Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 21
—"V, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 28. SEPTEMBER 1993 21 Flugorðasafn komið út FLUGORÐASAFN er komið út á vegum Islenskrar málnefndar. Þar er að finna sérhæfðan orða- forða heillar atvinnugreinar. I Flugorðasafni eru saman komin hátt í 4.000 hugtök, flest skil- greind og skýrð á íslensku. Aðalhluti bókarinnar er íslenskt- enskt orðasafn. Þar eru allar skil- greiningarnar í bókinni og um 50 skýringarmyndir. Annar hluti er ensk-íslensk orðaskrá, og aftast í bókinni er sérstök skrá yfir helstu erlendar skammstafanir sem tíðkast í flugmáli. Haustið 1987 skipaði þáverandi samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sérstaka nefnd til að undirbúa nýtt orðasafn úr flugmáli og var því ætlað að leysa af hólmi flugorðasafnið í Nýyrðum IV, sem út var gefin 1956. Frumkvæði að þessu verki kom frá þáverandi flugmálastjóra, Pétri Einarssyni, og var hann formaður Flugorðanefndar. Aðrir nefndar- menn voru: Baldur Jónsson prófess- or, Oddur Á. Pálsson flugvirki, Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri, Skúli Br. Steinþórsson flugstjóri, Valdi- mar Ólafsson yfirflugumferðarstjóri og Þórður Örn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag. var ritstjóri orðasafnsins og hefur unnið að því síðan í mars 1988. Flugorðanefnd lauk störfum vorið 1992 og hafði þá haldið um 120 fundi ásamt ritstjóra. Samráð hefur verið haft við fjölmarga menn sem sérfróðir eru á ýmsum sviðum flug- mála. Mörg íslensku orðin í Flugorða- safni eru ný og urðu ýmist til á fund- um Flugorðanefndar eða fengin frá öðrum, en miklu var safnð úr eldri heimildum af ýmsu tagi. Flugmálastjórn gaf í fyrra út nokkur kennslurit um flug á íslensku og var íslenski orðaforðinn þar val- inn með hliðsjón af starfi Flugorða- nefndar og í samráði við ritstjóra Flugorðasafnsins. Útgáfa orðasafns- ins er því liður í stærra átaki til að efla íslenskt flugmál. Flugorðasafn er 7. ritið í ritröð íslenskrar málnefndar. Það er rúm- lega 300 blaðsíður og kostar í bandi 4.560 krónur með virðisaukaskatti. Húsnæðisdeild Húsnæðisstofnunar Sigurvégarinn SÆNSKI hundadómarinn Marlo Hjernquist óskar Jónu Viðarsdóttur til hamingju en hundurinn henn- ar, Eðal Darri var kosinn besti hundur sýningarinn- ar. „Hann er góður á alþjóðlegan mælikvarða," sagði Hjernquist um hundinn. Morgunblaðið/Sverrir I Dýraríkinu í VERSLUNINNI Dýraríkinu var haldin hunda- kynning sama dag og voru ýmsar hundategundir kynntar þar. Hér sýnir Jóhanna Harðardóttir ís- lensku tíkina Stjörnu-Ysju. Irski setterinn Eðal-Darri bestur á hundasýningunni ÍRSKI setter-hundurinn Eðal- Darri var kosinn besti hundur sýningar Hundaræktarfélags Is- lands sem haldin var í Víkinni í Fossvogi á sunnudag. Alls tóku tæplega 200 hundar þátt í sýningu og voru þar á meðal tibetanskur spaniel, boxer og stand- ard-púðli sem ekki hafa áður sést á sýningum hérlendis. í öðru sæti var enski cocker- spaniel hundurinn Snælands-Ari, í þriðja sæti tibetanski spaniel-hund- urinn Nooni og í 4. sæti cavalier king Charles spaniel-hundurinn Fyrirlestraröð um kenn- ingar sálgreiningar ÞERAPEIA HF. mun eins og und- anfarin ár gangast fyrir röð fræðsluerinda um kenningar sál- greiningar og noktun þeirra í meðferð. Erindin eru ætluð fag- fólki sem stefnir að því að vinna eftir þessum kenningum eða hef- ur áhuga á að kynna sér þær. Fyrirlestraröðinni er skipt í fjórar lotur. í þeirru fyrstu verður fjallað um uppruna og þróun sálgreiningar, líkön sálgreiningar, hvatakenningar, innri árekstra og kvíða,_ varnarhætti og sálarfræði sjálfsins. í annarri lotu verður rætt um drauma, hugsun, þróunarskeið, myndun einstaklings- vitundar (seperation-individuation), viðfangstengslakenningar (object- relations therories), persónuleika: gerðir og persónuleikatruflanir. í þriðju lotu verður rætt um samtals- meðferð eftir leiðum sálgreiningar, yfirfærslu, mótstöðu úrvinnslu, lok meðferðar, hjónameðferð og fjöl- skyldumeðferð eftir leiðum sálgrein- ingar. í síðustu lotunni verður fjallað um skilning sálgreiningar á sjúkleg- um fyrirbærum sálarlífsins, tauga- veiklun, sjálfsdýrkun (narcissisma), jaðarfyrirbæri (borderline), þung- lyndi og geðhvörf (manio depressi- van sjúkleika) og loks geðklofa. Fyrirlesarar verða: Halldóra Ól- afsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Högni Óskarsson, Ingvar Kristjáns- son, Magnús Skúlason, Oddur Bjarnason og Siguijón Björnsson. Erindin verða haldin í Odda á mánudögum kl. 20 til 21.30 og hefjst þann 11. október nk. Frekari upplýs- ingar og skráning hjá Þerapeiu, Suðurgötu 12. 1.200 færri greiðslu- möt vegna húsbréfa Chutney, sem dags daglega gengur undir nafninu Gorbí. Dómarar sýningarinnar voru tveir, Marlo Hjernquist frá Svíþjóð og Rodi Hubenthal frá Noregi og í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir að leitun væri á jafn góðu skipuiagi á hundasýningu og hér. English springer spaniel-hundar eru almennt hinir bestu hérlendis að þeirra áliti, en við sumar hundategundir höfðu þeir eitt og annað að athuga. Hundasýning í tjaldi Á sunnudag stóð hópur hundaeig- enda og ræktenda fyrir hundakynn- ingu í versluninni Dýraríkinu, en ekki var um formlega keppni eða sýningu að ræða. Gafst fólki kostur á að fá ráðleggingar varðandi hunda- hald auk þess sem kynntar voru ýmsar hundategundir. Tjaldi var slegið upp við hlið verslunarinnar þar sem hundakynningin fór fram. UM 1200 (eða 31%) færri greiðslu- möt vegna notaðra íbúða, nýbygg- inga einstaklinga og endurbóta á húsnæði, voru gerð hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins fyrstu 7 mánuði þessa árs en á sama timabili í fyrra. Samdrátturinn er mun meiri en sem nemur samdrætti í nýbyggingum einstaklinga. Af því tilefni er þeirri spurningu varpað fram í skýrslu húsnæðis- deildar fyrir ágústmánuð hvort þessi samdráttur eigi eftir að koma fram í fasteignaviðskiptum eða hvort þeir sem hvort sem er hefðu ekki farið í fasteignaviðskipti væru hættir að fara í greiðslumat. Þá er minnt á að þar sem samdráttar varð vart í upphafi ársins og greiðslumatið gildi í 12 mánuði ætti svarið við þessu að fara að koma í ljós þar sem þessi greiðslumöt fari að úreldast. „Hins vegar er á það að líta að undanfarið hafa verið fréttir af hag- stæðri afkomu þjóðarbúsins en búist hafið verið við og látið að því liggja að ástandið væri ekki eins slæmt og menn höfðu búist við. Út frá þessum fréttum er vel líklegt að menn fari að álykta sem svo að botninum sé náð, þannig að hlutim- ir geti ekki versnað úr þessu, heldur einungis batnað,“ segir í skýrslunni og bent er á að þess vegna sé ástæða til að fylgjast vel með þróun í fjölda greiðslumats á næstunni með það fyrir augum að greina strax hvort aukin aðsókn sé eftir greiðslumati sem gæti bent til aukinna fasteigna- viðskipta. Umsóknir Hjá Sigurði Geirssyni, forstöðu- manni húsbréfadeildar, kom fram að umsóknir um húsbréf vegna við- skipta með notað húsnæði væru álíka margar fyrstu 7 mánuði ársins og á sama tímabili í fyrra (2% fleiri nú) en nokkuð hefði dregið úr um- sóknum vegna nýbygginga eða um 100 til 200. „En það var líka fyrir- sjáanlegt útfrá því að lóðaúthlutanir undanfarin ár hafa dregist allveru- lega saman og það tekur eitt til tvö ár fyrir lóðaúthlutun að koma fram í lánakerfinu. Það er einfaldlega sá tími sem það tekur fólk að láta teikna fyrir sig og hefja fram- kvæmdir og gera húsið fokhelt," sagði Sigurður. Umsóknir vegna nýbyggingar byggingaraðila, þ.e. þeirra sem byggja og selja fullfrágengnar íbúð- ir, hafa hins vegar aukist verulega. Virðist aukningin eftir því sem seg- ir í skýrslunni benda til þess að byggingaraðilar eiga erfiðara með að selja nýjar íbúðir en áður eða að meira verði að vera lokið við íbúð- irnar áður en þær verði söluhæfar. ------------♦ ♦ ♦----- Námskeið um alverktöku HJÁ Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands verður haldið dag- ana 30. september og 1. október námskeið um samningsformið al- verktöku sem hefur rutt sér til rúms á byggingarmarkaði á und- anförnum árum. Einkenni þessa samningsforms er að í stað margra samninga við hönn- uði, efnissala og verktaka gerir verk- kaupi aðeins samning við einn aðila, alverktaka. Nýlega hafa verið gefnar út Almennar reglur um alútboð, sem verða kynntar á námskeiðinu. Þá verður fjallað um kosti og galla þessa samningsforms og reynsluna af því. Fyrirlesarar verða Jónas Frí- mannsson, verkfræðingur hjá Istaki, Ólafur Erlingsson, verkfræðingur hjá VST, Hróbjartur Hróbjartsson arki- tekt, Hjörtur Torfason hæstaréttar- dómari, Steindór Guðmundsson, for- stöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, Guð- mundur Pálmi Kristinsson, forstöðu- maður byggingadeildar Reyjavíkur- borgar, Jóhann Már Maríusson, að- stoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Guðlaugur Hjörleifsson, forstöðu- maður viðhaldsdeildar íslenska járn- blendifélagsins. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmennt- unarstofnunar Háskóla íslands. HAFRAGRN HAFRAMJOL Meirí kraftur - minna verð! m i£LM ^ '■' ......rr„.;ii»»air..„ „Pabbi segir að AXA haframjölið sé algjört hafragrín. Þegar hann var búinn að sannfœrast um gœðin gerði hann nefnilega verðsamanburð og þótti verðið á AXA haframjölinu svo hlœgilega lágt. Hollur matur þarf greinilega ekki að vera dýr, segir hann glaður í bragði ogfœr sér aftur í skálina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.