Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 C4í/é;GI65-S ÞJÓNUSTA Vidgerdir og allir algengir varahlutir fyrir myndlykla gegnt Þjóðleikhúsinu, 101 Reykjavík, sími 28636. PIERPOÍIT SVISS Pierpont er eitt sterkasta og endingarbesta úrið. Gerið góð kaup GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lækjartorgi - sími 10081. Hönnun Lesefnið þarf að vera aðgengilegt Rætt við útlitshönnuðinn Jan V. White um hönnun o g útlit dagblaða og ferðalög um ísland FALLEGASTI staðurinn á íslandi að mati Jan V. White er Kerið í Grímsnesi. Hann hefur ekki komið þangað í rúmlega 20 ár og á leiðinni minnist hann þess að hann saknar rauða vegarins sem lá um Grímsnesið. Honum finnst ísland vera heillandi, ósnortin náttúran einstök í sinni röð. „Getur þú ímyndað þér hvernig svona staður liti út í Bandaríkjunum,“ segir hann þegar hann sér Kerið. „Það væru girðingar og tröppur út um allt og skilti sem bönnuðu manni að. fara þangað sem mann langaði." White, sem er útlitshönnuður og vinnur við að halda fyrirlestra um fagið víðsvegar um heiminn, var staddur hér á landi nýlega þar sem hann hélt námskeið á vegum Iðntæknistofunar og Prent- tæknistofnunar. White hefur komið hingað til lands þrisvar sinnum, fyrst í lok sjöunda áratugarins þegar Íslend- ingar voru nýbúnir að skipta yfir í hægri umferð. „Ég var hér á ferð með konu minni, þremur sonum og vini elsta stráksins. Við ókum fram á eitt af skiltunum sem minntu ökumenn á hægri umferð- ina og þar sem það var allt brotið ákvað ég að hirða það. Nú hangir það í bílskúrnum heima í Connecticut þar sem það minnir mig alltaf á Ísland." White hóf feril sinn sem útlits- hönnuður þegar hann var ráðinn til Architectual Forum um miðjan sjötta áratuginn. White segir að tímaritið hafi á þeim tíma verið það virtasta á sviði byggingarlistar og arkitektúrs í heiminum. Það var í eigu Time-fyrirtækisins og vann hann hjá því í 13 ár eða allt þar til hann setti á fót eigið fyrirtæki árið 1964 og fór að halda nám- II3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu skeið og fyrirlestra um útlitshönn- un tímarita og dagblaða. Hann er arkitekt að mennt, en segist sjálfur aldrei hafa haft áhuga á því að starfa sem slíkur. Upphaflega hafí hann ætlað að verða myndhöggvari. Föður hans hafi litist svona rétt mátulega á hugmynd sonarins og hafí farið með hann í heimsókn til mynd- höggvara í London. Myndhöggvar- inn spurði White hvort hann þyrfti að verða myndhöggvari. Þegar svarið var nei hafí listamaðurinn sagt „Farðu þá að gera eitthvað annað.“ Arkitektúr varð ofan á. Þegar hann hóf að starfa við útlitshönnun varð ekki aftur snúið; hann heillað- ist af starfinu og gaf sig allan að því. Á ferli sínum hefur White komið víða við og síðan hann stofn- aði eigið fyrirtæki árið 1964 hefur hann starfað fyrir mörg stórfyrir- tæki við útlitshönnun prentgripa sem þau gefa út og unnið sem ráðgjafi víða. Sem dæmi um fyrir- tæki sem hann hefur unnið fyrir eru IBM, Eastman Kodak, Hew- lett-Packard, National Geographic, New York Times, Hjemmet í Nor- egi og SAS. Hann hefur einnig gefíð út fjölda bóka um útlitshönn- un og kennt við háskóla í Banda- ríkjunum. White á önnur áhugamál en starfið og ber þá fyrst að nefna ferðalög. Hann og kona hans ferð- ast mikið og hafa komið víða. Meðal annars hafa þau heimsótt Nýju-Gíneu, Suðurheimskautið, Afríku og svo ferðast til íslands. Tilviljun ein réði því að þau komu hingað til lands á sínum tíma. White segir að þau hjónin hafi verið stödd í matarboði kvöld eitt. Konan hans hafi skellt fram þeirri spurningu hvert þau hjónin gætu skroppið í 10 daga, á stað sem væri ólíkur öllu öðru og einn mat- argesturinn stakk upp á íslandi. Mikilvægt að hanna fyrir lesendur White hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig fréttarit, hvort sem það eru dagblöð eða tímarit, eigi að líta út. Það sem White fínnst mestu máli skipta við útlitshönnun dagblaða og tímarita er að þau séu aðgengileg fyrir les- endur. Hann er lítið hrifinn af ýmiss konar tiktúrum hönnuða sem reyna að vera frumlegir. „Það er ekkert nýtt undir sólinni," segir hann. I staðinn finnst honum að útlitshönnuðir eigi að verða meiri blaðamenn og markmiðið eigi að vera að gera hlutina sem aðgengi- legasta fyrir lesendur. Sem dæmi tekur hann myndirn- ar hér á síðunni sem hann segir lýsa í hnotskurn mismunandi við- horfi hönnuðar og blaðamanns. Á síðunni þar sem aðeins sést texti segir White vera draum blaða- mannsins, en hin myndin sé dæmi um það þegar hönnuðurinn fleygir allri skynsemi út í veður og vind, hið skrifaða mál verður aukaatriði en öll áherslan lögð á sem flott- ustu og mest áberandi 'hönnunina. „Það verður að finna hinn gullna meðalveg milli þessara tveggja öfga til þess að gera blöðin að- gengileg og auðveld aflestrar,“ segir White. White segir að það mikilvægasta sem hafa verði í huga við hönnun prentgripa sé hvers vegna fólk sækist eftir að lesa hlutinn. „Mikil- vægasta manneskjan í lífi lesenda séu þeir sjálfir," segir hann. Því sé spurningin í huga allra „hvað er í blaðinu handa mér.“ Þess vegna verði hönnuðurinn að setja eigið egó til hliðar og fara að hugsa um fyrir hvern er verið að gera hlutinn, fyrir hönnuðinn eða fyrir lesandann. Blaðsíður verða að vera byggðar upp á rökréttan hátt Einnig yerði að hafa í huga að í upphafi fletti lesendur blöðunum lauslega og því verði að reyna að ná athygli þeirra og fá þá til að staldra við og lesa meira. Þetta sé gert til dæmis með myndum, fyrir- sögn og myndatextum. Síðurnar verði að vera rökréttar og upplýs- ingarnar verði að koma í.réttri röð. Þegar verið er að hanna blöð leggur White áherslu á að hönnuð- urinn íhugi heildarútlit tímaritsins eða blaðsins. Það skipti miklu máli að efnið flæði áfram og útlit- ið haldi svipuðum stíl útgáfuna í gegn. White segir að það verði líka að athuga að lesandinn eigi SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrúnsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Ljósgjafínn, Ráðhústorgi 7a. • Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guömunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co zj ^2 0*0 |8 3 % Sg 3 2: oS Q Q' u 3 qS =50 D a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.