Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 15 Enn um félagafrelsi eftir Sigurð Líndal Ekki kemst ég hjá að gera nokkr- ar athugasemdir við grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar Meira um félagafrelsi sem birtist í Morgun- blaðinu 1. september sl., en óviðráð- anlegar ástæður hafa valdið nokkr- um töfum á að ég léti til mín heyra, meðal annars sú að greinin sem ég sendi upphaflega hefur nú, 23. sept- ember, beðið birtingar í hálfan mán- uð. Hún reyndist of löng svo að úr varð að ég skrifaði tvær í stað einn- ar. Eins og þeir vita sem fylgzt hafa með orðræðum okkar stendur um- ræðan um 73. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo: Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi til þess. Ekkert félag má leysa upp með stjórnarráðstöfun. Þó má banna félag um sinn, en þá verður þegar að höfða mál gegn félaginu, til þess að það verði leyst upp. Álitaefnið er hér hvort í greininni felist réttur til að standa utan félaga þótt það sé ekki tekið fram berum orðum. Jón Steinar heldur því fram að rökbundið samhengi sé milii rétt- ar til að stofna félög og standa utan þeirra, en ég tel hins vegar að svo sé ekki: Réttur manna til að standa utan félaga sé ekki þess eðlis að hann samsvari í einu og öllu rétti manna til að stofna félög og slík ályktun verði hvorki dregin af 73. gr. stjómarskrárinnar né 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu; rétt- ur til að stofna félög sé rýmri. — Til hægðarauka hef ég kallað kenn- ingu Jóns Steinars samsvörunar- kenninguna. Frelsi til að hafna Máli sínu til stuðnings vekur Jón Steinar athygli á 72. gr. stjórnar- skrárinnar þar sem mönnum er mæltur réttur til að láta í Ijós hugs- anir sínar á prenti. Telur hann aug- ljóst að ákvæðið verndi einnig rétt manna til að hafna því að láta í ljós hugsanir sem menn aðhyllast ekki eða kjósa láta liggja í þagnargildi þótt ekkert segi um það í ákvæðinu. I 63. stjórnarskrárinnar sé mönn- um mæltur réttur til að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti sem bezt á við sannfæringu hvers og eins. Ekki sé vikið að rétti manna til að hafna trúfélögum, en augljóst sé að sá réttur sé verndaður þótt ekkert segi um það í greininni. Frelsi til að hafna sé verndað með framangreindum stjórnarskrárá- kvæðum þar sem önnur skýring sé í andstöðu við eðli og tilgang þeirra. Sama megi segja um félagafrels- ið. Til þess að það nái tilgangi sínum verði menn að njóta frelsis til hvors tveggja, að mega stofna félög og hafna aðild að félögum. Ef því sé neitað nái ákvæðið ekki þeim aug- ljósa tilgangi að tryggja mönnum réttinn til að ákveða sjálfir hvaða málefnum þeir vilji leggja lið í félagi við aðra menn. Þessi samanburður stenzt ekki af því að viðurkenndir, og raunar aug- ljósir almannahagsmunir geta rétt- lætt að mönnum sé gert skylt að vera í félagi sem alls ekki nægja til að skylda menn til að halda fram einhverri skoðun eða játast undir einhveija trú í samfélagi við aðra. Hér ræður úrslitum að hagsmunir heildarinnar kunna stundum að vera svo ríkir að ekki sé unnt að láta eftir mönnum að segja sig úr lögum við aðra vegna þvermóðsku, sérvizku eða eigingirni. Þegar þannig standi á geti löggjafinn falið félögum gæzlu tiltekinna almannahagsmuna og fengið þeim stjórnsýsluhlutverk í samræmi við það og lögskyldað menn tii aðildar. Slík félög telur Jón Steinar óheimilt að taka sem dæmi um að vernd gegn félagsskyldu fylgi ekki rétti til að stofna félög því að menn njóti einskis frelsis til að stofna félög með lögbundið stjórnsýsluhlut- verk. — Þetta skal það nú skoðað nánar. Félög með stjórnsýsluhlutverk Jón Steinar á hér við félög sem lögskylt er að stofna og starfrækja. Slík félög eru svo fátíð að tæplega tekur því að ræða um þau, enda koma ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi þeim ekkert við. Eftir 1942 er Lögmannafélag íslands dæmi um siíkt félag þótt upphaflega væri það stofnað í skjóli stjórnar- skrárverndaðs félagafrelsis sem fijáls samtök lögmanna. Árið 1942 var því falin gæzla tiltekinna al- mannahagsmuna og nokkurt stjórn- sýsluhlutverk í tengslum við það og jafnframt breytt í skyldufélag. Ef félagið hefði ekki verið stofnað hefði verið unnt að skipa málum á annan veg. Þetta sýnir að gildandi tilhögun á umsjón og eftirliti með lögmanna- stéttinni á rót að rekja til félagafrels- is, en ekki fyrirmæla löggjafans þótt nú starfi félagið ekki lengur á þeim grundvelli. Þróunarsaga lög- mannafélagsins varpar nokkru ljósi á það að rýmri réttur manna til stofna félög en standa utan hefur ráðið því skipulagi sem nú er. Á hinn bóginn eru til félög sem sýna þennan mun skýrar. í vatnalögunum nr. 15/1923 er í XI. kafla ákvæði um vatnafélög sem SIEMENS Nr. □B Rafmagnsofnar frá Siemens í miklu úrvali SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 SÍMI 628300 mönnum er fijálst að stofna, en skylda má menn til að taka þátt í að tilteknum skilyrðum fullnægðum. í lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur er launafólki mæltur réttur að stofna stéttarfélög, en skylduað- ild í reynd áskilin. Ekki eru allir á einu máli um það hvort hún standist að lögum, en með tilteknum endur- bótum á skipulagi félaganna sem tryggðu lýðræði og tiltekin einstakl- ingsréttindi og ákvæðum sem kæmu í veg fyrir misbei.tingu valds, meðal annars í pólitískum tilgangi, væri vel hugsanlegt að skylduaðiid teldist samrýmanleg mannréttindum. Rétt- ur manna til að stofna þessi félög er þá rýmri en réttur til að standa utan þeirra. Rök fyrir því að hafa þennan hátt á eru einkum þau að oft þykir betur henta að gefa mönnum kost á að stofna félög ef þeir kjósa, fela þeim síðan gæzlu tiltekinna almannahags- muna og þá nauðsynlegt eftirlits- og stjórnsýsluhlutverk í stað þess að byrgja slíka starfsemi inni í í opinberum stofnunum og stjórnar- deildum. Er þá verið að nýta kosti valddreifingar og grasrótarlýðræðis. Rökbundin nauðsyn - svar á ráðstefnu Mannréttindadómstóllinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu að réttur til að standa utan félaga felist í 11. gr. sáttmálans þótt ekki sé orð um það í greininni. Þettatelur Jón Stein- ar til marks um að dómstóllinn telji rökbundna nauðsyn á slíkri niður- stöðu þrátt fyrir þá forsögu 11. gr. að hafnað var að setja slíkt ákvæði í greinina — hún felist í textanum sjálfum. Ef þetta er rétt er vandskýrt hvers vegna dómstóllinn tekur sérstaklega Sigurður Líndal „Ef þetta er rétt er vandskýrt hvers vegna dómstóllinn tekur sér- staklega fram að með þessu sé ekki kveðið á um hvort réttur til að standa utan félaga njóti sömu verndar og rétt- urinn til að stofna fé- lag. Ef útlegging Jóns Steinars á dóminum er rétt er þessi athuga- semd óþörf og raunar stórlega villandi.“ fram að með þessu sé ekki kveðið á um hvort réttur til að standa utan félaga njóti sömu verndar og réttur- inn til að stofna félag. Ef útlegging Jóns Steinars á dóminum er rétt er þessi athugasemd óþörf og raunar stórlega villandi. Enn vandskýrðara er þá hvers yggna dómurinn dregur fram allt það „fyllingarefni“ — álits- gerðir nefnda, meðmæli, yfirlýsingar þinga og almennt þróunarferli i að- ildarríkjunum, svo að það helzta sé nefnt — úr því að sjálf niðurstaðan er fólgin í 11. gr. Jón Steinar hefur þá skýringu eftir fínnska dómaran- um Raimo Pekkanen, sem svaraði fyrirspurn frá mér um þetta efni á ráðstefnu um félagafrelsi í ágúst- mánuði síðastliðnum, að „fyllingar- efni“ þetta hefði engu máli skipt fyrir niðurstöðu dómstólsins. Reynd- ar sló dómarinn nokkuð úr og í þann- ig að svar hans var fjarri því að vera afdráttarlaust og ekki tók ég eftir að hann segði þetta. En hafi mátt skilja svar hans svo þá skorti skýringu á því hvers vegna verið væri að draga þetta inn í dóminn. Sjáandi lögmaður - blindir dómarar Hún liggur raunar í augum uppi. Mannréttindadómstóllinn_ sér ekki fremur en Hæstiréttur íslands hið nauðsynlega og rökbundna sam- hengi í 11. gr. mannréttindasáttmál- ans (og_ þá einnig 73. gr. stjórn- arskrár íslands) miili þess að af rétti til að stofna félög leiði samsvarandi rétt til að standa utan þeirra. Því verði að styðja niðurstöðuna öðrum gögnum og þess vegna er þetta dul- arfulla „fýllingarefni" dregið fram sem enginn kann fulla skýringu á hvort telja á réttarheimildir eða lög- skýringargögn eða eitthvað enn ann- að, auk þess sem það lá ekki nema að óverulegu leyti fyrir þegar dómur Hæstaréttar gekk 1988. Höfundur er práfessor við lagadeild Háskóla íslands. 2000 kr fyrir garnla símcinn Við tökum „gamla" símann þinn sem 2000 króna greiðslu* upp í nýjan Bang & Olufsen síma. Fáðu þér nýjan og glæsilegan síma, búinn fullkomnustu tækni á frábæru verði. *Tilboðið gildir út september eða á meðan birgðir endast. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir i Ármúla 27 sími: 91-636680, Kringlunni sími: 91-636690, Kirkjustræti sími: 91-636670 og á póst- og símstöðvum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.