Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 33 Engin undankomuleið Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Laugarásbíó: Hinir óæskilegu - Menace II Society Leikstjórar Albert og Allen Hughes. Handritshöfundur Tyg- er Williams. Aðalleikendur Tyr- irn Turner, Larentz Tate, Jade Pinkett. Bandarísk. New Line Cinema 1993. í upphafi þeirra ásæknu og átak- anlegu Hinna óæskilegu er getum að því leitt að átökin árið 1965 í svertingjahverfinu Watts — sögu- sviði myndarinnar — hafi gengið frá sjálfstrausti og virðingu íbú- anna. Og það er síst verri skýring en önnur á því hörmungarástandi sem einkennir þá og yfir höfuð stóran hóp litaðra í stórborgum Bandaríkjanna. Eftir þá atburði, sem leiddu til uppgjafar fátækling- anna í Watts, hafi þeir leiðst í æ ríkari mæli útí eiturlyijaneyslu og alvarlegri glæpi en áður gerðist. Gömul og góð gildi og hefðir glat- ast. Myndin ijallar um afkomendur þeirra sem börðust fyrir réttlæti og frelsi á strætum Watts á sjö- unda áratugnum. Caine (Turner), átján ára piltur, hefur alist upp hjá afa sínum og ömmu eftir að dópsal- inn pabbi hans var drepinn og móðir hans dó vegna ofneyslu eit- urlyfja. Hann lifir fyrir líðandi stund, rænir og ruplar, drekkur og Bíóborgin: Spiladósin - The Music Box Leikstjóri Costa Gavras. Að- alleikendur Jessica Lange, Armin Mueller-Stahl, Frederic Forrest, Donald Moffat, Lukas Haas, Michael Rooker. Banda- rísk. Tri- Star 1989. Þar sem kvikmyndahús eru ósköp venjuleg hlutafélög sem þurfa að skila arði svo hægt sé að opna þau á kvöldin, þá er hætt við að myndir sem lofa ekki góðu um aðsókn lendi uppi á hiilu, víki í miskunnarlausri brauðbarátt- unni. Þetta er ósköp dapurt fyrir kvikmyndaunnendur því oftar en ekki er um að ræða athyglisverð- ar, gjarnan listrænar myndir, sem eiga það sameiginlegt að hitta ekki mark hjá hinum almenna kvikmyndahúsgesti sem fyrst og fremst sækist eftir stundarafþrey- ingu. SAM-bíóin, sem eru með mörg, sterkustu kvikmyndaumboðanna hérlendis, eiga því vænan slatta af forvitnilegum en vandsýndum myndum og hafa nú gripið til þess ágæta ráðs að blása af þeim rykið og efna til veislu í stað þess að sólunda þeim í glatkistuna. Ein kunnasta mynd þessarar hátíðar er nokkurra ára gömul mynd eftir Costa Gavras. Hann hefur gert allt frá mjög góðum dópar sig. Það hallar sífellt undan fæti án þess hann sporni við. Hann hefur svo sem ekkert að lifa fyrir. Loks sér hann einhvern tilgang, en á hann útgönguleið? Það er eftirminnileg upplifun að sitja undir þessari opinskáu og til- gerðarlausu mynd sem segir sína átakanlegu sögu án nokkurra vífil- lengja eða minnstu tilrauna til að fegra það mannlíf sem hún íjallar um ne að koma ábyrgðinni á ann- arra herðar. Það er aldeilis ótrúlegt að bræðurnir, leikstjórar þessarar myndar, sem er ein sterkasta ádeila á ástandið í snauðum borgarhverf- um litaðra fyrr og síðar, eru rétt komnir af táningsaldri. Ahorfand- inn fær á tilfinninguna að hér sé rétt með farið. Engin sýndar- mennska heldur blákaldur, ófagur raunveruleikinn. Persónurnar, þel- dökkir táningamir, era ekki vondar í eðli sínu heldur hefur umhverfið og afskiptaleysi þeirra nánustu Háskólabíó: Rauði lampinn - Raise the Red Lantern Leikstjóri Zhang Yimou. Hand- ritshöfundur Ni Zhen, byggt á sögu Su Tong. Aðalleikendur Gong Li, Ma Jingwu, He Caifei, Jin Shuyuan. Hong Kong/Taiw- an/Kína 1991. í Rauða lampanum heldur myndum (Z) til afleitra (Betray- ed), Spiladósin er í vænu meðal- lagi. Það er þó einkum fyrir sök afburðaleiks stórleikkonunnar Jessicu Lange sem hér fer með erfitt hlutverk lögfræðings er lendir í erfiðum málaferlum. Faðir hennar (Mueller- Stahl), Ungverji sem búið hefur í Bandaríkjunum i fjóra áratugi, fær skyndilega kvaðningu um að koma fyrir rétt. Ákærður um stríðsglæpi, morð á gyðingum og sígaunum í heima- landinu á vítisáram síðari heims- styijaldarinnar. Lange tekur að sér að verja föður sinn, þess alviss að um misskilning sé að ræða. Costa-Gavras skapar oft óhugnanlegan undirtón í þessu magnþrungna réttarsalsdrama og heldur áhorfandanum í vafa um hvort Mueller-Stahl sé sekur eða saklaus allt undir lokin. Kryddar myndina með góðum aukahlut- verkum sem undantekningarlaust eru í höndum valinkunnra skap- gerðarleikara. (Þeirra á meðal Rooker, sem gerði garðin frægan sem fjöldamorðinginn Henry.) En því miður hneigist Spiladósin útí fullmikið melódrama á köflum en það breytir þó engu um að hér er á ferðinni mynd sem á fullt erindi til hins almenna kvikmyndahúss- gests. skaðað þá svo að gildismat og dóm- greind er brengluð. Þeir vita ekki gjörla hvað er rétt eða rangt og gefa skít í samfélagið. Það útskýr- ir dável afstöðu þessarar kynslóðar til lífsins og tilverunnar er Caine er spurður að því hvort honum sé sama hvort hann sé dauður eða lifandi þá svarar hann á þá leið að honum sé svosem sama. Hér vantar sjálfsvirðinguna og undan- komuleiðin ekki ljós. Það er engin spurning að Hinir óæskilegu er einhver áhrifaríkasta og beinskeyttasta mynd sem sést hefur frá svörtum kvikmynd- argerðarmönnum um vandamál í þeldökku samfélagi. Hrottaleg og ljót en maður hefur á tilfinning- unni að hún segi satt. Óþekktir leikarar gera mikið fyrir myndina með góðum ieik en stjörnur hennar eru handritshöfundurinn og Hug- hes-bræðurnir ungu. Yimou sig í Kínaveldi á þriðja áratugnum — á sömu slóðum í tíma og rúmi og í Ju Dou, næstu mynd sinni á undan. Innihaldið, boðskapurinn og ádeilan á sömu nótum; gagnrýni á stjórn öldur- mennanna í Kínaveldi samtímans þar sem sagt er að almenn mann- réttindi séu hvað minnst í heiðri höfð á meðal hinna „siðmennt- uðu“ ríkja. Undirokun kvenna er veigamesti þáttur gagnrýninnar og mannlegrar myndar þar sem fornar hefðir, ást og eigingimi koma einnig mikið við sögu. Aðalsöguhetjan er ung og fögur menntakona (Gong Li) sem að ósk móður sinnar hættir námi og ger- ist fjórða og nýjasta eiginkona aldurhnigins auðmanns. Þær þijár sem fyrir eru taka samkeppnina óstinnt upp, því þó hlutverk þeirra sé ekki eftirsóknarvert þá hefur sú sem er í náðinni hjá karli hvetju sinni það gott, en hinar hírast úti í kuldanum á meðan. Li aðlagast fljótt aðstæðunum og kemst með klækjabrögðum í mjúkinn hjá þeim gamla en þau ganga ekki endalaust og fimmta konan bætist í hópinn. Rammpólitísk mynd þar sem staða kvenna og kerfið fær það óþvegið, enda myndin bönnuð í Kínaveldi — sem fýrri myndir leik- stjórans. Myndin vekur áhorfand- ann til umhugsunar með hnitmið- aðri og lævíslegri gagnrýni sinni (sem minnir dulítið á satírur Formans — á meðan hann var enn austan Járntjaldsins) jafnt og hún segir afar nosturlega einfalda sögu á yfirborðinu. Athyglisverð og minnisstæð en vantar nokkuð á ytri fegurð og töfra Ju Dou, sem er tvímælalaust besta mynd Yimo- us til þessa, en við fengum einnig notið hinnar mögnuðu Red Shorg- um fyrir nokkrum kvikmyndahá- tíðum síðan. Að venju er hin und- urfagra og tjáningarríka Gong Li í aðalhlutverkinu og á umtalsverð- an þátt í minnisstæðri mynd. Kvikmyndahátíð SAM-bíóanna Syndir feðranna Fjórða konan fellur Þessir krakkar héldu hlutaveltu í sumar til styrktar Rauða krossinum. Þau heita Ævar Ingi Skarphéðinsson, Magnús Birkir Skarphéðinsson, Margrét Hildur Skarphéðinsdóttir, Heimir Snær Guðmundsson, Fann- - ar Freyr Guðmundsson, Hermann Jónsson, Jón Helgi Jónsson. Þau afhentu Hjáiparsjóði RKÍ 806 kr. Þessar dömur héldu fyrir allnokkru hlutaveltu til styrktar RKÍ. Þær heita Sólveig Pétursdóttir, María Björg Ólafsdóttir og Kristín Z. Ala- ham. Söfnuðust 2052 krónur sem þær afhentu Hjálparsjóði RKÍ. Þessir félagar heita Bergvin Oddsson og Ómar Ásbjörn Óskarsson. Þeir afhentu Hjálparsjóði RKÍ 830 kr., en þeir héldu hlutaveltu í byrj- un sumars. Hinn þekkti húðfræðingur LAURENCE AUFRÉRE kynnirpersónulega ráðgjöf varðandi notkun á hinum áhrifaríku kremum frá STENDHAL. Miðvikudaginn 29. sept. kl. 10.00-18.00. Snyrtistofan Tanía, Dalvfk. Stendhal H „HVER ER SIWAR GÆFIJ SMIÐER" Ol ©I ©I Viltu njóta lífsins og verða öruggari með sjálfan þig? Ná betri tökum á mannlegum samskiptum og losna við áhyggjur og kvíða? Verða góður ræðumaður og virkja eldmóðinn? o rjíírlCSlÍHS í llKHllllllll skil.ir |)ér arði awilangl. Upplýsingar í síma: 81 2411 STJÓRNUNARSKÓLINN W íslenskar 9 £ M W Kartonur - vildirþú vera án þeirrai íslenskir <*ndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.