Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 48
Helmut Schmidt Best fyrir Islending’a að bíða með EB-afstöðu HELMUT Schmidt, fyrrum kansl- ari Vestur-Þýskalands, segir að ef hann væri íslenskur stjórnmála- maður myndi hann fylgjast með þróuninni í Evrópu í nokkur ár áður en hann tæki afstöðu til að- ildar að Evrópubandalaginu. Schmidt var hér á landi um helg- ina í boði Samtaka um vestræna samvinnu og Germaníu. „Þið [Islendingar] hafið meira svigrúm en aðrir. En þið verðið líka að gera ykkur grein fyrir því að það ~^»ru hættur tii staðar. Nefnilega að heimurinn skiptist í viðskiptablokkir, Norður-Ameríku, þar sem væru Bandaríkin, Kanada og Mexíkó, Suð- austur-Asíu og Evrópu." Segir kansl- arinn fyrrverandi að af þessum sök- ,um geti reynst hættulegt að bíða of lengi með að taka afstöðu. Schmidt segir í viðtali við Morgun- blaðið að hernaðarleg þýðing íslands sé nú mun minni en áður. Hins veg- ar sé ekki útilokað að Rússland verði að stórveldi á ný á næstu áratugum. „Verði Rússland stórveldi á ný er liklegt að þeir muni keppa að út- þenslu. Þá verður nauðsynlegt að halda þeim í skefjum." Sjá bls. 24: „Hvergi...“ Greenpeace útilokar ekki aðgerðir SOLO, skip Greenpeace samtakanna, lagði af stað frá Tromsö í Noregi í gær áleiðis í Smuguna. Til- gangur ferðarinnar er að fylgjast með veiðum ís- lenzku togaranna þar. Sjolle Nielsen, stjómandi aðgerðanna, útilokar ekki að til aðgerða verði gripið gegn veiðum togaranna. Jónas Haraldsson skrif- stofustjóri LÍÚ segist ekki óttast aðgerðir Grænfrið- unga, hann telji þetta áróðursbragð. Ef Grænfrið- ungar hins vegar hefji aðgerðir, verði gerð krafa til Landhelgisgæzlunnar að hún sendi varðskip í Smuguna togurunum til aðstoðar. Sjómenn í Norður- Noregi hafa lýst yfir stuðningi við Greenpeace. Það vakti athygli að í Tromsö lá Solo við hlið hvalveiði- bátsins Havliner, sem er í eigu þekktasta hvalveiði- manns Noregs, Steinars Bastesen. Það er einmitt Steinar sem stendur þama á bryggjunni og heldur um landfestarnar. Sjá nánar fréttir á bls. 18. 123 mm úrkoma í Grafningi SÓLARHRINGSÚRKOMAN á Nesjavöllum í Grafningi frá sunnudegi til mánudags varð 123 millimetrar sem samsvar- ar tæplega tvöfaldri meðal- talsúrkomu í septembermán- uði í Reykjavík. Sama sólar- hring rigndi 95 millimetra á Kvígindisdal við Patreksfjörð sem er næstmesta úrkoma sem mælst hefur þar um slóð- ir í september, að sögn Guð- mundar Hafsteinssonar veð- urfræðings. Að sögn Guðmundar olli mynd- arleg haustlægð með miklu hlýju lofti sem kom langt sunnan úr hafi mikilli úrkomu víðs vegar um landið sunnan- og vestanvert. í Reykjavík var sólarhringsúr- koman 10 millimetrar, sem er sjö- undi hluti af meðaltalsúrkomu í septembermánuði en víða var úr- koman 18-30 millimetrar. Auk þess sem fyrr er talið má nefna að sólarhringsúrkoman á Fagur- hólsmýri var 49 millimetrar en 53 millimetrar á Kirkjubæjarklaustri. Drengurinn kominn til meðvitundar DRENGURINN sem missti meðvitund þegar hann sogað- ist að frárennslisopi í Kópa- vogslaug sl. föstudag kom til meðvitundar á gjörgæsludeild Landspítalans síðdegis í gær. Að sögn Ingunnar Vilhjálms- dóttur sérfræðings á gjörgæslu- deild var drengurinn vakinn síð- degis í gær en honum hafði þá verið haldið sofandi frá því að slysið varð. Ingunn sagði í gær- kvöldi þegar drengurinn var að vakna að hann væri þreyttur en kvaðst aðspurð telja batahorf- umar nokkuð góðar. Sjá bls. 18: „Hæfniskröf- ur.. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í opinberri heimsókn í Rússlandi Hörð mótmæli Rússa við veiðum í Smuguimi Hóta að rifta samstarfssamningi við Islendinga um kolaveiðar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ræddi í gær við Vladím- ír Korelskíj sjávarútvegsráðherra Rússlands á fyrsta degi opinberr- ar heimsóknar sinnar til Rússlands í gær. Rússneski sjávarútvegsráð- herrann mótmælti harðlega veiðum íslenskra skipa í Smugunni og hafa rússnesk stjórnvöld hótað að rifta samstarfssamningi rússnesks fyrirtækis við íslenska aðila sem hafa verið að kolaveiðum við strönd Rússlands. Þorsteinn sagði að rússnesk I nokkrum vikum að þau myndu aft- stjórnvöld hefðu tilkynnt fyrir urkalla leyfi íslenskra aðila til veiða í rússneskri lögsögu. Þarna er um að ræða skipið Jóhann Gíslason eldri sem hefur verið við veiðar við ströndina, fyrst og fremst til að kanna kolamið og hafa veiðar hans gengið ágætlega. „Við munum ræða það nánar á morgun [í dag] hvort ekki verður unnt að tryggja að þetta samstarf Stefna ríkisstjórnar í málum er varða sameiningu sveitarfélaga 10-15 milljarða verkefni flyljast til sveitarfélaga GERT er ráð fyrir breytingu á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga á næstu tveimur til þremur árum þannig að hlutur sveitarfélaga af stað- greiðslu skatta aukist til að þau geti tekið á sig 10-15 mil|jarða kr. kostnað ríkisins af heilsugæslu, málefnum aldraðra, málefnum fatlaðra og rekstri grunnskóla frá 1. ágúst 1995. Einnig verður fjármagn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga aukið tímabundið vegna sameiningarinnar en siðan varanlega vegna tilflutnings verkefna sem tillögurnar fela í sér. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segist fagna þessari samþykkt ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, þegar hún kynnti stefnumörkun rík- fcstjómar varðandi sameiningu sveit- arfélaga í gær. Einnig verða kynntar á næstu dögum tillögur um breyttar reglur um Jöfnunarsjóð. Þar er gert ráð fyrir að ríki og sveitarfélög skipti með sér kostnaði vegna átaks í sam- einingu sveitarfélaga og að sögn ráðherra er áætlað að veija um 240 milljónum króna til þess á næstu árum. Ráðherra segir einnig að tvö- falda þurfi fjármagn Jöfnunarsjóðs verði verkefnaflutningurinn að veru- leika, eða úr 2 milljörðum kr. í um 4 milljarða kr. eftir breytingu. Staðfest stefna sveitarfélaga Sjóðurinn muni taka þátt í að jafna skuldastöðu sveitarfélaga, greiða kostnað við sameiningu og ýmislegt sem tengist breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, kveðst fagna því að staðfesting á stefnu ríkisstjómarinnar í málum sveitarfélaga sé komin fram og að hún sé í samræmi við stefnu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna sem hafi unnið að þessum málum undanfarið. „Það má segja að sveitarstjórnarmenn hafi lagt gmnninn að þeim atriðum sem koma fram í stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar nú,“ segir Þórður. og samstarf okkar á öðrum sviðum geti haldið áfram. Ég mun leggja á það ríka áherslu að þessum sam- starfssamningum verði ekki rift og ég vænti þess að það gangi eftir,“ sagði Þorsteinn. Rússnesk stjórn- völd frestuðu því um einn mánuð, eða þar til eftir heimsókn íslenska sjávarútvegsráðherrans, að fella leyfíð úr gildi. Þorsteinn kvaðst hafa greint hin- um rússneska starfsbróður sínum frá þeim ráðstöfunuip sem hann hefði gripið til og að íslendingar fylgdu mjög ákveðinni verndar- stefnu bæði innan og utan land- helgi og vildu ekki bendla íslenska sjómenn við smáfiskadráp. Hann sagði að Korelskíj hefði ekki verið kunnugt um síðustu ákvarðanir sjávarútvegsráðuneytisins um að loka hluta af Smugunni vegna of mikils smáfisks. Þorsteinn sagði að viðræðurnar hefðu að öðru leyti verið afar vinsamlegar. Stjórnsýsla eðlileg Þorsteinn fór í gær i'nn að Hvíta húsinu í Moskvu og inn á svæði þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir. „Mér sýnist að Jeltsín forseti hafi undirtökin í þessum ágreiningi og að þingmennirnir sem eru í Hvíta húsinu séu að gefast upp. Öll stjórnsýsla hér gengur hins veg- ar sinn vanagang og allt borgarlíf er með eðlilegum hætti,“ sagði Þor- steinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.