Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 9. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Clinton vottar g’yðingum virðingu sína BILL Clinton Bandaríkjaforseti vottaði tékkneskum gyðingum virð- ingu sína og skoðaði samkunduhús þeirra og grafreit í Prag áður en hann hóf viðræður við leiðtoga fjögurra Mið-Evrópuríkja í gær. Þingdeildir í Rússlandi ræða starfsreglur og kjósa sér forseta Andstæðingur Jeltsíns öflugur í efri deildinni Moskvu. Reuter. ÖFGAFULLUR þjóðernissinni verður ef til vill kjörinn forseti Sam- bandsráðsins, efri deildar rússneska þingsins, í dag en áður var talið víst að náinn samstarfsmaður Borísar N. Jeltsíns forseta, Vladímír Sjúmeiko, myndi hreppa embættið. Við fyrstu atkvæða- greiðslu fór tilraun róttæks umbótasinna, er stjórnaði fyrsta þing- fundinum, til að nýta atkvæði fjarstadds fulltrúa Sjúineiko í hag hins vegar svo fyrir brjóstið á þingmönnum að andstæðingur hans fékk nær jafnmikið fylgi í annarri umferð. Sjúmeiko skorti aðeins eitt at- kvæði upp á meirihluta í fyrstu umferð. Þjóðernisinninn heitir Pjotr Romanov og hefur flokkur hans engin formleg tengsl við flokk hins öfgafulla þjóðernissinna Vlad- ímírs Zhírínovskíjs, Frjálslynda lýðræðisflokkinn. í Sambandsráðinu sitja fulltrúar héraða og sjálfstjómarlýðvelda. Ýmsir fulltrúar kvörtuðu yfir því í gær að stjómarliðar væru óhóf- lega ýtnir og vildu gera ráðið að þægu verkfæri í höndum Jeltsíns. Ráðið setur ekki sjálft lög en til að frumvörp neðri deildarinnar, dúmunnar, nái fram að ganga verður efri deildin að staðfesta þau. Þjóðernissinnar og kommún- istar, sem í sameiningu beijast gegn umbótastefnu Jeltsíns, hafa meirihluta í dúmunni og getur því skipt miklu hvernig mál æxlast í efri deild. Samkvæmt stjórnarskrá hefur Jeltsín þó úrslitavaldið, hann getur leyst upp þing og boðað til kosninga ef þingmenn þybbast við. Móðgaði kvennaflokk í dúmunni var stungið upp á þeirri málamiðlun á fundi leiðtoga þingflokkanna að stjórnandi um- ræðna um starfsreglur yrði úr röð- um flokksins Konur Rússlands. Zhírínovskíj, sem sjálfur vill gegna forsetaembættinu, vísaði hug- Bill Clinton Bandaríkjaforseti á fundi með leiðtogum Mið-Evrópuríkja NATO kæmi til hjálp- ar ef ráðist yrði á ríkin Prnnr Rpuiar. Prag. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi við leiðtoga fjögurra Mið-Evrópuríkja í Prag í gær og kvaðst telja að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) myndi koma ríkjunum til hjálpar ef á þau yrði ráð- ist. Forsetinn bætti þó við að hann teldi ekki hættu á að ráðist yrði á kommúnistaríkin fyrrverandi á næstu árum. Clinton sagði þetta á sameigin- legum blaðamannafundi með leið- togum Tékklands, Slóvakíu, Pól- lands og Ungveijalands eftir að hafa reynt að sannfæra þá um ágæti „Samstarfs í þágu friðar“, áætlunar NATO um tvíhliða samn- inga um varnarsamstarf við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu. I friðar- samstarfínu felast engar trygging- ar í öryggismálum. Leiðtogar Mið-Evrópuríkjanna tóku skýrt fram eftir viðræðurnar að markmið þeirra til lengri tíma væri að ganga í NATO. „Við lítum svo á að friðarsamstarfið komi ekki í stað fullgildrar aðildar, held- ur sé það fyrsta skrefið í þá átt,“ sagði Vaclav Havel, forseti Tékk- lands. Bandaríkjaforseti gaf einnig út yfirlýsingu þar sem boðaðar voru aðgerðir til að auka verulega fjár- festingar Bandaríkjamanna í Mið- og Austur-Evrópu. Clinton fór til Moskvu í gær, með 90 mínútna viðkomu á flug- vellinum í Kíev þar sem hann ræddi við Leoníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu. Markmiðið með heim- sókninni var að styrkja stöðu Kravtsjúks heima fyrir og gera honum kleift að undirrita sam- komulag um að Úkraínumenn sendu öll kjarnavopn sín til niður- rifs í Rússlandi. Búist er við að samkomulag þessa efnis verði und- irritað á fundi Clintons, Kravtsjúks og Borísar Jeltsíns Rússlandsfor- seta á morgun, föstudag. Sjá frétt á bls. 30. Minja- I gripur í Moskvu RÚSSNESK stúlka velur á milli tveggja matrjoskha- brúða með ásýnd Bills Clintons sem seldar eru í miðborg Moskvu í tilefni af tveggja daga dvöl forsetans í borginni. myndinni á bug með ruddalegu háði um kvennaflokkinn. Síðar tókst að koma saman fundi á ný eftir að stungið hafði verið upp á vinstri-miðjumanninum Níkolaj Travkín til að stjórna umræðunum. -----------» ♦ ♦----- Ovissa á Italíu Búist við þingrofi Róm. Reuter. CARLO Azeglio Ciampi, forsæt- isráðherra Italíu, sagði á þingi landsins í gær að hann væri reiðubúinn að segja af sér ef þörf krefði til að hægt yrði að ijúfa þing og efna til nýrra þing- kosninga sem fyrst. Ciampi sagði þetta þegar um- ræða hófst á þing- inu um van- trauststillögu á stjórnina. Hann kvaðst líta á tillög- una sem beiðni um að hann segði af sér en hann vildi hlýða á umræðuna áður en hann tæki ákvörðun. ítalska ríkissjónvarpið sagði að forsætisráðherrann myndi bjóðast til að segja af sér í dag. Þeir flokkar sem hafa lengst af verið við völd á Ítalíu vilja að kósn- ingarnar fari ekki fram fyrr en í júní en fyrrverandi kommúnistar og Norðurbandalagið leggja mikla áherslu á að kosningarnar verði í mars eða byijun apríl. Ef Ciampi segir af sér getur Oscar Luigi Scalfaro forseti rofið þingið og boðað til kosninga sam- kvæmt nýrri kosningalöggjöf. Búist er við að gömlu valdaflokkarnir tapi þá miklu fylgi vegna spillingar- málanna sem tröllriðið hafa ítölsk- um stjórnmálum undanfarin miss- eri. Gino Giugni, atvinnumálaráð- herra Ítalíu, sagði að þingið kynni að verða leyst upp „í dag, á morgun eða hinn daginn". Ciampi Strútsrækt nýjasta búgrein Svía Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótiur, fréttaritara ÁSÓKN sænskra bænda á Skáni og í Smá- löndunum í strútsrækt hefur valdið sænskum landbúnaðaryfirvöldum nokkrum heilabrot- um. Bæði hefur verið vafi á hvort hægt sé að léyfa þessa nýju búgrein vegna dýra- verndunarlaga og einnig hvaða reglur eigi að gilda um sóttkví. Áhugi bændanna stafar af því að dýrin gefa mikið af sér og henta vel þar sem landrými er nóg. Strútsrækt við sænskar aðstæður hefur verið vendilega athuguð með tilliti til þess að strúts- Morgunblaðsins. hald bijóti ekki í bága við reglur um vellíðan og aðbúnað dýra. Veðurfar og loftslag var í fyrstu ekki talið henta strútum, en sýnt hefur verið franr á að í Kanada þoli fuglarnir allt að fimmtán stiga frost. Sem stendur eru um fimm- tíu strútar í sóttkví, en svo margir bændur hafa sótt um leyfi að nokkur vandi er að anna eftirspurn. I Svíþjóð eru ekki til neinar reglur um hversu mikið svigrúm strútar eigi að hafa, en hér mun verða farið eftir kanadískum reglum, sem segja að hver fugl verði að hafa að minnsta kosti fimmtíu fermetra til að hreyfa sig á. Algengt er að bændur sæki um leyfi til að hafa fjörutíu strúta, svo landrými þarf að vera gott. Það er einkum kjötið, sem vekur áhuga bænda, en strútskjöt er dökkt og þykir mun bragðbetra en annað fuglakjöt. Einnig er hugs- anlegt að nýta fjaðrirnar, sem eru einkar skraut- legar, og eggin gætu einnig verið góð búbót því úr einu eggi er hægt að búa til eggjaköku handa 20-30 manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.