Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB STOFNAÐ 1913 219. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sukhumi fallin í hend- ur aðskilnaðarsinnum Shevardnadze biðst fyrirgefningar á örlögum borgarinnar — Talinn vera í smábæ skammt frá Tbilisi. Reuter. Borgin yfirgefin SKRIÐDREKAR georgíska stjórnarhersins í Sukhumi í Abk- hazíu í gær. Nokkru síðar féll borgin í hendur aðskilnaðarsinn- um. I tilfinningaþrungnu ávarpi, sem Edúard Shevardnadze, leið- togi Georgíu, sendi frá sér í gær segir hann, að hundruð manna hafi fallið í „villimannslegum árásum“ aðskilnaðarsinna og biður samtíðarmenn sína og eft- irkomendur fyrirgefningar á að borgin skuli vera fallin. SUKHUMI, höfuðborgin í Abkhazíu, féll í gær í hendur aðskilnað- arsinnum í héraðinu eftir blóðug átök í 11 daga. Edúard She- vardnadze, leiðtogi Georgíu, sem stýrt hefur vörn stjórnarhers- ins, neitar að fara fyrr en ljóst er hver verða örlög 20.000-30.000 manns, sem enn eru í borginni, en eftir heimildum er þó haft, að hann sé ekki í sjálfri Sukhumi, heldur í bænum Gulripshi skammt frá. í tilfinningaþrungnu ávarpi, sem hann sendi frá sér í gær, sakaði hann Rússa um að bera ábyrgð á falli borgarinnar og bað landa sína fyrirgefningar á örlögum hennar. „Sukhumi hefði mátt bjarga, Rússar hefðu getað það. Við báðum stjómina í Moskvu um aðstoð. Georg- ía hefur verið beygð í duftið en jafn- vel það var ekki nóg. Guð einn veit, að ég gerði allt, sem ég gat, til að þessi dagur rynni ekki upp en mér mistókst. Ég vona, að samtíðarmenn mínir og eftirkomendur fyrirgefí mér,“ segir Shevardnadze í yfirlýs- ingu, sem hann sendi frá sér í gær. Hótaði að svipta sig lífi Þykir síðasta setningin minna á ummæli, sem rússneska vikuritið Moskvufréttir hafði eftir Shev- ardnadze fyrir nokkrum dögum, en þá á hann að hafa sagt, að hann myndi stytta sér aldur félli Sukhumi í hendur aðskilnaðarsinnum. Hann réð því gegn ráðleggingum herfor- ingja sinna, að samið var við upp- reisnarmenn um vopnahlé, sem þeir rufu síðan, og því taldi hann sig bera persónulega ábyrgð á örlögum borgarinnar. Shevardnadze sagði ennfremur, að hundruð manna hefðu fallið í Sukhumi í „villimannslegum árás- um“ aðskilnaðarsinna, sem hefðu komið í veg fyrir brottflutning óbreyttra borgara. Iprinda- frétta- stofan í Georgíu hafði það eftir Ge- orgy Karkarashvili, varnarmálaráð- herra Georgíu, að aðskilnaðarsinnar hefðu leyft stjórnarhemum að yfir- gefa Sukhumi. Menntamenn og kirkjuleiðtogar í Georgíu skoruðu í gær á Shevardnadze að koma aftur til Tbilisi. Gífurleg- ur hagur af GATT Washington. Reuter. NÝR GATT-samningur mun auka heimsverslunina um 213 milljarða dollara á einum áratug eða um miklu meira en áður var talið. Þetta nýja mat á áhrifum GATT- samnings kemur fram í skýrslu frá Alþjóðabankanum og segir einn höfunda hennar, hagfræðingurinn Ian Goldin, að það sé þó mjög íhaldssamt. Telur hann, að nýr GATT-samningur muni koma sér mjög vel fyrir iðnvæddu ríkin en gagnast þó öllum vel, ekki síst þró- unarríkjunum og ríkjunum í Aust- ur-Evrópu. Rússar með uppreisnarmönnum? Eyrr í gær sendi Shevardnadze frá sér annað ávarp þar sem hann sagði, að Sukhumi félli bærist ekki liðsauki frá stjórnarhernum strax. „Okkur hefur engin hjálp borist frá stjórnar- hernum í Ochamchira hvernig sem á því stendur. Nú er ekki lengur um daga að tefla, heldur klukkustundir og mínútur,“ sagði Shevardnadze en þá voru uppreisnarmenn farnir að nálgast miðborg Sukhumi. She- vardnadze hefur margoft neitað boði Rússa um að flytja hann burt frá Sukhumi. Shevardnadze sakar ekki Rússa aðeins um að hafa látið Sukhumi falla í hendur aðskilnaðarsinnum, heldur, að rússneskir hermenn séu uppistaðan í hersveitum uppreisnar- manna. Þar að auki sé um að ræða málaliða ofan úr Kákasusfjöllum, sem hafi verið heitið hluta af her- fanginu. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar allsheijarþingið Hafnar einangrun- ar og vemdarstefnu New York. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti flutti sína fyrstu ræðu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær og hafnaði þar vernd- arstefnu og einangrunarhyggju, sagði að Bandaríkjamenn myndu áfram taka virkan þátt í starfi stofnunarinnar. Lagði hann hins vegar til að starfsemi hennar yrði stokkuð upp og gerð skilvirkari. Clinton sagðist hafa verið upp- tekinn af innanlandsmálum frá því hann tók við embætti forseta í byijun árs en kvaðst ekki mundu gleyma alþjóðamálunum „því ein- angrunarhyggja og verndarstefna væru eitur“. Sagði hann, að lyktir kalda stríðsins veittu ný tækifæri til að hefta útbreiðslu kjarnavopna. Allsherjartilraunabann Hvatti Clinton til alþjóðasamn- inga sem bönnuðu framleiðslu plút- óníums og auðgaðs úrans en hann sagði vaxandi birgðir af þessum efnum auka hættuna á „kjarnorku- hryðjuverkum“ um heimsbyggðina alla. Jafnframt hvatti hann til alls- heijarbanns við tilraunum með kjarnorkuvopn. Clinton hvatti ríki heims einnig til þess að staðfesta alþjóðasátt- mála um efnavopn en öldungadeild Bandaríkjaþings hefur enn sem komið er ekki staðfest sáttmálann. Ennfremur lagði Clinton forseti til að endurskoðaður yrði sá þáttur í starfi SÞ sem lyti að friðargæslu, þann veg að möguleikar á að senda hersveitir til gæslustarfa yrðu þrengdir og hlutverk gæslusveita gert skýrara. Ennfremur að hlutur Bandaríkjamanna minnkaði en samkvæmt reglum frá 1973 bera þeir 30% kostnaðar stofnunarinnar af friðargæslu. Loks hvatti Bill Clinton til, að fundnar yrðu leiðir til að hægja á mannfjölgun, kvað það boða hörm- ungar fyrir allan heim ef svo færi sem horfði, að mannfjöldinn tvö- faldaðist fram til miðrar næstu aldar. Reuter Allsherjarþingið ávarpað CLINTON Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi sínu á allsheijar- þingi SÞ, að sljóm sín myndi leggja mikla áherslu á alþjóðamál. Rússland Málamiðl- unum vís- að á bug Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlands- forseti vísaði í gær af- dráttarlaust á bug öllum hugmyndum um að efnt yrði til forsetakosninga samtím- is þingkosningum. Hann hefur boðað þingkosningar í desember, forsetakjör í júní nk. Jeltsín hafnar öllum mála- miðlunum í deilunum við þingið og Rúslan Khasbúlatov þing- forseti er hvað þetta snertir sammála. „Eina málamiðlunin sem ég get ímyndað mér er sú að Jeltsín ógildi tilskipanir sínar og þá skulum við sjá hvað hægt er að gera við hann.“ Grígoríj Javlínskíj, hagfræð- ingur og væntanlegur forseta- frambjóðandi, ræddi við Rútskoj á sunnudag og sagðist telja að hann hefði ekki lengur neina stjórn á gangi mála í Hvíta húsinu, hann væri ein- angraður og harðlínukommún- istar hefðu æ meiri áhrif á gerð- ir hans. Sjá fréttir á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.