu, fá 3 milljónir til starfsemi sinnar úr ríkissjóði á árinu. Framkvæmdastj óri Amnesty heldur fyrirlestur í Odda PIERRE Sané, framkvæmda- hann rannsóknar-og þróunarverk- Fyrirlesturinn ber yfírskriftina: stjóri mannréttindasamtak- efnum í ýmsum Afríkuríkjum. Facing the Future. anna Amnesty Interaational, heldur fyrirlestur 2. október klukkan 14.30 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands. Sané starfar í Lundúnum og hefur yfirumsjón með rannsóknum Amnesty International á mann- réttindabrotum. Hann er frá Senegal og stundaði nám í stjórn- málafræði í Frakklandi, Englandi og Kanada. Aður en hann réðst til starfa hjá samtökunum stýrði Ríkisframlög 1993 til atvinnuvega og samtaka Æðsta sfjórn ríkisins milljónir kr. Sérfræðileg aðstoð til bingflokka 25,2 Menntamálaráðuneyti Einkaskólar á grunnskólastigi 22,4 Einkarekin söfn 35,0 Bandalae: íslenskra leikfélaga 3,0 Önnur framlöe til listamála 270,3 Ungmennafélag íslands 9,5 Bandalae íslenskra skáta 5,0 Iðnnemasamband íslands 3,4 Önnnr framlöE- til æskulýðsmála 10,1 íþróttasamband íslands 24,0 Ólympíunefnd Islands 3,0 Ólvmpíunefnd fatlaðra 1,6 íbróttasamband fatlaðra 8,5 Skáksamband íslands, byRginRarstyrkur 5,0 Önnur framlöfr til íbróttamála 31,4 Samtals 189,1 Utanríkisráðuneyti Útflutningsráð 2,0 Landbúnaðarráðuncyti Búnaðarfélas: íslands 82,0 Skósrræktarfélag íslands 3,0 Kynbótastöðvar 34,8 Héraðsbúnaðarsambönd 40,1 ' Framleiðnisjóður landbúnaðarins 250,0 Greiðslur vegrna mjólkurframleiðslu 2.731,0 Greiðslur vegma sauðfiárframleiðslu 2.727,0 Sérstakar Kreiðslur í landbúnaði 244,0 Samtals 6.111,9 Siávarútvejrsráðuneyti Fiskifélag íslands 6,3 F élaffsmálaráðu neyti Albvðusamband íslands 13,0 Önnur framlög: til vinnumála 38,7 Félagsmálaskóli alþýðu 18,9 Slvsavarnafélag íslands 16,7 Kvennaathvarf í Reykjavík og Stígamót 21,7 Ýmis félagrasamtök o.fl. 74,5 Samtals 183,5 Heilbrigðisráðuneyti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 11,1 Siálfsbjörg, Akureyri 5,4 Geðverndarfélag íslands 2,0 Gigtarfélag íslands 4,4 Krabbameinsfélag Islands 2,0 Hjartavernd 8,2 Bláa lóns-nefnd 10,0 Samtals 43,1 Fiármálaráðuneyti Stvrkur til útgráfumála stiórnmálaflokka 80,0 Samg-önguráðuneyti Slysavarnaskóli sjómanna 31,5 Landsbjörg 6,0 Ferðamálaráð 87,7 Samtals 125,2 Viðskiptaráðuneyti Neytendasamtökin 3,0 Stjórn Sálarrannsóknafélagsins FREMRI röð f. v. Kormákur Bragason, Konráð Adolphsson, forseti Sárarrannsóknafélagsins íslands, og Friðbjörg Óskarsdóttir. Aftari röð f.v. Sigríður Gestrún Halldórsdóttir, Bryndís Ásgeirsdóttir, Ellen Sveinsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson og Guðmundur Einarsson. Á myndina vantar Ágústu Stefánsdóttur og Þórhildi Árnadóttur. Sálarrannsóknafélag Islands Dulrænir dag- ar í Gerðubergi SÁLARRANNSÓKNAFÉLAG íslands stendur fyrir ráðstefnu er nefnist Dulrænir dagar í Gerðubergi 1. 2. og 3. október n.k. Á ráðstefnunni verður fjallað um starfsemi miðla og miðlar verða með skyggnilýsingar. Fjallað verður um huglækningar og flutt margvísleg erindi um andleg efni. Ráðstefnan hefst kl. 18 föstudag- inn 1. október. Þá munu hljómlista- menn koma fram, Konráð Adolp- hsson forseti Sárlarransóknafélags- ins setur ráðstefnuna og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill flyt- ur erindi um störf miðla og verður með skyggnilýsingu. Erindi um andleg efni Laugardaginn 2. október hefst dagskráin kl. 10. Flutt verða erindi um mátt hugans, orkuhjúp líkam- ans, sögu sálarrannsókna, Indriða miðil, heimsókn til Móður Meera, mátt hugsunarinnar, lífslestra og kristala. Ingibjörg Þengilsdóttir miðill fjallar um starfsemi miðla og verður með skyggnilýsingu. Sunnudaginn 3. október hefst ráðstefnan kl. 13.15. Þá verður fjallað um huglækningar fram til kl. 15.15. Að loknu kaffihléi mun Kristín Þorsteinsdóttir miðill fjalla um starfsemi miðla og verða með skyggnilýsingu. í ráðstefnulok mun Konráð Ádolphsson stjórnandi ráð- stefnunnar sitja fyrir svörum. Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir alla dagana en 2.000 fyrir félags- menn. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu félagsins Garðastræti 8 kl. 9 til 17 og við innganginn. ///' Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 • Þægilegur og jafn hiti • Enginn bruni á ryki sem þurrkar loftið. t Lágur yfirborðshiti. Haastætt verð oa areiðsluskilmálar ELFALVI ofnarnir eru frameiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og venjulegir vatnsofnar. Upplýsingalína Flugleiða Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun allan sólarhringinn alla daga. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskurferdafé/agi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.