Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 25 ufyrirfínn- eidtogar mslara Vestur-Þýskalands # Morgunblaðið/Sverrir Fyrrum kanslari ri Vestur-Þýskalands, segir ekki útilokað að á næstu áratugum verði Rússar hafi framfylgt útþenslustefnu löngu fyrir kommúnismann. Er jrði stórveldi að ný muni þeir einnig keppa að útþenslu og verði þá Lim. Ásamt Giscard d’Estaing Frakk- landsforseta lögðuð þér grunninn að gengissamstarfi Evrópuþjóða. Eru einhverjar horfur á því að hagkerfí Evrópuríkja verði brátt undir myntbandalag búin líkt og Maastricht-sáttmálinn gerir ráð fyrir? „Maastricht-sáttmálinn er gall- aður að þessu leyti. Það er heimskulegt að halda að sömu lífs- skilyrði séu forsenda sameiginlegs gjaldmiðils. Afkoma fólks á Suður- Italíu er fimmtán prósent lakari en í Mílanó. Samt er gjaldmiðillinn sá sami og engin ástæða til ann- ars. Þetta skilyrði er því tilbúning- ur þeirra sem vilja hindra myntein- ingu. Þetta skilyrði rataði inn í Maastricht-sáttmálann og eins og er uppfyllir einungis eitt ríki þær kröfur sem gerðar eru, þ.e.a.s. Lúxemborg. Af því sést hve fárán- legt þetta skilyrði er.“ Smáríki í EB aldrei beitt ofríki Horfur eru áaðá næstunni Jjölgi þeim norrænu ríkjum sem gerast aðilar að Evrópubandalaginu. Er aðild skynsamlegur kostur fyrir smáríki eins og Island i Ijósi óviss- rar framtíðar bandalagsins og þess að áhrif smáríkja eiga líklega eftir að minnka þegar aðildarríkjum bandalagsins fjölgar? „I þremur EFTA-ríkjum eru stjórnmálamennirnir og meirihluti þjóðarinnar fylgjandi EB-aðild, þ.e. í Finnlandi, Svíþjóð og Austurríki. í tveimur ríkjum eru stjórnvöld þeirrar hyggju að aðild sé skyn- samleg af efnahagsástæðum en meirihluti þjóðarinnar er á öðru máli, þ.e. í Noregi og Sviss. Á ís- landi er meirihluti þjóðarinnar full- ur efasemda um kosti aðildar og stjórnmálaleiðtogarnir sömuleiðis. Viljinn til aðildar er því misjafn. Áhrif minni ríkja í EB hafa ver- ið hlutfallslega of mikil. Áhrif Hol- lands á stefnu bandalagsins hafa alltaf verið mjög mikil þótt landið sé smátt. Sama má segja um Belg- íu og Lúxemborg. Þessi ríki hafa haft næstum jafnmikil áhrif og Bretland og Ítalía. Skýringin er að hluta til sú að bæði á Evrópuþing- inu og í framkvæmdastjórninni fá smáríkin hlutfallslega fleiri fulltrúa en þau stærri. Mikilvægasta skýr- ingin er hins vegar sú að hinir snjöllu fulltrúar t.d. Hollands og Belgíu hafa ætíð kunnað þá list að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fá þeim framgengt. Ég sé ekki betur en að þessi mögu- leiki smærri ríkja verði áfram fyrir hendi í framtíðinni. Það hryggir mig að undanfarna tvo áratugi hefur skrifræðið aukist um of í bandalaginu. Þar er ekki einvörðungu við framkvæmda- stjórnina í Brussel að sakast heldur ekki síður við skriffinnskubákn aðildarríkjanna tólf sem hvert fyrir sig reynir að koma sínum asna- strikum á framfæri: Ef þú sam- þykkir mína vitleysu skal ég sam- þykkja þína vitleysu. Þannig eru sameiginlegar ákvarðanir teknar. En þetta hefur ekkert með stærð ríkjanna að gera og ég minnist þess ekki að nokkurn tímann hafí smáríki eins og Danmörk eða ír- land verið beitt ofríki í mikilvægu máli sem varðaði lífshagsmuni þess. Slíkt gæti bara gengið einu sinni því í annað sinn myndi við- komandi ríki taka afleiðingunum og segja sig úr bandalaginu. Áhyggjur af þessu tagi eru út- breiddar á íslandi, í Norður-Noregi og í nokkrum kantónum Sviss. Eg skii þessar áhyggjur en ég tel þær ástæðulausar." Heilræði Gorbatsjovs En mæla efnahagsleg og pólitísk rök með aðild smáríkis eins og ís- lands? „Ef ég væri íslenskur stjórn- málamaður myndi ég fýlgjast í nokkur ár með þróuninni í Evrópu eftir Maastricht-sáttmálann. Og ég myndi fylgjast með því hvernig Svíum reiðir af í bandalaginu. Þið hafið meira ráðrúm en aðrir. En þið verðið líka að gera ykkur grein fyrir að það eru hættur til staðar. Nefnilega að heimurinn skiptist í viðskiptablokkir, Norður-Ameríku þar sem væru Bandaríkin, Kanada og Mexíkó, Suðaustur-Asíu og Evrópu. Ef þið bíðið svo lengi kynn- uð þið að hafa beðið of lengi eða eins og Gorbatsjov orðaði það [er hann heimsótti Erich Honecker í Berlín mánuði áður en múrinn féll]: Lífið refsar þeim sem kemur of seint. Þessi hætta er ekki aðkall- andi eins og er, nú rífast menn um GATT og NAFTA og hvað þetta nú heitir allt saman og þið getið vel íhugað málið í ró og næði í nokkur ár enn.“ Er sameining Evrópu ekki draumsýn vegna þess hve hefðir og stofnanir ríkjanna eru ólíkar. Munu þjóðarhagsmunir ekki ætíð vega þýngra en Evrópuhagsmunir þegar á reynir? „Leiðið hugann að Póllandi, Tékklandi, Ungveijalandi, Slóvak- íu, Slóveníu og hundruðum þjóða í Sovétríkjunum fyrrverandi? Allir vilja sitt þjóðríki eftir að oki komm- únismans og Sovétstjórnar var af þeim létt en jafnframt aðild að Evrópubandalaginu. Annað útilok- ar alls ekki hitt. Þið talið um sam- einingu. Það eru hugrenninga- tengsl á milli einingar og þess að allt hljóti að verða eins. En raun- veruleikinn verður annar. Þjóðirnar sem ég nefndi munu auðvitað halda í sitt ríki sem þær eru stoltar af og sama má segja um Breta og Frakka - og Þjóðveija, hvað þá Svía og Svisslendinga. Ég veit ekki hve mörg mál eru töluð í Evrópu en þrátt fyrir allan þann fjölda varð til menningarmósaík í Evrópu eftir hrun Rómaveldis og fram á okkar daga sem á sér ekki neina samsvörun fyrr né síðar í Evrópu eða öðrum heimsálfum. Hjá hverri þjóð kom fram sérstök menning sem jafnframt varð hluti af hinni fjölbreyttu heild: Tónlist Rússanna og bókmenntir, músík Þjóðveija, Austurríkismanna og ítala og Frakkar og Bretar fundu upp lýð- ræðið og mannréttindin. Þið teljið raunar að lýðræðið sé upprunnið hjá ykkur en þið fluttuð það ekki út! Þannig varð til órofa tónlistar- menning, heimspeki, byggingarlist - og stjórnmálamenning ef frá eru talin einræðisskeið á Spáni, Port- úgal, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og í Rússlandi. Ég sé ekki hvers vegna þessi verðmæti ættu að vera í hættu. Þetta eru ástæðulausar áhyggjur þótt þær séu vel skiljan- legar á íslandi vegna þess að þið voruð öldum saman undir erlent vald seldir.“ Kalda stríðinu er lokið. Er sam- ráð yfir Atlantsála milli Bandaríkj- anna og Evrópu jafn mikilvægt og áður? „Samráðið er mikilvægt af öðr- um ástæðum en áður. Áður snerist það um öryggis- og utanríkismál en nú er mest þörf á samráði í verslunar-, gengis- og efnahags- málum. Þið ættuð ekki að gera of lítið úr hættunni á því að Banda- ríkjamenn, sem í orði aðhyllast frí- verslun en vernda í raun alltaf landbúnað sinn með niðurgreiðsl- um, myndi viðskiptablokk i Norður- Ameríku.“ Sovésk og rússnesk utanríkisstefna Sovéska ógnunin er liðin undir lok. Hvað þýðir það fyrir stöðu íslands I Atlantshafsbandalaginu? „Hernaðarleg þýðing Islands er mun minni en áður. En það er samt ekki útilokað að á næstu áratugum verði Rússland aftur stórveldi í Evrópu. Rússar framfylgdu út- þenslustefnu löngu fyrir kom- múnismann, á dögum Katrínar miklu og ívans grimma. Verði Rússar stórveldi á ný er líklegt að þeir muni einnig keppa að út- þenslu. Þá verður nauðsynlegt að halda þeim í skefjum. En þetta er ekki verulegt áhyggjuefni núna, og ekki á næsta ári og varla um aldamótin en gæti verið ofarlega á baugi árið 2010 eða 2015.“ Undanfarið virðast Rússar vera að helga sér áhrífasvæði utan Iandamæra sinna þar sem viðkom- andi nágrannaríki njóti takmark- aðs fullveldis. Er óslitinn þráður milli utanríkisstefnu Sovétríkjanna og Rússlands? „Ekki er hann nú óslitinn en það má ekki gleyma því að þótt umbrot- in í Rússlandi hafi lamað stjórnmál og efnahagslíf með þeim hætti að ekki er von á raunverulegri utan- ríkispólitik hefur ekki verið hróflað við flughernum, landhernum og eldflaugabirgðunum en flotanum að vísu að einhveiju marki. Ein af forsendum hugsanlegrar útþenslu- stefnu er því óbreytt.“ Þér teljið þá rétt að viðhalda Atlantshafsbandalaginu? „Já, en ekki eingöngu vegna arftaka Sovétríkjanna eða vegna þess að í stað eins kjarnorkuveldis eru komin fjögur, þ.e. Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Kaz- akhstan. Heldur einnig vegna óró- ans á Balkanskaga og fyrirsjáan- legs flóttamannastraums frá Áust- ur- og Suðaustur-Evrópu eða frá þeim hluta Evrópu þar sem ekki tekst fljótlega að koma á efnahags- legum stöðugleika." Stöðugleiki í Rússlandi eftir fimmtíu ár Hvernig metið þér atburði sfð- ustu viku í Rússlandi? „Þeir komu mér ekki á óvart. Eins og ég sagði áðan geta liðið fimmtíu ár þangað til stöðugleiki er kominn á í Rússlandi. Þangað til munum við sjá margar byltingar og byltingartilraunir,“ í Litháen ogPóllandi hafa aftur- batakommúnistar unnið kosningar að undanförnu. Eru horfur á slík- um úrslitum víðar og myndu þau hægja á því að austur og vestur nálgist? „Það olli fólki vonbrigðum að ekki draup smjör af hverju strái eftir hrun einræðisins. Menn fóru að íhuga það hvort gömlu valdhaf- arnir hafi í raun verið svo slæmir. En slík úrslit þurfa ekki að þýða að efnahagsumbæturnar stöðvist. Það verður að skoðast í hveiju til- viki og ekki er hægt að draga af því almennar ályktanir." Ríkisstjórn yðar og flokkur, Jafnaðarmannaflokkurinn, beittu sér mjög fyrír slökun í samskiptum við kommúnistaríki, stefnu sem kölluð hefur veríð Ostpolitik [austurstefna]. Gagnaðist hún al- menningi í Austur-Evrópu og stuðlaði hún að hruni kommúnis- mans? „Já, tvímælalaust. Það var nú ekki bara minn flokkur sem að- hylltist austurstefnu heldur ríkin 35 sem undirrituðu Helsinki-sátt- málann árið 1975. Rússar sáu sér hag í að landamæri þau sem voru afleiðing útþenslunnar voru viður- kennd og vestræn ríki lögðu upp úr því að virðing fyrir mannréttind- um yrði aukin austantjalds. Þessi sáttmáli kom andófsmönnum mjög til góða eins og Sakharov í Sovét- ríkjunum, Walesa í Póllandi, Havel í Tékkóslóvakíu og andófsmönnum í A-Þýskalandi. Þessi stefna stuðl- aði að því að grafa undan hug- myndafræði austurblokkarinnar. En hún hefði líklega ekki haft svo mikil áhrif nema vegna þess að samhliða var hernaðarógn Sovét- ríkjanna mætt af fullum þunga. Ég tel að hernaðarstefna ein og sér án austurstefnu hefði heldur ekki haft þessar afleiðingar. En ég hlýt að minna á að Ostpolitik má rekja allt aftur til Harmel-kenn- ingarinnar frá 1967 þegar NATO ákvað að sýna hernaðarlega hörku en keppa að samstarfi að öðru leyti." Hafið þér einhvern tíma hugleitt að fara aftur út í pólitík? „Nei. Ég var fimm ár á þingi eftir að ég lét af kanslaraembætt- inu 1982 en tók ekki oftar en tvisv- ar eða þrisvar til máls. Og ekki fer ég út í slíkt núna, maður á mínum aldri.“ Viðtal: Páll Þórhallsson og Steingrímur Sigurgeirsson Margrét S. Björnsdóttir. Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið Margrét S. Bjömsdóttir aðstoðarmað- ur Sighvats MARGRÉT S. Björnsdóttir, fyrrum endurmenntunarstjóri Háskóla Is- lands, tók við starfi aðstoðarmanns Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær. Við fyrra starfi Margrétar tekur Guð- rún Ingvadóttir, áður skrifstofu- sljóri endurmenntunarstofnunar. Margrét er fædd í Bandaríkjunum árið 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968. Eftir það stundaði hún nám í þjóðfélagsvísindum við háskólann í Frankfurt 1970-1975 og lauk þaðan magisterprófi í ársbyijun 1976. Frá 1976 til 1983 var Margrét kennari og deildarstjóri við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Árið 1983 var hún svo ráðin til Háskóla íslands til að byggja upp nýja þjónustudeild við skóiann, endurmenntun fyrir starfandi háskólamenn. Hún hefur síðan starfað sem endurmenntunar- stjóri Háskólans. Margrét hefur átt sæti í og veitt forstöðu fjölda nefnda og starfshópa einkum á sviði mennta- mála. Frá árinu 1977 hefur Margrét tek- ið virkan þátt í stjórnmálum. Hún er nú formaður Félags fijálslyndra jafn- aðarmanna. -----».------- Flokksstj órnarfund- ur Alþýðuflokks Jón Baldvin og Jóhanna deildu um ríkisfjármál JON Baldvin Hannibalsson og Jó- hanna Sigurðardóttir deildu um aðgerðir í ríkisfjármálum á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins á laugardag, skv. upplýsingum Morgunblaðsins en fundurinn var lokaður fjölmiðlum. Jón Baldvin sagði að ganga þyrfti enn lengra í niðurskurði og sparnaði til að ná ríkissjóðshallanum enn frekar nið- ur en gert væri ráð fyrir í fjárlaga- frumvapinu. Lagði Jón Baldvin áherslu á versn- andi stöðu þjóðarbús og vaxandi skuldasöfnun sem gerði nauðsynlegt að ná enn frekar niður ríkissjóðshall- anum. Jóhanna hafði hins vegar aðrar áherslur. Kom fram í máli hennar, skv. upplýsingum blaðsins, að ýmis merki væru um bata í efnahagsmálum og taldi hún ekki eins biýnt og Jón Baldvin að ná niður ríkissjóðshallan- um heldur lagði áherslu á aðra for- gangsröðun í þeim aðgerðum sem rík- isstjórnin stæði að í ríkisfjármálum. Kom ekki fram mikil gagnrýni af hálfu fundarmanna vegna þeirra deilna sem verið hafa í ríkisstjórn að undanförnu um innflutning landbún- aðarvara og um fyrirvara félagsmála- ráðherra við fjárlagafrumvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.