Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993
23
Reuter.
Sprenging í Belfast
ÖFLUG bílsprengja sprakk í miðborg Belfast snemma í gærmorgun. Ör-
yggisveitum hafði borist sprengjuhótun og var verið að rýma svæðið er
sprengjan sprakk. Engin slys urðu á mönnum en miklar skemmdir á
húsum og bifreiðum. írska blaðið Irish Times birti í gær frétt þess efnis
að írski lýðveldisherinn (IRA) væri reiðubúinn að semja um vopnahlé við
Breta ef þeir lýstu því yfir að þeir teldu sig ekki eiga langtímahagsmuna
að gæta á Norður-Irlandi og viðurkenndu rétt íra til „ákveða örlög sín“
upp á eigin spýtur. Patrick Mayhew, sem fer með málefni Norður-Írlands
í bresku ríkisstjórninni fordæmdi sprengjutilræðið í Belfast harðlega og
sakaði IRA um hræsni. Á sama tíma og þeir gæfu í skyn að þeir vildu
semja um frið héldu þeir áfram að sprengja. ítrekaði hann þá stefnu
bresku stjórnarinnar að semja ekki við samtök sem beittu ofbeldi.
Fundur rússneskra héraðaleiðtoga
Vilja lgósa þing og*
forseta samtímis
Pétursborg. Reuter.
LEIÐTOGAR frá 49 af 68 sjálfssljórnarhéruðum Rússlands komu sam-
an á lítilli eyju rétt fyrir utan Pétursborg á sunnudag og lögðu til að
forsetakosningar yrðu haldnar samtímis þingkosningnum í lok desem-
ber. Borís Jeltsíu forseti hefur boðað þingkosningar 11-12 desember
og forsetakjör 12. júní. Flestir leiðtogarnir eru hliðhollir þinginu í
deilum þess við Jeltsín en þingið vill að þing- og forsetakosningar fari
fram í mars nk.
Sergej Fílatov, einn af ráðgjöfum
Jeltsíns, lýsti andstöðu við að for-
seta- og þingkosningar færu fram
samtímis, taldi að þá gæti skapast
hættulegt valdatóm og ringulreið
meðan nýkjörið þing væri að taka
Jeltsín sagði í gær að ekki kæmi
til mála að kosningarnar yrðu sam-
tímis.
Svo gæti farið að Jeltsín næði
ekki endurkjöri. Að sögn danska
blaðsins Berlingske Tidende gaf
skoðanakönnun á föstudag til
kynna að 41 árs gamall, umbóta-
sinnaður hagfræðingur, Grígoríj
Javlínskíj, nyti nú meiri hylli meðal
kjósenda en Jeltsín. I sömu könnun
kom fram að þeir Alexander
Rútskoj og Rúslan Khasbúlatov
gætu alls ekki ógnað Jeltsín í for-
setakjöri.
Níu af 13 mönnum í í stjórnlaga-
dómstól landsins hafa lagt til að
sameiginlegu forseta- og þingkosn-
ingarnar verði haldnar 12. desem-
ber. í staðinn myndi dómstóllinn
fella úr gildi þá niðurstöðu sína að
Jeltsín hafi brotið stjórnarskrána.
Til að fullkomna myndina má nefna
að Javlínskíj telur heppilegast að
sameiginlegar kosningar verði í
febrúar!
FIDE að klúðra einvígi
Karpovs og Timmans?
Amsterdam. Reuter.
SÚ ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) að aflýsa seinni
hluta heimsmeistaraeinvígis sambandsins sem hefjast átti í Óman
3. október og ákvörðun soldánsins þar að hætta við að leggja
sambandinu til verðlaunafé er mesta áfall sem FIDE verður fyr-
ir frá því sambandið tók við umsjá heimsmeistaraeinvígjanna
anð 1946.
FIDE taldi sig hafa loforð sold-
ánsins af Óman fyrir tveggja
milljóna svissneskra franka verð-
launafé en á fímmtudag tóku yfir-
völd í Óman af allan vafa í þeim
efnum og sögðust aldrei hafa gef-
ið vilyrði fyrir verðlaunafé. Af
þessum sökum tilkynnti Florencio
Campomanes forseti FIDE daginn
eftir að ekkert yrðiu af því að
seinni hluti einvígisins færi fram
í Óman.
Þá hafa aðstandendur fyrri
hluta einvígisins í Amsterdam
heldur ekki fundið neinn styrktar-
aðila til þess að leggja hinn helm-
ing verðlaunafjárins til en þar er
einnig um að ræða tvær milljónir
franka. Hefur þeim rétt tekist að
skrapa saman fyrir nauðsynlegum
kostnaði við framkvæmd einvígis-
ins.
Campomanes forseti FIDE
sagði á blaðamannafundi á laug-
ardag að sambandið hefði sett sér
það sem takmark að finna nýjan
styrktaraðila fyrir einvígið í síð-
asta lagi 2. október. Ráðgert er
að Rússinn Anatólíj Karpov og
Hollendingurinn Jan Timman setj-
ist þá að tafli á ný. Þeir keppa
um heimsmeistaratign FIDE eftir
að Garríj Kasparov og Englend-
ingurinn Nigel Short sögðu skilið
við sambandið og ákváðu að tefla
einvígi upp á eigin spýtur í Lond-
on.
Með ákvörðun yfirvalda í Óman
er framtíð einvígisins í mikilli
óvissu. „Þróun málsins er mikið
áfall fyrir FIDE og skákheiminn.
Hörmungar sambandsins eru
miklar og kreppa FIDE djúp,“
sagði bandaríski stórmeistarinn
Yasser Seirawan, aðstoðarmaður
Timmans. „FIDE ber ábyrgð á
því hvernig komið er og ég tel
að keppendurnir eigi ekki annarra
kosta völ en fara í mál við sam-
bandið, fínnist engin lausn varð-
andi verðlaunaféð á næstunni,"
bætti Seirawan við. Campomanes
sagði um helgina að fyndist ekki
styrktarðili fyrir 3. október yrði
reynt að fjármagna einvígið eftir
öðrum leiðum.
Einvígi í óvissu
Campomanes hefur ekki viljað
segja hvað verður um einvigið,
hvort því verði aflýst og Karpov
lýstur sigurvegari á grundvelli
núverandi stöðu í einvíginu, eða
hvort og þá hugsanlega hvar þvi
verður haldið áfram. Þó er vitað
að FIDE hefur kannað möguleika
á að halda því áfram í bæði Búda-
pest í Ungvetjalandi og í borginni
Belfort í Frakklandi. Að afloknum
fyrstu 12 skákunum hefur Karpov
hlotið sjö vinninga en Short fimm,-
Stórmeistarar sem fylgst hafa
með einvígi Karpovs og Timman
í Amsterdam undrast hvemig
FIDE hefur tekist að koma sér í
þá stöðu sem sambandið nú er í.
Þeir efast stórlega að sambandinu
takist að fjármagna verðlaunin en
reglur FIDE kveða á um að lág-
marksverðlaun í heimsmeistara-
einvígi verði að vera sem svarar
einni milljón svissneskra franka.
„Málið er niðurlægjandi fyrir
FIDE og á vissan hátt réttlætir
það ákvörðun Kasparovs og
Shorts að fara eigin leiðir, alla-
vega lítur út fyrir að FIDE sé
ófært um að standa fyrir heims-
meistaraeinvígi með dágóðu verð-
launafé," sagði ástralski stór-
meistarinn Ian Rogers.
Kasparov gleðst
í síðasta mánuði, skömmu áður
en einvígin í London og Amster-
dam hófust, tilkynnti FIDE að
Karpov og Timman myndu tefla
um fjórar milljónir franka, jafn-
virði 196 milljóna króna, eða
nokkru meiri upphæð en Kasparov
•og Short (182 milljónir). Nú er
hins vegar ljóst að FIDE hefur
engar tryggingar milli handa og
ekki tekist að safna einni einustu
krónu upp í verðlaunin. Þegar
þessar fréttir bárust Kasparov til
London um helgina gat hann ekki
dulið gleði sína. Ánægjuglampi
skein úr augum og hann sagði:
„Látum skeika að sköpuðu. Þetta
var rotið framtak frá upphafí.“
Breski stórmeistarinn Raymond
Keene sem skipulagði einvígið í
London sagðist telja að svo til úti-
lokað væri fyrir FIDE að finna
styrktaraðila til að leggja einvígi
Karpovs og Timmans til verðlaun-
afé. „Einungis algjörir afglapar
myndu styðja FIDE úr þessu,“
sagði Keene.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
S71800 ^
Höfum kaupendur að:
Landcruiser, Patrol og
Pajero ’90-’93.
Vantar nýlega bfla á
skrá og á staðinn,
ekkert innigjald
GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g.,
ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml.
stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1270
þús.
MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ.,
spoiler o.fl. V. 780 þús.
Chrysler Voyager V-6 ’90, brúnsans,
sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig-
andi. V. 1390 þús.
MMC L-300 4x4 ’88, 8 manna, grár, 5
g., ek. 87 þ. V. 1090 þús., sk. á ód.
MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 44 þ. V. 760
þús.
Nissan Pathfinder V-6 ’88, sjálfsk;, ek.
67 þ., rauður. V. 1550 þús.
Cherokee Pioneer 2,5L ’84, sjálfsk., ek.
79 þ. mílur. V. 690 þús., sk. á ód. (eða 2
bílum).
Toyota Corolla Twin Cam 16v '85, ek.
120 þ., hvítur. V. 395 þús.
MMC Colt GLXi ’91, 5 g., ek. 47 þ. V.
890 þús.
Daihatsu Feroza DX ’89, svartur/grár, 5
g., ek. 60 þ. km., topplúga o.fl. V. 850
þús., sk. á ód.
Toyota Extra cab EFi V-6 ’88, rauður, 5
manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og
framan, lækkuð drifhlutföll, 38“ dekk, ál-
felgur o.fl. o.fl. V. 1380 þús., skipti.
Toyota Corolla XL ’91, 5 dyra, rauður, 5
g., ek. 44 þ. V. 830 þús., sk. á ód.
MMC Pajero bensfn ’86, brúnsans, 5 g.,
ek. 89 þ., Óvenju gott eintak. V. 790 þús.
MMC Lancer GLX '89, bleikur, 5 g., ek.
38 þ. V. 770 þús., sk. á ód.
MMC Galant GLSi Super Salon '89, blár,
sjálfsk., ek. 68 þ. V. 1050 þús.
Toyota Corolla XL Sedan '88, steingrár,
4 g., ek. 80 þ. V. 540 þús.
Lada 1500 station ’91, ek. 27 þ. V. 420
þús. Topp eintak.
MMC Lancer 4x4 station '88, 5 g., ek.
107 þ. V. 750 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL ’88, svartur, 4 g., ek.
56 þ. Toppeintak. V. 550 þús. stgr.
Chevrolet Blazer Thao '86, grár (tvílitur),
sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050
þús.
MUNALÁN
ÖLL HELSTU
GREIÐSLUKJÖR:
HÚSGÖGN EINGÓNGU
ÚR RÆKTUÐUM SKÓGI.
UMH VERFISVERND
UM ALLA FRAMTÉÐ!
habitat
V/SA
1 I
á gjafveroi þessa dagana.
Nú aðeins kr. 19.900,-stgr.
BROMLEY-SÓFABORÐIÐ
Stórsniðug hilla undir borðplötunni eykur notagildið og
gefur borðinu sérstöðu. Verð kr. 21.755,- stgr.
\ LAUGAVEGI 13 - SfMI (91) 62587-0
*T
A RÉTTRI BFtJXtJT
fJMHIfÆrtFIS JÖROUÍ
habitat
* ■■
HUSGOGN - LAMPAR - BUSAHOLD OG GJAFAVARA I MIKLU URVALI
SPENNANDI VERSLUN
MEÐ NÝJAR VÖRUR!
METN^IÐARFUI.1.
14/ERSL t/M —