Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUN'BLADID ÞfilÐJUDAGUR ,28. SgPTEMBER, ,1953 29 ANDSTÆÐUR — Á efri myndinni má sjá blaðsíðu úr tíma- riti og segir White hana vera draum hvers blaðamanns. Á neðri myndinni má að mati White sjá gott dæmi um það sem gerist þegar hönnuðuinn fleygir skynseminni út í veður og vind. ; Biomechanical Computcrizcd Simulation of Human Strcn«th in Sagittai-Plane Activities ?.<A(JX IX M.VR7ÍK iXA iu ;i Vxó««< ■> iW->V«.i «**■>«> K'íck >':*» -ly <***& ♦ »>•« « «/. 4)» iwrV'. , x,t*xs íw> : :íí»tó <í ».<-»• i»» l«ot <• « -<v'v< -s< > '. <•» :*:>• • SftWhiyaWCTftmt* >>-».' »••<«■» )>:■''• :-'•:« a •>*■:»>*:«■ ■■■: ••«•*<« t'-'L »"••< wxi:»«*■■{«»■:«•«*«♦.'»■<•«♦ v/ »>xt- »X< «»t í 5»:> «■•• '■ eftir að handleika blaðið og því verður einnig að hafa hugfast hvernig hann er handfjatlaður. En hönnuðurinn er ekki einn að verki þegar gefa á út blað. White leggur áherslu á að blaðamaðurinn hugsi um útlit greinanna sem hann vinnur að. Til dæmis sé æskilegt að vinna tölulegar upplýsingar í formi línurita, skífurita og þess háttar hjálpartækja og þá sé ónauðsynlegt að endurtaka tölu- legur upplýsingarnar í textanum. Það beri að nota myndir og gröf til þess að laða fólk til þess að lesa greinina. White segir að les- andinn beiti ekki rökhugsun þegar hann er að velja hvað lesið verður. Áhrif, eðlishvöt og tilfinningar ráða mestu. „Hönnuðurinn á að ná sem mestum áhrifum með þeim tólum sem hann hefur yfir að ráða, án þess þó að gleyma skynsem- inni. Heilbrigð skynsemi er mikil- vægasta verkfærið í hönnun,“ seg- ir White. Hvíslandi og öskrandi letur Eitt tæki til þess að ná athugli fólks er letur og þá oftast í fyrir- sögnum. Þegar velja á letur þarf að hafa í huga hvernig letrið kem- ur mönnum fyrir sjónir. Sumt letur hvísli á meðan næsta leturgerð öskri á lesandann og þegar velja skal rétt letur er mikilvægt að hafa í huga efni greinarinnar, seg- ir hann. Ljósmyndir skipa líka stóran sess til þéss að fanga athygli les- andans. Þegar velja á myndefni þarf ekki bara að hafa í huga að myndin sé góð. „Mælikvarðinn á að vera hvort myndin hæfí efninu eða ekki og hvort hún bæti frá- sögnina,“ segir White. „Þess vegna mega hönnuðir ekki hika við að skera myndina til eftir þörfum.“ Hann segist oft hafa aflað sér óvin- sælda meðal ljósmyndara vegna þessa. Þarna erum við aftur komin að megininntaki hugmynda Whites um hönnun, að það eina sem skipti máli sé lesandinn og hvernig best er að fá hann til þess að lesa við- komandi texta. Til að fá fólk til að stoppa við frásögnina er nauð- synlegt að hafa texta undir mynd- inni og þá ber að hafa hann skýrt afmarkaðan frá öðrum texta á síð- unni. Mikilvægt sé að myndin og textinn við hana myndi eina heild. Framtíð dagblaða og tímarita trygg White er bjartsýnn á framtíð tímarita og dagblaða. Hann segir að tímarit eins og Newsweek og Time þurfi að rækta þá hlið að vera fréttaskýrandi blöð. Á slíkum blöðum sé sérstaklega mikilvægt að huga að því að blöðin séu að- gengileg, því annars muni útlitið fæla frá. Hann hefur litla trú á því að dagblöðum verði útrýmt með frek- ari tölvuvæðingu og fólk muni fýlgjast með líðandi atburðum í gegnum tölvurnar sínar. „Dagblað er svo miklu þægilegri miðill og fljótlegra að lesa hann. Auk þess getur maður haft hann með sér hvert á land sem maður vill, lagst í laut og byijað að lesa um at- burði dagsins.“ Fundir Umræða um neytenda- lánin LOG um neytendalán sem taka gildi 1. október verða til um- ræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs Islands, á morg- un miðvikudag. Fundurinn verður í Átthagasal Hótels Sögu, frá kl. 8 til kl. 9.30. Framsögumenn verða Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur Verslunarráðs, Sigurjón Heið- arsson lögfræðingur við Sam- keppnisstofnun og Pétur Stein- grímsson forstjóri Japis. Lög um neytendalán leggja lán- veitendum á herðar nýjar kvaðir um upplýsingar og útreikninga, segir í fréttatilkynningu Verslun- arráðs. Rangar eða ófullnægjandi upplýsingar geta varðað skaðabót- um og lögaðilli getur orðið bóta- skyldur þótt ekki sannist sök á neinn tiltekinn starfsmann. Á fundinum verða reglurnar skýrðar, fjallað um eftirlit og framkvæmd laganna og rætt um viðbrögð selj- enda og ný vinnubrögð. ----» ♦ ♦-- Hvaðerað frétta af debetkort- unum? KAUPMANNASAMTÖK ís- lands gangast fyrir morgun- verðarfundi á morgun, mið- vikudaginn 29. september kl. 8.00 á Hótel Holiday Inn. Á fundinum mun formaður Kaupmannasamtakanna, Bjarni Pinnsson, gera grein fyrir stöðu málsins. Allir kaupmenn og þjón- ustuaðilar er hvattir til þess að mæta á fundinn. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 29. sept. 1993 i Átthagasal Hótels Sögu, kl. 08.00 - 09.30 LÖG UM NEYTENDALÁN, AUKNAR KVAÐIR EÐA SJÁLFSÖGD UPPLÝSINGAGJÖF? Lög fró síðasta alþingi um neytendalán taka gildi 1. október n.k. Aukin upplýsingaskylda er lögð á þá sem veita neytendum lán á bilinu 15.000 - 1.500.000 krónur,afborgunadán, yfirdrætti og greiðslukortalán. Rangar eða ónógar upplýsingar geta varðað skaðabótum og lögaðili getur orðið bótaskyldur, þótt ekki sannist sök á neinn tiltekinn starfsmann. í hverju felst upplýsingaskyldan? Hvað telst lántökukostnaður? Hvað er "árleg hlutfallstala kostnaðar"? Hvaða kröfur eru gerðar til auglýsinga? Af hverju jxirf sérstaka tryggingu vegna lánasamninga í formi viðskiptabréfa? Frummælendur: Jónas Fr. Jónsson hdl., lögfræðingur VÍ, Sigurjón Heiðarsson lögfr. hjá Samkeppnisstofnun, Pétur Steingrímsson forstjóri JAPIS hf. Fundurinn er opinn, fundargjald er kr. 1.000 fyrir félagsmenn, annars kr. 1.500. Þátttöku þarf að tilkynna fyrirfram í síma 676666 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS, Metsölublað á hverjum degi! HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993 9. Uppboð - 28. september 1993 Níunda uppboð húsnæðisbréfa fer frarn 28. september n.k. Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þurfa bindandi tilboð í bréiln að hal'a borist Húsnæðis- stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis- bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit jísamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbrét'adeild stofnunannnar. HANDSAI.I z Q—-—O z < XIVSQNVH HANDSAL H F LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆK.1 • AÐtLl AÐ VERÐBRÉfAMNGl ÍSLANDS ENGJATEIGI 9 • 105 REYKIAVÍK • SÍMl 686111 ■ fAX 687611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.