Morgunblaðið - 28.09.1993, Page 35

Morgunblaðið - 28.09.1993, Page 35
J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 35 Short hættur að veita viðnám Skák Margeir Pétursson ALLT gekk í haginn um helg- ina fyrir Gary Kasparov, heims- meistara í skák. Askorandi hans, Englendingurinn Nigel Short, og einvígishaldarar, bæði í London og Hollandi, eiga hins vegar ekki sjö dagana sæla. Kasparov vann Nigel Short auðveldlega í níundu skákinni á laugardaginn og er að verða öruggur um sigur í einvíginu, staðan er 7-2 honum í vil. Vegna mikilla yfirburða heimsmeistarans hefur áhugi fjölmiðla og almennings í Bret- landi á einvíginu stórlega minnkað. Allt er í óvissu um framhald „FIDE heimsmeist- araeinvígisins" sem sett var á laggirnar Kasparov og Short tíl höfuðs, eftir að arabaríkið Óman hætti við að halda seinni hluta þess. Kasparov var kampakátur að lokinni níundu skákinni og sagðist viss um að ekki yrði um frekara viðnám Shorts að ræða. Englend- ingurinn var eins og vænta mátti afar daufur í dálkinn. í síðustu viku rak hann helsta aðstoðar- mann sinn til þriggja ára, Banda- ríkjamanninn Lubomir Kavalek, og hefur það ekki orðið til að bæta einbeitingu áskorandans. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var Kavalek rekinn vegna þess að hann var orðinn of ráðríkur, mun t.d. hafa komið með utanaðkomandi gest í rann- sóknarherbergi Shorts, án þess að spyija hann leyfis. Short var mjög óheppinn að vinna ekki áttundu skákina og það virðist hafa setið í honum á laug- ardaginn. Þá endurbætti Kasp- arov taflmennsku sína fyrr í ein- víginu og Short átti ekkert svar við því. Meira að segja með ein- földu tölvuprófi í undirbúningnum hefði verið hægt að afstýra slíku afhroði. Eftir aðeins 14 leiki var orðið ijóst hvert stefndi, Short var þvingaður út í afar óhagstætt endatafl sem Kasparov vann nokkuð örugglega. 9. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigel Short Nimzoindversk vörn I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. Dc2 - d5, 5. cxd5 - exd5, 6. Bg5 - h6, 7. Bh4 - c5, 8. dxc5 — g5, 9. Bg3 - Re4, 10. e3 - Da5, 11. Rge2! í sjöttu skákinni lék Kasparov þeim eðlilega leik 11. Be5, en Short var vel undirbúinn honum og jafnaði taflið strax. II. - Bf5, 12. Be5 - 0-0? Það virðist sem Short hafí við undirbúning sinn ekki tekið næsta leik hvíts með í reikninginn. Eftir hann á svartur mjög í vök að veij- ast. Short er búinn að fóma peði og fær það ekki til baka. Nauðsyn- legt var 12. — f6!? 13. Rd4! - Bg6 Eftir 13. - Rxc3 14. Rxf5! gerir fráskák riddarans á c3 engan usla. 14. Rb3 - Rxc3, 15. Bxc3! - Bxc2, 16. Rxa5 - Bxc3+, 17. bxc3 - b6, 18. Kd2 - bxa5, 19. Kxc2 - Hc8, 20. h4 - Rd7, 21. hxgö - Rxc5, 22. gxh6 - Re4, 23. c4 - Rxf2, 24. Hh4 - f5, 25. Hd4 - dxc4, 26. Bxc4+ - Kh7, 27. Hfl - Rg4, 28. Kd2 - Hab8, 29. Hxf5 - Hb2+, 30. Kd3 - Hxg2, 31. Be6 - Hc7, 32. Hxa5 - Rf2+, 33. Ke2 - Hh2, 34. Kf3 - Rhl, 35. Hd7+ - Hxd7, 36. Bxd7 - Kxh6, 37. Hxa7 - Kg5, 38. Ha5+ - Kf6, 39. Bc6 - Hc2, 40. Hf5+ - Ke7, 41. Bd5 - Kd6, 42. Hh5 - Hd2, 43. Hxhl - Hxd5, 44. a4 - Ha5, 45. Hal - Ke5, 46. e4 - Ke6, 47. Ke3 - Kd6, 48. Kd4 - Kd7, 49. Kc4 - Kc6, 50. Kb4 - He5, 51. Hcl+ - Kb6, 52. Hc4 og nú loksins gafst Short upp. Fjármál skyggja á FIDE-einvígið Að hálfnuðu „FIDE-heims- meistaraeinvíginu" í Hollandi hef- ur Anatólí Karpov tveggja vinn- inga forskot, er með sjö vinninga en Jan Timman fimm. Þetta ein- vígi varamanna þeirra Kasparovs og Shorts er að snúast upp í al- gera háðung fyrir alþjóðaskák- sambandið FIDE, því verðlauna- sjóðurinn er kominn niður í u.þ.b. 25 milljónir ísl. króna, eða aðeins áttunda hluta þess sem FIDE lýsti yfir í upphafi. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti nú að flytja einvígið til araba- ríkisins Óman og tefla seinni hluta þess þar, en í síðustu viku kom babb í bátinn þegar yfirvöld í Óman lýstu því yfir að þau hefðu aldrei skuldbundið sig til að greiða jafnvirði 100 milljóna ísl. króna í verðlaunasjóðinn og væru hætt við allt saman. Þetta er hrikalegt áfall fyrir Filippseyinginn Campomanes, forseta FIDE. Það kom reyndar mörgum spánskt fyrir sjónir í vor þegar það fréttist að Óman væri fyrirhugaður einvígisstaður, því landið var ekki í hópi 150 aðildar- sambanda FIDE. Úr því var snar- lega bætt, Óman gekk í FIDE og fréttir bárust þaðan um að forn- leifafræðingar hefðu grafið þar upp ævaforna taflmenn. Var jafn- vel talað um að þar væri fundin vagga skáklistarinnar. Af einvíginu sjálfu er það að frétta að Karpov vann tíundu skákina á miðvikudaginn var á dæmigerðan hátt. Timman fékk góða stöðu upp úr byijuninni með svörtu og tefldi til vinnings en einu sinni enn sneri Karpov taflinu við í eigin tímahraki. Hollending- urinn átti þó góða möguleika á jafntefli en lék endataflinu af sér. Fréttirnar frá Óman höfðu síð- an greinileg áhrif á næstu skákir. Þeir Timman og Karpov höfðu greinilega meiri áhyggjur af fjár- hagsstöðu sinni, en stöðu mann- anna á taflborðinu. Báðir bjugg- ust við að verða margfaldir millj- ónamæringar eftir einvígið. Ell- eftu og tólftu skákirnar urðu bragðdauf jafntefli. Samkvæmt dagskrá einvígisins á að halda því áfram á sunnudaginn, 3. október, en nú er algjörlega á huldu hvort, hvenær og hvar næsta skák verð- ur tefld. Jafnvel hefur heyrst að Karpov og Timman muni hóta verkfalli til að þrýsta á FIDE að skrapa saman meira fé. Sigurður Hinriks son - Minning Við kveðjum nú einn bestu sona Norðfjarðar, Sigurð Hinriksson út- gerðarmann. Hann kveður okkur saddur lífdaga á tíræðisaldri. Sig- urður bjó lengst af sinni ævi að Tröllanesi í Neskaupstað. Stutt er síðan Sigurður sá á eftir lífsföru- naut sínum Kristrúnu Helgadóttur, en hún lést 12. maí fyrr á þessu ári. Með Sigurði og Kristrúnu eru gengnar tvær hetjur aldamótakyn- slóðarinnar. Tvær þeirra máttar- stoða sem gert hafa Neskaupstað að því byggðarlagi sem það hefur verið og er enn í dag. Byggðarlagi þar sem samhjálpin og félagsleg umsvif hafa verið meiri en í nokkru öðru byggðarlagi á íslandi. Byggð- ariagi þar sem vinstrimenn hafa verið óslitið við völd frá því 1929 þegar kaupstaðurinn var stofnaður. Þau voru bæði virkir og lifandi þátt- takendur í þeirri sögu sem einkennt hefur Neskaupstað umfram önnur byggðarlög. Hvort sem heldur er í félagslegri atvinnusögu byggðar- lagsins eða félags- og menningar- lífi þess. Sigurður Hinriksson var límefnið sem þurfti til að árið 1932 bundust útgerðarmenn í Neskaupstað sam- tökum og hrintu kaupmannavaldinu af hendi sér. Gerðust gerendur síns eigin lífs og sögu. Sigurður mun sjálfur hafa átt fyrstu hugmyndina að stofnun SÚN - Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Það var ekki hlutverk Sigurðar á lífs- ferli sínum að standa fremstur og hafa opinberlega forystu heldur var það hlutskipti hans að vera fremst- ur meðal jafningja í að hvetja til baráttu og að alþýða manna tæki stjórn sinna eigin málefna í sínar Minning Svava Jensen Fædd 21. september 1914 Dáin 10. september 1993 Hlýr morgun, laufín á tijánum byijuð að gulna og falla, komið haust. Svava Jensen látin. Fréttin kom ekki á óvart og þó, maður staldrar við þegar góður er geng- inn. Hún gaf lífinu lit. Gekk sinn veg með reisn, ákveðin en samt svo ljúf. Einstaklega viðræðugóð, skemmtilega spaugsöm, en hafði aldrei hátt. Mundi alltaf eftir vinum sínum. Kona sem hægt var að treysta, handtakið traust. Amma Svava er eins og hefð- arfrú varð dóttur minni eitt sinn að orði, samlíkingin góð. Við hjónin vorum svo heppin að þegar dætur okkar fóru suður til náms fengu þær að vera hjá Svövu, fyrst sú elsta, síðan sú næstelsta. Hún veitti þeim traust húsaskjól í orðsins fyllstu merkingu á sinn hlýja en hljóðláta hátt. Slíkur greiði verður seint fullþakkaður. Þórir minn og Helga, íris, Svava Kristín, Helga Vala og Pétur Vil- helm. Hjá ykkur er samúðin, þið hafíð misst mikið. Vegir guðs eru órannsakanlegir, en ég veit þar sem Svava Jensen fer gengur hún til góðs. Þökk fyrir samfylgdina. Far þú í friði. Kveðja að'austan. B. Sig. eigin hendur. Hans hlutur lá að baki til að tryggja framgang góðra málefna. Hann vildi vera virkur þátttakandi og gerandi sinna eigin örlaga. Þegar Sigurður varpaði fram hugmyndinni að stofnun SÚN hefur hann eflaust ekki órað fýrir hveijar afleiðingar sú hugmynd hefði er fram liðu tímar fyrir Nes- kaupstað. Sigurður hefur sjálfur sagt að SÚN hafí verið eitt það eftirminnilegasta sem hann hafí komið nálægt, sannkallað óskabarn norðfírskra útgerðarmanna. Út úr SÚN hafa síðan sprottið dótturfyr- irtæki sem orðið hafa þær hrygg- lengjur sem gert hafa atvinnulíf Neskaupstaðar hvað blómlegast og ber þar hæst Síldarvinnsluna hf., sem nú er eitt allra stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki á Islandi. Sigurður sat í stjórn SÚN frá stofnun þess 1932 til 1936. Honum var mikið í mun að efla dáðir norð- fírskrar alþýðu. Hann studdi vöxt og viðgang Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað af mikilli einurð. Hann sat í stjórn þess félags í tæplega þijá áratugi. Hann vildi bijóta á bak aftur kaupmannaveldið sem svo víða hafði vald heilu byggðarlag- anna í hendi sér. Hann var alla tíð mikill félagshyggjumaður. Studdi þá flokka sem voru til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum og einmitt hafa einkennt svo mjög alla stjóm- málasögu Neskaupstaðar. Hann hvatti menn til átaka á félagslegum grunni. Ef einhver setning á betur við um lífshlaup Sigurðar Hinriks- sonar þá er það sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Sigurður lifði í hárri elli. Kraftar hans þrotnir en áhuginn á atburðum líðandi stundar og því sem var að gerast í byggðarlaginu þvarr aldr- ei. Að frétta af nýjustu aflabrögðum eða einstökum framfaramálum var hans lífsfylling hin síðustu ár. Oft hefur sá er þetta ritar setið við hlið Sigurðar og sagt honum frá þvi sem var að gerast á sviði atvinnumála í Neskaupstað. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá Sigurði. Ætíð spurt athugulla spurninga til að fylla út í þá mynd sem um var verið að fjalla. Sigurði var það mik- ið kappsmál að vita sem mest og best um þau málefni sem honum þótti til framfara horfa. Nú síðast hin miklu togarakaup Síldarvinnsl- unnar. Sigurður og Kristrún lifðu þá tíma, á fyrri hluta þessarar aldar, þegar íslensk alþýða manna háði hildi upp á hvern einasta dag fyrir lífí sínu. Baráttu sem einkenndist af miklum átökum, mörgum sigrum en einnig mörgum ósigrum. Stund- um unnust stórir sigrar í baráttunni fyrir betra lífí og mannsæmandi kjörum. Sigrarnir eru einmitt þau réttindi og þau lífsgæði sem við eftirlifendurnir búum að og lítum of oft á sem sjálfsagðan hlut sem ekki beri alltaf að virða og þakka fyrir. Sigurður og Kristrún voru ger- endur í sínu lífi. Tóku virkan þátt í flestum þeim málum sem vörðuðu bætt kjör til handa íslenskri alþýðu. Þau háðu sína hildi alla tíð í Nes- kaupstað. Þess vegna eru þeirra spor svona sterk og stór í byggðar- laginu. Á slíkum tímum reynir á mannkosti og hugdirfsku, vit og dómgreind. Þau hikuðu ekki við að hefja nýja hugsun í hásæti og hvetja til dáða þegar aðrir vildu halda á gamlar slóðir eða láta hendur falla í skaut. Saga norðfírskrar alþýðu á þess- ari öld er stórbrotin og margslung- in, samofin örlögum þjóðarinnar á fjölbreytilegan ' hátt. Sigurður og Kristrún voru hluti hennar, stór hluti. Þau studdu hvort annað og á stundum bættu þau hvort annað upp. Það sem annað gat ekki, það gat hitt. Þau voru ólík en samt um margt svo lík. Við kvöddum Krist- rúnu Helgadóttur síðastliðið vor, nú kveðjum við Sigurð Hinriksson hinstu kveðju. Megi minning þeirra lifa. Snorri Styrkársson. MINNINGARKORT SJÁLFSBJARGAR Jft. REYKJAVÍK 0G NÁGRENNIS ÆL, |i/ 78 68m Innheimt með gíróseðli IStttM Eiiidnklvjur Glæsileg kalii- hlaðlxirð fiillegir salir og mjög góð |)jónusfcL Ipplysingar ísúna22322 FLUGLEIDIR HéTEL LOmeilllí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.