Morgunblaðið - 28.09.1993, Side 34

Morgunblaðið - 28.09.1993, Side 34
84 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Að standa vörð um hagsmuni hestamanna Fagráð í hrossarækt stofnað Meginhlutverk þess að samræma leiðbeiningar, fræðslu og rannsóknir í þágu hrossaræktar. ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Það er skoðun margra að hestamönnum sé gjarnt að sofna á verðinum í gæslu ýmissa hagsmuna sem víkur að þeirra áhugamáli hesta- mennskunni. Hestamenn séu svo uppteknir af sjálfum sér og áhugamálinu að þeir gleymi hagsmunagæslunni. I Morgunblaðinu á sunnudag var frétt þess efnis að til stæði að loka núverandi reiðleið sem ligg- ur milli Mosfellsbæjar og Reykja- víkur um Grafargil en til bráða- birgða verði þeim bent á að fara undir brúna á Korpu/Úlfarsá þar sem fara verður af baki og teyma undir þar sem lofthæðin er að- eins tveir metrar. Ekki skal hér fullyrt hvort hestamenn hafi sofnað á verðinum eða hitt hvort Vegagerð ríkisins sem hefur umsjón með verkinu hafi farið á bak við hestamenn því þeir full- yrða að um það hafi verið rætt og ákveðið að gerð yrðu undir- göng undir Vesturlandsveg við Grafargil. Síðan komi fram á samráðsfundi í byijun september með fulltrúum vegagerðarinnar, hestamanna og fulltrúa borgar- skipulags að undirgöng fyrir hestamenn verði ekki gerð fyrr en á árunum 1995 og 1999. í fréttinni er haft eftir Rögnvaldi Jónssyni, umdæmisverkfræðingi vegagerðarinnar, að þetta sé einn stór misskilningur hjá hestamönnum. Ingibjörg Kristj- ánsdóttir hjá Borgarskipulagi staðfesti í samtali að ekki hafi staðið til að gera undirgöng að eftír Leif Sveinsson Það hafði snjóað svo mikið aðfaranótt föstudagsins langa, 24. mars 1967, að 40 sm. jafn- fallinn snjór var í miðbæ Reykja- víkur um morguninn. Eg tók það ráð að ganga á þrúgum hring í kring um Tjörnina og tókst sú ganga vel. Að vísu urðu vegfar- endur nokkuð undrandi, höfðu aldrei fyrr séð mann á þrúgum í Reykjavík. Daginn eftir skyldi haldið í hina árlegu hestaferð upp í Mos- fellssveit, hún hafði verið farin árum og áratugum saman, ávallt hádegisverður hjá Málfríði og Jóni oddvita á Reykjum, en mið- dagskaffi hjá Helgu og Sigsteini ' á Blikastöðum. Venjulega var Mosfellshópurinn þetta 10-15 svo komnu máli en segir það hafa komið henni á óvart að til stæði að loka reiðleiðinni um Grafargil og segir það alfarið ákvörðun fulltrúa vegagerðar- innar. Hestamenn telja þessa niður- stöðu enn eina sönnun þess að samkomulag það sem Landsam- band hestamannafélaga gerði við Vegagerð ríkisins 1982 um gerð reiðvega sé að stórum hluta marklaust plagg þar sem vega- gerðin hafi margsinnis túlkað samninginn á þann veg að henni beri ekki skylda til að gera reið- vegi þótt lagt sé bundið slitlag á vegi og umferð ríðandi manna þar með úthýst af vegunum. Miklu máli skiptir að áhugahópar eigi góða að á réttum stöðum til að ekki sé gengið á hagsmuni þeirra. Ljóst virðist að hesta- Stofnað hefur verið Fagráð í hrossarækt þar sem aðild eiga Búnaðarfélag íslands, Félags hrossabænda, Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri, Rann- sóknastofnun Landbúnaðarins, Landsamband hestamannafé- laga, og Yfirdýralæknisemb- ættið. Stofnfundur var haldinn 9, september s.l. Þar var samþykkt í fimm greinum starfs og vinnureglur fyrir ráðið manns, en laugardagsmorguninn 25. mars 1967 var veðurútlit svo ískyggilegt, að Slysavarnafélag- ið gaf út viðvaranir til fólks að vera ekki á ferð milli húsa í Reykjavík að óþörfu, hvað þá leggja í langferðir. Við urðum því aðeins fjórir, sem héldum í Mosfellstúrinn, þeir Páll J. Bri- em, Magnús Þorleifsson, Harald- ur bróðir og ég. Margir urðu til þess að telja okkur hughvarf, en við fjór- menningarnir vorum ákveðnir, að ekkert skyldi koma í veg fyr- ir „laugardagstúrinn fyrir páska“ eins og hann var jafnan nefndur. Veður var skaplegt upp að Lambhagabrú, við áðum hjá Fellsmúla sunnan undir Úlfars- felli. menn eigi engan málsvara í röð- um starfsmanna vegagerðarinn- ar og eftir ummælum Rögnvald- ar Jónssonar í áðurnefndri frétt að dæma virðist þar afar lítill skilningur á þörfum hestamanna svo ekki sé nú meira sagt. Það er „prívat" skoðun hans að hestamenn í Mosfellsbæ og Reykjavík geti frestað ferðum sín á milli í nokkur ár þar til undirgöngin verða byggð og hægt að fara gömlu leiðina aft- ur. I samlíkingu sem verkfræð- ingurinn skilur mætti líkja þessu við að Vesturlandsvegi yrði lokað fyrir bílaumferð rétt norðan við brúna á Korpu/Úlfarsá og um- ferðinni beint Úlfarsfellsveg og gegnum Mosfellsbæ. í dag ganga fulltrúar stjómar LH á fund vegamálastjóra og er von- andi að hann beri gæfu til að leysa þetta vandamál. þar sem segir meðal annars að Fagráðið sé vettvangur fyrir fag- legar umræður um stefnur í hrossarækt og samræmingu á sviði leiðbeininga, fræðslu og rannsókna í þágu hrossaræktar. Fagráðið sem í eru átta fulltrúar ofangreindra aðila mótar tillögur um fjáröflun og fjármagnsþörf til þeirra verkefna sem ráðist er í á vegum þess og fylgist með fram- kvæmd og framvindu þeirra. Þá er gert ráð fyrir að einu sinni á ári séu haldnir samráðsfundir þar sem rétt til setu með málfrelsi og tillögurétt hafi 63 fulltrúar ofangreindra aðila auk ýmissa annarra. í reglunum segir að Samráðsfundir hafi tillögu og umsagnarrétt en ekki ákvörð- unarvald. Á fundinum voru tilnefndir í fagráð Halldór Gunnarsson vara- formaður F.H., Bergur Pálsson stjórnarmaður í F.H., Einar Gísla- son formaður F.H., Guðmundur Jónsson formaður L.H., Brynjólf- ur Sandholt yfirdýralæknir, Jón Bjarnason skólastjóri á Hólum, Ólafur Guðmundsson aðstoðar- forstjóri R.A.L.A., og Kristinn Hugason hrossaræktarrráðu- nautur B.í. og mun fyrsta fagráð- ið koma saman til fundar í byijun október en síðar í haust mun efnt til fyrsta samráðsfundarins. Þangað höfðu Moskóvitar jafnan komið til móts við okkur, en nú var enginn hestamaður úr Mosfellssveit mættur, ekki Reykjafeðgar, ekki Höskuldur í Dælustöðinni, ekki Benni frá Álfsnesi. Þeir voru víst öruggir um, að enginn Reykvíkingur væri svo vitlaus að leggja út í slíkt veður. Þegar við komum á bersvæðið vestur af Hafravatni, þá brestur hann á gjörsamlega trylltur, svo svartur er bylurinn, að vart urðu greindir hestamir, sem teymdir voru. Að Reykjum komumst við þó um hádegisbilið og var gott að fá hús fyrir hrossin í gamla fjós- inu á Reykjum. Fríða og Jón tóku okkur með kostum og kynj- um eins og þeirra var vandi. Fordrykkur og heit kjötsúpa urðu til þess, að allur hrollur fór úr mönnum. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu íslands var frostið í Reykjavík kl. 11.00 þennan dag 9,2 stig og vindstyrkur 8 stig. Óhætt er að bæta 1-2 gráðum við hvorutveggja, þegar veður á Hafravatnsleið er áætlað. II. Að Blikastöðum var svo komið um þijúleytið, drukkið þar kaffi og cognac hjá heiðurshjónunum Helgu og Sigsteini, sem lengi hafa gert þar garðinn frægan. Hvorki menn né hross biðu skaða af þessari ferð, nema Haraldur bróðir, hann kól á eyra og bar þess merki í mörg ár. Til Reykjavíkur komum við fjórmenningarnir kl. 17, en þá hafði lægt nokkuð, veðurstofan lýsir þá veðrinu þannig: ./. 7,7 - ANA 5 - skafrenningur. Höfundur er lögfræðingvr. Meira af kappi en forsjá VEÐURSTOFA ÍSLANDS REYKJAVlK Þann 25- mars 1967 var veður sem hér greinir < .thugunartímum veðurstöðvarinnar í Reykjavílc: Kl. Hiti C° Vindátt Veðurhæð Veður 8 co co 1 NNA 7 Skafrenningur 11 -9.2 N 8 II II 14 -8.o N 7 II 11 17 -7.7 NA 5 II II 20 -7.3 ANA 5 II II Jarpur frá Hæli og greinarhöfundur. „Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands var frostið í Reykjavík kl. 11.00 þennan dag 9,2 stig og vindstyrkur 8 stig. Óhætt er að bæta 1-2 gráðum við hvorutveggja, þegar veð- ur á Hafravatnsleið er áætlað.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.