Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 „ þrjóturinn sá~ cnrnou bjó biL QfmacJi.*- kort OQ sertdi mtr! " Með morgunkaffinu Ást er ... 11-6 ... að deila. hamingju sinni TM Reg. U.S Pal Off.—all rights reserved e 1992 Los Angeles Times Syndicale Ég vil frekar að þú stað- greiðir. Vinur. • ” >T BRÉF m, BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Reynslusaga MS- sjúklings í hjólastól Frá Ragnhildi Jónsdóttur: Undirrituð hefur verið bundin hjólastól síðastliðin tvö ár. Þar til fyrir rúmu ári bjó ég norður í landi og hef oft verið á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum þar sem ég er með MS-sjúkdóm og slæmt mjaðmagrindarbrot. Ég hef ekki verið dugleg að fara út á meðal fólks, þar til að ég ákvað nýlega að gera átak í því efni til varnar því að ég og mínir nánustu yrðu vitlausir. Ég hugðist sækja fyrirlestra' í Lax- dælu hjá Jóni Böðvarssyni, sem halda á í Odda, einu nýjasta húsi Háskóla íslands. Þangað hringdi ég til að skrá mig á námskeiðið og spurði hvort þar væri hjóla- stólafært. „Það hlýtur að vera, þetta er svo nýtt hús,“ var svarið. Ég ákvað nú samt sem áður að fara þangað ásamt hjálparmanni til að kanna staðinn. Ifyrst skal nefna útidymar, en hurðin þar er nokkuð þung og get ég ekki opnað hana án hjálpar nema í aðra átt- ina. Útidyraþröskuldurinn er þannig að bakka þarf yfir hann á hjólastól af þeirri gerð sem ég er á. Það hljóta allir að sjá að útidyra- hurð þessi er ekki hjólastólafær án aðstoðar. Inn fór ég og skoðaði stofuna þar sem fyrirlesturinn verður haldinn. Hún var nú ekkert til að hrópa húrra yfir, en þó nokk- urn veginn ásættanleg. Því næst hélt ég fram á gang og kannaði leiðina að salerninu en til þess að komast þangað þarf að fara upp skábraut. Þegar að henni kom stoppaði ég og horfði og fannst skábrautin vera veggbrött. Halli skábrautarinnar er líklega um 40°. Hjálparmaður minn ýtti mér nú upp brautina með erfiðismun- um. Inni á salerninu kom í ljós að eina stuðningsgrind vantaði, en lítið mál mun nú vera að bæta henni við. Þá var að fara niður skábrautina og varð hjálparmað- urinn að ganga aftur á bak á und- an stólnum, því annars hefði ég dottið út úr honum. Þá skaust að mér sú hugsun: „Hver skyldi hafa hannað þetta hús, sá er alveg ör- ugglega ekki bundinn hjólastól“. Þá langar mig að minnast á bíómálin, en ég hef nú bara farið tvisvar i bíó eftir að ég kom suð- ur. Fyrra skiptið fór ég í Háskóla- bíó og gekk það vel enda alveg nýr salur. Síðan kom dóttir mín að norðan að heimsækja mig og við fórum í Bíóhöllina að sjá Skóg- arlíf. Áður en við fórum hringdi ég til að athuga hvort þar væri hjólastólafært. „Já, já,“ sagði stúlkan. „Ertu alveg viss,“ spurði ég. „Já“ var svarið svo við lögðum af stað. Sem betur fer keyrði fað- ir minn okkur, því þegar við kom- um á staðinn var í fyrsta lagi ekki fært inn um aðaldyrnar, þar sem 15-20 cm eru frá gangstétt og upp að hurðinni. Það hefði nú ábyggi- lega ekki verið mikið mál að leggja þarna skábraut, sem yrði fótgang- andi enginn fjötur um fót. Faðir minn lyfti mér þarna inn. Inni er lyfta fyrir hjólastóla upp á þá hæð þar sem salir 3 og 4 eru, en engin lyfta þangað sem salir 1 og 2 eru. Þama komst ég inn um hurðina sem var nógu breið, en öðru var nú ekki hægt að hrósa. í fyrsta lagi var salernið svo lítið að ekki var hægt að loka hurðinni og svo voru engar grindur til að styðja sig við. Fólki verður að orði: „en þetta er svo nýtt hús“, en það virð- ist vera sama þótt húsin séu til- tölulega ný, alltaf virðist mega gera betur. RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, MS-sjúklingur. Athugasemd Frá Hreini Loftssyni: VEGNA frásagnar í viðskipta- blaði Morgunblaðsins fimmtudag- inn 16. september um einkavæð- ingu Lyfjaverslunar ríkisins óskar undirritaður eftir að koma eftirfar- andi á framfæri um fjárfestingar í nýjum framleiðslutækjum fyrir- tækisins: í viðtali undirritaðs við blaða- mann Morgunblaðsins var honum greint frá því að Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefði talið að rétt væri að gefa nýjum eignar- aðilum Lyfjaverslunar ríkisins færi á að taka þátt í ákvörðunum um nýjar fjárfestingar. Þeir yrðu að vera stefnumarkandi um framtíð fyrirtækisins. Þetta var afstaða nefndarinnar allan sl. vetur. Hafa ber í huga að nefndarmenn voru á þeim tíma bjartsýnir á að frum- varp um einkavæðingu fyrirtækis- ins næði fram að ganga, fyrst fyr- ir árslok 1992 og síðan fyrir þing- lok 1993. Nefndarmenn töldu þá að þess yrði ekki langt að bíða, eftir samþykkt frumvarpsins, að til kæmu nýir eigendur (hugsan- lega hlutaeigendur á móti ríkinu) enda höfðu fjársterkir aðilar sýnt málinu áhuga. Engin formleg bók- un eða bréf voru gerð um þessa afstöðu nefndarinnar þar sem menn töldu að þessi þáttur málsins myndi leysast án ágreinings þar sem einkavæðing væri það skammt undan. Undirritaður greindi blaðamanni Morgunblaðsins frá því að það hefðu verið mikil vonbrigði þegar frumvarpið um einkavæðingu Lyfjaverslunar ríkisins náði ekki fram að ganga. Þá hafi málið í raun allt frestast. Forráðamenn Lyfjaverslunar ríkisins hefðu nokkrum vikum síðar talið að fjár- festingin gæti ekki beðið lengur og fjármálaráðherra hefði fallist á þau sjónarmið. Undirritaður telur sig hafa greint blaðamanninum skýrt frá því að nefndin hafi ekki verið spurð og því ekki komið að þeirri ákvörðun. Einnig að undirrit- aður legði ekki mat á þá ákvörðun í ljósi þess að einkavæðing hefði dregist á langinn. HREINN LOFTSSON, formaður Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. HÖGNI HREKKVÍSI „ÞerrA ee N'/rr pvrir howum-ew HANNI PR PJARFOÍ2 l " l Yíkveiji skrifar Undanfarna daga hefur frétta- stofa Ríkisútvarpsins flutt undariegar fréttir frá Moskvu frá íslenzkum fréttaritara þar. I stuttu máli sagt hefur hér ekki verið um fréttaflutning að ræða heldur litaða frásögn manns, sem augljóslega er á bandi andstæðinga Yeltsins. Þess- ar „fréttafrásagnir“ minna á frétta- sendingar Hjalta Kristgeirssonar frá Búdapest, þegar sovézku skrið- drekarnir ruddust inn í borgina á árinu 1956. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hef- ur úr háum söðli- að detta í frétta- flutningi frá Rússlandi, þar sem Jón Ólafsson, sem gegndi fréttaritara- störfum þar fyrir útvarpið í nokkur misseri sendi merkilegar fréttir hingað heim, sem gáfu fólki glögga innsýn í þá atburði, sem þar voru að gerast. „Fréttaflutningurinn" frá Moskvu að undanförnu er ekki sam- boðinn Ríkisútvarpinu. Sjálfsagt er að lofa hinum kappsama stuðnings- manni andstæðinga Yeltsins að lýsa skoðunum sínum á þessum atburð- um en það á þá að gerast á öðrum tíma en í fréttatíma RÚV. xxx Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á því á dögunum, að sér þætti nóg um kumpánleg svör í síma, þegar hringt væri í stofnanir eða fyrirtæki. „Vinan“ og „góða“ væru algeng ávörp og vildi þessi viðmælandi Víkveija koma því á framfæri að formlegri tilsvör væru eðlileg og æskileg, alla vega þegar um opinberar stofnanir og stór fyrirtæki væri að ræða. xxx að fer ekki mikið fyrir sam- heldni í núverandi ríkisstjóm eins og landsmenn hafa orðið vitni að undanfarnar vikur. En þó hefur Víkveiji sjaldan orðið jafn undrandi á orðaskiptum ráðherra í milli eins og þegar ummæli Sighvats Björg- vinssonar, viðskiptaráðherra um ræðu Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra á fundinum í Stykkis- hólmi voru birt hér í blaðinu sl. sunnudag. Látum vera, þótt viðskiptaráð- herrann segi sjávarútvegsráðherr- ann bera talsverða ábyrgð á erfið- leikum bankanna vegna þess, að hann hafí tekið þátt í að þrýsta á lánastofnanir um lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja í sjávarútvegi. Það hafa sjálfsagt flestir þingmenn og ráðherrar gert. En síðan segir við- skiptaráðherra:„Og þegar ákvarð- anir sjávarútvegsráðherra á undan- fömum ámm rýra eiginfjárstöðu sjávarútvegsfyrirtækja um 10-15% á ári með lækkun á kvóta, segir það sig sjálft, að fyrirtækin geta ekki staðið í skilum við lánastofnan- ir, sem lánuðu þeim meðan kvóta- eign var miklu meiri. Sjávarútvegs- ráðherra ætti því að líta sér nær.“ Viðskiptaráðherra er hér að saka sjávarútvegsráðherra um að sá síð- arnefndi beri persónulega ábyrgð á niðurskurði þorskveiðikvótans! í hvaða veröld lifa þessir menn, sem eiga að stjórna landinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.