Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
13
Páll Sigurðsson.
Nýjar bækur
Fertugasta sýning á Elínu Helenu
FERTUGASTA sýning á leikritinu Elínu Helenu eftir Árna Ibsen
verður í dag fimmtudaginn 13. janúar. Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi verkið í byrjun október á Litla sviði Borgarleikhússins, og
fékk sýningin góða dóma gagnrýnenda og hafa áhorfendur tekið
henni vel.
Elín Helena segir frá uppgjöri
ungrar íslenskrar konu við föður,
móður og móðursystur. í fortíð
sinni finnur Eiín Helena fyrir óupp-
gerðum atvikum og reynir að
grennslast fyrir um hvað hafi
gerst. Hún fer vestur um haf og
heimsækir amerískan föður sinn,
Rikka, fyrrum hermann á Kefla-
víkurflugvelli, og Helenu móður-
systur sína. Heima kveður hún
móður sína, Elínu, fyrrverandi
konu Rikka.
Ingunn Ásdísardóttir leikstýrir
verkinu, en Guðrún S. Haralds-
dóttir gerir leikmynd. Lárus
Björnsson hannar lýsingu, en
Hilmar Örn Hilmarsson hljóðmynd.
Það eru þau Hanna María Karls-
dóttir, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir
og Þorsteinn Gunnarsson sem fara
með hlutverk í sýningunni.
Enn eru eftir nokkrar sýningar
og verða þær næstu í kvöld,
fimmtudagskvöld, á morgun,
föstudag 14. janúar, og laugardag
15. janúar. (Fréttatilkynning)
Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki sínu í Elínu Helenu.
Ritgerðar-
safn um
lögfræði-
leg efni
Út er komin ný bók eftir dr.
Pál Sigurðsson prófessor við laga-
deild Háskóla íslands. Er hér um
að ræða annað bindið af ritgerðar-
safni hans, Lagaþáttum. Þetta
bindi hefur að geyma nítján þætti
um lögfræðileg málefni, sem bók-
arhöfundur hefur samið á alllöngu
árabili og sem flestir hafa birst
áður, en jafnframt eru nokkrar
greinar frumbirtar í bókinni.
í bókinni eru m.a. átta greinar
um erlendan rétt og samanburðar-
lögfræði, þ.e. um megindrætti í
rétti Englendinga, Frakka, Þjóð-
veija, Svisslendinga, Bandaríkja-
manna, Kínverja og Grænlend-
inga. Þá eru í bókinni ítarlegar
greinar um valin efni úr fjármuna-
rétti, svo sem um misneytingu sem
ógildingarástæðu í samningarétti
og um þróun réttarreglna um
skaðabætur á sviði sjóréttar.
Bókin sem er 468 bls. er
prentuð í Steinholti hf. en útgef-
andi er Háskólaútgáfan. Hún
verður fyrst um sinn einkum til
afgreiðslu í Bóksölu stúdenta
við Hringbraut og hjá Fræðafé-
lagi laganema, sem einnig ann-
ast dreifingu hennar.
veðrabrigða, á svipaðan hátt og
minningarnar eru sífellt að taka á
sig nýjar myndir.
Innandyra eru minningar
augnabliksins gripnar á svipaðan
hátt; kisan í gluggakistunni, hús-
bóndinn í stofunni, yngsti bróðir-
inn að blása á kertið á afmælistert-
unni. Hinn daufgræni litur eldhús-
innréttingarinnar er enduivakinn
í stöplum verkanna, og vatnið
bendir enn og aftur til hverfulleik-
ans. Á loftinu er loks fest í tíma
svipmynd áhyggjulausrar æsku;
dúkkur, vagn, seivíettur, sendi-
bréf. Gestinum er ekki boðið inn
í þennan heim, heldur aðeins leyft
að gægjast þar inn í örskotsstund
- enda ekki hans minningaheimur.
Það er sterkur heildarsvipur
yfir þessari sýningu, sem er fyrst
og fremst helguð persónulegum
minningum, sem eru útfærðar á
sannfærandi hátt. Sú staðreynd,
að verkin munu breytast yfir sýn-
ingartímann og þar með heildar-
mynd sýningarinnar, segir ef til
vill mest um eðli minninganna,
sem standa okkur sífellt fyrir hug-
skotssjónum.
Sýningin „Bernskuminningar“,
sem Dröfn Guðmundsdóttir hefur
sett upp í Stöðlakoti við Bókhlöðu-
stíg, stendur til sunnudagsins 23.
janúar, og er vel þess virði að líta
inn í þetta skemmtilega hús.
ARANGUR
Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi, hefur sýnt að hann hefur kjark til
að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum sparnaði og nýjungum til hagsbóta
fyrir alla Reykvíkinga.
^^Jndir forystu Sveins Andra hefur afkoma SVR
batnað um 200 milljónir króna. Liður í þessum
ánægjulegu umskiptum var sú staðfasta ákvörðun
hans að framfylgja þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins
að breyta SVR í hlutafélag.
^^Jndir forystu Sveins Andra var ákveðið að
innleiða mánaðarkort hjá SVR og hefja á næstunni
næturakstur strætisvagna um helgar.
Sveinn Andri hefur á kjörtímabilinu verið í forystu
fyrir sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu og
stóreflt samtök þeirra.
^^yrir atbeina Sveins Andra yfirtóku Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu akstur fatlaðra
skólabarna, bættu þjónustuna og lækkuðu tilkostnað
um 25%.
f^Sveinn Andri stóð fyrir því að greiða fyrir umferð í
borginni með því að takmarka akstur vinnuvéla á *
helstu stofnbrautum á aðalumferðartíma.
Yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga hefur sýnt
með afstöðu sinni í kosningum að hann styður
hugmyndir Sveins Andra um sameiningu Reykjavíkur
við nágrannasveitarfélög. Sameining er mikilvægt
skref í átt að aukinni hagræðingu í rekstri
sveitarfélaga.
Við neðangreindir sjálfstæðismenn lýsum stuðningi okkar við framboð
Sveins Andra Sveinssonar borgarfulltrúa í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Garðar HalldórssOn, húsameistari rtkisins
Vala Thoroddsen, frú
Þór Sigfússon, hagfræðingur
Margrét Theódórsdóttir, varaborgarfulltrúi
Ásgeir Pétursson, hrl. fyrrv. alþingismaður
og bæjarfógeti
Þorgrímur Þráinsson, rithöf. og ritstj.
Gísli Halldórsson, forseti Ólympíun. íslands
Hannes H. Garðarsson, fyrrv. form. Óðins
Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður
Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður
Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarm. forsætisráðh.
Hulda Valtýsdóttir, varaborgarfulltrúi
Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður
Bogi Ingimarsson, hrl. form. Sjálfstæðis-
félags Htíða- og Holtahverfis
Gunnar G. Schram, lagaprófessor
Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri
sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari
Margrét S. Einarsdóttir, forstöðumaður
Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS
Ingólfur Sveinsson, varaborgarfulltrúi
Barði Friðriksson, hæstaréttarlögmaður
Þórarinn Sveinsson, læknir, formaður
Sj álfstæðisfé lags Háaleitishverfis
Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingism.
Jón Sigurðsson, form. íþróttafél. fatlaðra..
Ágætu sjálfstæðismenn. Stjórnmálamaður sem sýnir frumkvæði og framkvæmdavilja mætir gjarnan mikilli
andstöðu þeirra sem standa gegn öllum breytingum í framfaraátt og vilja hjakka í sama gamla farinu. Látum ekki
áróður og aðgerðir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins villa okkur sýn. Kjósum Svein Andra í eitt af efstu sætunum.
Stuðningsmenn.