Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Kauði svarar fóli eftirlndriða G. Þorsteinsson Hvenær á að skrifa og hvenær á ekki að skrifa er spurning, sem und- irritaður og fleiri hljóta að velta fyr- ir sér. Útvarpsstjóri bregst önugur við því að menn séu að skrifa. Það er eðlilegt. Þetta er maður sem hef- ur heilt útvarp undir og taiar í það. Hann hefur 380 manns á launaskrá, sem hann kallar saman og talar yfir þegar honum sýnist og hann hefur sérstakan dagskrárstjóra, sem sér um að skilja hafra frá sauðum og syngur í kirkjukór til að fá á sig kristilegan blæ. Allt þetta veitist útvarpsstjóra og svo skáldskapar- gáfa að auki. Manni með slík völd og slíkar yfirburðagáfur leyfist að reka menn, einkum þegar kemur á daginn, að 63 af hundraði þjóðarinn- ar eru honum sammála og verður enn vitlausari, þegar sami maður er ráðinn aftur. A þessu byggist eflaust frumhlaup minnihluta útvarpsráðs eftir að Ríkisendurskoðun hafði hreinsað Hrafn af allri synd. Mér varð að orði að útvarpsstjóri hefði misstigið sig í embætti. Hann virðist yfirmáta þakklátur fyrir þessa ábendingu, enda nefnir hann mig afburðamann, þjóðmæring og ofurmenni. Hefði hveijum skóla- strák þótt nóg að kveðið, þótt aðeins eitt stóryrðið hefði verið notað. En útvarpsstjóra daprast flugið þegar málið snýr að starfsliðinu. Þá nefnir hann skrif undirritaðs kauðalega palladóma. Vel má una við það, miðað við ættemi slíks orðfæris. Hér áður dugði ekki minna en nefna fas- ista og þaðan af verri lýð og er ástæða til að óska útvarpsstjóra til hamingju með að hafa fundið hið gamla tungutak. Útvarpsstjóri ber fyrir sig, að 63 af hveijum hundrað Islendingum hafi greitt misstigi hans jákvæði sitt, en þegar leiðrétting var fengin hafi 83 af hveijum hundrað íslendingum verið andvígir leiðréttingunni. Auð- séð ætti að vera af þessu, að þegar útvarpsstjóri misstígur sig nýtur hann fylgis allt að tveggja þriðju þjóðarinnar. En misstigi Jón Baldvin sig er hann óðara óvinsælasti maður landsins. Það virðist því vera um að gera að komast upp í útvarpshús og misstíga sig þar, eða halda fram eins og gert var í fréttatíma að morgni þess dags sem þetta er skrif- að, að sovétþingið í Moskvu, sem eftir Egil Sigurðsson Guðni Ágústsson alþm. skrifar kjallaragrein um vaxtamálin í DV 13. þ.m. Vakti hún óneitanlega furðu. Hann setur fram þá skoðun, að útlánsvextir ráðist „að mestu leyti af því, hvað þarf á hveijum tíma að borga fyrir spariféð“. Með öðr- um orðum: útlánsvextir ráðast af innlánsvöxtum. Þetta segir hvorki eitt né neitt, meðan Guðni útskýr- ir ekki, hvað ráði þá innlánsvöxt- unum. Kennt er í viðskipta- og hag- fræði, að vextir séu verð fyrir peninga að láni. Það verð ræðst, eins og verð vöru og þjónustu, af framboðinu, þ.e. af fjármagni í umferð. Auðvitað getur ríkisstjóm með aðstoð Seðlabanka haft áhrif á vextina. En mér skilst, að stefnan í dag sé að forðast miðstýringu og láta „markaðsöflin“ ráða ferð- inni. Guðni telur fjárþröng ríkissjóðs valda þrýstingi til hærri vaxta. En hvers vegna er ríkið í fjár- kosið var til samkvæmt stjórnarskrá Bresnéfs, sé að beijast fyrir frelsi. Það er ekki ónýtt að hafa vönu starfsliði á að skipa. Og forvitnilegt væri að vita, hefði útvarpsstjóri rek- ið einhvern annan en Hrafn Gunn- laugsson hvernig skoðanakannanir hefðu farið ef þá hefði verið gripið til þeirra yfirleitt. Annars eru úrslit áðurnefndra skoðanakannana ekkert aðhláturs- efni. Þar tók alþingi götunnar til sinna ráða eftir að æðsta stofnun þjóðarinnar hafði látið sér um munn fara orðbragð um fjarstaddan mann, sem hvergi væri viðhaft nema um venjulegan glæpamann eða stríðs- glæpamann. Þeir sem þetta orð- bragð stunduðu voru þeir Svavar Gestsson og Páll Pétursson. Páll bætti því meira segja við, er hann var að æða úr ræðustól, að hann þakkaði guði fyrir, „að þessir menn hafa ekki byssur“ og átti þá væntan- lega við stjómarliðið. Og fyrst talið barst að byssum inni á Alþingi er spurningin hver hefði verið skotinn hefðu þær verið í höndum ræðu- manna. eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur Ákveðið hefur verið, eins og öllum er kunnugt, að Fossvogsdalur verði útivistarsvæði opið almenningi. í til- lögum um nýtingu þessa lands hefur verið sturigið upp á 9 holu golfvelli á 15,5 hekturum lands. Þetta er all- stór spilda af Fossvogsdal, þótt ekki sé þetta stórt land undir 9 holu völl. Eins og eðlilegt er eru mjög skipt- ar skoðanir um golfvöll á þessum stað. Talsmenn golfvallar hafa stutt mál sitt þeim rökum, að erlendis séu golfvellir nánast í eða við þéttbýli og hafi gefist vel. Hvort svo er veit ég ekki, hitt veit ég, að reynsla okk- ar í Golfklúbbi Reykjavíkur var ekki góð síðustu árin, sem golf var leikið „Guðni telur fjár- þröng- ríkissjóðs valda þrýstingi til hærri vaxta. En hvers vegna er ríkið í fjárþröng? Það er fyrst og fremst vegna gífurlegrar skuldasöfnunar á liðnum áratug og sí- aukinnar vaxtabyrði hennar vegna.“ þröng? Það er fyrst og fremst vegna gífurlegrar skuldasöfnunar á liðnum áratug og sí-aukinnar vaxtabyrði hennar vegna. Þar er ríkið á sama báti og atvinnuve- girnir og heimilin. Verðtryggingin nær fimmtánfaldaði skuldir lands- manna frá ársbyijun 1982 til 1990, enda voru meðaltals nafn- vextir frá 20% og allt upp í 80% á ári. Hvorki ríkissjóður né einka- geirinn fær risið undir. Vanskilin hafa neytt bankakerfið til að „Nú hefur komið á daginn að Hrafn Gunnlaugsson hefur ekkert af sér brotið. Utvarpsstjóri hafði ekkert á hann í starfi dagskrárstjóra, sem Hrafn hafði verið í leyfi frá um nokkurn tíma.“ Nú hefur komið á daginn að Hrafn Gunnlaugsson hefur ekkert af sér brotið. Utvarpsstjóri hafði ekkert á hann í starfi dagskrárstjóra, sem Hrafn hafði verið í leyfi frá um nokk- urn tíma. Samt kaus útvarpsstjóri að reka hann úr starfi samkvæmt kröfu starfsmanna sjónvarps, sem óttuðust, að þeir gætu ekki lengur verið áskrifendur að launaseðli sín- um. Það ýtti enn frekar á útvarps- stjóra, að heyra þá Svavar og Pál fara hamförum á þingi, enda hélt á vellinum við Öskjuhlíð í lok sjötta áratugarins, en þá hafði byggð auk- ist mjög í kringum völlinn. Eins og ýmsum mun kunnugt, var fyrsti golfklúbbur hérlendis — Golf- klúbbur Islands — (nafninu löngu síðar breytt í Golfklúbb Reykjavík- ur) stofnaður 14. desember 1934 að frumkvæði læknanna Gunnlaugs Einarssonar og Valtýs Albertssonar. Stofnendur voru 57, þar af 12 konur. Tæpu misseri síðar, eða í maí 1935, var farið að leika golf á fyrsta golfvelli hér á landi, í Laugardalnum. Það var 6 holu völlur. Árið 1936 var sótt um land undir framtíðargolfvöll austanvert við Öskuhlíð og norðan við Bústaðaháls. GÍ var gefinn kost- ur á 37,3 ha lands á þessu svæði og var leigusamningurinn dagsettur 8. júní 1936. Landið var ekki árenni- skrúfa upp vextina, en það er að sjálfsögðu að fara úr öskunni í eldinn. Hvert er nú bjargráð Guðna Ágústssonar, þegar við stöndum á rústum verðtryggingar? Það er að halda verðtryggingunni áfram og einnig skattfrelsi fjármagnstekna! Nálega allir helztu ráðamenn þjóðarinnar hafa gert sér ljóst, að verðtrygging fjárskuldbindinga hefir runnið sitt skeið. Það er einn- ig þeirra vilji, að vaxta- og affalla- tekjur verði skattlagðar eins og aðrar tekjur. Fyrst verður þó að afnema verðtrygginguna, því að ógerlegt er með öllu fyrir banka og sparisjóði að greina í framtölum á milli verðbótaþáttar og raun- vaxta. Vinnan við-það yrði dýrari en tekjuauki ríkissjóðs af skatt- lagningunni. Loks leyfi ég mér að vona, að Búnaðarbankinn verði einkavædd- ur sem fyrst. Hlutafélag myndi varla velja stjórnmálaspeking af stærðargráðu Guðna Ágústssonar í bankaráð sitt. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Sindra hf. á Akureyri. Indriði G. Þorsteinsson hann eins og aðrir, að þangað væru kjörnir menn sem kynnu að halda höfði í svörtustu gjörningahríðum. Þar misreiknaði útvarpsstjóri sig. Honum urðu á mistök. Áð þeim mis- tökum gerðum fagnar hann enn nið- urstöðum skoðanakannana, þar sem fólk var blekkt til að taka afstöðu í undangengnum þingumræðum. Út- legt, ýmist mýri (Mjóamýri og Kringlumýri) eða gijóturð. Strax var hafist handa um ræktun landsins og í júlí 1937 var byijað að leika þarna golf á 9 holu velli. Engir styrk- ir fengust frá ríki eða bæ vegna framkvæmda við völlinn eða bygg- ingar golfhússins á Öskjuhlíð. Á sjötta áratugnum vildi bæjar- stjórnin fá allt golflandið undir bygg- ingarlóðir. Klúbbnum vora boðnir 40 ha lands austan Grafarholts und- ir 18 holu golfvöll og tókust um það samningar. Þegar til kom reyndist þetta ekki nægilegt land ef fara ætti eftir þeirri teikningu að golf- velli, sem fyrir lá og hafði verið sam- þykkt. Skv. henni þurfti 65,5 ha. Stjórnin fól formanni að tala við borgarstjóra, Gunnar Thoroddsen, og fulltrúa minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn og sækja um viðbótar- land. Á fundi í bæjarráði 15. júlí 1958 var samþykkt mótatkvæða- laust „að gefa GR kost á allt að 25 ha viðbótarlandi austan Laxalóns". Af þessu segir í ársskýrslu GR um starfið 1958, en þar segir einnig, að golfvöllurinn við Öskjuhlíð sé tæplega orðinn leikhæfur, þar sem hann sé að öðrum þræði að breytast í barnaleikvöll, golfleikurum til mik- illa óþæginda, og hættuástand hafi skapast einkum fyrir börn og ungl- inga í nágrenninu. Engir vita betur en golfleikarar hve hættulegum slysum — jafnvel banaslysum golfbolti á ofsahraða getur valdið þeim, sem fyrir honum verður. Mannaferðir utanaðkomandi fólks á golfvöllum og í næsta ná- grenni þeirra skapa því hættu- ástand. Um það getur ekki verið ágreiningur og sú var reynsla okkar um það leyti, sem við vorum að yfír- gefa Öskjuhlíðarvöllinn. ★ STRIKAMERKING • Prentarar íyrir strikamerki • Hóflegt veró • íslensk leturgerð • Prentun: EAN-H, FAN-1 i, UPC, Codc 39, Codc 9 i, Coclabar, ofl. • Aflesarapennar fyrir strikamerki OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavík Símar 624631 624699 varpsstjóri hefur sagt að í honum leynist fól. Þegar fólin tvö gullu í þingsölum gall við þriðja fólið hjá útvarpinu. Það er svo ábyrgðarhluti fyrir þingmenn að taka þátt í svona leik, sem snerist m.a. um að plata útvarpsstjóra ekki síður en einhvern hluta landsmanna. Þessi mistök útvarpsstjóra eiga örugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Það er ljóst, að þegar staða framkvæmdastjóra hjá sjónvarpinu losnar næsta vor verður Hrafn Gunnlaugsson ekki ráðinn. Fyrir inn- anhússmenn í Ríkisútvarpinu, bæði gamla og nýja, verður þetta talinn fullur sigur í málinu þótt hann hafi unnist á hræðslu eins og svo margir aðrir sigrar í ofstopamálum. Stjórn- völd eiga að skipta Ríkisútvarpinu í tvennt. Annars vegar verði Sjón- varpið undir sérstakri stjórn en hins vegar Útvarpið með sinn útvarps- stjóra, sem hefur fijálst val um tal, ræðuhöld, yrkingar og skrif. En ég ætla að halda áfram að skrifa hér í horni mínu, án þess að ég ætlist til að útvarpsstjóri þurfti að undr- ast. Þetta hefur nú gengið svona fyrir sig í ein fjörutíu ár, enda verð- ur hver maður að bera sinn kross, hafí hann til þess stofnað. En sak- lausa menn á að láta í friði. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Tímans. Ragnheiður Guðmundsdóttir „í skrifum um fyrir- hugaðan golfvöll í Fossvogsdal hef ég hvergi séð minnst á þessa rúmlega 35 ára gömlu reynslu, sem við í GR fengum af vaxandi byggð í kringum völlinn.“ í skrifum um fyrirhugaðan golf- völl í Fossvogsdal hef ég hvergi séð minnst á þessa rúmlega 35 ára gömlu reynslu, sem við í GR fengum af vaxandi byggð í kringum völlinn. Mér finnst því rétt, að þessi reynsla komi fram í dagsljósið ef menn vilja draga af henni einhvern lærdóm, nú þegar verið er að stinga upp á 9 holu golfvelli í Fossvogsdal, landi, sem liggur milli tveggja mestu þétt- býliskjarna landsins — Reykjavíkur og Kópavogs. Höfundur er læknir og formaður Golfklúbbs Reykjavíkur 1958-1959. VPNKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI .. EINKAUMBOÐ £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 ENN UM GOLFVÖLL f FOSSV OGSDAL GORDION SHNUTUK GUÐNA ÁGÚSTSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.