Morgunblaðið - 13.01.1994, Page 54

Morgunblaðið - 13.01.1994, Page 54
I 54 MORGtlNBEAÐIÐ FlSÍMTUÖÁGtFR 13."JANÚAR 1994 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI22140 BRAÐFYNDIN FJOLSKYLDUMYND MICHAEL KEATON KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON KENNETH BRANAGH ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSON 3 Dennis HOPPER Vol KILMER Gary OLDMAN Brod PITT Christopher WALKEN & ★ ★ ★ 4.1. Mbl. meb íslensku taii A KENNETH BRANACH FILM ★ ★★★ • NEW ÝORK POST ★ ★★★ EMPIRE k ★★★ MBL. YS OG ÞYS UT AF ENGU SONN AST Stórskemmtileg gamanmynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna. Sýndkl.7.10. Sankölluð stórmynd með úrvals leikurum sem hefur fengið frá- bæra dóma. „Fyrirtaks skemmtun, ærslafult og liressilegt bió sem svikurengan." ★ ★ ★ A.l. Mbl. Hjón lenda í fjárhagserfiðleik- um vegna veikinda eiginmanns Opinberir sjóðir hjálpa of seint ÞRÁTT fyrir að hið opinbera hvetji almenning til að leita sér aðstoðar áður en í fjárhagslegt óefni er komið er engrar aðstoðar að vænta hjá sjóðum þess fyrr en um seinan að sögn Páls Kristjánssonar íbúa í Mosfellsbæ. Skömmu eftir að Páll og eiginkona hans festu kaup á einbýlishúsi fékk hann kransæða- stíflu og varð óvinnufær. Afleiðingin varð sú að hjón- in sáu ekki fram á að geta staðið lengur í skilum um áramót. Þau sóttu því um eins árs greiðslufrest á afborgunum af lánum úr þremur opinberum sjóð- um, en var hafnað. Páll sagði að þau hjónin - hefðu fest kaup á einbýlis- húsinu fyrir um ári síðan. Skömmu seinna hefði hann fengið kransæðastíflu og hætt að vinna í febrúar á síðasta ári. Afleiðingin hefði verið sú að í nóvember hefðu hjónin ekki séð fram á að geta staðið í skilum með afborganir af húsinu og hefðu leitað aðstoðar við- skiptafræðings. Hann hefði í bréfí til þriggja opinberra sjóða, Húsnæðisstofnunar, Stofnlánadeildar landbún- aðarins og Lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna, gert grein fyrir aðstæðum hjón- anna og beðið um frest á greiðslu afborgana af lánum þeirra í eitt ár. Nokkru síðar hefði borist synjun frá Hús- næðisstofnun með tilvísun til þess að engin fordæmi væru fyrir umræddri greiðslutilhögun. Engin svör komu hins vegar frá hinum sjóðunum tveimur fyrr en viðskiptafræðingur hafði samband við þá og var nið- urstaðan sú sama, ekkert var hægt að gera fyrir hjón- in. Komum fram af sanngirni í samtali við Morgunblað- ið sagði Páll að sér fyndist heldur öfugsnúið að á sama tíma og ýmsir opinberir aðil- ar, t.d. Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra í dagblöðum og sjónvarpi, hvettu almenning til að leita aðstoðar áður en í algjört fjárhagslegt óefni væri komið væru viðbrögðin hjá viðkomandi sjóðum þessi. „Mér fannst við koma fram af sanngirni með því að út- skýra hvernig komið væri áður en í óefni væri komið og viðbrögðin eru þessi. Ég vildi fá árs hlé til að geta jafnað mig i friði. Svo færi ég að borga þegar ég gæti farið að vinna aftur. En það virðist ekki ganga. Ég þarf að vera komin í bullandi vanskil og á heljarþröm til að geta fengið einhveija hjálp,“ sagði Páll. Hann sagðist aðspurður búast við að svo yrði komið um það leyti sem hann gæti farið að vinna aftur í sumar eða haust. „En þá tekur við nagandi óvissan um hvað verður,“ sagði hann og bjóst við að hótunarbréf færu að berast vegna vanskila á lán- unum. Hann lagði áherslu á að áhætta sjóðanna hefði ekki verið nein því hjónin ættu nú þegar nægilega stóran hlut af húsinu. Páll sagði að allt málið hefði haft slæm áhrif á heilsu hjónanna. Eiginkona hans ynni eins og hún gæti fyrir skuldunum og sjálfur væri hann sífellt stressaður. Slíkt væri afar slæmt fyrir kransæðasjúkling. KL. 11. Bönnuð innan 12ára. EWKA- HÖRB- TáL- EINKA- EIGIN- ÞEF- SPÍJKRWK INGIHH KVEKDIÐ RITARINN XONAN DÝRIÐ Ham lerii heinlnn óhult- aa frrlr glnaanmgun. Svo ógnvæn- legur aó tattó- lö hans er tatlóveraö. Svi kaeltileg ið sitgetlskend leiiai eilzgrl ei llegil klílllii. koll at kin lei Iilivel í sileio- It fvrir kenn. Ei lali trygg eig- Imuil sínin ig áslnartn kemar er keni. Svart met kvítrl rorfl. Lyktar skellllega. ®88-5ot£««s >«->. m. ®a « w «*r mmmat mmr «» mmm mwK mmm mmm.nm’msa *»i»ggiti$&i««Bs .......... Flóttahundurinn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Besti vinur mannsins („Man’s Best Friend“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjórn og handrit: John Lafia. Aðalhlut- verk: Ally Sheedy, Lance Hendriksen. Spennumyndin „Man’s Best Friend“ greinir frá fréttakonum tveimur sem bijótast inní tilraunastofu stórfyrirtækis til að gera frétt um misnotkun og þjáningu tilraunadýra en hafa heim með sér stóran og mikinn hund, sem legg- ur á flótta þegar eigand- inn birtist. Kemur í ljós að seppi er eiganda sínum, leiknum af Lance Hend- riksen, sem verður æstari með hverri B-myndinni, afar mikilvægur og hann gerir allt hvað hann getur til að fá seppa aftur. Kem- ur enda í ljós að hann er fjöldamorðingi, ehmmm, seppinn það er að segja. Samkvæmt óburðugum vísindaskáldskaparþætti myndarinnar er hundur- inn gerður úr kjarnsýrum fjölda dýra úr lífríki jarðar og býr yfir mörgum eigin- leikum sem hundar yfir- leitt hafa ekki. Þegar ein- hver lyf sem hann tekur hætta að verka, segir vís- indamaðurinn Hendriksen og rífur hár sitt, mun hann breytast í morðóðan dráp- ara. Hundurinn klifrar t.d. upp tijástofna, fer hraðar en tígur og er sterkari en björn. Og á milli þess sem hann gleypir ketti í heilu lagi og drepur (og urðar) póstmenn er hann í fínni samsærum eins og að naga bremsubarka á bíl- um til að losna við óþægi- legar aukapersónur. Takið eftir: Þessi hundur bítur bíla á bremsubarkann. Úr þessu reynir leik- stjórinn og handritshöf- undurinn John Lafia, sern áður gerði „Blue lguana“ fyrir Sigutjón Sighvatsson og „Child’s Play 2“, að búa til gríni blandaða spennumynd en tekst það ekki sem skildi. Það er vissulega húmor í mynd- inni en hann er mest á kostnað þeirra sem standa að baki hennar. Einn stór galli við myndina er aðalleikkonan, Ally Sheedy, sem er hæfi- leikalaus með öllu og vit-ð- ist ekki hafa grænan grun um hvernig hún á að haga sér, hvorki í hlutverki fréttakonu né hundavinar. Annar galli er kannski þegar Ijós, ótrúverðugur söguþráður með fjar- stæðukenndum visinda- skáldskap. Þriðji gallinn er misheppnuð tilraun Lafia til að skapa húmor í kringum ófreskjuna - t.d. ástarævintýri með Lassí- hundi - á milli þess sem hún ærist út í flest sem hreyfist og tætir á hol. Myndin gerir lítið í því að sýna vanþóknún á illri meðferð tilraunadýra, sem þó er imprað á í byijun, og sú staðreynd að ófreskjan er hinn vænsti seppi, sem komist hefur í hendurnar á miskunnar- lausu mannfólki er gert hefur úr honum drápsm- askínu, fer að mestu fyrir ofan garð og neðan. En við því var svosem að bú- ast af minni spámönnum eins og Lafia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.