Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
o Atvinnuleysi
Launatengd gjöld
sem hlutfall af heildarvinnuaflskostnaði
51,7%
46,4% ■■J 47'5%
40,5%
30,1%
iill
27,9%
A | cq B CC |Uj
Kátur Clinton
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, boðaði til og setti Detroit-fund-
inn um atvinnuleysi. I Bandaríkjunum hafa efnahagshorfur ekki
verið betri í 20 ár en allt annað er uppi á teningnum í Evrópu.
Ofvaxið ríkiskerfi og niðurnjörvaður vinnumarkaður valda því, að
jafnvel 3-4% hagvöxtur dygði ekki til að vinna bug á atvinnuleysinu.
ATVINNULEYSID OGNAR
EVRÓPSKU VELFERDINNI
eftir Svein Sigurðsson
FYRIRFRAM var ekki búist við miklu af fundi iðnríkjanna um at-
vinnuleysisvandann, sem haldinn var í Detroit í Bandaríkjunum á
mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var þó ærið. Á síð-
ustu árum hafa ríkin gengið í gegnum mesta efnahagssamdrátt um
áratugaskeið og atvinnuleysið, einkum í Evrópu, er geigvænlega
mikið. í upphafi þessa árs voru þar 18 milljónir manna án atvinnu
og búist er við, að þeir verði komnir í 20 milljónir um næstu áramót.
Á fundinum í Detroit kom það Iíka berlega í ljós, að það er fyrst
og fremst Evrópa, sem er sjúk. í nokkra áratugi hafa Evrópumenn
hagað sér eins og þeir væru einir í heiminum en nú hafa þeir neyðst
til að horfast í augu við sjálfa sig og umheiminn. Þeir hafa lifað
um efni fram og eru að kikna undir hinu hátimbraða velferðar-
kerfi og álögunum, sem því fylgja fyrir atvinnurekstur og einstakl-
inga. Fundurinn í Detroit sýndi líka, að á þessu er vaxandi skilning-
ur en menn voru sammála um, að það væru engar töfralausnir til
á atvinnuleysisvandanum og hugmyndum um aukin, opinber útgjöld
til að fjölga störfum um stundarsakir var vísað á bug. Hins vegar
var samþykkt að keppa að eftirtöldum markmiðum: Frjálsri versl-
un; sveigjanlegum vinnumarkaði; stöðugleika í efnahagslífi; auknum
framlögum til starfsþjálfunar og að stuðla að fjölgun lítilla fyrir-
tækja. Verða tillögur um þetta lagðar fyrir fund iðnríkjanna sjö,
Bandarikjanna, Kanada, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Japans
og Ítalíu, í Napólí í júlí nk.
Fundurinn í Detroit var haldinn
á sama tíma og farið er að
hilla undir endalok mesta
samdráttarins í hinum þró-
uðu iðnríkjum og fundar-
menn fluttu með sér ýmsar
góðar fréttir. Laura Tyson,
formaður efnahagsráðgjafanefndar
Bills Clinons Bandaríkjaforseta,
sagði, að það versta væri líklega
að baki og „nú eru að taka við betri
tímar og, ef rétt er á málum hald-''
ið, langvarandi hagvaxtarskeið" og
flest Evrópuríkin eru einnig farin
að rétta nokkuð úr kútnum. Það
ríkti þó engin bjartsýni meðal evr-
ópsku fulltrúanna á fundinum og
þeir vita, að atvinnuleysið verður
mál málanna í álfunni allan þennan
áratug og getur haft alvarlegar,
þjóðfélagslegar afleiðingar. Þeir
gera sér grein fyrir því, að hagvöxt-
urinn dugir ekki lengur til að ráða
bót á vandanum. Að stærstum hluta
er um að ræða innbyggðan vanda,
sem verður ekki leystur nema með
svo róttækum aðgerðum, að jaðrar
við byltingu.
Um síðustu áramót voru 18 milij-
ónir manna án atvinnu í Evrópu og
búist er við, að atvinnuleysingjar
verði orðnir um 20 milijónir fyrir
árslok, þar af fjórðungurinn ungt
fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Al-
mennt er talið, að hagvöxtur verði
að vera 2,5% bara tii að jafnvægi
ríki á vinnumarkaðinum en í Evrópu
mun hann verða innan við 1% á
þessu ári. Það verður líklega komið
fram á árið 1996 þegar hagvöxtur
í Þýskalandi og Frakklandi verður
orðinn það mikill, að hann skapar
ný störf og margir hagfræðingar
benda á, að jafnvel 3-4% hagvöxtur
Beðið eftir bótunum
ATVINNULAUST fólk í Berlín. Stendur valið á milli þess að „vera
fátækur í Ameríku eða atvinnulaus í Evrópu“ eða er „þriðja leiðin“ til?
dygði ekki til að útvega þeim vinnu,
sem nú eru á atvinnuleysisbótum.
Ofvaxið velferðarkerfi
Jean-Claude Paye, framkvæmda-
stjóri OECD, Efnahags- og sam-
vinnustofnunarinnar, segir, að rætur
vandans liggi í hinu evrópska kerfi.
Síðustu 20 árin hafí ríkin í Vestur-
og Norður-Evrópu stöðugt verið að
auka velferðina án þess að taka nokk-
urt tillit til þeirra gífurlegu breyt-
inga, sem á sama tíma voru að eiga
sér stað í efnahagslífi heimsins. Af-
leiðingin hafí verið sú, að með reglu-
legu millibili hafí slegið í bakseglin,
atvinnuleysið aukist og jafnframt
framlög til félagslegra tryggingar-
mála. Samtímis hafí stöðugt dregið
úr samkeppnisgetu evrópsks iðnaðar.
Frá 1970 til 1992 urðu til 38,8
milljónir nýrra starfa í Bandaríkjun-
um en aðeins 10 milljónir í Evrópu.
í Bandaríkjunum var skiptingin
þannig, að í einkageiranum urðu til
32,8 milljónir starfa en sex milljónir
hjá hinu opinbera en í Evrópu var
þessu öfugt farið. Þar fjölgaði opin-
berum störfum um sjö milljónir en
aðeins um þijár milljónir í einkageir-
anum. Á sama tíma jukust rauntekj-
ur í Bandaríkjunum um minna en
hálft prósent en í Evrópu um þre-
falt meira.
í Evrópu hafa komið fram ýmsar
tillögur um úrbætur í atvinnumálum
en þeim hefur ekki verið fylgt eftir,
aðallega vegna þess, að allir vita,
að þær leysa engan vanda. Stjórn-
málamenn og frammámenn í at-
*
A Detroit-f undi
iðnríkjanna um
atvinnuleysis-
vandann sýndi
það sig, að það
eru fyrst og
fremst Evrópu-
ríkin sem eiga í
erfiðleikum.
D/likil ríkisforsjá,
miklar skattaá-
lögur og niður-
njörvaður vinnu-
markaður
standa í vegi
fyrir nýsköpun
og f jölgun starf a
vinnulífínu vita hvað þarf að koma
til en þeim finnst tilhugsunin um
það allt of skelfileg. Það þarf að
skera niður velferðarkerfið og end-
urskipuleggja atvinnulífið. Enn er
þó langt í, að pólitískur vilji sé til
að hrinda þessu í framkvæmd.
Endurskipulagning eykur
atvinnuleysið
Endurskipulagning atvinnulífsins
í því skyni að bæta samkeppnisget-
una mun ekki verða til að auka at-
vinnuna, að minnsta kosti ekki fyrst
um sinn, eins sést best í Þýska-
landi. Þar var byrjað að huga að
þessum málum fyrir aðeins tveimur
árum en síðan hafa tapast 900.000
störf og búist er við, að 450.000
hverfi á þessu ári. Með þetta í huga
er augljóst, að atvinnuleysi í Evrópu
verður mikið allan þennan áratug
og mun ekki fara niður fyrir 9 eða
10% fyrr en undir aldamót.
Fjöldamargar kannanir, sem
gerðar hafa verið á atvinnulífi Evr-
ópuríkjanna, benda til að endur-
skipulagning fyrirtækjanna muni
verða til að fækka störfum um 10%
á ári. Raunar hefur verið reiknað
út, að til að þýskur iðnaður nái há-
marksframleiðni þurfi að segja upp
38% vinnuaflsins. Hjá ítalska stór-
fyrirtækinu Olivetti hefur starfs-
mönnum verið fækkað úr 60.000 í
35.000 á fimm árum og Carlo De
Benedetti, stjórnarformaður fyrir-
tækisins, segir, að í gömlu iðngrein-
unum sé vinnuaflskostnaðurinn svo
mikill, að þar sé aðeins um tvennt
að velja, að flytja starfsemina til
láglaunasvæða eða hætta henni.
Vonast er til að verulega megi
fjölga störfum í þjónustugeiranum
en um það eru allir sammála, að þá
verði líka að ryðja burt því gífurlega
reglugerðafargani, sem umiykur
þetta svið í Evrópuríkjunum, og það