Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTBMBER 1993 ORÐ TIL ÓLAFS ENGILBERTSSONAR eftir Braga Asgeirsson Að sjálfsögðu er það venja og jafnframt óskráð lög, að listrýnir svari ekki gagnrýni á eigin verk. Sjálfur hef ég ekki verið upp- næmur fyrir gagnrýni um dagana vegna þess að ég hef haft harða lærimeistara á ferli mínum og veit hvað agi veitir mikið frelsi í listum. „Frjáls málun“ er td. ekki til í orðasafni alvarlega þenkjandi listamanna. En rangfærslur á ég mjög bágt með að þola og vegna þess að sýningin, sem listasafnið setti upp á grafíkverkum mínum, er yfirlits- sýning á þessum þætti listar minnar í rúma fjóra áratugi, og að auk kynning á grafík, þykir mér afar mikilvægt að rétt sé haldið á málum. Ég vil strax upplýsa atriði, sem kemur þó ekki frá þér, en gæti valdið misskilningi, og á ég við „hin afar frumstæðu skilyrði" sem grafíkin átti við að búa í fyrstunni og stöðugt er verið að staglast á. Þau voru öðru fremur afstaða manna til listgreinarinnar og erfíð- leikar við öflun aðfanga að utan. Þetta mun ég útskýra á öðrum vettvangi seinna, en í stuttu máli má líkja þessu við að unglingar settust strax í háskóla að loknum samræmdu prófunum! A árum áður fékk nefnilega enginn að- gang að grafísku verkstæði í fag- urlistaskóla, nema hann hefði list- rænan þroska til þess og margra ára gilt nám að baki. Menn komu með gildar hugmyndir til útfærslu á grafískum verkstæðum, en ekki til að „læra grafík“. Það var því hálf frumstætt fyr- ir þroskaðan listamann, að sitja uppi með byijendur, og ætlast var til að hann lyki upp öllum leyndar- dómum grafík listarinnar, bara sí sona! Og svo voru hinir sömu al- veg hissa ef það tókst ekki í hvelli ... Auk þess var manni skammtað- ur svo naumur tími, að maður varð að bæta við ómældri sjálfboð- aliðsvinnu til að eitthvað yrði úr puðinu. Fyrsta og alvarlegasta rang- færslan í pistlí þínum felst í setn- ingunni: „Þeir fáu listamenn sem unnu í grafík létu þrykkja myndir sínar erlendis.“ Þetta færi í fínu taugamar á hveijum einasta graf- ík listamanni, því að við létum ekki þrykkja myndir okkar heldur gerðum við það sjálfír og vorum að auk staddir erlendis. Og við sendum ei heldur plöturnar utan til þrykkingar á verkstæði ytra. Þegar listamenn þrykkja myndir sínar sjálfír einkenna þeir þær með árituninni „Eget tryk“ í Skandin- avíu. „Eigið þrykk“ á íslandi og er þeir senda þær út í hinn stóra heim „Tire par l’artiste". Það þykir dijúgur munur að þrykkja myndir sínar sjálfir og að láta aðra gera það. Minna má þó á, að það eru málarar, sem höfðu grafíkina að hjágrein, sem hafa gert mörg rismestu grafíkverk ald- arinnar og þeir létu þrykkja grafík verk sín á verkstæðum og unnu að þeim þar. Þeir höfði sem sagt aðstöðu til að ganga inn á verk- stáði og vinna á þeim, en við málarar á íslandi höfum aldrei haft slíka aðstöðu. Þetta skilgreini ég sem aðstöðuleysi, en hins vegar geta þeir sem nær einungis vinna í grafík hægilega komið sér upp verkstæði og hafa enda margir gert það. Hvað mig snertir hef ég sl. ára- tug látið þrykkja fjórar myndarað- ir á mjög góðu verkstæði í Kaup- mannahöfn. Þegar ég hóf að fást við grafík í Osló haustið 1952, var ég ekki rétt tvítugur heldur rúmlega tutt- ugu og eins árs, er fæddur í maí 1931. Rétt er það, að ég hef orðið fyrir áhrifum af mörgum ágætum listamönnum og er frekar stoltur af því en hitt, en of mikið má þó af öllu gera, þegar vitnað er til annarra listamanna. Þannig vil ég upplýsa, að meistari Olafs Engil- bertssonar, teiknarinn Alfreð Flóki, var í hópi fyrstu nemenda minna í Handíða- og myndlistar- skólanum haustið 1956 þá kom- eftir Ingibjörgu Völu Kaldalóns ogÞorstein Siglaugsson Skömmu eftir síðastliðin áramót kom út áfangaskýrsla nefndar um mótun menntastefnu, sem menntamálaráðherra skipaði á liðnu ári. í skýrslunni em lagðar til talsvert róttækar breytingar á íslensku menntakerfí, sérstaklega hvað varðar bætta stjórnun gmnn- skóla og samræmdara námsmat en venð hefur. Almennt hefur skýrslan hlotið góðar viðtöur með- al kennara og annars fagfólks sem hefur metnað í starfí og gerir sér grein fyrir þeim brotalömum sem hijá íslenskt menntakerfí. Námsmarkmið og kröfur of óljós Undirrituð hafa nú í sumar starfað hjá mennta- og menning- ungur maður og varla sprottin grön, en þá hafði ég þegar gert um eða yfir helming alls þess sem ég hef afkastað á grafíska sviðinu um dagana og hafði löngu mótað minn stíl. Flóki gerði m.a. eina sjálfsmynd í dúkskurði eða tréristu og bar hún vott um ótvíræða hæfi- leika hans á sviðinu. En einhverra hluta vegna vann hann aldrei aldr- ei meira í grafík á öllum lista- mannsferli sínum og það er dálítið langsótt, að segja mig undir áhrif- um þess, sem ekki er. Þá býst ég við að flestir séu sammála um, að við vorum að upplagi gjörólíkir listamenn. Það er til umhugsunar, þegar verið er að upphefja og lofsyngja suma fyrir innflutt áhrif, en setja aðra á einhveija annars flokks hillu fyrir að gera nákvæmlega það sama. Þá vil ég upplýsa að það eru ekki 158 grafíkverk á sýningunni heldur nálægt 80, eins og endur- tekið hefur komið fram í fjölmiðl- um, en hins vegar mun hafa tek- ist að hafa upp á 158 verkum, sem er mun meira en ég bjóst sjálfur við, enda engar skrár haldið yfir grafíkverk mín né legið yfír nafla- myndatökum. Strangt tekið kann það að orka tvímælis, að ég sé einn af frum- kvöðlum hérlendrar grafíklistar og ég tel mig með sístu mönnum til að slá mig til riddara á kostnað annarra. Ég var þannig alls ekki fyrstu með fréttirnar, eins og það armálanefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna, en í störfum nefndarinnar hefur m.a. verið lögð sérstök áhersla á grunnskólann hvað námsskrána sjálfa og náms- markmiðin varðar. Grunnskólarnir standa nú frammi fyrir því vandamáli að allt of stór hluti nemenda nær ekki að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru á æðri skólastigum. Að okkar mati má að langmestu leyti rekja þetta til þess að kennsla í undir- stöðugreinum er sífellt að minnka á kostnað ýmissa hliðargreina. Þar með tapast sú þjálfun í almennri röklegri hugsun sem stærðfræði- og tungumálanám getur veitt. Okkur þótt athyglisvert að í 48. grein grunnskólalaga, þar sem talin eru upp fjölmörg markmið grunnskóla, er vart minnst orði á hreinar þekkingar- og þjálfunarkr- öfur, sem þó ættu að hafa hvað mest vægi í skólastarfinu. Bragi Ásgeirsson „En rangfærslur á ég mjög bágt með að þola og vegna þess að sýn- ingin, sem listasafnið setti upp á grafíkverk- um mínum, er yfirlits- sýning á þessum þætti listar minnar í rúma fjóra áratugi, og að auk kynning á grafík, þykir mér afar mikilvægt að rétt sé haldið á málum.“ heitir, og margur góður maðurinn hafði unnið að grafík á undan mér. Má helst nefna Guðmund frá Miðdal, sem átti meira að segja málmþrykkpressu, Barböru Árna- son, sem myndlýsti bækur í trést- ungutækni (xylografíu) og Jón „Margir grunnskóla- nemendur telja sjálfir agaleysi og skort á markvissri kennslu al- varlegt vandamál í skólunum.“ Auka þarf áherslu á undirstöðugreinar Nefna má fleiri ókosti sem fyígja ómarkvissu námsgreinavali og kröfum í grunnskólum. Foreldr- um er gert erfiðara fyrir með að fylgjast með námsframvindu bama sinna en ef um skýr mark- mið og kröfur væri að ræða. Einn- ig má nefna að nemendum sem eiga erfítt með nám er síður en svo gert auðvelt fyrir þegar öll markmið með náminu eru jafn óljós og raun ber vitni. Til að bæta undirstöðumenntun grunn- skólanemenda er stóraukin áhersla á stærðfræði, íslensku og annað tungumálanám lykilatriði. Einnig þarf að bæta þjálfun nem- enda í að tjá sig skýrt jafnt í riti og ræðu. Mikið hefur vantað upp á þessi atriði og segja má að hér sé nýrrar menntastefnu þörf. Skýrari uppeldismarkmið Hlutverk grunnskólans er ekki aðeins að veita þekkingu og þjálf- un, heldur hefur hann einnig upp- eldishlutverki að gegna. Varasamt er að horfa framhjá þessu þegar við horfum upp á aukna upplausn í samfélaginu, rótleysi barna og unglinga og dvínandi virðingu fyr- ir reglum samfélagsins og al- mennu siðferði. í gildandi lögum um grunnskóla er farið afar almennum orðum um ' uppeldismarkmið skólans og má túlka þau nánast að vild. í aðal- námsskrá grunnskóla er engan Engilberts, sem átti gllæsilegán feril sem grafík listamaður fyrir stríð. Þá skal þess getið að Hall- dór Pétursson teiknari átti stein- þrykkpressu og safn kalksteina, en ekki veit ég hvort hann vann á stein hér heima. Margir fleiri unnu í grafík á undan mér og má nefna Kjarval og Gunnar Gunnars- son yngra, sem báðir höfðu gert myndir í steinþrykki svo og Krist- inn Pétursson er þrykkti röð mynda í Vínarborg. Minn hlutur var sá að rótfesta grafík á íslenzkum vettvangi og að því leyti get ég kallast brauð- ryðjandi. Var fyrsti og eini kennar- inn í grafík í meira en áratug, nema að í fjarveru minni er ég var að auka við þekkingu mína í Þýskalandi, kenndi Steinþór Sig- urðsson í einn vetur og skoska listakonan Toni Patten sömuleiðis í einn vetur. Þegar fjallað er um yfirlitssýn- ingar ytra er venjan að skrifa vandaða umfjöllun um listamann- inn og list hans, en ekki almenna listrýni og á það einnig við um hinar viðameiri sýningar í virtum sýningarsölum. Þannig undruðust margir hér, að engin almenn listrýni var skrif- uð í Kaupmannahafnarblöðin um sýningu Errós á Charlottenborg nú í sumar, en hins vegar voru skrifaðar margar stórar og vand- aðar greinar er fjölluðu um lista- manninn og list hans vítt og breitt. Það er líka öllu betur búið að list- rýnum ytra og þeir fá allar upplýs- ingar um væntanlegar sýningar og nauðsynleg gögn á góðum tíma. Sjálfur hef ég ósjálfrátt haft sama háttinn á fram að þessu og hyggst gera það áfram, því að mér þykir mikilvægt að við gerum hér ekki minni kröfur til okkar. Höfundur er myndlistarmaður. veginn mælt fyrir um þessi mark- mið með neinum skýrum hætti heldur. Það er athyglisvert að margir grunnskólanemendur telja sjálfír agaleysi og skort á mark- vissri kennslu alvarlegt vandamál í skólunum. Menntun er forsenda framtíðar Á landsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, 13.-15. ágúst, var samþykkt ályktun frá mennta- málahópi SUS um menntastefnu í grunnskólum. Þar er m.a. lagt til að áhersla á stærðfræði, ís- lensku og önnur tungumál verði aukin til muna í grunnskólum Iandsins og námsmarkmið og kröf- ur einfölduð eins og kostur er. Jafnhliða verði uppeldishlutverk skólanna tilgreint mun betur en nú er, með það að markmiði að auka virðingu nemenda fyrir regl- um samfélagsins, ásamt því að innræta þeim virðingu fyrir jafnt sjálfum sér og öðrum einstakling- um á grundvelli jafnréttis og frels- is. Nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu mun vænt- anlega senda frá sér endanlegar tillögur um skipulag skólakerfísins nú með haustinu. Ungir sjálfstæð- ismenn vænta þess að nefndin hefjist þá strax handa við að end- urbæta menntastefnuna sjálfa í þeim anda sem hér hefur verið rætt um. Betri grunnmenntun er eitt mikilvægasta skilyrði fyrir farsælli framtíð okkar í þessu landi. Ingibjörg Vída Kaldalóns starfar bjá Rannsóhnnstofnun uppeldis- og menntamála. Þorsteinn Sigiaugsson hefur lokið BA-prófi íheimspeki frá HÍ. Þau sitja bæði ' í mennta-og menningarmála- nefnd Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Nýkomið haust- og vetrarskór frá Laugavegi 41, sími 13570. Þörf er á nýrri menntastefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.