Morgunblaðið - 13.01.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 13.01.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994 37 . Sameining sveitarfélaga Líkur á annarri umferð í Mýrasýslu Hugmynd um sameiningu Akraness og tveggja sveitahreppa LÍKUR eru á því að fram fari önnur umferð atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélagaj Mýrasýslu 19. febrúar næstkomandi, að þessu sinni í sex sveitarfélögum af átta. Tillaga þessa efnis liggur fyrir umdæmanefnd en hefur ekki hlotið afgreiðslu. Þá er hugsan- legt að kosið verði um sameiningu Akraness og tveggja sveita- hreppa sem næst ligga bænum því Gísli Einarsson á Akranesi hefur daglega vanlíðan. Með styrkleika, næmni, góðri kennslu og meiri samvinnu nemenda og kennara og foreldra til að laða fram hæfileika barna okkar og hjálpa þeim til að átta sig á hvað þau vilja, verða þau hæfari í lífinu." Öryggi stúlknanna tryggt eftir föngum „íslenzkir foreldrar eru oft hræddir við að senda börnin sín utan til sýningarstarfa, enda geta þar leynzt ýmsar hættur ef ekki er nægilega vel á málum haldið. John Casablancas-skólinn kennir nemendum sínum að þekkja sjálfa sig og byggja upp sjálfstraustið, að takast á við erfiðleika og lausn þeirra mála, sem upp kunna að koma. Það er ómerkilegt fólk allt í kringum okkur og ljótar sögur eru víða til úr tízkuheiminum, meðal annars af íslenzkum stúlk- um. Þjálfun í skólanum okkar byggist meðal annars á því að koma í veg fyrir slíka atburði og tengslin við John Casablancas tryggja öryggi stúlknanna frá okkur í Bandaríkjunum. Við leggj- um áherzlu á alla þá þætti, sem að þessum málum snúa. Ótti for- eldra um að illa fari er því ástæðu- laus og ef stúlkurnar fara utan, er farið borgað fyrir þær, þær fá vasapeninga og þeim séð fyrir góðum íbúðum. Gangi síðan vel endurgreiða þær þennan kostnað af launum sínum. Gangi dæmið ekki upp er farið heim greitt fyrir þær og þær bera engan kostnað af ævintýrinu. Þá getur skólinn verið góður kostur fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem vilja þjálfa starfsfólk sitt í framkomu og fleiri tengdum þáttum. Það er alveg ljóst, að þeir sem sækja skóla af þessu tagi, til dæm- is á árunum 10 til 20 ára, koma úr honum betur undirbúnir undir lífið en ella. Auðvitað væri bezt að kennsla af þessu tagi væri inn- an almenna skólakerfisins, en ein- hverra hluta vegna hefur það ekki gengið. Ég er stolt af því að fá með þessum hætti'að taka þátt í uppbyggingu íslenzkrar æsku,“ segir Kolbrún. Auk Kobrúnar verða kennarar við skólann þau Eydís Eyjólfsdótt- ir, Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Hólmgeir Hólmgeirs- son, Róbert Róbertsson og Linda Óladóttir. Skólinn er til húsa við Grensásveg. tækin að vera heilbrigð." Guðmund- ur segir að stöðvarnar sjálfar verða að taka sig á til þess að leysa fjár- hagsvanda sinn, auka samvinnu sín á milli og jafnvel að sameinast. Hann er ekki fylgjandi jöfnunar- tollum og segir að þeir muni leggj- ast á útgerðina. „Auknar álögur á hana er ekki réttlætanlegar.“ Hjá Odda vinna nú 150 manns og segir Guðmundur að verkefna- staðan framundan sé slæm. Síðasta ár hafi verið þokkalegt, þó sveiflur hafi verið. „Markaðurinn til skamms tíma litið er lítill." Sævar Birgisson, forstjóri Skipa- smíðatöðvar Marsellíusar segir að aðgerðirnar komi of seint. „Þetta eru jákvæðar aðgerðir, en þetta er nú þegar komið á hnéin“ segir hann. Hann segist ekki getað sé hvern- ig eigi að framkvæma hugmyndina um jöfnunargjöldin. „Ég er hrædd- ur um að þetta sé erfitt í praxís.“ Hjá Marsellíusi vinna nú um 20 manns og segir Sævar að haustið hafi verið nokkuð gott. Hann segir að þar sem að jöfnunargjaldið mið- ist við 10 milljóna króna viðgerðir snerti það ekki fyritæki sitt, því flest viðgerðarverkefni sem til stöðvarinnar komi séu undir því verði. ^'^Vaskhugi íslenskt bókahaldsforrit! Fjárhags-, Bölu-, launa-, birgða-, viðskiptamannakerfi og margt fleira er í Vaskliuga. Einfalt og öruggt í notkun. Vaskhugi M. Sími 682 680 I- lagt það til í umdæmanefndinni. Tillaga um sameiningu allra átta sveitarfélaganna í Mýrasýslu var felld í atkvæðagreiðslunni á síðasta ári. Tillagan var felld með miklum mun í tveimur nyrstu hreppunum, Þverárhlíð og Hvítársíðu, og naum- lega í Borgarhreppi en samþykkt í fimm sveitarfélögum, Borgarnesi, Hraunhreppi, Álftaneshreppi, Norð- urárdal og Stafholtstungum. Niður- stöðurnar hafa verið ræddar á fund- um sveitarstjórnanna í Mýrasýslu að undanfömu. Komið hefur til tals að láta greiða atkvæði um samein- ingu þeirra fimm sveitarfélaga sem samþykktu stóru sameininguna en Borgarhreppur sker svæðið í sund- ur. Því liggur sú tillaga fyrir um- dæmanefnd að láta íbúa hreppanna fimm og Borgarhrepps greiða at- kvæði um tillögu hreppanna sex. Ef tillagan verður felld aftur í Borg- arhreppi en samþykkt í hinum sveit- arfélögunum væri samt sem áður hægt að sameina þau, ef menn vildu, með samkomulagi sveitar- stjórnanna. íbúarnir fái tækifæri Á fundi umdæmanefndar í fyrra- dag lagði Gísli Einarsson alþingis- maður og bæjarstjórnarmaður á Akranesi fram tillögu um að einnig yrðu greidd atkvæði um sameiningu Akraness og þeirra tveggja hreppa sem næst liggja, það er Innri-Akra- neshrepps og Skilmannahrepps. Á sínum tíma höfnuðu sveitarstjórnir sveitahreppanna fjögurra í Borgar- fjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar að láta greiða atkvæði um samein- ingu við Akranes og var kosið um sameiningu sveitahreppanna. Sú til- laga var samþykkt í Innri-Akranes- hreppi og Leirár- og Melahreppi en felld með miklum mun í Hvalfjarð- arstrandarhreppi en minni mun í Skilmannahreppi. Hreppsnefnd Leirár- og Melahrepps hefur lýst því yfir að tilgangslaust sé að leggja fram aðra sameiningartillögu á þessu svæði en opinber afstaða Skilmanna- og Innri-Akranes- hrepps liggur ekki fyrir. Umdæma- nefndin ákvað að leita eftir afstöðu beggja hreppsnefndanna og bæjar- stjórnar Akraness áður en tillaga Gísla yrði afgreidd. Gísli sagðist í samtali við Morg- unblaðið vilja gefa íbúum þessara tveggja hreppa og Akraness tæki- færi til að greiða atkvæði um sam- einingu. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar hefðu með sér mikla samvinnu. Sagðist hann hafa orðið var við að þó nokkrir íbúar hrepp- anna sem greitt hefðu atkvæði gegn sameiningu sveitahreppanna fjög- urra hafi viljað sameiningu alls svæðisins að Akranesi meðtöldu. Þá sagði Gísli að störfum hefði fækkað á þessu svæði og sameining gæti verið liður í því að snúa vörn í sókn í atvinnumálunum. Lækkun á matarskatti 1. janúar sl. kom til framkvæmda lækkun virðisaukaskatts á matvælum úr r 24,5 % í 14% samkv. kjarasamningi ASI frá 21. maí sl. Þessi skatta- lækkun gefur tilefni til verðlækkunar á flestum matvörum um 8,43%. Þessi verðlækkun kemur til viðbótar þeim lækkunum á innlendum landbúnaðarvörum sem komu til framkvæmda 1. júní á síðasta ári. Samhliða lækkun virðisaukaskattsins eru gerðar breytingar á vöru- gjöldum og niðurgreiðslum á innlendum landbúnaðarvörum og fiski. Vörur sem eiga að lækka: Matvörur aðrar en þær sem að neðan greinir Kaffi, te, snakk Sultur, niðursoðnir ávextir og ávaxtagrautar r Is (Lækkun vegna VSK og mjólkurfitu) Sykur Gosdrykkir og ávaxtasafí Sælgæti, sætt kex og súkkulaðikex Unnar kjötvörur Svið og innmatur 8,43% 3% 4,5% 5,6 - 17% 4,7% 5,6% 5,6% Allt að 6% Allt að 8,4% Annað kjöt, egg, unnar ntjólkurvörur aðrar en smjör lækkuðu 1. júní 1993. Dilkakjöt í heilu, mjólk og skyr, innlent grænmeti og fiskur lækka ekki. ASÍ. BSRB og Neytendasamtökin eru í samstarfi um verðlagseftirlit vegna lækkunar ámatarskatti og munu samtökin taka ámóti athugasemdum og fylgja þeim eftir. r r Félögum í ASI er bent á að hafa samband við skrifstofu ASI (sími 91- 813044) með ábendingar um óeðlilega framkvæmd verðbreytinga. ASÍ félagar - tryggjum virkt verðlagseftirlit J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.