Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 4 18 þúsund manns sáu jeppasýninguna TALIÐ er að hátt í átján þúsund manns hafi sótt sýningu Ferða- klúbbsins 4x4, Ferðabílar og fagurt land, í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Tíu þúsund manns greiddu aðgangseyri að sýningunni. Friðrik Halldórsson í sýningar- stjórninni sagði að geysilega mik- ill áhugi hefði verið fyrir sýning- unni og sýningargestir lýst yfir míkilli ánægju með hana. For- svarsmenn sýningarinnar voru í gær á Langjökli á fimm bílum ásamt fimm erlendum bílablaða- mönnum, þar á meðal blaðamönn- um frá hinu þekkta jeppatímariti Four Wheeler. „Við erum að sýna þeim hvað landið hefur upp á að bjóða og þeim þykir ótrúiegt hvað íslendingar eru að gera í þessum málum,“ sagði Halldór. Loftfjöðrun Hann sagði að tilgangur ferð- arinnar væri að sýna erlendu blaðamönnunum að bílarnir væru ekki aðeins tii sýnis heldur væri ekið á þeim upp á fjöil og jökla. Halldór sagði að það væri mjög ör þróun í breytingum á jeppum. Miklar breytingar hefðu orðið frá síðustu sýningu fyrir tveimur árum. Nú væru jeppamenn famir að setja mikið af gormum undir bílana og jafnvel loftfjöðrun líkt og í rútum og vörubílum. Loftp- úði er þá settur undir bílana í stað gorma eða fjaðra og ér þá hægt að stýra úr mælaborði hversu hár bíllinn er og hve stíf fjöðrunin er. „Þetta er íslenskt hugvit og þó Bandaríkjamenn breyti sínum bílum mjög mikið þá er það að mestu leyti á yfír- borðinu. Við breytum bílunum vegna þess að við þurfum á því að halda við okkar erfíðu aðstæð- ur,.“ sagði Halldór. _- _ • Morgunblaðið/Árni Sæberg V eitmgamaður mn BJORN Leifsson veitingamaður í hinum endurbætta Leikhúskjallara í gær. Lengsti bar landsins, Langi- bar, verður á staðnum, en hann er 10 metra langur. 1DAG kl. 12.00 Heímild: Veðurstofa islands (Byggt i veðutspá kl. 16.16í gær) VEÐUR I/EÐURHORFURIDAG, 28. SEPTEMBER YFIRLIT: Skammt út af VestfjÖrðum er 986 mb. lægð sem hreyfist lítið og grynnist. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vesturdjúpi. SPÁ: Suðvestlæg átt, víðast gola eða kaldi. Skúrir um vestanvert landið og austur með suðurströndinni, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 6-11 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg vestan- og norðvestanátt, skúr- ir vestan- og norðanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 8 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss eða hvöss sunnanátt um allt land. Að messtu.þurrt norðanlands en rigning annars staðar. Hiti 6 til 12 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestan- og vestanátt, sums staðar nokkuö hvöss við suður- og suðausturströndína en hægari annars staðar. Sunn- an- og vestanlands má búast við skúrum en að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. Híti 4 til 9 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 18.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600. v Tmmv Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig Súld Þoka V itig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Viða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hiti voöur Akureyri 11 skýjað Reykjavík 8 skúr Björgvin 12 hálfskýjað Helsinki 8 alskýjað Kaupmannahöfn 12 alskýjað Nuuk 1 frostúði Ósló 10 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshófn 10 rigning Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 13 rignig Barcelona 18 skýjað Berlln 12 alskýjað Chicago 9 skúr Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 13 skýjað Glasgow 12 léttskýjað Hamborg 11 súld London 8 rigning LosAngeles 16 þoka Lúxemborg vantar Madríd 19 léttskýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 22 skýjað Montreal 14 skýjað NewYork 21 alskýjað Orlando 23 skýjað París 13 skýjað Madelra 18 skúr Róm 23 hálfskýjað Vín 18 léttskýjað Washington 21 þokumóða Winnipeg 6 skúr Leikhúskjallarinn í upprunalegt horf Leikhúskjallarinn hefur verið lokaður síðan 1. júlí sl. vegna breyt- inga á rekstrarfyrirkomulagi og innréttingum. Björn Kr. Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class og veitingamaður í Ingólfscafé, hefur tekið við rekstrinum í samvinnu við Þjóðleikhúsið og er stefnt á að opna nýjan og breyttan Leikhúskjallara 1. október nk. Verið er að endurgera Leikhús- kjallarann í svipuðu formi og hann var eftir opnun Þjóðleikhússins 1950. Þar geta gestir notið veitinga öll sýningarkvöld fyrir sýningu, í hléi og að lokinni sýningu. Um helg- ar verða haldnir dansieikir að lokn- um sýningum fyrir leikhúsgesti sem og aðra þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist og ýmsar uppákom- ur. Leikhúskjallarinn stefnir að því að höfða til aldurshóps 25 ára og eldri. Veitingastjóri Leikhúskjaliarans er Guðmundur Alfreð Jóhannsson, Siguijón Þórðarson.er matreiðslu- meistari og., yfirþjónn er Kristján Nói Sæmundsson. Ellefu fara heðan á ársfund Alþjóðabanka ÁRSFUNDUR Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefst í Washingtonborg í Bandaríkjunum í dag. Að minnsta kosti 11 fulltrúar íslenskra stjórnvalda og bankakerfisins munu sitja fundinn og fleiri fundi þeim tengda. Sameiginlegur ársfundur Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hefst í dag og stendur fram á fimmtudag en undirbúningsfundir hófust um helgina. Fulltrúar allra helstu banka heimsins verða í Wash- ington og ræða við fulltrúa aðildar- landanna um stöðu efnahagsmála, lántökuáform og fleira. Þá hittast fjármálaráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Washington. Fjármálaráðherra íslands mun meðal annars hitta að máli fulltrúa fjár- málatímaritsins Euromoney vegna hugsanlegrar ráðstefnu hér á landi um fjárfestingu erlendra aðila í öðr- um löndum. Loks heldur íslensk- ameríska verslunarráðið ráðstefnu í Washington á föstudag þar sem ráð- herrar fjármála, viðskipta og utan- ríkismála flytja erindi. Greitt fyrir ráðherra Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra er aðalfulltrúi íslands í Al- þjóðabankannum og Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra er varafulltrúi. Alþjóðabankinn greiðir ferðir og uppihald fyrir ráðherrana á meðan ársfundinum stendur. Þá sitja ráðu- neytisstjórar fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis, þeir Magnús Pétursson og Finnur Sveinbjömsson fundinn. Einnig tekur Bolli Þór Bolla- son skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neyti þátt í fundinum en hann situr í norrænni nefnd um Eystrasalts- ríkjaáætlunina. Frá Seðlabankanum fara Jón Sig- urðsson seðlabankastjóri og Ólafur ísleifsson hagfræðingur á ársfund- inn. Þá mun Sigurgeir Jónsson for- stjóri Lánasýslu ríkisins sitja fund- inn. Loks senda bankarnir fulltrúa á fundinn. Þeir eru Björgvin Vilmund- arson bankastjóri Landsbankans, Valur Valsson bankastjóri íslands- banka og Sólon Sigurðsson banka- stjóri Búnaðarbankans. Að sögn Magnúsar Péturssonar ráðuneytisstjóra má búast við að mikið verði fjailað um endurreisn Austur-Evrópu og Rússlands á árs- fundinum. Einnig verður rætt um endurreisn Palestínu og efnahagsað- stoð þangað og verður haldinn sér- stakur fundur um það mál á föstu- dag eftir að ársfundinúm lýkur. ------» ♦ ♦----- Akærður fyr- ir manndráp AKÆRA Ríkissaksóknara gegn Þórði Jóhanni Eyþórssyni fyrir að hafa orðið Ragnari Ólafssyni að bana af ásetningi aðfaranótt 22. ágúst sl. var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Gæslu- varðhald yfir manninum hefur verið framlengt til 15. desember næstkomandi en um málið verður fjallað í Héraðsdómi þann 10. október. í Héraðsdómi í gær sagði Þórður Jóhann atvikum málsins rétt lýst í ákærunni en honum er þar gefið að sök að hafa stungið Ragnar Olafsson með hnífi í hjartastað á heimili Ragn- ars við Snorrabraut. Ragnar lést á skurðarborði á Borgarspítalanum um klukkustund síðar. Þetta er í annað skipti sem Þórður Jóhann Eyþórsson er ákærður fyrir manndráp af ásetningi en hann var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.