Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Knútur Bruun stjórnarformaður Myndstefs um nýjan kynningarbækling Upplýsa þarf rétthafa og neytendur uin höfundarrétt MYNDSTEF, hagsmunasamtök á sviði höfundarréttar á myndverkum, hefur sent frá sér kynningarbækling um höfundarréttamál myndhöfunda. Knútur Bruun, stjórnar- formaður Myndstefs, segir tilganginn með útgáfunni að skýra fyrir rétthöfum, almenningi og birtingaraðilum þær reglur sem gilda um höfundarétt myndverka hérlendis og hvaða afleiðingar brot á honum geta haft, og festa sig í vitund þeirra sem hlut eiga að máli. Morgunblaðið/J úlíus Myndstef „EF við miðum okkur við höfundarréttarlöggjöf á hinum Norður- löndunum erum við mikil framúrstefnuþjóð," segir Knútur Bruun stjórnarformaður Myndstefs. Höfundarlögin eru að megin- stofni til frá 1972 en veigamiklar breytingar voru gerðar á þeim 1984 og 1992. Myndstef hóf starfsemi sína snemma árs 1991 og vann í fyrstu aðallega að framgangi lagasetningar um myndlistarrétt, en því starfi lauk á vormánuðum 1992 þegar lögin voru samþykkt. Myndstef hlaut þá lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins til að annast hagsmunagæslu fyrir myndhöfunda. Að sögn Knúts eru nú 800 aðilar félagsmenn í Myndstefi og telur það innan sinnan vébanda alla félagsmenn Sambands íslenskra myndlistar- manna, Ljósmyndarafélags ís- lands, Félags íslenskra teiknara, Félags grafískra teiknara, Arki- tektafélags ísland og Deildar leikmynda-og búningahöfunda, auk nokkurra einstaklinga sem fara með höfundarrétt. „Myndstef hefur fengið inn- göngu í Fjölís sem innheimtir fyrir ljósritun í skólum og hefur fengið aukaaðild að Innheimt- umiðstöð gjalda sem innheimtir gjöld af auðum mynd-og hljóð- böndum,“ segir Knútur. „Félags- menn greiða ekki félagsgöld og því koma helstu tekjulindir sam- takanna frá fyrrnefndum stofn- unum fyrst í stað, en einnig má búast við að þóknun sú sem sam- tökin taka af innheimtu höfunda- réttar og nemur 20% af gjaldi, skapi traustan rekstrargrundvöll þegar á líður.“ Samtökin und- irbúa nú samninga við Félag ís- lenska bókaútgefenda og við sjónvarpsstöðvarnar í framhaldi af því. Höfundarréttamál hér á undan öðrum Norðurlöndum „Ef við miðum okkur við höf- undarréttarlöggjöf á hinum Norðurlöndunum erum við mikil framúrstefnuþjóð," segir Knút- ur. „Þannig höfum við verið á undan þeim með ýmis merkileg úrræði varðandi höfundarrétt, sem hafa reyndar verið komin á annars staðar í Evópu og eru núna að hefja innreið sína á Norðurlöndunum." Knútur segir að tónlistarmenn hafi fyrstir listamanna hérlendis vaknað til vitundar um gildi höf- undarréttar og háð baráttu til að tryggja sér hann fyrir 40-50 árum síðan. Rithöfundar hafi fylgt í kjölfarið fyrir einum tveimur áratugum, en myndlist- armenn ekki fyrr en fyrir örfáum árum síðan. Því sé árangur sá sem náðst hafi í höfundarréttar- málum þeirra nú nýverið sérstakt fagnaðarefni, einkum þegar haft sé í huga hin mikla notkun á myndefni í fjölmiðlum sem ykist stöðugt í samræmi við útþenslu prent-og ljósvakamiðla, tölvu- notkun og ljósritun. Fyrst og fremst greiðsla fyrir endurnotkun Aðspurður um hvort þorri myndefnis í fjölmiðlum gegni ekki kynningarhlutverki fyrir höfunda þeirra, svarar Knútur því til að það sjónarmið sé að mestu úrelt. „Lagaákvæði heim- ila vissulega að fjölmiðill kynni væntanlega eða yfirstandandi sýningu myndlistarmanns án sérstaks gjalds fyrir myndbirt- ingu. En ef fjölmiðillinn notar myndverkið aftur í öðru sam- hengi eða annar fjölmiðill hyggst endurbirta verkið, verður að greiða tilskylið gjald fyrir. Mynd- stef er fyrst og fremst að krefj- ast greiðslna fýrir endurnotkun á myndum og gæta þess að verk höfunda séu ekki birt í bókum, tímaritum, sjónvarpi eða annars staðar án leyfís rétthafa og greiðslu fyrir. Myndstef safnar upplýsingum um notkun mynd- efnis félagsmanna, og ef brotið er á höfundarrétti þeirra eru hlutaðeigandi aðilar í fyrstu krafðir um borgun en lögsóttir ef þeir neita, þótt við reynum í lengstu lög að fara samninga- leiðina." Myndstef hefur gefíð út gjald- skrá fyrir myndbirtingu sem Knútur segir að sé til viðmiðun- ar. Hann segir höfundarrétt al- mennt tilheyra höfundi, en að höfundi látnum falli rétturinn til erfíngja. Miðað er við að gildis- tími höfundarréttar sé 50 ár eft- ir lát höfundar og er öllum heim- il birting á verki hans eftir þann tíma án sérstakrar greiðslu. Volkswagen HEKLA Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00 L VERND UMHVERFIS- VIHURKENNING IQNIANASlODS Nýr VW Golf ó aðeins 1.058. Það er ekki oft sem eðalvagn á borð við VW Golf b/ðst á jafn lágu verði og raun ber vitni: 1994 árgerðin af þessum þýska gæðabíl kostar nú aðeins 1.058.000 kr. MIKIL GÆÐI FYRIR LÍTIÐ VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.