Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
47
Ármann Guðmunds-
son - Minning
Fæddur 11. júní 1948
Dáinn 15. nóvember 1993
Það er nýársnótt, og enn hafa
ekki þagnað gleðihljómar borgar-
innar. Enn fljúga upp til himins
hin svipulu blossaljós, sem eru í
senn vottur um fögnuð stundar-
innar, en geta um leið verið tákn-
ræn fyrir þau lífsins blys sem bera
fagra birtu skamma stund, en eru
síðan horfin. Á áramótum erum
við svo sannarlega minnt á allt
það, sem komið hefur inn í líf
okkar, en er horfiá og kemur aldr-
ei til baka, frekar en sjálfur tíminn
sem sífelldlega flýgur hjá - þeim
mun hraðar sem við eldumst.
í annríki haustdaganna fann ég
ekki tóm til að minnast góðvinar
míns og frænda, Ármanns Guð-
mundssonar, en hann lézt 15. nóv-
ember eftir langvinn og erfið veik-
indi, maður á bezta aldri. Árum
saman hafði hann af karlmennsku
búið við sjúkdóm sinn, án þess að
vilja angra aðra með vitneskjunni
um hann. Það má vera einstæð
og mikil raun að vita dauðann í
nánd, en geta þó til fárra leitað
um huggun eða hjálp. Sú ógn, sem
nú steðjar að mannkyni á margan
hátt, meðal annars í mynd óviðr-
áðanlegrar plágu, ætti þó, ef allt
væri með felldu, að sameina alla
góða krafta til átaks og samhjálp-
ar, en þar standa þó skammsýni
og hleypidómar einatt í vegi. Hver
stund er samt dýrmæt, hvert við-
vik fullt ábyrgðar. Sérhver maður
er í hættu, ef grannt er skoðað,
af ógn þessari í einhverri mynd
hennar.
Varla eru meira en tólf ár, síðan
ég vissi fyrst um tilvist Ármanns
frænda míns. Skyldleiki okkar var
sá, að langamma hans, Guðrún
Oddsdóttir, prests Hallgrímssonar
í Gufudal, var systir Hallbjarnar
afa mins í föðurætt. Ég sá þá
gömlu konu reyndar einu sinni;
það var við útför afa míns uppi á
Akranesi sumarið 1953. Hún var
svipmikil, allt að því forneskjuleg
þótti mér. Ármann sagði mér síð-
ar, að hún hefði skilið eftir sig
athyglisverða minnispunkta í rituðu
máli - í stíl við skriftaráráttu sumra
í ættinni. Hallbjöm bróðir henni
gerði þetta líka, að ógleymdum
náfrændanum Benedikt Gröndal.
Það var einmitt eitt af einkenn-
um Hallbjarnarættarinnar, ættar-
meðvitundin, sem leiddi til fyrstu
kynna okkar Ármanns. Hann var
um langt árabil póstfulltrúi og
starfaði þá í bögglapóststofunni
við Tryggvagötu. Þangað átti ég
stúndum erindi, og einhveiju sinni
lét hann verða af því, sem hann
hafði lengi hugsað sér: að láta
mig vita um skyldleika okkar. Mér
þótti mjög vænt um þetta. Þessi
grein ættarinnar hafði löngum
verið mér svotil alveg ókunn, enda
bjó flest þetta fólk þá enn á fjörð-
um vestur. En Ármann var ekki
þannig gerður, að hann væri að
troða manni um tær að óþörfu.
Það liðu nokkur ár, áður en hann
þáði ítrekað heimboð mitt. En ég
skildi það mæta vel: hann var
ungur og vinmargur, og líkléga
hefur honum fundizt ég bæði vera
mjög gamall og ívið hátíðlegur.
Það virðhorf átti þó eftir að breyt-
ast. Og þó að við hittumst aldrei
að staðaldri, þá urðu jafnan fagn-
aðarfundir er við sáumst, og fljót-
lega komst ég að raun um hvílíkur
ávinningur það var að kynnast
manni eins og honum. Hann var
manna einlægastur, mjög hispurs-
laus og hreinn og beinn. Það gat
verið stórfróðlegt að heyra hann
segja frá, hvort heldur sem hann
ræddi um æsku- og unglingsárin
fyrir vestan, margbreytilega lífs-
reynslu í ljölmörgum utanlands-
ferðum, eða þá reynslu sem það
var fyrir ungan mann að setjast
að hér í höfuðstaðnum á sjöunda
áratugnum. Margt af því sem
Ármann sagði mér um dagana
hefði betur verið skráð og geymt,
því að það hefði getað orðið merk-
ur og sérstæður þáttur í aldarfar-
slýsingu. Hann átti það til að vera
einkar góður sögumaður, ef hann
var á annað borð í því skapinu.
En oft hafði maður samt á tilfinn-
ingunni, að hann segði ekki allt
sem hann vissi - sem er reyndar
aðal góðra frásegjenda. Og svo
var honum líka mæta vel ljóst, að
yfir sumu á að þegja, þegar trún-
aður er annars vegar.
Ármann Guðmundsson var
maður fallegur ásýndum, og hann
var líka fallegur að innri gerð:
velviljaður og hjálpsamur. Minnis-
stætt verður mér, þegar ég keypti
mér nýja íbúð fyrir tæpum fimm
árum, þá bauðst hann til að mála
íbúðina án þess að vilja taka
nokkra borgun fyrir. Hann hafði
nægan tíma til vinnunnar, því ég
þurfti ekki að flytja inn fyrr en
þremur mánuðum eftir undirritun
kaupsamnings. Hann gaf sér því
góðan tíma til verksins, enda var
það prýðilega af hendi leyst; mað-
urinn var vandvirkur, og hann
hafði lagt fyrir sig húsamálun í
tómstundum sínum; hverskyns
viðgerðir léku í höndunum á hon-
um. Hitt vissi ég ekki, þarna sum-
arið 1989, að hann var þá þegar
tekinn að finna fyrir sjúkdómi sín-
um. Hann kvaðst stundum fá
slæma verki, einkum í bakið, og
gæti því ekki unnið lengi í einu.
Hann talaði óvirðulega um þetta
og sagði, að menn yrðu svona af
því að stunda skrifstofustörf og
reyna sjaldan á sig. Svo bláeygur
var ég og grunsemdarlaus, að ég
lét mér sízt detta í hug, að maður-
inn væri dauðasjúkur. Hann kvart-
aði svo sannarlega ekki meira en
efni stóðu til.
Á þeim árum sem síðan eru lið-
in leit hann aðeins tvisvar hingað
inn og stóð stutt við. En það virt-
ist liggja vel á honum, og hann
leit ágætlega út; sagði að sér
væri að batna bakverkurinn smám
saman... Eftir á sé ég bezt, að
hann bar sig eins og hetja.
Það má undarlegt heita, en
sannleikurinn er þó sá, að viðkynn-
ing okkar var mest og bezt gegn-
um þau löngu símtöl, sem við
stundum áttum, þegar gott var
næði og allt hljótt í umhverfinu.
Þau urðu aldrei mörg á ári þessi
símtöl okkar, en eru nú orðin mér
þeim mun minnisstæðari og dýr-
mætari.
Það sem ég hef við að bæta get
ég sagt í fremur fáum orðum: Ég
sé eftir því núna, að frændrækni
mín skyldi aldrei jafnast á við
frændræknina og tryggðina hans.
Þess vegna sakna ég hans eftilvill
hvað mest. Ég reyndist honum
aldrei eins góður frændi og hann
átti skilið. Hann var draumlyndur
ljúflingur. En ég tel mér það til
hróss, að ég held að honum hafi
þótt dálítið vænt um mig, einkum
máski fyrir greinarkorn sem ég
hafði eitt sinn skrifað um Guðrúnu
ömmu mína frá Hausastöðum.
Hann kunni vel að meta skrif af
því tagi og tók þau oft framyfir
skáldskap.
Ungur má, en gamall skal, seg-
ir máltækið. Þar er verið að tala
um dauðann. Tilgangslítið er að
fjalla um þau rök, eða rökleysu,
sem leiða til þess dauða sem manni
finnst vera ótímabær. Þar hlýtur
maður aðeins að beygja sig fyrir
orðnum hlut.
Séra Stefán Thorarensen á
Kálfatjörn komst svo að orði í ein-
um af hinum ágætlega þýddu
sálmum sínum:
Ég lifi’ og ég veit, hve löng er min bið:
ég lifi’ unz mig faðirinn kallar.
Ég lifi’ og ég bíð, unz ég leysist í frið.
Ég lifi sem farþegi sjóinn við,
unz heyri’ eg að herrann mig kallar.
Þessi sálmur kallast á við sálm-
inn alkunna um árið sem er liðið
í skaut aldanna. En áfram heldur
skáldið, og í fljótu bragði kann svo
að virðast sem hann komist nokk-
uð djarft að orði:
Ég dey, og ég veit nær dauðann að ber:
ég dey þegar komin er stundin.
Ég dey þegar ábati dauðinn er mér.
Ég dey þegar lausnin mér hentust er
og eilífs lífs uppspretta’ er fundin.
En þeim, sem trúir, er þetta
vissa, sem glæðir og nærir sér-
hveija góða von.
Og bráðum er þessi nýársnótt
á enda; öll fagnaðarlæti löngu
hljóðnuð, og senn tekinn við nýr
dagur, nýtt ár. Það birtir hægt.
En, það birtir; og í birtingu er
alltaf einhver von. Það er í slíkri
vonar birtu, þrátt fyrir allt það
dimma, sem ég vil kveðja Ármann
frænda minn og þakka honum
fyrir það, að hann var sá góði
drengur sem hann var.
Ég sé hann í ljósi nýrra daga,
uppsprettu nýrra og betri tíma, í
skjóli hinnar blíðustu vonar.
Elías Mar.
( i
i
i
i
i
i
i
i
LOKA VERKSMIÐJUÚTSAU
&xal bómullarpeysur
Missið ekki af síðasta tækifærinu til að krækja í hinar vinsælu Coral bómullarpeysur.
Þetta er loka útsala, því við við höfum ákveðið að hætta framleiðslu á bómullarpeysum.
Útsalan
hefst í dag
Mikið úrval af
ódýrum peysum á
alla fjölskylduna.
Barnapeysur kr. 1.490-1.750.
Fullorðinspeysur kr. 990-2.500.
Flýtið ykkur
meðan úrvalið er!
Opnunartími:
Virkadagakl. 12-18.
Laugardaga 10-16.
Icewear, Smiðsbúð 9, 212 Garðabæ, sími 657700, fax 657730
x
t
x
i
i
X
+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++*