Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Olíuverð hækkar OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hækkaði í gær en þá náðu OPEC, samtök olíuútflutnings- ríkja, samkomulagi í Genf um hámarksframleiðslu á olíu til áramóta. Eykst hún úr 23,6 milljón tunnum á dag í 24,5 milljónir tunna. Enn á eftir að ræða hvernig skiptingin verður á milli aðildarþjóða en Kúveitar eru afar ósáttir við sinn hlut, 1,9 milljónir tunna á dag. Nágrannarnir fyrst LÍKURNAR á því að Norðmenn gangi í Evrópubandalagið (EB) byggjast fyrst og fremst á því hvernig Svíum og Finnum gengur að semja við EB. Segja fulltrúar hinnar norsku Evr- ópuhreyfíngar, sem berst fyrir inngöngu Noregs í EB, að hverfandi möguleikar séu á því að Norðmenn gangi í bandalag- ið, geri Svíar og Finnar það ekki. Þessar þrjár þjóðir eiga allar í samningaviðræðum við EB en af þeim er mest and- staða við aðild í Noregi. Níunda fórn- arlambið á Flórída NEW York-búi var skotinn á hraðbraut á Flórída á sunnu- dagskvöld. Hann er níundi ferðamaðurinn sem lætur lífið í ríkinu á þessu ári. Maðurinn var ásamt tveimur öðrum í bíl á hraðbraut er morðinginn ók upp að þeim og skaut manninn í höfuðið. Ekki var gerð tilraun til að ræna fólkið. Forstjóri SAS segir af sér JAN Carlzon, forstjóri SAS flugfélagsins sagði óvænt af sér í gær. Sagðist Carlzon ætla að einbeita sér að samruna SAS og annarra stórra evrópskra flugfélaga; KLM, Swissair og Austrian Airlines. Fleiri ástæð- ur hafa þó verið nefndar, svo sem mikill taprekstur fyrirtæk- isins að undanförnu en Carlzon hefur verið við stjómvölinn í 12 ár. Eftirmaður hans næsta hálfa árið verður forstjóri SAS í Noregi, Jan Reinaas. Á smábáti yfir hafið RÚMLEGA sextugur Banda- ríkjamaður, Hugo Vihlen, telur sig hafa sett nýtt heimsmet er honum tókst að fara yfir Norð- ur-Atlantshaf á skektu sem er aðeins 1,62 metrar á lengd, litlu lengra en baðkar. Vihlen var 106 daga á leiðinni og kvaðst vera örmagna og úttaugaður en hann myndi hressast á fáein- um dögum. Hann léttist um rúm 15 kíló á leiðinni. Samið um réttarhöld? LÖGMAÐUR Líbýumannanna sem ákærðir hafa verið fyrir að sprengja þotu Pan Am flug- félagsins yfír Lockerbie 1988, sagði í gær mögulegt að menn- irnir myndu samþykkja að rétt- að yrði í málinu í Bandaríkjun- um eða Bretlandi en því hafa þeir hingað til neitað. Lögmað- urinn segir þó þörf væri frek- ari samninga um hvernig fyllsta réttlætis yrði gætt. Hin- ir ákærðu hafa þegar samþykkt að réttað verði í Sviss. Rostropovítsj tekur völdin RÚSSNESKI sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mistíslav Rostropovítsj veifar til mannfjöldans á Rauða torginu á sunnudag áður en herhljómsveit undir stjórn hans hóf að leika forleikinn að 1812, sinfóníu Tsjajkovskís. Verkið var samið til að minnast sigurs Rússa á herskörum Napóleons Frakkakeis- ara. Meðal viðstaddra var Jeltsín forseti, hann heilsaði á báða bóga, rabbaði við Galínu Vísneskaju, eiginkonu hljómsveitarsljórans og virtist í besta skapi. Lífshættu- leg’ur lottó- vinningur á Spáni Barcelona. Reuter. LOTTÓ-vinningur fjöl- skyldu einnar á Spáni reyndist ekki sá happa- fengur sem hún hugði, því áður en yfir lauk lá einn fjölskyldumeðlimur í valn- um og annar lífshættulega slasaður vegna deilna um hvernig skipta skyldi fjár- hæðinni. Lottóvinningurinn nam rúm- um 26 milljónum íslenskra króna og kom í hlut ungs manns. Fjölskylda hans fagnaði að vonum gríðarlega en sú gleði snerist fljótt upp í illvígar deilur um hvernig bæri að skipta vinn- ingnpm. Þeim lauk með því að maðúrinn stakk 17 ára gamla systur sína á hol og þegar hann reyndi að flýja lögregluna með því að stökkva ofan af svölum, varð hann fyrir bíl og liggur nú stórslasaður á gjörgæslu. Um 300 þingmenn hafast enn við í Hvíta húsinu í Moskvu Rútskoj heitir því að gef- ast ekki upp fyrir Jeltsín Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR á rússneska þinginu, sem enn hafast við í Hvíta húsinu í Moskvu, eru nú taldir vera aðeins um 300 og því langt frá því að nógu margir séu mættir til að fundafært sé. Leiðtogarnir tveir, þeir Alexander Rútskoj, sem þingmenn útnefndu Rússlandsforseta og Rúslan Khasbúlatov þingforseti, eru samt kokhraustir. „Ég lýsi yfir því að ráðist forsetinn á þingið mun ég hvergi hopa heldur beijast fram í rauðan dauðann. Eg mun ekki gefast upp,“ sagði Rútskoj á sunnudag. Hann sagðist heldur vilja deyja eins og maður en lifa við skömm. 0 Reuter Ut úr lífhvolfinu TVEGGJA ára dvöl átta sjálfboðaliða í svokölluðu lífhvolfi lauk í Arizona á sunnudag en því hefur verið líkt við Örkina hans Nóa á 20. öldinni. Það er 2.19 milljón kúbikmetra stórt og skiptist í sjö hvolþök úr gleri og stáli. fjórir karlar og fjórar konur, öll einhleyp, stunduðu sjálfsþurftarbúskap í lífhvolfinu, ræktuðu um 80% matarins sjálf en um 20% hans hafði ver- ið komið fyrir áður. Vísindalegt gildi tilraunarinnar hefur dregið í efa, meðal annars vegna þess að fólkið hefur margsinnis þurft að leita aðstoð- ar utan frá. Hún hefur hins vegar vakið mikla athygli, því um 200.000 gestir guðuðu á glugga lífhvolfsins þau tvö ár sem tilraunin stóð. Rútskoj sagðist telja að liðsforingi sem handtekinn var fyrir helgi, sak- aður um árás á herbækistöð, hefði verið knúinn með pyntingum til að játa á sig sökina. Hann fullyrti að þijú mikilvæg hersvæði; Volguhér- að, Pétursborgarhérað og Síberíu- hérað, styddu öll þingið í baráttunni við Borís Jeltsín forseta. „Það er nauðsynlegt að vemda stjómar- skrána og lögin af festu og lífga Sovétríkin við,“ sagði Rútskoj. Khasbúlatov þingforseti sagði að þráteflið gæti staðið í nokkrar vikur enn. „Ekkert afl mun fá okkur til að yfirgefa Hvíta húsið,“ sagði hann. Jeltsín hefur ávallt sagt að ekki komi til mála að beita valdi til að reka þingmenn á brott en þeir hafa vopnað nokkur hundmð menn og hafa gasgrímur til taks ef gert yrði áhlaup á húsið. Vamarlið þingsins mun ekki vera burðugt, heimildar- menn segja enn fremur að margir af þeim þúsundum manna sem hafa komið upp vegatálmum og kveikt elda fyrir utan þinghúsið sé aldrað útigangsfólk sem hvergi eigi höfði að halla, viti í sumum tilvikum varla hvað sé verið að deila um. „Þingið fyrir rétt“ Rútskoj var í fararbroddi nokkur þúsund stuðningsmanna þingsins sem gengu umhverfis Hvíta húsið á sunnudag og hrópuðu margir göngumanna „Sovétríkin!“. Einnig efndu aðdáendur þingsins til þjóð- dansasýningar við þinghúsið til að minnast tónskáldsins Pjotrs Tsjajkovskís er lést fyrir réttri öld. Að sögn Reufers-fréttastofunnar skorti nokkuð á þokka hjá dönsur- unum enda margir aldraðir og bún- ir að dvelja í hráslagalegu veðri við þinghúsið síðustu daga. Ganga, sem í voru stuðnings- menn Jeltsíns, var fjölmennari eða um 15.000 manns. Gekk fólkið um miðborgina, hrópandi nafn forset- ans og báru margir fána Rúss- lands, sumir hrópuðu „Niður með kommúnismann“ og „Þingið fyrir rétt“. Ljóst er þó að flestir Rússar láta sig litlu skipta deilur Jeltsíns og þingsins en áhugi á þingkosn- ingunum sem líklegast má telja að verði í desember, fer vaxandi, að sögn heimildarmanna. Norður-Kórea 50.000 manns í líf- verði leiðtoganna Tókýó. Reuter. UM 50.000 manns, vopnaðir flugskeytum og skriðdrekum, gæta ör- yggis leiðtoga Norður-Kóreu, Kim il-sung forseta og sonar hans, Kim Jong-il. Þessar upplýsingar koma frá. fyrrverandi meðlimi örygg- issveitanna, Kim Myong-chol, sem flúði til Suður- Kóreu í júlí. Öryggissveitimar eru undir beinni stjórn leiðtogans og eru jafn- vel viðbúnar því að herinn geri upp- reisn. Sveitirnar eru eru þrískiptar, ein gætir öryggis forsetans, önnur gætir sonar hans og arftaka en sú þriðja gætir stöðva Verkamanna- flokksins og annarra lykilstofnana. Upphaflega var öryggissveitun- um ætlað að gæta Kim il-sung en annarri sveit var bætt við er sonur hóf að sinna embættisskyldum sín- um. Eftir að Nicolae Ceusescu, leið- toga Rúmeníu, var steypt af stóli 1989, fjölgaði mjög í norður-kór- esku öryggissveitunum, að sögn Kim Myong-chol. Sem dæmi um verkefni sveitanna nefndi hann að 7.000 manns gættu sveitaseturs leiðtogans en hann kemur að jafn- aði þangað fimm sinnum á ári og fer á veiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.