Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAJDIÐ ÞRIÐJUPAGUR 28. SEFfEMBgR 1993 íbúar Glæsibæjar- hrepps um samein- ingu sveitarfélaga Flestir vilja að fjórir hreppanna sameinist EINN íbúi Glæsibæjarhrepps er hlynntur þvá að öll sveitar- félög á Eyjafjarðarsvæðinu sameinist. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem hreppsnefnd gekkst fyrir meðal íbúanna nýlega þar sem spurt var um vilja fólks hvað skipan sveitarfélaga í framtíð- inni varðar. Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps gekkst fyrir skoðanakönnun varð- andi sameiningu sveitarfélaga á Eyjaíjarðarsvæðinu nýlega, en að tillögu umdæmanefndar verður kosið um sameiningu allra 15 sveitarfélaganna í Eyjafirði í eitt 21 þúsund manna sveitarfélag. íbúar Glæsibæjarhrepps voru spurðir hvemig þeir vildu hafa skipan sveitarfélaga í framtíðinni og voru spumingalistar sendir út til 155 íbúa, þ.e. þeirra sem hafa kosningarétt. Gefnir voru þrír möguleikar á svari, í fyrsta lagi að sameina fjóra hreppa í einn, þ.e. Glæsibæjar- Arnames- Skriðu- og Öxnadals- hrepp, í öðru lagi að sameina öll sveitarfélög í Eyjafirði í eitt og í þriðja lagi óbreytt skipan. Fjögurra hreppa sameining Niðurstaða könnunarinnar var sú að 103 svarseðlar bárast, eða 66,5% og vildu langflestir eða 60,1% að af sameiningu hrepp- anna fjögurra yrði, 36 eða tæp 35% svarenda vildu óbreytt sveit- arfélög áfram og 0,97% eða einn svarenda vildi stórsameiningu Eyjafjarðar. I umræðum um sameiningu sveitarfélaga í hreppsnefnd kom fram að allir sveitarstjórnarmenn era andvígir stórsameiningu Eyja- fjaðarsvæðisins, en þeir telja slíka sameiningu skapa fleiri vandamál en hún leysi, að því er fram kemur í frétt frá oddvita Glæsibæjar- hrepps. Nýja Bautabúrið tekur eina fullkomnustu kjötvinnslu landsins í notkun Selja til Japans kjöt af 25 hrossum á viku ÚRBEINING og frágangur á hrossakjöti sem fer á Japansmarkað hefst hjá Nýja Bautabúrinu í næsta mánuði, en áætlað er að vinna kjöt af 25 hrossum á viku næstu mánuði. Þá mun fyrirtækið senn hefja framleiðslu ýmissa tilbúinna rétta á innanlandsmarkað. Nýja bautabúrið tók í notkun um helgina eina fullkomnustu kjötvinnslu landsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór í nýju húsnæði BJÖRN Arason og Sævar Hallgrímsson eigendur Nýja Bautabúrs- ins fylgjast með Þuríði Steindórsdóttur pakka áleggi i hinu nýja húsnæði kjötvinnslunnar. I loftinu má sjá að notuð er svokölluð pokakæling, þar sem kuldinn síast niður úr pokum sem hanga í loftinu og þykir mun hentugri en eldri kælingaraðferðir. Síðastliðin tíu ár hefur Bautinn hf. rekið Bautabúrið í litlu oggömlu húsnæði, sem háði starfseminni nokkuð og var því ákveðið síðastlið- ið vor að festa kaup á um 600 fer- metra húsnæði við Dalsbraut 1, þar sem áður var lagerpiáss á vegum Sambandsverksmiðjanna, en Landsbankinn átti húsnæðið. Því hefur verið breytt í fullkomna kjöt- vinnslu sem uppfyllir allar ströng- ustu kröfur um aðbúnað og frá- gang. Þá voru einnig keypt marg- vísleg tæki til vinnslunnar. Hrossakjöt til Japans Á næstu fimm mánuðum mun Nýja bautabúrið sjá um úrbeiningu og frágang á hrossakjöti fyrir SH sem fara mun á markað í Japan. Sævar Hallgrímsson einn eigenda kjötvinnslunnar var í Japan nýlega og sagði hann að Japanir vildu kaupa allt það hrossakjöt sem fyrir- tækið gæti útvegað. Sævar sagði að fyrirhugað væri að slátra um 25 hrossum á viku á næstu mánuð- um og vinna fyrir Japansmarkað- inn, en hrossin kæmu úr Skaga- firði og að einhveiju leyti Eyja- firði. Jafnframt verður hugað að frekari nýtingu hrossakjötsins og ýmsar nýjungar reyndar í því skyni. f eldhúsi Nýja Bautabúrsins hefst á næstunni framleiðsla á ýmsum tilbúnum réttum og sagði Sævar að ætlunin væri að prófa eitthvað nýtt, vera ekki með það sama og aðrir framleiðendur. Þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina Kjarasamiiiiigar verði lausir frá áramótum SAMÞYKKT var á þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina að „sköpuð verði samstaða um það innan verka- lýðshreyfingarinnar á næstu vikum að segja upp gildandi kjarasainning- um, þannig að þeir verði lausir frá 1. janúar,“ eins og segir í ályktun. Miklar umræður urðu um kjara- mál og lýstu fulltrúar vonbrigðum með þróun þeirra á undanfömum árum. Kaupmáttur lágmarkslauna með hámarkseingreiðslum kjara- samninga hefði rýmað verulega eftir gerð þjóðarsáttarsamninga 1990. Gengisfellingin í sumar hefði verið hnefahögg í andlit launafólks. At- vinnuleysi hefði stóraukist og yrði að fara aftur til kreppuára til að finna samjöfnuð. Alþýðusamband Norðurlands vill að kröfur við samninga verði skýrar og höfði til réttlætiskenndar fólks og það verði því reiðubúið að berjast fyrir þeim, en eingöngu verði krafist hækkunar lægstu launa. „Það er brýnasta verkefni verkalýðshreyf- ingarinnar að sameinast um þessa réttlátu kröfu og gera jafnframt at- vinnurekendum og stjórnvöldum al- veg ljóst að þeim verði fylgt eftir af fullri alvöru," segir í kjaramálaá- lyktun þingsins. Ný og óþekkt tækifæri við sameiningn sveitarfélaga ÞING Alþýðusambands Norðurlands sem haldið var um helgina hvet- ur félaga sína til að gefa gaum þeirri vinnu sem nú er í gangi varð- andi stækkun sveitarfélaga. Jogurt — vildir þú vera án hennar? íslenskir bændur Fram kemur í ályktun sem sam- þykkt var á þinginu að með því að styrkja sveitarstjórnarstigið séu frekari möguleikar á að styrkja atvinnulífið, efla þjónustu við þegnana og koma á greinagóðri og skynsamlegri skiptingu verk- efna milli ríkis og sveitarfélaga. Óþekkt tækifæri Vakin er athygli á að með þessu gefíst ný og áður óþekkt tækifæri til að sameina og efla verkalýðsfé- lögin og gera þau að öflugri og sterkari málsvörum launþega. Bent er á nauðsyn þess að tillög- ) ur umdæmanefnda um samein- ingu sveitarfélaga verði kynntar rækilega áður en til kosninga kem- ur þannig að almennir kjósendur geti gert sér glögga grein fyrir um hvað er kosið og jafnframt hvetur þingið til almennrar þátt- töku í kosningunum sem fram fara 20. nóvember næstkomandi. Þá tók Alþýðusamband Norður- lands einnig undir ályktun frá Verkalýðsfélagi Austur-Húnvetn- inga um að skora á ráðherra iðnað- ar, landbúnaðar og sjávarútvegs að gera árið 1994 að ári íslerisks matvælaiðnaðar, þar sem áhersla yrði lögð á ómengaðar hágæðavör- ur jafnt úr sjávarfangi sem land- búnaðar-. Innanlandslina Flugleiða Farpantanir og sala farmiða í innanlandsflugi. Upplýsingar um ferðargjöld og ferðir innanlands. Opið alla daga frá FLUGLEIÐIR kl. 08.00 - 18.00. INNANLANDS Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðmundur Ómar Guðmunds- son. Nýr formaður tekur við GUÐMUNDUR Ómar Guðmunds- son var kjörin formaður Alþýðu- sambands Norðurlands á þinginu á Illugastöðum í Fnjóskadal. Hann tekur við af Kára Arnóri Kárasyni sem verið hefur formaður síðustu tvö ár, en var ráðinn forstöðumað- ur Lífeyrissjóðs Norðurlands sem nýlega tók til starfa. Guðmundur Ómar er formaður Félags byggingamanna í Eyjafírði, hann hefur verið í forsvari fyrir Tré- smiðafélag Akureyrar frá 1981. Dregið úr vigtinni Hann sagði að starf formanns Alþýðusambands Norðurlands væri nú orðið hlutastarf sem fælist fyrst og fremst í samskiptum við verka- lýðsfélög á svæðinu og að vera mál- svari sambandsins. Hann sagði að á síðustu árum hefði dregið nokkuð úr vigt sambandsins, en það hefði ekki verið lagt niður í núverandi mynd þar sem það ætti einn mann í aðaikjarasamninganefnd ASÍ. Á síðasta þingi ASÍ hafi Norðlending- um þótt þeir bera skarðan hlut frá borði við kjör í miðstjórn, þannig að menn vildu fyrir alla muni ekki missa sinn mann úr samninganefnd líka. Hinn nýkjörni formaður Alþýðu- sambands Norðurlands sagði að starfíð framundan réðist nokkuð af stöðu kjaramálanna, en á þingi sam- bandsins var hvatt til breiðrar sam- stöðu um uppsögn samninga. „Starf- ið framundan ræðst af því hvað verkalýðsfélögin gera,“ sagði Guð- mundur Ómar, en hann bætti við að yrði kjarasamningum sagt upp yrðu menn að leggja niður fyrir sig hvað þeir ætluðu að sækja og hvernig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.