Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 13
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 13 © er líka augljóst að þar verður um fremur lág laun að ræða. Það er hins vegar sama til hvaða aðgerða verður gripið, þær verða óhjákvæmi- lega sársaukafullar og taka sinn tíma, en Rudiger Dornbusch, hag- fræðiprófessor við Tækniháskólann í Massachusetts, segir, að bilið eigi að brúa að bandarískum hætti, með „mjög ódýru lánsfé". Segir hann, að með vaxtastefnu sinni beri þýski seðlabankinn langmesta ábyrgð á atvinnuleysi í Evrópu. Fimmti hver maður hjá ríkinu Kerfisvandi Evrópuríkjanna felst ekki síst í gífurlegri útþenslu ríkis- valdsins. Opinberir starfsmenn eru nú næstum fimmtungur vinnuaflsins og eru þeir þá ekki taldir með, sem vinna hjá fyrirtækjum í eigu ríkisins. Evrópumenn og fyrst og fremst opin- berir starfsmenn munu seint fallast á, að umsamin réttindi þeirra verði skert og þar sem alltaf er verið að kjósa einhvers staðar, treysta stjórn- málamenn sér ekki til að ráðast í það verkefni. Í Evrópusambandsríkjunum fara að meðaltali 24% landframleiðsl- unnar til félags- og tryggingarmála en 14,6% í Bandaríkjunum. í Evrópu er þessi mikli kostnaður fjármagnaður með því að leggja þungar byrðar á fyrirtækin í formi hárra, launatengdra gjalda og með miklum sköttum á launafólk en það hrekkur hvergi til. Evrópuríkin hafa flest lifað um efni fram eins og kem- ur fram í miklum fjárlagahalla flestra ríkjanna og vegna þess, að það er ekkert aflögu, hafa ríkin ekki getað brugðist við breyttum tímum. I stað aukinnar áherslu á endurmenntun og starfsþjálfun, gætir gamalla vemd- artilhneiginga eins og fram hefur komið í Frakklandi. Ríkisstjórn Edou- ards Balladurs vildi ráðast gegn 12,2% atvinnuleysi með því að lækka skatta á fyrirtækjum og auka sveigj- anleika á vinnumarkaði en hún gafst strax upp þegar á móti blés. Hætt var við niðurskurð hjá Air France þrátt fyrir gífurlegt tap á fyrirtækinu og mótmæli sjómanna urðu til þess, að ausið var í þá fé og gripið til inn- flutningshafta. Sömu eða svipaða sögu er að segja frá mörgum öðrum Evrópuríkjum en þó ekki öllum. Það er raunar í sjálfu fyrirmyndarríki velferðarinnar, Svíþjóð, þar sem mest hefur verið skorið niður í opinberum rekstri og í hlunnindum opinberra starfsmanna. Ólíkt ástand í Bandaríkjunum Það var Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sem boðaði til fundarins í Detroit, og bandarískir embættis- menn voru mjög ánægðir með útkom- una þótt margir efist um framhaldið. Þeir gátu líka leyft sér að hafa minni áhyggjur en Evrópumennirnir enda er ástandið alit annað í Bandaríkjun- um. Atvinnuleysi í iðnríkjunum stafar að miklu leyti af minnkandi eftir- spum eftir lítt menntuðu vinnuafli en það hefur verið brugðist því með ólíkum hætti fyrir vestan og austan Atlantsála. I Bandaríkjunum hefur orðið til fjöldi nýrra starfa en það hefur einkum orðið á kostnað laun- anna, einkum þeirra lægstu. Þar í landi er fjöldi atvinnuleysingja ekki vandamálið, heidur felst það i því, að um 18% vinnuaflsins hafa það lág laun, að þau nægja ekki ein sér til að framfleyta fjölskyldu. í Evrópu hafa laun vinnandi fólks stöðugt verið að hækka og stuðning- ur við atvinnulaust fólk hefur ekki minnkað. Kostnaður ríkisins og fyrir- tækjanna vegna þessa öryggisnets veldur því, að það verða ekki til nein ný störf og í öllum Evrópuríkjum eru nú herskarar manna, sem hafa verið ' atvinnulausir svo lengi, að hugsan- legt er að þeir komi aldrei aftur inn á vinnumarkaðinn. í Bandaríkjunum eru atvinnuleys- isbætur greiddar í allt að sex mánuði en raunin er sú, að aðeins um helm- ingur atvinnulausra sækir bæturnar, sem eru sjaldan meira en helmingur af fyrri launum. í Þýskalandi fær atvinnulaust fólk með börn 67% fýrri launa og einstaklingar 60% í eitt ár en síðan tekur við „metin aðstoð", sem nemur 57% og 52% af fyrri laun- um og getur í raun staðið endalaust. Margir láta sér þetta nægja og sjá engan tilgang í að leita aftur út á vinnumarkaðinn. í Þýskalandi er vaxandi skilningur á, að létta verður einhverjum byrðum af atvinnurekstrinum og fólk virðist tilbúið til að sætta sig við óbreytt laun eða minni hækkanir. Þessi skiln- ingur nær hins vegar ekki til ríkisins og þeirra útgjalda, sem það hefur af velferðarkerfmu. Vítahringur atvinnuleysisins Langtímaatvinnuleysi er einkenn- andi fyrir ástandið í Evrópu en þar hefur meira en helmingur atvinnu- lausra lifað á bótum í meira en eitt ár. Hlutfall þeirra, sem fá aftur vinnu eftir að hafa verið atvinnulaus- ir, er verulegra lægra þar en í Bandaríkjunum og Japan og afleið- ingin er meðal annars sú, áð þótt níu milljónir nýrra starfa yrðu til á þensluárunum 1986-90, fækkaði at- vinnulausum í Evrópusambandinu aðeins um þrjár milljónir. Hin störf- in féllu í skaut nýliðum á vinnumark- aðinum. Atvinnulaust fólk í Evrópu er samt yfirleitt betur sett en lág- launafólkið í Bandaríkjunum ef horft er framhjá þeim andiegu afleiðing- um, sem langvarandi atvinnuleysi fylgja. Eftir eitt ár í tilgangsleysi og leiðindum er margt atvinnulaust fólk farið að trúa því, að það hafi ekki þá hæfileika, sem krafist er á vinnumarkaðinum. „Þriðja leiðin“ „Að sumu leyti virðist valið standa á milli þess að vera fátækur í Amer- íku eða atvinnulaus í Evrópu,“ segir Barry Bosworth, hagfræðingur við Brookings-stofnunina í Washington, en ekki eru allir sammála því. Á fundinum í Detroit var lögð áhersla á almenn, efnahagsleg markmið, stöðugleika og sveigjanleika á vinnu- markaði, en fyrst og fremst á stórá- tak í endurmenntun og starfsþjálfun. Þar var Robert B. Reich, vinnumál- ráðherra Bandaríkjanna, í aðalhlut- verki. Hann hefur skrifað bók um úrlausnir í atvinnumálum, The Work of Nations, þar sem inntakið er stöð- ug endurmenntun og ný starfsþjálf- un. Nýlega sagði hann í viðtali, að Evrópa og Bandaríkin væru eins og öfug spegilmynd hvort af öðru. I Evrópu hafi orðið til mjög fá ný störf á síðustu 20 árum en mjög örlátt velferðarkerfi en í Bandaríkjunum hefur störfunum fjölgað mikið en launin staðið í stað. Reich vill fara „þriðju leiðina“, sem hann kallar svo, sameina aukin útgjöld til mennt- unar og starfsþjálfunar og evrópska iðnnámskerfið og hreyfanleika vinnuaflsins og sveigjanleikann í Bandaríkjunum. Enginn efast um þörfina á auk- inni starfsþjálfun enda hafa fyrir- heit um hana oft verið notuð til að milda erfiðar aðgerðir, t'l dæmis við lokun kolanámanna í Bretlandi, en margir benda á, að hún eigi misjafn- lega vel við. Hún gangi til dæmis betur í Þýskalandi með allan sinn framleiðsluiðnað en í Bandaríkjun- um þar sem þjónustuiðnaðurinn er mjög stór. Fólk með ákveðna starfs- menntun, jafnvel þótt í litlu sé, slær líka yfirleitt skjaldborg um sinn vett- vang til að takmarka aðgang ann- arra að honum og það hefur svo aftur leitt til þess, að til að auka framleiðni hafa mörg fyrirtæki hætt að skilgreina störf með tilliti til menntunar. Framleiðní í breska heil- brigðiskerfinu jókst til dæmis veru- lega þegar hjúkrunarkonum var leyft að vinna sum störf, sem lækn- um voru áður ætluð, og þegar gangastúlkum var leyft að sinna sumu, sem hjúkrunarkonur gerðu áður. Hvað bíður Evrópuríkjanna? Samþykktin í Detroit verður rædd áfram á G7- eða iðnríkjafundinum í Napólí á Ítalíu í júlí en ekki er búist við neinum meiriháttarákvörð- unum. Evrópuríkin hafa hins vegar sogast inn í atburðarás, sem þau ráða ekki við. Ný tækni er að ryðja sér til rúms, sem krefst minna vinnu- afls; þau hafa dregist aftur úr í tæknilegum efnum á mörgum svið- um og samkeppnin við uppvaxandi efnahagsstórveldi, einkum í Asíu, verður æ harðari. Það er hvorki póli- tískur vilji fyrir því né í raun gerlegt að draga verulega úr ríkisútgjöldum og þar með velferðinni á stuttum tíma en niðurskurðurinn er samt hafinn og hann mun halda áfram. Einkavæðing fyrirtækja og endur- skipulagning halda líka áfram og fyrst um sinn mun það verða til að auka atvinnuleysið jafnvel þótt hag- vöxturinn nái sér á strik. Árin fram til aldamóta verða erfið fyrir Evrópu- ríkin og þá mun það ráðast hvort þau verða í framtíðinni bara útskagi í öðrum skilningi en landfræðilegum. (Heimildir: Reuter, The Ec- onomist, The New York Herald Tribune) NÁMSAÐSTOÐ i páskaffriinu Réttindakennarar - Flestar greinar - Öll skólastig. Innritun í síma 79233 frá kl. 16.30 til 18.30 virka daga. Nemenáaþj ómLStan sf. Nómskeið í gerð viðskiptaáætlana - Business plans 24.-26. mars, kl. 13:00-16:20 Tilgangur námskeiösins er aö kenna hvernig á aö skipuleggja og setja fram hugmynd aö nýrri vöru og/eöa þjónustu. Þaö er fyrst eftir formlega fram- setningu á viöskiptahugmynd aö hægt er aö meta hug- myndina og gildi hennar. Leiðbeinendur: Aöalsteinn J. Magnússon MBA í fjármálum, Siguröur Smári Gylfason viðskiptafr., Runólfur Ágústsson lögfr. og Bjarni S. Guömundsson rekstrarfræöingur. Námskeiöiö er haldið hjá Nýherja, Skaftahlíö 24. Námskeiðið er fyrir alla sem telja sig hafa góöa viðskipta- hugmynd. Námskeiöiö gagn- ast líka þeim sem eru að leita að nýjum hugmyndum eða vinna aö eöa kynna hug- myndir. Upplýsingar og skráning í síma 69 77 69 STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NÝHERJA Qllll H3 GVd V ÐINH3AH JT ...við leysum málin! Við leigjum út samkomutjöld af ótal gerðum og stærðum -allt frá 50 og upp í 5000 fermetra fyrir hverskonar samkomur. Tjaldið sjálf - eða látið vana starfsmenn aðstoða ykkur við að reisa tjöldin á svip- stundu hvar á landinu sem er. Þau eru fljótleg í uppsetningu og geta staðið hvort heldur sem er á grasi, möl eða malbiki. ------------- IUÝTT! -------------------- Leigjum nú einnig út falleg tréborð og klappstóla, trégólf og gasofna, Ijós og fánaborgir. v ___________________ v PANTIÐ TÍMANLEGA - í SÍMA 625030 0] ELECTROLUX GQODS PROTECTION 1 sól ojf saelB M Landerdale m d) raAT%AÍ>/* á manninn m.v. 4, 2fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, á Oceamide Inn í 6 nœtur. Verðfrá 75.220 kr. m.v. 2fullorðna á Oceansidelnn í 6 nœtur. Innifalið erflug, gisting ogflugvallargjöld. Lágmarksdvöl er6 - 8 nœtur (eftir brottförum). Hámarksdvöl er einn mánuður. ÍFort Lauderdale eru frábærir gististaðir, vJl búin bótel og íbúðarbótel, við allra hæfi með öllum nútímaþœgindum á ameríska vísu. Öli Flugleiðabðtel í Fort Lauderdale eru á góðum stöðum í bœnum, liggja vel við ströndinni og eru stuttfrá verslunum, veitingastöðum og skemmtistöðum. 1 BROTTFARARDAGAR TIL FORT LAUDERDALE: Fimmtudagur 24. mars O örfá sæti laus. 5 Föstudagur 25. mars uppselt. 3 Laugardagur 26. mars örfá sæti laus. ; Föstudagur 1. apríl örfá sæti laus. - Laugardagur 2. apríl laus sæti. I HEIMKOMUDAGAR FRÁ FORT LAUDERDALE; BS| Föstudagur 1. apríl örfá sæti laus. Laugardagur 2. apríl .... örfá sæti laus. Föstudagur 8. apríl örfá sæti laus. Föstudagur 8. apríl örfá sæti laus. Laugardagur 9. apríl uppselt. Laugardagur 16. apríl uppselt. HAFÐU SAMBAND VID SÖLUSKRIFSTOFUR OKKAR, UMBODSMENN UM ALLT LAND, FERÐASKRIFSTOFURNAR EOA í SÍMA 690300 (SVARAD ALLA 7 DAGA VIKUNNAR FRÁ KL. 8 - 18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.