Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 13 Kristinn Sigmundsson Tónlist Jón Ásgeirsson Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari stóðu fyrir tón- leikum í Hjallakirkju í Kópavogi sl. föstudag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Schubert, Brahms, Britten, Wolf, Handel, Rossini, Markús Kristjánsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl 0. Runólfssson, Reyni Axelsson og Atla Heimi Sveinsson. Viðfangsefnin voru ýmist af léttari gerðinni, þar sem gaman- semi og leikaraskapurinn réð ríkjum, eða háalvarleg, eins og t.d. í Verborgenheit, eftir Wolf. Það er best að segja beinum orðum og án orðalenginga að Kristinn Sigmundsson er stór- kostlegur söngvari. Það er sama hvort hann leikur sér að gaman- seminni, er nærri því að yfir- leika, er búffatrúður, eða syng- ur um háalvarlegt efni, röddin og túlkunin er yfirþyrmandi góð. Samspil Kristins og Jónasar er komið langt fram yfir það sem kallast góður samleikur, það er í raun einleikur, jafnvel þar sem þeir fara fetið og langt í hraða, eins og síðustu lögum Atla Heimis. Í alvarlegu lögunum var söngur Kristins og samleikur Jónasar borinn upp af miklu list- fengi, eins og t.d. í þjóðlaga- raddsetningu eftir Brahms, á laginu In stiller Nacht og enska þjóðlaginu 0 Wály, Waly, í sér- kennilega fallegri útsetningu Brittens. Snilldarverkið Ver- borgenheit, eftir Wolf, og arían La del ciel, úr óperunni Ösku- busku, eftir Rosini, var ótrúlega vel flutt. Kristinn hefur sungið mörg íslensku lögin þannig, að þau hafa fengið nýja mynd og hljó- man og hann náði að þessu sinni að leika sér með þessi listrænu sérkenni sín í Kvöldsöng og Minningu, eftir Markús Krist- jánsson, í tveimur lögum eftir Kaldalóns, Mamma ætlar að sofna og Eg lít í anda liðna tíð, og síðast en ekki síst í Erlustef- inu, eftir Atla Heimi. Gamansemi í lögum eftir Britten og Wolf var frábærelga vel útfærð og sömuleiðis í skemmtilega unnum lögum, Hringrásir, eftir Reyni Axels- son, við kvæði Kristján Karls- sonar. Seinni lögin í Gaman- söngvum Atla voru og hratt flutt en mikil enduróman kirkj- unnar, sem setti sérkennilega fjarlægan blæ á alla tónleikana, hjálpaði til að draga út skýrleik- anum, þar sem hraðast var far- ið. Eins og fyrr er tæpt á er enduróman Hjallakirkju sér- kennileg og mikil fjarlægð í tón- svari hennar, sem líklega stafar af röngu hljómrými kirkjunnar, er líkja má við öfugan lúður, þannig að endurómanin hefur tilhneigingu til að berast frá hlustendum, út í hið mikla hljómrými fyrir ofan altarið. Lílega má finna betri stað til tónflutnings en fyrir framan altarið og nýta stækkandi hljómrými kirkjunnar með öðr- um hætti en gert var á þessum annars frábæru tónleikum. HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á eftirfarandi námskeið í október: Fatasaumur, blokkprent (tauþrykk), hekl, ásaumur ívél (appli- kation), ýmsar prjóntegundir og tækni, skuggaleikhús (fyrir kennara og fóstrur), útskurður. Námskeiðin hér að framan eru öll kennd Ixíviku í4 vikur og kennslugjald er kr. 5.000. Þjóðbúningasaumur 6. okt-8. des. Kennslugjald kr. 12.000. Baldýring 7. okt.-18. nóv. Kennslugjald kr. 7.500. Skráning á skrifstofu skólans í síma 17800 milli kl. 10-12 og 13-15. ■ I -i ' _ a _ I I I _ ■ 1 ■ J i DeLonghi i ELDU N ARTÆKI FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI DeLonghi innbyggingarofnar 7 gerðir. Hvítir, svartir eða stál. "Venjulegir" með yfir/undirhita og snúningsgrilli. "Fjölvirkir" með yfir/undirhita, blæstri og grilli. VENJULEGIR frá 30.640,- til 35.880,- FJÖLVIRKIR frá 34.390.- til 48.990.- DeLonghi helluboró "Keramik". Hvít, svört eða stál: m/4 hraðhellum 41.600 m/3 hrað + 1 halogen 48.550 m/2 venjul. + 2 halogen 55.470 "Venjuleg". Hvít eða stál. 2ja eða 4ra hellu. Frákr. 13.780 Gas og gas + raf helluborð. Hvít eða stál. Frá kr. 14.780 Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör, VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN /FQniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Borgarleikhúsið Ronja aftur á fjölunum RONJA ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren verður aftur á fjölum Borgarleikhússins í haust og verður fyrsta sýningin hinn 10. október kl. 14. Ronja átti miklum vinsældum að fagna á siðasta leikári og urðu sýning- ar 45 talsins. Allir þekkja söguna um Ronju og baráttu hennar fyrir friði og sátt í skóginum. Þessi barnasaga er sýnd í danskri leikgerð með söngvum eftir danska söngvasmið- inn Sebastian. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ronju, Gunnar Helgason Birki, Skalla-Pétur leikur Guðmundur Ólafsson og foreldra Ronju leika þau Margrét Helga Jóhannsdóttir og Theódór Júlíusson. Fjöldi ann- arra leikara tekur þátt í sýning- unni. Leikstjóri er Ásdís Skúladótt- ir, söngstjóri Margrét Pálmadóttir, dansa samdi Auður Bjarnadóttir og leikmynd og búninga Hlín Gunnarsdóttir. Þýðendur eru Þor- leifur Hauksson og Böðvar Guð- mundsson. Aðeins eru áætlaðar 10 sýningar (Fréttatilkynning) Fyrsta sýning á Ronju ræningja- dóttur í Borgarleikhúsinu verður 10. október. Kaupmannahöfn Bandamannasögu boðið til Konunglega leikhússins LEIKFLOKKNUM Bandamenn hefur verið boðið að sýna Banda- mannasögu í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn í nóv- ember nk. Leiklistarstjóri leik- hússins, Litten Hansen, sá sýn- inguna á afmæli Norræna húss- ins í ágúst sl. og bauð flokknuin til hússins í framhaldi af því. Ráðgert er að frumsýna leikritið Kjartan og Guðrúnu eftir Oehlen schláger, sem byggt er á Laxdælu, á stóra sviði hússins 20. nóvember nk. Jafnframt verður Banda- mannasaga sýnd á hinu nýja litla sviði hússins, Boltens gárd, ásamt dagskrá um íslendingasögur al- mennt og áhrif þeirra á heimsbók- menntir. Sveinn Einarsson, leikstjóri Bandamannasögu og höfundur leikgerðar, segir að verið sé að kanna hvort flokkurinn geti þegið þetta boð, en leikarar hans eru við störf í ýmsum leikhúsum hérlendis og í Danmörku. Að sögn Sveins verður þetta fimmta ferð flokksins utan ef hann getur þegið boðið, en Bandamannasaga var framsýnd á Listahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan farið til Finnlands, Þýskalands, Bretlands og Færeyja. .. - HP Vectra 486VL m ro 1 •ÓB 110 • HP Vectra 486/25VL • Hljóðlát og nett borðtölva • 4MB vinnsluminni • ULTRA VGA LOCAL BUS skjákort • HYUNDA114" ULTRA VGA litaskjár • 127MB harður diskur • 1 samsíóa- 2 raðtengi og músartengi • MS-DOS 6.0 • WINDOWS 3.1 og mús • HP-DASHBOARD II P 9 h HEWLETT m PACKARD HP A I.LANOnV sö. 1 v A Tæjkn i val Skeifan 17, sfml 681665

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.