Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 31
MŒRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 31 Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkis- þjónusta Islands og utanríkismál Sögulegt yfirlit. — 3. bindi eftir Magnús Z. Sigurðsson i Seint á sl. ári gaf Hið íslenska bókmenntafélag út ofannefnt rit að tilhlutan utanríkisráðueytisins. — Þetta mikla verk hefur þegar hlotið viðurkenningu margra, sem hafa áhuga á að kynna sér stöðu íslands á vettvangi alþjóðamála, þróun ut- anríkisviðskipta og utanríkismál landsins almennt. Hér verður aðeins fjallað um kaflann í 1. bindi, sem ber yfir- skriftina „Utanríkisviðskipti 1946- 1955. Viðskiptasamningar“. Höf- undur ritsins sagði sjálfur á blaða- mannafundi, samkvæmt Morgun- blaðinu frá 4. desember sl. „... að sér þætti merkasti hluti sögu utan- ríkisþjónustunnar vera saga utan- ríkisviðskipta fyrstu áratugina eftir síðari heimsstyijöld“. Hér mun einkum verða drepið á viðskiptin við Mið-Evrópulöndin, sem á þessum tíma lutu einræðis- stjórn kommúnista, en auk þess verður líka minnst á viðskiptin við Austurríki og ísrael, en undirritaður átti mikinn þátt í uppbyggingu og þróun þessara viðskipta og átti sæti í ýmsum nefndum á vegum utanríkisráðuneytisins við gerð við- skiptasamninga við þessi lönd. II Til að gera sér grein fyrir þeim miklu erfiðleikum, sem við var að etja á þessu svæði við að koma á viðskiptum fyrir ísland, verða menn að hafa í huga hið almenna ástand, sem þarna ríkti á fyrstu árunum eftir síðari heimssyijöldina á sviði stjórnmála, efnahagsmála og sam- göngumála — erfiðleikar á öllum sviðum. Eftir stríðið mikla var meginland Evrópu í flakandi sárum. Margar höfuðborgir og aðrar menningar- borgir voru í rúst eftir loftárásir og bardaga. Af höfuðborgunum voru Varsjá og Berlín verst útleikn- ar og Varsjá þó enn verr en Berlín. Ekki var aðeins um efnahaginn að ræða. Hafa verður í huga andlega líðan þessara þjóða, líðan fólksins sjálfs og tilfinningar þess, eftir hina voðalegu reynslu stríðsáranna, ást- vinamissi og allt sem því fylgir. Þessi reynslu og þetta ástand munu fáir, sem ekki hafa upplifað þennan tíma á meginlandinu sjálfir, geta sett sig inn í. III Þjóðirnar vantaði mat, þ. á m. frystan fisk. En á þessum árum voru engin flutningatæki til á meg- inlandinu, sem gátu flutt fryst mat- væli langar vegalengdir. Með mik- illi vinnu og verulegum kostnaði tókst á tiltölulega stuttum tíma að finna lausn á þessu vandamáli með því að fá hollenskt flutningafyrir- tæki til að einangra til bráðabirgða marga yfirbyggða vörubíla cil þess- ara flutninga. Seint að kvöldi snemma í apríl 1946 lagði bílalest af stað frá Amsterdam með 13 slíka bíla, hlaðna 115 tonnum af frystum fiskflökum, en þeim var hlaðið beint úr skipi, sem komið hafði frá ís- landi með fyrsta farminn, um 300 tonn, sem seld höfu verið til Tékkó- slóvaíku. Undirritaður fór sjálfur með þessari fyrstu bílalest, til að fylgjast með flutningnum. Eftir rúmlega 40 klst. næstum stanslaus- an akstur kom bílalestin til Prag með fiskinn í harðfrosnu ástandi og í hinu besta lagi. — Þar með var markaðurinn í Tékkóslóvakíu opn- aður, en hann átti eftir að reynast mjög þýðingarmikill fyrir ísland. Þjóðir þessara landa höfðu ekki möguleika á að greiða fyrir innflutt- ar vörur með fijálsum gjaldeyri en ísland vantaði líka tilfinnanlega slíkan gjaldeyri á þessum árum. Undir þessum kringumstæðum var ekki um annað að ræða en að byggja viðskiptin á svokölluðum „clearing“-samningum og í öðrum tilvikum á beinum vöruskiptum. Á þessum grundvelli tókust mjög veruleg viðskipti við Tékkóslóvakíu, Pólland, Austur-Þýskaland, Austur- ríki og ísrael — og í minna mæli við Ungveijaland. Vegna þessa þurfti að beina innkaupum íslend- inga að verulegu leyti til þessara landa. íslenskir innflytjendur sýndu þessum málum mikinn skilning og tóku nú að kaupa mikið magn af ýmsum vörum frá þessum löndum. Það var sjálfsagt ekki auðvelt fyrir innflytjendur að þurfa að beina þangað innkaupum sínum, en það var nauðsynlegt, til að hægt væri að nýta andvirði þess fisks, sem seldist þar. En í mörgum tilvikum voru útflutningsvörur frá þesum löndum hvorki í Sáma gæðaflokki né að útliti eins og vörur frá Vestur- Evrópu. — Þennan skilning og þetta framtak innflytjenda ber að virða og þakka. í fyrstu annaðist dótturfyrirtæki Sölumiðstöðva hraðfrystihúsanna, Miðstöðin hf., þennan innflutning að mestu, m.a. frá Austurríki og ísrael. Seinna, þegar vöruskiptin uxu verulega, var íslenska vöru- skiptafélagið stofnað, en að því stóðu Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband íslenskra sam- vinnufélaga og Félag íslenskra stór- kaupmanna — einkum vegna inn- flutnings frá Austur-Þýskalandi. Þegar á allt er litið, má segja, Magnús Z. Sigurðsson „Hið yfirgripsmikla og vel unna rit, sem hér um ræðir, er merkilegt yfirlit yfir alla sögu ís- lenskra utanríkismála og er að því leyti ein- stakt. Þetta fræðirit verður lengi notað sem handbók og uppsláttur um merkan þátt Is- landssögunnar. “ að viðskiptin við þessi lönd, á tíma- bili mikilla efnahagslegra erfiðleika, hafi skilað góðum árangri, bæði fýrir ísland og viðskiptalönd okkar. Heildarsala á íslenskum frystum fiski og frystri síld til landanna í Mið-Evrópu og Ísrael á tímabilinu 1946 til 1956 mun hafa numið u.þ.b. 80.000 tonnum. Þar munaði mestu um Tékkóslóvakíu með 43.400 tonn, Austur-Þýskaland með 13.700 tonn, ísrael með 10.000 tonn, Pólland með 8.600 tonn og Austurríki með 3.200 tonn. Þetta var mikið magn og stór hluti' af heildarframleiðslu frystihúsanna á þessum árum. — Þar við bætast hin miklu viðskipti við Sovétríkin á þessu tímabili. IV Pétur J. Thorsteinsson á að baki áratuga langt og farsælt starf í utanríkisþjónustunni. Hann hefur gegnt starfi sendiherra í hinum ýmsu löndum, var lengi yfirmaður viðskiptadeildar utanríkisráðuneyt- isins og ráðuneytisstjóri þess. Hann hefur víðtæka reynslu af Ijölþætt- um og vandasömum samningum við erlendar ríkisstjórnir og fulltrúa þeirra varðandi utanríkisviðskipti Islands. Þannig býr hann yfir yfir- gripsmikilli þekkingu á sviði utan- ríkismála, utanríkisviðskipta og al- þjóða stjórnmála. Hið yfirgripsmikla og vel unna rit, sem hér um ræðir, er merkilegt yfirlit yfir alla sögu íslenskra utan- ríkismála og er að því leyti ein- stakt. Þetta fræðirit verður lengi notað sem handbók og uppsláttur um merkan þátt íslandssögunnar. Sérstaklega vil ég beina því til yngri kynslóðarinnar að kynna sér vel þessa sögu. Hún er hluti af sögu lítillar lýðræðisþjóðar, sem hefur haldið svo vel á utanríkismálum sín- um sem raun ber vitni, oft á viðsjár- verðum tímum. Sagan ber vitni annars vegar um festu íslenskra stjórnmálamanna og hæfni hinna ýmsu íslensku sendiherra og sér- fræðinga við að gæta hagsmuna þjóðarinnar út á við og hins vegar um sveigjanleika í samskiptum við önnur lönd. Pétur J. Thorsteinsson á þakkir skildar fýrir þetta mikla verk. Höfundur er hagfrædingur og hefur starfað lengi að markaðsmálum erlendis. V etrar dagskrá Dómkirkjunnar eftir Sr. Hjalta Guðmundsson og Jakob Agúst Hjálmarsson Þessar vikurnar er vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast. Dagskrá verður fjölbreyttari en nokkru sinni svo flestir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, enda er þ'að markmið í safnaðarstarfi okkar að koma til móts við sem flestar þarf- ir fólks í fjölgreindu nútímasamfé- lagi. Söfnuður er samfélag sem lætur sér mannlegar þarfir varða en veit þó að eitt er nauðsynlegt og það er að velja sér það góða hlutskipti að læra af Jesú að þekkja Guð og lifa í trú og trausti á hann. Hér á eftir verður getið helstu starfsþátta safnaðarins fólki til upplýsingar og frá því greint hvað er á dagskrá og hvernig verður að verki staðið. Helgihald Hámessan, aðalguðsþjónusta sunnudagsins, er hjá okkur að vanda kl. 11 og verður með hefð- bundnum hætti að mestu. Við erum sífellt að auðga hana með tónlist °g leggjum áherslu á einlægni og hátíðleik. Altarissakramentið er æ oftar um hönd haft og er það ósk okkar að sú athöfn þyki með tíman- um sjálfsagður þáttur í aðalguðs- þjónustu sunnudagsins. Síðdegismessan kl. 14 verður með íjölbreyttu sniði. Þegar tilefni er til verði hún skírnarmessa. Stundum verði hún hefðbundin, einkum ef kirkjukaffí á að vera. Stundum er hún bænaguðsþjónusta og stundum fjölskylduguðsþjónusta í tengslum við fermingarstörfin. Jafnvel gætu kirkjutónleikar verið á þessum tíma. Hádegisbænir Á miðvikudögum eru hádegis- bænir í Dómkirkjunni kl. 12.10. Organistinn, Marteinn H. Friðriks- son, leikur á orgelið frá kl. 12. Prestar kirkjunnar leiða bænagjörð- ina og flytja stutt hugleiðingarorð. Á eftir er léttur málsverður á kirkju- loftinu gegn hóflegu verði. Fyrir- bænaefnum má koma til prestanna í viðtalstímum eða í skrúðhúsi á undan athöfninni. Fólk sem starfar í miðbænum er sérstaklega hvatt til að koma og njóta helgi og kyrrð- ar sér til endurnæringar. Félagsstarf Á miðvikudögum verður opið hús fyrir alla í safnaðarheimilinu frá kl. 13.30-16.30. Kaffi og meðlæti er á vægu verði. Á dagskrá er áformað að hafa trúfræðslustundir, ráðgjafarfyrirlestra, söng og hljóð- færaleik, myndbandasýningar, upp- lestur. Auk þess getur fólk haft hvert ofan af fyrir öðru við spjall eða spilaborð. Aldraðir geta fundið sér sitthvað við hæfi þar og sömu- leiðis heimavinnandi mæður og feð- ur og börn þeirra og svo þau sem eiga lausa stund á miðvikudagssíð- degi. Svokallaðir mömmumorgnar verða áfrain á þriðjudagsmorgnum og eru vettvangur heimavinnandi Jakob Ágúst Hjálmarsson foreldra ungra barna til samfunda, fræðslu og afþreyingar. Barnastarf Barnastarf er í föstum skorðum og heldur áfram eins og í vetur leið undir umsjón sr. Maríu Ágústs- dóttur. Samstarfsfólk hennar verð- ur Hildur Margrét Einarsdóttir og Jón Ármann Gíslason, guðfræði- nemar. Sú breyting verður þó gerð í tilraunaskyni að börnin komi fyrst í kirkjuna og hefji messuna með söfnuðinum en fari svo til eigin dagskrár í safnaðarheimilinu. Mán- aðarlega verða fjölskyldumessur og barnahátíð verður á annan jóladag. Unglingastarf Sigurður Arnarson guðfræðinemi mun ásamt sr. Jakobi hafa umsjón með Æskulýðsfélagi Dómkirkjunn- ar. Fundir verða í safnaðarheimilinu á miðvikudagskvöldum kl. 20 og verður dagskrá hin fjölbreyttasta: Kynning kristilegrar popptónlistar, „Sigurður Arnarson, guðfræðinemi mun ásamt sr. Jakobi hafa umsjón með Æskulýðs- félagi Dómkirkjunnar.“ armálum. Það heldur fundi einu sinni í mánuði og hefur ýmsar starfsnefndir sem styðja starfsfólk safnaðarins og hefur frumkvæði að nýmælum. Þannig starfa líknar- þjónustunefnd, listanefnd, barna- starfsnefnd, fræðslunefnd o.fl. Fyrsti fundur félagsins verður sunnudaginn 31. október eftir há- messu. Formaður félagsins er Guð- mundur Einarsson, málarameistari. Nýir félagar eru velkomnir. Upplýsingar Sr. Hjalti Guðmundsson leiklist, myndbandasýningar, úti- messa á vetrarkvöldi við kyndlaljós, útilega o.fl. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar Ef einhveijir vildu fræðast frekar um starf safnaðarins er þeim bent á að koma í opið hús á miðvikudög- um eða taka presta tali eftir messa- eða þá slá á þráðinn. Viðtalstímar prestanna eru alla morgna í safnað- arheimilinu. Sími 622755. Það er vettvangur áhugamanna jafnt utan sem innan sóknarinnar til að vinna að framförum í safnað- ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Höfundar eru prestar við Dómkirkjuna í Reykjavík. Nýbýlavegi 12, sími 44433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.