Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 37 I I 1 < < i í í 4 4 Gunnlaugur Alberts son — Minning Fæddur 9. maí 1924 Dáinn 17. september 1993 Okkur langar í örfáum orðum að minnast hans Gulla okkar. Það er erfitt að sjá á eftir honum svo skyndilega en við trúum því að hans bíði hlutverk á æðri stað. Allt frá því að kynni Gulla og mömmu hófust kom hann fram við okkur sem sína bestu vini. Hann tók börnum okkar af slíkri ástúð sem um eigin barnaböm væri að ræða, enda var hann gæddur þeim eiginleikum að börn hændust að honum. Gulli var rólyndur maður að eðlis- fari, gleymdi sér gjarnan við lestur bóka, enda víðlesinn og fróður um land og þjóð. Fyrir nokkrum árum reistu Gulli og mamma sumarbústað í Vatns- dal, var það gert af mikilli natni og alúð. Þar undi Gulli sér vel og var þar flestum stundum yfir sum- artímann, enda mikill náttúruunn- andi. Minningar okkar er heimsóttum þau þangað eru ljúfar. Þar var Gulli hrókur alls fagnaðar og mik- ill gestgjafi. Hann var óþreytandi við að hlúa að og bæta umhverfíð og var þar til hinstu stundar. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. (Tómas Guðmundsson) Við minnumst Gulla með hlýhug og þakklæti. Elsku mamma, stönd- um saman á þessum erfiðu stund- um. Svandís, Einar, Þór og Linda. Nú er hann Gulli afi dáinn. Afi, við vorum svo miklir vinir og ég var eins og skugginn þinn. Við gerðum allt saman. Ég man þegar ég kom á Háaleitisbrautina og þú tókst á móti mér brosandi. Ég man þegar við vorum í sveitinni og við vorum svo mikið að vinna. Við töluðum svo mikið saman og þú sagðir mér svo margt. Þú varst mér svo góður. Nú ert þú hjá Jesú og ég veit þér líður vel hjá honum. Ó, Jesús bróðir bezti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mina. (P. Jónsson) Gunnar Þór. GuðmundurJón Bjamason - Minning Fæddur 30. ágúst 1927 Dáinn 1. september 1993 Hinn 10. þessa mánaðar var bor- inn til grafar Jón Bjarnason, en hann lést af slysförum 1. september sl. Fullu nafni hét hann Guðmundur Jón, en var alltaf nefndur Jón af þeim sem hann þekktu. Jón var fæddur i Reykjavík 30. ágúst 1927. Foreldrar hans voru Bjarni Guð- mundsson og Gestfríður Ólafsdótt- ir. Hann var elstur þriggja alsystk- ina, á lífi eru Svala og Rafn, en þau áttu einn hálfbróður, Hilmar Jóhannsson, er lést tvítugur að aldri. Jón var ungur þegar hann hóf nám í húsamálun hjá Ágústi Peter- sen málarameistara og lauk sveins- prófi 1949, en meistarabréf fékk hann 1952. Hann gekk í Málarafé- lag Reykjavíkur sama ár og hann tók sveinsprófið og var þar félagi alla tíð síðan og vann nær óslitið í faginu hjá ýmsum málarameistur- um. Síðustu starfsárin vann hann hjá Hákoni í. Jónssyni sem hann mat mikils bæði sem fagmann og félaga, en undirritaður var fýrsti nemandi Hákonar og var Jóni sam- mála hvað það snertir. Af félögum yngri áranna hélst öll árin góður kunningsskapur með Jóni og Eiríki Eiríkssyni strætisvagnabílstjóra. Jón var bæði léttur á fæti og léttur í lund, óvini átti hann enga og ef í odda skarst kaus hann frek- ar að bopa en að standa í deilum við fólk. Að eðlisfari var hann gleði- maður sem kaus að lifa lífinu á fijálslegan hátt Jón hafði mikla ánægju af ferða- lögum og ferðaðist hann talsvert bæði innanlands og utan. Hann fór m.a. eina ferð með Gullfossi og síð- ar í hina umtöluðu Baltíkuferð sem ætíð var honum mjög eftirminnileg. Þau systkinin Jón og Svala voru mjög samrýnd, bæði ógift og eyddu þau mörgum frístundum sínum í útivist og ferðalög sem var þeim sameiginlegt áhugamál. Saman fóru þau fyrir nokkrum árum til Kanaríeyja og dvöldust þar yfir jól og áramót, eignuðust góða kunn- ingja og nutu ferðarinnar vel. Einn- ig fóru þau til Lúxemborgar og skoðuðu sig þar um og á nálægum slóðufh. Síðasta ferðalag systkin- anna var austur fyrir íjall á afmæl- LEGSTEINAR 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 isdegi Jóns 30. ágúst sl., en haust- ið var árstími sem Jón hafði mikið dálæti á. Jón átti snyrtilegt heimili á Furu- grund 66, þar sem sjá mátti ýmsa hluti sem hann hafði sjálfur gert og settu svip á heimilið. Kynni mín af Jóni voru aðallega tengd starfi mínu hjá Málarafélag- inu, þar sem hann var góður félagi og virti lög og reglur félagsins að öllu leyti. Ég sendi systkinum og öðrum nákomnum samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson. + Ástkær systir okkar og mágkona HANNA SANDHOLT, Barmahlíð 38, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 29. septem- ber kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Samband íslenskra Kristniboðsfélaga. Camilla Sandholt Ásgeir Sandholt, Þóra Sandholt, Martha Sandholt, Sigríður Sandholt. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, MARTEINS MARKÚSSONAR, trésmíðameistara. Elísabet Jóna Sigurðardóttir, Inga S. Þorsteinsdóttir, Júlíus Gíslason, Marteinn H. Hreinsson, Ásgerður Pólsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF I STEINSMiÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Ragnar Erlingsson málarameistari Fæddur 26. desember 1903 Dáinn 7. september 1993 Hann afi þinn er dáinn. Þegar hún mamma færði mér þessar frétt- ir þutu ótal hugsanir í gegnum kollinn á mér. Hann afi, nei það gat ekki verið. Ég var nýbúin að tala við hann og þá var hann svo hress. Þegar ég fór til að kveðja hann áður en við fluttumst norður á Hólmavík, ég og ijölskyldan, þá spurði hann okkur hvort við kæm- um ekki í hófið sem hann ætlaði að halda þegar hann yrði níræður, það yrði heljar mikil veisla. Auðvit- að sögðumst við ætla að koma, við ætluðum sko ekki að missa af því. Það var alltaf gaman að ræða við afa. Þótt heyrnin og fæturnir væru farin að gefa sig þá var hann alltaf með á nótunum og vissi allt sem var í fréttum í það og það Skiptið. Ef við fórum eitthvað út í pólitík kom það fyrir að honum hitn- aði í hamsi og lét hann „þá“ fá það óþvegið heima í stofu. Afi var góður maður sem vildi allt fyrir alla gera. Ef maður bar upp eitthvert vandamál við hann var hann áður en maður vissi af búinn að taka upp símann til að „redda“ málunum. Þótt hann hefði ekki úr miklu að spila var hann alltaf tilbúinn til að lauma ein- hveiju að manni þegar hann vissi að ekki stæði vel á. Afi sefur svefninum langa. Hann er eflaust feginn hvíldinni sem hann fékk á þann hátt sem hann óskaði sér. Eftir lifir minningin um góðan mann. Elsku afi, hvíl þú í friði. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Kristín Ragna Pálsdóttir. + Móðir okkar og tengdamóðir, ÓLÖF ANNA BENEDIKTSDÓTTIR, lést á Kumbaravogi 20. þessa mánaðar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 1. október kl. 10.30. Sæmundur R. Jónsson, Hrafnhildur Jónasdóttir, Loftur H. Jónsson, Jónína Gróa Jónsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON, Vallartúni 8, Keflavfk, andaðist í Vífilsstaðaspítala 26. september. Jóhann Jónsson, Sesselja Birgisdóttir, Þórir Jónsson, Marfa Jóhannsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARENTS CLAESSEN. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 13D, Landspítal- anum, og einnig á Gjörgæsludeild Land- spítalans. Sigurlaug Claessen, Hjördfs Claessen, Jón Eyjólfur Jónsson, Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson, og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minríar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, systur og ömmu, GUÐRÚNAR KJARTANSDÓTTUR, Brekkulandi 1, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Krabbameinsdeildar Landspítalans. Ársæll Ársælsson, Kjartan Þór Ársælsson, Ársæll Ársælsson, Jóhanna Einarsdóttir, Leifur Sveinn Ársælsson Kjartan Gíslason, Þórleif Guðjónsdóttir, systkini og barnabörn. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.