Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 fclk í fréttum Þeir eru kátir krakkarnir í Ólafsvík. Morgunblaðið/Alfons 20% AFSLÁTTUR af permanenti og strípum ffiþena Leirubakka 36 S 72053 skóSSrf Frímínútur skemmti- legastar Börnin í 2. bekk Grunnskóla Ólafsvíkur er nýbyrjuð í skól- anum eftir sumarfrí, en sumargals- inn er enn til staðar. Notuðu börnin frímínúturnar vel og renndu sér á rennibrautinni á lóð grunnskólans er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Sögðu krakkarnir að það væri gott að vera byijuð aftur í skólanum eftir fríið. Það væri þó nauðsynlegt að fá að spretta aðeins úr spori því veðrið væri svo gott. SKEMMTUN Uppá- komur á konu- kvöldi Fjölmennt var- á „konukvöldi ársins“ á Hótel íslandi síðstlið- ið föstudagskvöld. Var boðið upp á ýmsar uppákomur eins og tísku- sýningar frá Jack and Jones og Vero Moda. Þá söng Bergþór Pálsson ein- söng, Rokkabillybandið lék, Lúð- vík Líndal skemmti gestum ásamt fleirum og Heiðar Jónsson sem var kynnir kvöldsins lét ekki sitt eftir liggja og sagði konum meðal ann- ars frá því hvernig þær ættu að klæðast samfellum. Hápunktur kvöldsins hefur eflaust verið hjá mörgum að sjá karlkyns fatafellur, sem að sögn viðstaddra vöktu mikla lukku. Kvöldið fór heldur rólega af stað Morgunblaðið/Sverrir svo fór að færast fjör í leikinn, ÁSTSLEYSI Auglýstu með sérstökum hætti eftir maka Bill Machmer, fertugur fráskil- inn Bandaríkjamaður, hefur verið að leita að hinni einu sönnu ást í þijú ár. Þrátt fyrir að hann hafi sótt bari, kirkjufundi og allt þar á milli hefur hann ekki haft erindi sem erfíði. Eftir að hafa lesið um hvernig sýningarstúlk- umar „Barbie tvíburamir“ fengu vinnu datt honum í hug að prófa þeirra aðferð og setja upp auglýs- ingaskilti við fjölfarna götu. Hann fékk þijár aðra karlmenn í lið með sér sem vom í sömu hugleiðingum og settu þeir upp auglýsingaskilti, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fyrir þetta borguðu þeir tæpar 20.000 þúsund krónur. Bill segist þó óhræddur að mæla með aðferðinni, því þeim félögum bárast fljótlega 800 svar- bréf frá konum á aldrinum 21-65 ára. Þær komu úr hinum ýmsu VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** Afgreiðslufólk vmsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. Höföabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 Melsölublað á hverjum degi! starfsgreinum; til dæmis mátti finna verðbréfasala, rit- ara og lögfræð- inga. Sumar voru örvæntingarfyllri en aðrar og kvaðst m.a. ein þeirra eiga von á 14 millj- óna dollara arfi frá ömmu sinni. Önn- ur tíundaði í bréfi sínu að hún hefði einstakt yndi af kynlífi. Sú þriðja sýndi svo sem ekki mikinn áhuga á fjórmenningunum sjálfum en spurði hvort þeir vissu um ríkisbubba sem hefði áhuga á við- haldi! Bill hefur farið út að borða eða á kaffihús með níu af þeim konum sem skrifuðu honum. Segir hann að þær hafi allar verið indælar, en hann hafí ekki verið lostinn neinni eldingu.' COSPER Góðan dag, tónlistarunnendur. Nú fáið þið að sjá og heyra „Flautuleikarann og hundinn hans“. Herbert von Karajan stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.