Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Upplausnarástand í Georgíu Abkhazískir skæruliðar, sem beijast fyrir aðskilnaði frá Georgíu, náðu í gær héraðs- höfuðborginni Sukhumi á sitt vald eftir að hart hafði verið barist um borgina í tvær vikur. Húndruð manna hafa fallið í átökum undanfarinna daga og þúsundir frá því að bardagarn- ir í Abkhazíu hófust fyrir fjör- um árum. Edúard Shevardnadze, for- seti Georgíu, hefur dvalist með stjómarhemum í Sukhumi en skömmu áður en borgin féll bárust fregnir af því að hann hefði fært höfuðstöðvar sínar um set þótt óvíst væri hvert. Þær fregnir sem borist hafa af átökunum í Abkhazíu eru hrikalegar. Skæruliðasveitir, sem að stómm hluta saman- standa af málaliðum, hafa látið sprengjuregnið dynja á Suk- humi og ekki hikað við að skjóta niður farþegaflugvélar á leið til og frá borginni. Hvorki óbreyttum borguram né stríðs- föngum er sýnd nokkur mis- kunn. Líkt og í fyrrverandi Júgó- slavíu má rekja blóðbaðið til öfgafullrar þjóðernisstefnu og þjóðernisdeilna en fjölmargar þjóðir byggja Georgíu. Auk Georgíumanna og Abkhaza búa þar Ossetar, Rússar, Azerar, Kúrdar og Adzharar. Rússar innlimuðu Abkhazíu árið 1864 eða um svipað leyti og Georgíu. Árið 1931 varð Abkhazía að sjálfstæðu lýðveldi innan Sov- étlýðveldisins Georgíu og lét Georgíumaðurinn Jósef Stalín íjölda landsmanna sinna setjast að í héraðinu. Abkhazar eru •nú einungis um fimmtungur íbúa héraðsins eða um eitt hundrað þúsund manns. Sjálfstæðisbarátta Abkhaza hófst árið 1989 og hafa átökin stigmagnast síðan og í Suður- Ossetíu hafa ossetískir skæru- liðar einnig háð harða baráttu gegn stjórnarhernum. Hörkuna í uppreisn Abkhaza og Osseta gegn Georgíumönn- um má kannski ekki síst rekja til stjórnarhátta Zvíads Gamsa- khúrdía, sem kjörinn var for- seti Georgíu í fyrstu lýðræðis- legu kosningunum, sem þar voru haldnar, árið 1991. Gamsakhúrdía fylgdi óbil- gjarnri þjóðernisstefnu sem leiddi til þess að stórir hlutar þjóðarinnar risu upp gegn hon- um. Honum var bolað frá völd- um í janúar í fyrra og tók þá nýstofnað ríkisráð við völdum. Tæpum tveimur mánuðum eftir að Gamsakhúrdía var steypt af stóli, í mars 1992, sneri Shevardnadze aftur heim til Georgíu. Hann hafði verið leiðtogi kommúnistaflokksins í Georgíu um þrettán ára skeið áður en hann varð utanríkisráð- herra Sovétríkjanna árið 1985. Ákvörðun hans kom nokkuð á óvart á Vesturlöndum. Shev- ardnadze hafði um árabil verið einn valdamesti maður heims og lagði ásamt Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtoga og forset- um Bandaríkjanna grunninn að endalokum kalda stríðsins. Hann virtist hins vegar einnig telja að sér bæri skylda til að bjarga föðurlandi sínu frá glöt- un. Sem utanríkisráðherra Sov- étríkjanna hafði hann nokkrum sinnum reynt að miðla málum í innanlandsátökunum í Georg- íu og er hann kom heim á ný í fyrra sagðist hann vilja nota þá virðingu, sem hann nyti á alþjóðavettvangi, í þágu Georg- íu og reyna að leiða landsmenn sína út úr ógöngunum. Hann tók fljótlega við völd- um í ríkisráðinu og í kosningum um embætti þjóðarleiðtoga, sem haldnar voru í fyrrahaust, hlaut hann rúmlega 90% at- kvæða. Margir, jafnt innan Georgíu sem utan, töldu að í Shevardnadze fælist síðasta von landsins. Hann væri eini maðurinn, sem gæti komið í veg fyrir algjört stjórnleysi í Georgíu. Eftir á að hyggja var það verkefni líklega óyfírstíganlegt frá upphafi. Þegar kosið var um leiðtogaembættið á síðasta ári var ekki hægt að kjósa í fjölmörgum kjördæmum vegna átaka. I Abkhazíu og Ossetíu börðust aðskilnaðarsinnar gegn stjórnarhemum og í vestur- hluta lýðveldisins réðu sveitir Gamsakhúrdía, forsetans fyrr- verandi, ríkjum. Því til viðbótar hefur Georgíustjórn ávallt haldið því fram að Rússar hafi stutt við bakið á aðskilnaðar- sinnum í Abkhazíu og Adzharíu með vopnum og mannafla. Það hversu illa stjómarhemum hef- ur gengið í baráttunni við hina fámennu þjóð Abkhaza ýtir undir gransemdir um að önnur öfl og sterkari hafi stutt atlögu þeirra gegn Sukhumi. Shevardnadze hefur lagt allt að veði fyrir föðurlandið, jafnt pólitískan frama sem líf sitt. Þessa stundina ríkir mikil óvissa um örlög hans. Hvernig sem fer hljóta menn að bera djúpa virðingu fyrir staðfestu og kjarki þessa merka stjórn- málaleiðtoga. Hvergi í V-Evróp ast fyrsta flokks 1 Viðtal við Helmut Schmidt fyrrverandi ki SÍÐAN Helmut Schmidt hætti afskiptum af stjórnmálum hefur hann helgað sig ritstörfum og getið sér orð fyrir að vera einhver fremsti stjórnmálaskýrandi álfunnar. Býr hann þar að löngum stjórnmálaferli, afburðaskilningi á efnahags- málum og persónulegri vináttu við valdamestu menn heims. Schmidt er aðalritstjóri þýska vikublaðsins Die Zeit, hann hefur gefið út endurminningar sínar sem einkum fjalla um alþjóðamál og nýjasta bókin hans um sameiningu Þýska- lands er eins og þær fyrri metsölubók í heimalandinu. Kansl- arinn fyrrverandi minnir viðmælendur sína í upphafi á að hann sé orðinn sjötíu og fimm ára og heyrnin sé tíu árum eldri og þess vegna verði þeir að tala hátt og skýrt. Hugur hins lífsreynda sljórnmálamanns reynist þrátt fyrir aldurinn skarpur sem fyrr. / bók yðar, í þágu Þýskalands. (Handeln fiir Deutschland), gagn- rýnið þér þýsku stjórnina fyrir mistök við sameiningu Þýskalands. Hvernig hefðuð þér sem kanslari farið öðru vísi að? „Eg ætla að vera stuttorður í svari mínu. Á erlendri grundu tjái ég mig ógjarnan um þýsk innanrík- ismál. Það vill svo til að á sjötta áratugnum hafði ég mótað ná- kvæmar hugmyndir um hvernig standa ætti að sameiningu Þýska- lands en Helmut Kohl kanslari bjó ekki að slíkri forvinnu þegar á reyndi. Ég var þá tiltölulega ungur þingmaður, fertugur að aldri, og ásamt nokkrum vinum gerði ég áætlun um hvemig standa ætti að sameiningu. Það kom í minn hlut að fást við efnahagslegu hliðina. Ég hefði örugglega ekki verið hlynntur samningi og löggjöf sem hefði það markmið að eigur austur- þýska ríkisins - í raun eigur flokksins - fasteignir, lóðir, land- búnaður og iðnaður, kæmust aftur í hendur eigendanna sem voru fyr- ir fimmtíu til sextíu árum. Það fólk er ekki lengur á lífi og börnin og barnabömin höfðu aldrei reikn- að með því að fá þessar eigur aft- ur. Erfingjarnir deila svo um skipt- ingu eignanna, í mörgum tilfellum eru gerðar margar kröfur til sömu eignar og síðustu þræturnar verða líklega ekki útkljáðar fyrr en eftir tíu ár. Úrlausn mála er mikið verk- efni fyrir lögmenn og stjórnsýslu- dómara og á meðan fjárfestir eng- inn í viðkomandi fasteign eða fyrir- tæki því ekki er hægt að ganga að því vísu hver eigandinn verður. Þetta er einn af fingurbijótum þýsku stjómarinnar og þetta var hægt að sjá fyrir löngu áður. Ég gæti þulið upp fleiri mistök en ég vil ekki eingöngu vera nei- kvæður. Það má segja Kohl til hróss að hann sá færið sem gafst á sameiningu og hann nýtti sér það. Vegna þessa afreks kemst hann á spjöld sögunnar en ekki þess sem síðan gerðist." Kreppan í Þýskalandi þríþætt Það er talað um sameiningar- kreppu. Hvaða leiðir eru færar út úr henni? „Það er engin patentlausn til lengur,“ segir kanslarinn fyrrver- andi og leggur áherslu á síðasta orðið. „Úr mörgu verður ekki hægt að bæta. En kreppan í Þýskalandi er margþætt. Við eigum við erfíð- leika að stríða vegna sameiningar- innar og slík vandkvæði eru til dæmis ekki fyrir hendi í_ Svíþjóð, Frakklandi og á íslandi. í austur- hluta landsins stöndum við and- spænis dæmigerðum vandamálum atvinnulífs sem aldrei hefur tileink- að sér hugsunarhátt og vinnubrögð kaupmanna. Þessi sömu vandamál eru í Póllandi, Tékklandi og arf- takaríkjum Sovétríkjanna. Loks er allur hinn vestræni heimur, jafnt ísland sem Þýskaland, í djúpri efnahagslægð. Kreppan á Islandi á sér sam- kvæmt þessu eina orsök, kreppan í Póllandi tvær og sú þýska er þrí- þætt og þ.a.l. erfiðust viðfangs. Það eru ekki til neinar patentlausn- ir á þessum vandamálum. Lausnin felst í skynsamlegum aðgerðum, skref fyrir skref, um nokkurra ára skeið. Ég tel að efnahagskreppan á Vesturlöndum verði ábyggilega yfirunnin á þessum áratug. Um- skiptin frá ríkisbúskap til markaðs- hagkerfis munu e.t.v. taka fimmtíu ár í Rússlandi, tuttugu ár í Pól- landi og tíu til fímmtán ár í austur- hluta Þýskalands. Ofan á þetta bætist að viðskipta- vinir austur-þýskra atvinnufyrir- tækja voru í Austur-Evrópu og þeir geta ekki lengur-borgað vör- una og það á ekki eftir að breyt- ast á næstu tíu árum. Það má líkja þessu við að allt í einu sætu íslend- ingar uppi með allan sinn fisk og hefðu enga kaupendur. Nú verður að finna nýja markaði á Vestur- löndum. Og þeir kaupendur sem til voru á Vesturlöndum hafa dreg- ið saman seglin vegna samdráttar- ins. Ef efnahagslífið í Rússlandi og Úkraínu rétti úr kútnum nytu Pólveijar og austur-þýskt atvinnu- líf góðs af en það er engin ástæða til að ætla að úr rætist á næstunni nema síður sé.“ Þér hafið haldið því fram að þýskir stjórnmálamenn veiti ekki þá andlegu leiðsögn sem þörfkref- ur. Mætti ekki segja það sama um evrópska stjórnmálamenn yfirleitt? „Jú, einkum ítalska en einnig þýska og breska til dæmis. Um þessar mundir fyrirfinnast hvergi í Vestur-Evrópu fyrsta flokks póli- tískir leiðtogar. Stjórnmálamenn- irnir eru mun lakari en á dögum Winstons Churchills, Konrads Adenauers, de Gasperi og Roberts Schumans. Ástæðan er líklega sú að þá voru vandamálin svo geysi- lega aðkallandi. Nú eru menn smám saman að gera sér ljóst við hvað er að etja. Fram til 1989 hugsuðu menn ekki um annað en að láta ekki andstæðinginn í kalda stríðinu stilla sér upp við vegg. En nú þegar kalda stríðinu er lokið spretta vandamálin upp eins og gorkúlur að hausti og stjórnmála- mennimir eru úrræðalausir.“ Á næstunni verður eftirmaður Richards von Weizsáckers, forseta Þýskaiands, valinn. Margir telja að í þágu þjóðareiningar sé æski- legt að hann komi að þessu sinni úr austurhlutanum. Eruð þér sömu skoðunar? HELMUT Schmidt, fyrrum kanslai Rússland aftur stórveldi í Evrópu. það mat Schmidts að ef Rússar vi nauðsynlegt að halda þeim í skefji „Ég ítreka að mér er það óljúft að svara spurningum um þýsk inn- anríkismál og þess vegna verð ég stuttorður. Það sem máli skiptir eru eiginleikar næsta forseta en ekki fæðingarstaður hans.“ Andleg og siðferðileg leiðsögn Og hverjum kostum þarf hann að vera gæddur? „I lýðveldum eins og Þýska- landi, Italíu og íslandi þar sem framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar en ekki forseta þarf forsetinn að uppfylla þrjú skilyrði. Hann verður að geta sinnt þjóð- höfðingjaskyldum af reisn eins og heimsóknum til erlendra ríkja. Hann verður af og til að sinna pólitísku hlutverki þótt ekki sé það oft. Til dæmis gæti komið til álita að neita að skrifa undir lög sem þingið hefur samþykkt vegna þess að forsetinn telji þau ekki í sam- ræmi við stjórnarskrána. Til að sinna þessu hlutverki þarf forsetinn reynslu af stjórnmálum til að geta reitt sig á eigin dómgreind óháð ráðgjöf ráðherra sinna. Þriðja skil- yrðið er afar mikilvægt í Þýska- landi og Ítalíu um þessar mundir: Forsetinn verður að veita þjóð sinni andlega og siðferðilega leiðsögn. Alessandro Pertini fyrrverandi for- seti Italíu gegndi þessu hlutverki afburðavel og það sama má segja um Richard von Weizsácker." Margir óttast pólitískan, efna- hagslegan og hernaðarlegan mátt sameinaðs Þýskalands. Er sá ótti réttmætur? „Hvort sem óttinn er réttmætur eða ekki er staðreynd að eftir sam- einingu eru Þjóðvetjar helmingi fleiri en Pólveijar, átta eða níu sinnum fleiri en Tékkar, fimm sinn- um fleiri en Hollendingar og 1,5 sinnum fleiri en Bretar, ítalir og Frakkar. Menn hafa líka áhyggjur vegna minningarinnar um glæpi Hitlers. Ályktunin sem Þjóðveijar verða að draga af þessu er sú að þeir verða að treysta böndin sem halda þeim innan Evrópubanda- lagsins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.