Morgunblaðið - 13.01.1994, Síða 16
16
vinnslu lýsis, og kaupa nýja þurrkara fyrir
verksmiðjurnar á Reyðarfirði og Siglufirði,
fjárfesting upp á 5-600 milljónir króna.
Þegar Haraldur var beðinn að nefnda bak-
hjarla nefndi hann eins og áður Einar Odd
Kristjánsson og Sigurð Ágústsson hf. og lagði
jafnframt fram fax frá Sigurði Einarssyni sem
staðfesti þátttöku ísfélagsins hf. í Vestmanna-
eyjum. Þá sagði hann að Kjórmenningar sf.,
félag Haraldar með Jóhanni J. Ólafssyni, Guð-
jóni Oddssyni og Jóni Ólafssyni um sameigin-
lega hlutafjáreign þeirra í íslenska útvarpsfé-
laginu upp á 190 milljónir króna að nafn-
virði, myndi standa að baki sér í kaupunum.
Skráð gengi þessara bréfa er nú 2,9. Haraldur
mun áður m.a. hafa bent á hlutabréfaeign
sína í Stöð 2 sem fjárhagslega tryggingu. Þau
hlutabréf eru 75 milljónir að nafnvirði og eru
skráð á Andra hf. Einnig ítrekaði hann upplýs-
ingarnar um aðild Búnaðarbankans og Verein
und Westbank og heimilaði að leitað yrði stað-
festingar hjá Jakobi Ármannssyni, aðstoðar-
manni bankastjóra Búnaðarbankans, um hlut-
deild bankans. Þá kom fram að Haraldur taldi
sig þurfa 15 daga frest til að geta reitt stað-
greiðsluverðið af hendi.
Næstir komu Benedikt og Jónas til fundar
við söluhópinn sem óskaði sérstaklega eftir
því að grein yrði gerð fyrir hvernig hlutafé
myndi skiptast milli aðila í hópnum. Þar kom
fram að kaupendahópurinn væri tilbúinn til
að viðræðna um að greiða hærra verð en nafn-
verð fyrir bréfin, eða alit að 725 milljónir
króna.
Loks kom Jakob Ármannsson til fundar við
hópinn og voru upplýsingar hans með svipuð-
um hætti og áður hefur verið greint. Nokkuð
ýtarleg frásögn af þessum fundi birtist í áður-
nefndri greinargerð sjávarútvegsráðherra og
olli hún talsverðri gremju innan bankans. Frá-
sögnin var birt án þess hún væri borin undir
bankann eða að Jakobi væri gerð grein fyrir
því að upplýsingar hans yrðu gerðar opinber-
ar. Þá töldu menn mega lesa það út úr frásögn-
inni að Haraldur hefði óskað eftir því að bank-
inn fjármagnaði hlutabréfakaupin að fullu en
bankinn ekki ljáð máls á því, nema að ein-
hveiju óverulegu marki. Hins vegar lá fyrir
að Haraldur hafði ekki farið fram á slíka fyrir-
greiðslu í Búnaðarbankanum.
Þegar söluhópurinn sagði Jakobi að Sjóvá
og Olís væru ekki lengur í hópi Haraldar íýsti
hann yfir undrun á því, þar sem Haraldur
hefði ekki tilkynnt bankanum um það. Þá kom
fram að bankinn vissi ekki um fjárhæð tilboðs
Haraldar fyrr en eftir að því var skilað. Jakob
ítrekaði skilyrði bankans um að hlutafjárkaup-
in ættu að verða fjármögnuð að mestu leyti
af eigin fé þó til greina kæmi að eitthvað fé
yrði tekið út úr rekstrinum til þess.
Ekki trúverðugt
Eftir að þessum fundum lauk, velti sölu-
hópurinn málinu fyrir sér. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins töldu menn að tilboð
Haraldar væri ekki trúverðugt, heldur aðeins
tala á blaði. Lítið meira hefði komið í Ijós
hvað fælist í tilboði hans frá því hann gekk
á fund Sigurðar B. Stefánssonar tveimur vik-
um áður. Þátttaka Fjórmenninga sf. var ekki
talin jafngilda þátttöku Sjóvár-Almennra eða
Olís. Þvi myndi Haraldur varla uppfylla eiginfj-
árskilyrðin sem bankarnir settu. Að auki hefði
hann ekki getað staðfest hvaða ábyrgðir væru
að baki fjármögnun og ekkert hefði verið
minnst á hlutafélagið sem hann hafði áður
sagt að yrði stofnað um kaupin.
Söluhópurinn taldi hins vegar ekki ástæðu
til að efast um fjárhagslega getu hins hóps-
ins. Auk þess var hann talinn fullnægja þeim
kröfum að geta staðið sómasamlega að málun-
um eftir að fyrirtækið yrði komið í hans hend-
ur, þar sem fjárfestarnir í hópnum myndu
tryggja að rekstur fyrirtækisins yrði í öruggum
skorðum. Það var mat VIB að söluverðið væri
mjög gott. Fyrirtækið hafði metið verðmæti
félagsins 650-1.000 milljónir króna, en talið
raunhæft að 650-750 milljónir fengjust fyrir
bréfín. Því var ákveðið að leggja það til við
sjávarútvegsráðherra að gengið yrði til samn-
inga við þennan hóp á grundvelli bréf Jónas
og Benedikts og hófust þær viðræður daginn
eftir.
Haraldur hefur síðan ákveðið að undirbúa
málssókn á hendur sjávarútvegsráðherra fyrir
hönd ríkisins til að fá sölunni rift, á þeim
grundvelli að ekki hafi verið um að ræða til-
boð frá Benedikt og Jónasi heldur einungis
bréf með viljayfirlýsingu. Fullyrt er hins vegar
af fulltrúum seljenda að ráðherra hafi verið
heimilt að líta á þetta bréf sem tilboð, enda
hafi í útboðsskilmálum verið áskilinn réttur
til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum. Auk þess hafi ekki verið óskað eftir
tilboði í neinu ákveðnu formi.
Tilboð kom á óvart
Það mun hafa komið einhveijum í útvegs-
mannahópnum á óvart, þegar fréttir komu í
fjölmiðlum um að hópurinn hefði gert tilboð
í SR-mjöl. Og tilboðsmátinn varð meðal ann-
ars til þess að Þróunarfélagið gekk af hólmi
þrátt fyrir mikinn þrýsting um að skrifa und-
ir kaupsamninginn sem var tilbúinn síðdegis
þann 29. desember. Forsvarsmönnum félags-
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994
Ráðuneyti rífast
SÉRKENNILEGT deilumál kom upp
milli sjávarútvegs- og fjármálaráðu-
neyta í tengslum við söluna á SR-
mjöli. Innan fjármálaráðuneytis er því
haldið fram að nýjum eigendum hafi
verið færður 200 milljóna króna skatta-
afsláttur með því að meta eigið fé fyrir-
tækisins upp, en sjávarútvegsráðuneyt-
ið segir að það mat hafi verið i fullu
samræmi við lög um stofnun hlutafé-
lagsins SR-mjöIs og hafi tryggt hærra
söluverð á eigninni. Fjárlaganefnd Al-
þingis fjallaði um söluna á SR-mjöli
síðasta föstudag og þar bar þetta mál
meðal annars á góma.
Eigið fé Síldarverksmiðja ríkisins var
bókfært 425 milljónir þegar hlutafélagið
SR-mjöl yfirtók reksturinn. í lögum um
hlutafélagið segir að mat skuli fara fram
á eignum og skuldum Síldarverksmiðja
ríkisins til viðmiðunar um upphæð hluta-
íjár og eiginfjárstöðu nýja fyrirtækisins.
Jafnframt fékk ríkissjóður heimild til að
yfirtaka allt að 500 milljóna króna skuldir
Síldarverksmiðjanna.
Yfirtaka skulda
Samningviðræður fóru fram milli ráðu-
neytanna tveggja í sumar um að ríkið
yfirtæki 400 milljóna króna skuldir SR-
mjöls, meðal annars á þeirri forsendu að
efnahagsreikningur og tekjumöguleikar
fyrirtækisins væri með þeim hætti að það
stæði ekki undir öllum jDeim skuldum sem
hvíldu á félaginu og jafnframt yrði tryggt
að skattalegt tap SR, upp á 1,4 milljarða,
myndi ekki færast yfir á nýja félagið.
Á sama tíma fékk sjávarútvegsráðu-
neytið sérfræðinga í mati á fasteignum
og vélum til að meta hvað eignir SR myndu
kosta nú og afskrifa síðan það mat miðað
við aldur eignanna. Eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst var niðurstaðan að
hækka mæti verðgildi fastafjármuna um
milljarð króna.
Fjármálaráðuneytið taldi hins vegar
ekki rétt að hækka verðmæti fastafjár-
muna SR-mjöls með þessum hætti og í
raun stangaðist það á við forsendurnar
sem sjávarútvegsráðuneytisins hafði sett
fram fyrir yfirtöku skuldanna. Sjávarút-
vegsráðuneytið tók tillit til þessara at-
hugasemda að hluta og þegar stofnefna-
hagsreikningur SR-mjöls kom fram í des-
ember sl. höfðu fastafjármunir fyrirtækis-
ins verið hækkaðir um 650 milljónir, sem
þýddi að eigið fé þess hafði hækkað úr
425 milljónum í tæpar 1.076 milljónir.
Þá lá fyrir mat Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka á tekjuvirði SR-mjöls og talið
var að líklegt söluverð á grundvelli þess
mats væri 600-800 milljónir króna. Fjár-
málaráðuneytið skrifaði bréf til ríkisskatt-
stjóra 16. desember þar sem óskað var
eftir afstöðu hans til þess hvort mat á
eignum SR-mjöls væri í samræmi við
skattalög. Ríkisskattstjóri taldi að þar sem
fyrirtækið Síldarverksmiðjur ríkisins væri
ekki skattaðili væri ekki hægt að grípa inn
í málið á grundvelli tekjuskattslaga. Auk
þess hafi verið kveðið á um það í lögum
að sérstakt mat skuli fara fram á eignum
og skuldum SR og því geti skattyfirvöld
ekki gert skattalegar leiðréttingar sem
byggist á því að matið væri of hátt.
I drögum að kaupsamningi var að kröfu
fjármáiaráðuneytis bráðabirgðaákvæði um
að ef ríkisskattstjóri gerði athugasemd við
mat á fastafjármunum yrði söluverð fyrir-
tækisins endurskoðað í samræmi við það.
Það hefði_ í raun þýtt, að söluverðið hefði
lækkað. Á þetta reyndi ekki þar sem svar
ríkisskattstjóra barst áður en gengið var
frá endanlegum samningi og var því þetta
ákvæði strikað út.
Lægra mat - lægra verð?
Innan fjármálaráðuneytis er bent á að
með því að hækka matið á eignunum sé
verið að hækka afskriftargrunn fyrirtæk-
isins og þar með verði ríkið af skatttekjum
sem nemi allt að 200 milljónum króna á
þeim tíma sem tekur að afskrifa eignirn-
ar. Sjávarútvegsráðuneytið hefur hins veg-
ar haldið því fram að þetta hafi verið
nauðsynlegt til að gera fyrirtækið sölu-
hæft og hafí eignirnar verið metnar Iægra
hefði söluverðið hugsanlega einnig orðið
Iægra. Þá hafi viðskipti með hlutabréf
milli seljenda og kaupanda engin áhrif á
efnahagsreikning SR-mjöls eða heimildir
félagsins til afskrifta.
ins mun ekki hafa þótt málið nægilega vel
undirbúið, og bentu meðal annars á að ekki
lægju fyrir arðsemisútreikningar miðað við
endanlegt kaupverð.
Skrifað var undir kaupsamningurinn að
kvöldi 29. desember. Af hálfu ríkisins skrifuðu
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og
Davíð Oddsson forsætisráðherra undir samn-
inginn; Davíð fyrir hönd Friðriks Sophussonar
fjármálaráðherra sem var í leýfi í útlöndum.
Samkvæmt samningnum var gefinn 15 daga
frestur til fyrstu útborgunar og alls eiga 535
milljónir að greiðast fyrir bréfin á þessu ári.
200 milljóna eftirstöðvar greiðast síðan á
næsta ári. Þá var gefinn 4 vikna frestur til
að ná samningum við Landsbankann um
hvernig farið yrði með skuldir SR-mjöls þar.
Eftir að skrifað var undir samninginn hafa
Haraldur og Sigurður G. Guðjónsson gagnrýnt
bæði sjávarútvegsráðherra og VÍB harðlega
fyrir að taka ekki hæsta tilboðinu. Hafa þeir
fullyrt að ákveðið hafi verið fyrirfram hver
átti að fá SR-mjöl. Þá hafi VÍB verið ófært
um að sjá um söluna á þeirri forsendu _að
kaupendahópurinn hafi verið of tengdur ís-
landsbanka, móðurfyrirtækis VÍB og hefði átt
að segja sig frá málinu um leið og ljóst var
hvernig útvegsmannahópurinn var samansett-
ur. Á móti er bent á að Haraldur sjálfur teng-
ist Islandsbanka en hann var í fyrsta bankar-
áði bankans, átti sæti í stjórn verðbréfasjóða
VÍB og situr í varastjórn Glitnis dótturfyrir-
tækis Islandsbanka. Ekki verður lagðtrr dómur
á þetta atriði en viðmælendur Morgunblaðsins
segja að það væri fyrst og fremst mat fyrirtæk-
isins sjálfs hvort hætta sé á hagsmunaárekstr-
um og sú hætta liafi ekki verið talin fyrir
hendi í þessu tilfellr.
ísmjölsmál
Ýmsir viðmælendur Morgunblaðsins hafa
einnig lýst yfir nokkurri undrun yfir að ekki
skyldi vera látið reyna á hvort Haraldur gæti
reitt fram kaupverðið fyrst hann bauð stað-
greiðslu og venjulegir viðskiptahættir hafi
ekki verið hafðir í heiðri. Hins vegar má telja
víst, að nokkurrar tortryggni hafi gætt gagn-
vart Haraidi og er það meðal annars rakið til
viðskipta hans við Síldarverksmiðjurnar síð-
ustu misserin. Þar er nefnt mál vegna eftir-
stöðva Póllandsviðskiptanna. SR stefndi Andra
hf. til greiðslu á þessum eftirstöðvum, um 800
þúsund krónum, og vann málið en enginn
mætti í dóminn fyrir hönd Andra. Stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins ákvað síðan að ganga
ekki eftir kröfunni þar sem hún mun ekki
hafa verið talin eiga ótvíræðan rétt á sér.
Þá er svonefnt ísmjölsmál mjög umtalað.
ísmjöl var stofnað árið 1992 af SR, Faxa-
mjöli, ísfélaginu og Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum samkvæmt hugmynd Haraldar.
Stjórnarformaður ísmjöls er Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Faxa-
mjöls, en hann var meðal annars nefndur sem
framkvæmdastjóraefni Haraldar í SR-mjöli,
fengi hann fyrirtækið. Þá er Jón Reynir Magn-
ússon framkvæmdastjóri SR-mjöls einnig í
stjórn ísmjöls.
Hugmyndin með félaginu var að markaðs-
setja afurðir með öðrum hætti en áður, það
er að segja að selja mjöl úr geymslum erlendis
í smærri skömmtum en íslenskir framleiðendur
gátu afgreitt frá íslandi, og reyna þannig að
stækka kaupendahópinn.
ísmjöl er vistað hjá Andra hf. sem sá um
samskiptin við þýska fyrirtækið Kurt A. Bech-
er sem tók að sér að dreifa mjölinu. KAB
greiddi íslenskum framleiðendum að hluta fyr-
ir mjölið þegar það var sent út, svo þeir gætu
meðal annars gert upp afurðalán og einnig
fengu framleiðendur hagstæð afurðalán gegn-
um þetta kerfi. Endanlegt uppgjör átti svo
að fara fram eftir að birgðirnar höfðu selst.
Tilraunin stóð yfir í ár og á þeim tíma var
flutt út í gegnum ísmjöl um fjórðungur af því
loðnumjöli sem framleitt var hér á landi.
Dæmið gekk hins vegar ekki upp. Markaður-
inn reyndist mjög erfiður og mun lengri tíma
tók að selja birgðirnar en ætlað var. Talið er
að SR hafi tapað 25-30 milljónum á þessum
viðskiptum.
Það sem hefur þó einkum verið gagnrýnt
er hve uppgjör hefur borist seint og illa frá
Andra hf. Endurskoðandi Vinnslustöðvarinnar
skrifaði stjórn fyrirtækisins meðal annars bréf
í nóvember, þar sem meðal annars segir orð-
rétt: „Uppgjör vegna sölu afurða er ekki í
samræmi við lög um bókhald eða skattalög."
Að auki segir að mikið vanti á að viðskipti
gegnum Ismjöl teldust vera í viðunandi horfi.
Ekki hefðu fengist nægilega góðar staðfest-
ingar á birgðum og gögn vegna fyrirfram-
greiðslu og endanlegra uppgjöra frá Andra
hf. framkvæmdaaðila ísmjöls hf. væru ekki
með þeim hætti að auðvelt væri að staðfesta
réttmæti upplýsinganna. Þá var ekki talið ljóst
hvort viðskiptin við ísmjöl yrðu félaginu til
hagsbóta eða ekki.
I endurskoðunarskýrslu um lokauppgjör
Síldarverksmiðja ríkisins er einnig gerð at-
hugasemd við viðskiptin við ísmjöl vegna þess
að færsla bókhalds í ísmjöli hafi verið með
þeim hætti að ekki sé hægt að sannreyna
þátt SR í málinu.
Aðrir segja að fráleitt sé að 'kenna Andra
hf. og Haraldi um það hvernig til tókst með
ísmjöl, heldur hafi slæmar markaðsaðstæður
orðið fyrirtækinu að falli. Haraldur segir sjálf-
ur að athugasemdir endurskoðendanna séu
byggðar á misskilningi og endurskoðandi Is-
mjöls hafi óskað eftir fundi með endurskoð-
anda Vinnslustöðvarinnar í dag til að fara
yfir málið. Þá _er einnig athyglisvert í þessu
sambandi, að ísfélagið, _sem sendi alla sína
framleiðslu út í gegnum ísmjöl árið sem félag-
ið var í gangi, var aðili að tilboði Haraldar í
SR-mjöl.
Erlendur bakhjarl?
Annað atriði sem nefnt hefur verið gegn
Haraldi er orðrómur um að hann hafi erlendan
bakhjarl. Er þá einkum talað um fyrirtækið
Kurt A. Becher og móðurfyrirtæki þess,
bandaríska stórfyrirtækið ConAgra sem er
með veltu sem samsvarar 1,4 trilljónum króna.
Fulltrúar ConAgra skoðuðu meðal annars
verksmiðjur SR í sumar en Haraldur hefur
staðfastlega neitað öllum slíkum tengslum.
Loks hefur það sennilega ekki orðið til að
auka traust söluhópsins á Haraldi að þær
upplýsingar sem hann gaf um sína félaga
voru ekki nægilegar. Haraldur hefur á móti
bent á að lítið hafi verið á bak við ýmsar
upplýsingar sem Jónas og Benedikt gáfu um
félaga í hinum hópnum, og raunar liggi ekki
enn fyrir hveijir taka þátt í kaupunum þegar
upp er staðið. Því hafi verið óeðlilegt að gera
strangar kröfur um upplýsingaskyldu til sín
en ekki hinna.
Það sem eftir stendur er þó, að Haraldur
Haraldsson hefur ekki enn sýnt fram á með
hvaða hætti hann ætlaði að fjármagna kaupin
á SR-mjöli. Þegar Morgunblaðið spurði hann
um þetta, sagðist hann hafa mikið lánstraust
og með þeim veðum og eignum sem hann
hefði á bakvið sig hefði hann getað fengið lán
til að fjármagna kaupin en tjáði sig ekki nán-
ar um það.
Leitt er að því líkum að Haraldur hafi met-
ið það svo að eftir að hann hefði tryggt sér
kaupsamning um SR-mjö! yrði auðvelt að fá
fjársterka aðila með sér til að standa við kaup-
in. Meðal annars er bent á að það hafi styrkt
Harald að hann gerði sér strax grein fyrir
nauðsyn þess að endurfjármagna lánin í
Landsbankanum, en það má! er enn óleyst hjá
hópnum sem keypti bréfin. Ýmsir þeir sem
fylgdu Haraldi að málum telja miklar líkur á
að Haraldur hefði getað staðið við tilboðið, ef
á það hefði reynt. Hins vegar hafi legið fyrir
tiltölulega snemma að menn hafi ætlað sér
að taka ekki tilboði Haraldar. Ekki vegna
þess að annarleg sjónarmið hafí ráðið ferð-
inni, heldur einfaldlega vegna þess meiri trú
hafi verið á hinum hópnum og á því að meira
væri á bak við hann en ef til vill var í raun.
Safnað saman hlutafjárloforðum
Kaupendurnir eru þessa dagana að leita
staðfestingu á hjá einstökum aðilum í hópnum
með hvaða hætti þeir taka þátt í kaupunum,
en svo virðist sem fjárfestarnir muni tala á
sig stærri hluta en áður var ætlað. Þetta þýð-
ir að stóru fyrirtækin munu sameiginlega eiga
meirihluta í félaginu en verið er að ræða við
fleiri aðila, þar á meðal lífeyrissjóði, um að
koma innn í fyrirtækið með hlutafé. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins stefna
útgerðarfélögin nú að því að eignast samtals
300 milljóna hlut í félaginu, eða 40% af hluta-
fénu, sem svarar til um 15 milljóna hlut á
félag. Nokkurra efasemda hefur gætt um að
útgerðarfyrirtækin séu öll aflögufær að reiða
fram þessa peninga og samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn hóps-
ins kannað hvort bankar geti hlaupið undir
bagga með útgerðunum til að Ieggja fram
hlutaféð. Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa stjórnir olíufélaganna ekki enn
fjallað um málið. Þar sem erlendir aðilar eiga
hlut í Olís og Skeljungi geta þessi félög ekki
gerst beinir hluthafar í SR-mjöli og ekki ligg-
ur fyrir með hvaða hætti þau koma inn í kaup-
in. Þá er ljóst að sveitarfélögin verða með
óverulegan hlut, til dæmis hefur Siglufjarðar-
bær samþykkt að leggja fram 100 þúsund
krónur. Þá stefna starfsmenn að því að eign-
ast 1%.