Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Oldur Myndlist Bragi Ásgeirsson í Listhúsinu í Laugardal heldur Jónas Bragi Jónasson sína fyrstu einkasýningu og stendur hún til sunnudagsins 3. október. Jónas nam við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1985-89, West Surrey College of Art & Design 1989-90, þar sem han tók svonefnt Post- graduate Diploma í glermótun, og svo loks Edinburgh College of Art 1990-92 og fékk þar meistaragr- áðu í Art & Design í glermótun. Þó að Jónas Bragi haldi nú sína fyrstu einkasýningu hefur hann tekið þáttí mörgum samsýningum víða um heim og hann hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni „Crystal -92“ í Dudley, Englandi 1992. Auk þess hlaut hann þriðju verðlaun í samkeppni um útilistaverk við út- varpshúsið 1986. Þetta er óvenjuleg glersýning hér á landi því að hér er öðru frem- ur um að ræða þrívítt gagnþétt gler, auk þriggja verka í steindu gleri. Þótt ekki séu nema 22 verk á skrá og flest frekar lítii virkar sýn- ingin um sumt ofhlaðin, en það skrifast fyrst og fremst á reiking uppsetningarinnar og svo eru sum verkanna næsta keimlík í útfærslu. Það er auðséð á þessum verkum að hönnuður er að baki útfærslu þeirra, og á stundum nálgast þau að vera skreytikennd, sem er alltaf hættan þegar unnið er í áferðarfal- legt efni það er eins og flestir vita nokkur munur á hönnun og skúlpt- úr, en á seinni tímum hefur skúlpt- úrinn þó ískyggilega nálgast hönn- unarsviðið eins og raunar margt í núlistum dagsins. Það er alls ekki sagt hönnun- arfaginu til lasts, heldur þykir mér sem fleirum nokkur eðlismunur á hönnun og skúlptúr. Verkin á sýningunni eru unnin í kristalsgler og í þeim mörgum eru ísnálar, en þó ekki of skreyti- kenndar. En samt fannst mér gler- ið eitt sér og formanir þess þó vera það eftirtektarverðasta á sýning- unni, t.d. verkin „Skæni“ (1), „Glæra“ (13), og „Skreið“ (23), en öll eru þau einföld og formsterk. Þá vakti sérstaka athygli mína verkið „Jöklar" í glugganum, sem er unnið í steint gler á mjög óvenju- legan hátt, en dökki viðarramminn þyngir verkið til muna og dregur það niður. Annað verk sem vakti athygli mína var „Styx (15) sem er unnið í kristalsgler og beyki og olli það mér nokkrum heilabrotum í fyrstu, því það er óvenjulegt í útfærslu. Jónas Bragi Jónasson En í næstu heimsókn þótti mér það of vélrænt og nálgast full mikil hreinan listiðnað. Verðlaunaverkið „Öldubrot" (7) er mjög vel mótað, en ekki fannst mér það besta verk sýningarinnar, en hönnunargildi þess er vafalítið mikið. Þykir mér ljóst af sýningunni í heild að sterkasta hlið Jónasar Braga sé einföld og formsterk mótun,' þar sem áherslan er öðru fremur lögð á rýmiseiginleika for- manna þ.e. hrein hönnun í fijálsri mótun. Einþrykk í Iisthúsinu Úmbru á Amtmanns- stíg 1 sýnir Hafdís Ólafsdóttir 23 einþrykksmyndir, sem allar eru unnar á kopar. Hafdís er einn af framsæknustu grafík-listamönnum okkar, en samt hefur hún einungis haldið þijár sýningar um dagana og er sýning- in sem hún hélt í Norræna húsinu fyrir ári sýnu veigamest. Hins veg- ar hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum heima sem erlendis við góðan orðstír. Einþrykk er vandasöm listgrein og einkum vegna þess, að svo auð- velt er að ná frambærilegum árangri t.d. með því að sulla litum á gler, en jafn erfítt að ná framm- úrskarandi árangri. Að því leyti er einþrykk skylt tréristunni sem telst erfíðust allra listgreina þó auðvelt sé að ná þokkalegum árangri. Það er hægt að þrykkja af hveiju sem þegar einþrykk er annars vegar, en ég held að erfíðast sé einmitt að þrykkja af kopar og zinkplötum, en það er a.m.k. mín reynsla. En þannig ná menn einmitt hreinustu þrykkjunum og þegar notaðir eru þunnir og gagnsæir lit- ir (transparent) geta menn náð mjög markvissum og blæbrigðarík- um árangir. Þetta er einmitt það sem Hafdís virðist vera að gera og henni tekst það vel í mörgum myndanna þótt aðalformið sé stundum frekar laust á fletinum. En það á þó alls ekki við um myndina „Eyja“ (7), þar sem flest virðist ganga ppp. En það er öðru fremur í hreinum óhlutlægum myndum sem Hafdís nær sannverðugustum árangri og vísa ég hér til verka eins og „Straumar 1“ (4), „Blátt andiit“(8), „Tvíhorf" (10) og allrar myndrað- arinnar frá nr. 12-21. Allt eru þetta mjög hreint unnar myndir sem opinbera ríka kennd fyrir gra- fískum möguleikum einþrykksins og jafnframt virðingu fyrir miðlin- um. Ljóst er, að Hafdís er að hvíla sig frá hinni erfíðu tréristutækni, sem hún hefur lagt svo mikla rækt við, og að mínu mati gerir hún al- veg rétt. Hafdís Ólafsdóttir Ekki mun öllum ljóst hve slíkar myndir geta verið mikið fágæti frá hálfu listamanna, í öllu falli virðist ekki vera mikill áhugi fyrir þeim frekar en hinum frábæru mezzó- tintum Pólveijanna tveggja sem voru til sýnis á sama stað í síðasta mánuði. Er það afleitt til frásagnar. Horndiskar Bandaríska myndlistarkonan Roni Hom leitar víða fanga í formasmiðju nátturunnar og eftir- minnileg er sýning hennar í Ný- listasafninu á sl. ári. Einkum voru það ljósmyndaraðir sem hún tók af landinu, sem óskipta athygli vöktu og hafa víða borið hróður hennar. Nú er listakonan komin aftur, en nú með annars konar sýnis- hom af list sinni, sem eru fjórir diskar eða kringlur úr ryðfríu stáli og kopar og fer gjörningurinn fram í listahúsinu „A annarri hæð“ á Laugavegi 37. Verkið nefnir listakonan „París/objekt 1987. 1/4X38.1 cm. (þvermál hvers hlutar). Gagnþétt ryðfrítt stál og kopar, rennt og glersalla- blásið." Þetta er ekta uppsetning (inn- stallation) í anda naumhyggju og hugmyndafræðilegu listarinnar og sem slík helst einungis að- gengileg örfáum innvígðum. Alla vega þarf að koma hugmyndinni til skila í prentuðu máli ef aðrir eiga að botna í leiknum og fanga hugmynd listakonunnar. Sýningin telst þannig fara fyrir ofan garð og neðan hjá leikmönn- um í röð gestanna, jafnvel þótt svipaðir hlutir hafí sést áður hér á Iandi. En þó má kannski segja, að leikurinn réttlætist í því hve gjömingurinn undirstrikar ræki- lega fegurð rýmisins í hinum tveim herbergjum listhússins. En þarna liggja einnig frammi tvær bækur með ljósmyndum listakonunnar af réttum frá ýms- um tímum og gijóti sem hún hef- ur tínt upp á ferðum sínum merkt og stundum aukið við flatarmáls- legri umgjörð í rissuðum línum. Bækumar eru mun áhugaverð- ari en stáldiskamir á gólfinu, því að í þeim koma fram tilvísanir til tíma og rýmis í bland við nánd mannvistar. Roni Hom virðist hafa heillast af landinu og þá einkum þar sem margbýlinu sleppir og landið sjálft tekur við. Að því leyti er hún lík mörgum útlenzkum listamannin- um er sækir landið heim, er helst vill ekki gera nema mjög stuttan stanz á höfuðborgarsvæðinu, en flýtir sér allt hvað af tekur í burt og á vit náttúrunnar. Um þessar mundir mun Roni Bandaríska listakonan Roni Horn. Horn vera að vinna að myndaröð- um um íslenzkar sundlaugar, gamlar sem nýjar, og mættu ís- lenzkir núlistamenn gjarnan líta sér nær. Það kom mér spánskt fyrir sjónir, að á boðskortinu var texti frá listakonunni á ensku (!) og þykir mér það slæm tegund nú- lista. MENNING/LISTIR Hausttónleikar í Selfosskirkju Organisti Skálholtsdómkirkju, Hilm- ar Örn Agnarsson, verður við orgelið á tónleikunum í kvöld, þriðjudagskvöld. Stórverk fjögurra höfunda eru á efnis- skránni, Prelúdía i e moll eftir D. Buxtehude, Fantasía og fúga í g moll eftir J.S. Bach, Toccata sem Jón Nor- dal samdi í minningu Páls Isólfssonar og Chaconne eftir Pál Isólfsson. 12. október nk. eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Páls. Tónleikamir byija kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis. Flauta og píanó Tónleikar verða haldnir í sal Tónlist- arskólans á Akranesi á morgun, mið- vikudaginn 29. september, kl. 20.30. Það em Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem leika verk fyrir flautu og píanó eftir Mozart, Reinecke, Messiaen og Mart- inu. Þessi efnisskrá verður endurtekin í kirkju Ytri-Njarðvíkur laugardaginn 2. október kl. 17. MÚRVERK OG STEINSMÍÐI Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Múraratal og steinsmiða I.-II. Rits^jóri: Þorsteinn Jónsson Þjóðsaga HF, 1993, 858 bls. Árið 1967 gaf Múrarafélag Reykjavíkur út Múraratal og steinsmiða, 154 bls. rit. Saga Múrarafélags Reykjavíkur skráð af dr. Birni Sigfússýni hafði birst á prenti 1951 þegar fyrstu félaga- samtök múr- og steinsmiða voru hálfrar aldar _ gömul. Þá ritaði Brynjólfur Ámundason sögu þessa sama félags yfir árin 1950-75. Sú saga ber nafnið Líf og hugur. Og nú í tilefni af sjötíu ára afmæli Múrarafélags Reykja- víkur sem var 1987 er gefið út þetta mikla og myndarlega stétt- artal. Það verður því ekki annað sagt en að þessi stétt iðnaðar- manna hafi sýnt sögu samtaka sinna og félögum ræktarsemi. Er það svo sannarlega lofsvert. Séu þessi tvö töl (1967 og 1993) borin saman sést hversu gífurleg aukning hefur orðið í stéttinni. Er það raunar síst að undra þegar horft er til bygginga- framkvæmda á tímabilinu. I þessu tali eru 1433 æviskrár, auk skrár í bókarlok yfir 110 nema í múr- smíði. Seilst er eins langt aftur um æviskrár og heimildir hrökkva til eða allt til þess er fyrstu stein- hús voru byggð á íslandi. Talið hefur vaxið úr 154 bls. í 858 bls. Að ritinu er þannig staðið að fjögurra manna ritnefnd vann að undirbúningi. I nefnd þeirri sátu Brynjólfur Ámundason, Rafn Gunnarsson, Jón Guðnason og Páll Þorsteinsson. Ritnefndin safnaði upplýsingum til ævi- skránna. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar vann síðan að frágangi ritsins með_ ritnefndinni og var Brynjólfur Ámundason aðal sam- starfsaðilinn. Hann telst því í raun meðhöfundur ritsins (sbr. æviskrá hans). Þar sem því hefur verið við komið eru myndir af þeim sem æviskrár eiga. Hafa þær yfirleitt prentast vel. Þá er mikill fjöldi mynda af margs konar „múrgrip- um“, byggingum, legsteinum o.fl., sem verulega er gaman að skoða. Á fáeinum stöðum hef ég Þorsteinn Jónsson átt erfitt með að átta mig á texta við myndirnar. Vera má að það stafi af því að myndirnar hafa verið eitthvað skornar eftir að textinn var saminn. Eins og vænta mátti er múrara- stéttinn svo til alfarið karlastétt. Aðeins ein kona hefur tekið sveinspróf í greininni, Elísabet Finsen. Hér er því óplægður akur fyrir kvenþjóðina. Um sjálfar æviskrárnar get ég fátt sagt, þar sem samanburði við frumheimildir verður að sjálf- sögðu ekki komið við. Æviskrárn- ar eru með hefðbundnu sniði: fd. og ár og staður viðkomanda, for- eldrar hans, nám, starfsferill, kvonfang, börn og makar þeirra þar sem það á við. Eins og höfund- ar geta um í formála sendu sum- ir ekki upplýsingar til ritnefndar og sjást þess merki á stöku stað. Eins er vitneskja stundum tak- mörkuð um þá sem flust hafa úr landi. Ritvillur eru fáar. Á örfáum stöðum rakst ég á lítilfjörlegar ritvillur þar sem ég þekkti til (á Stóru-Gröf í stað í St.; Steinsholt í stað Steinholt). Prentvillur rakst ég lítið á. Fæ ég ekki betur séð en að þeir sem að þessu riti hafa staðið hafi kappkostað að leysa verk sitt sem best af hendi. Virð- ist mér að múrarar megi vera stoltir af þessari framkvæmd og góð búbót mun hún verða þeim mörgu sem ættvísi stunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.