Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 21 sem þeir byijuðu að kanna í fyrra. Tóku þá efri hlutann og komust niður undir Grænalón, og ætla nú að snúa sér að því að ljúka þar mælingum. En eftir er jökullinn neðan við 1.100 metra hæð. „Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Vegagerðina, eins og við höfum gert í mörg ár. Skeiðarárjökull hljóp fram 1991. Þá urðu miklar breytingar á afrennsli vatns frá honum meðan á framhlaupinu stóð. Vatn kom þá víða undan jökl- inum og menn höfðu áhyggjur af því að það færi í gamla fai’vegi og þá á veginn þar sem engar brýr eru. Vegurinn var lagður þarna 1974 í tilefni 1100 ára af- mælis íslandsbyggðar, sem kunn- ugt er,“ segir Helgi. Þegar hann er spurður hvort hann haldi að hringvegurinn sé í hættu vegna jökulsins, svarar hann aðeins: „Meðan jökullinn er þarna, er margs að gæta, því að undan hon- um falla jökulhlaup frá Grímsvötn- um og jökullinn sjálfur hleypur fram. Og þegar spurt er verðum við að þekkja þennan jökul betur og vita hvað þar er til þess að fá nánar svar við því hvað getur gerst. Til þess er verið að afla gagna.“ Skriðjöklar Vatnajökuls hreyfast of hægt Við víkjum að þeim þætti jökla- rannsókna sem snýr að hegðun jöklanna. „Verkefnið er að ná gögnum um hreyfingar jökulsins, um snjóinn sem bætist á hann og afrennslið frá honum. í samstarfi við Landsvirkjun byijuðum við fyrir 8 árum að afla gagna um þetta og mæla. Þá kom fljótlega í ljós að flestir skriðjöklar Vatna- jökuls hreyfast ekki nægilega hratt til þess að bera fram þann ís eða snjó sem á þá safnast. Þá hleðst snjórinn upp á hájöklinum og skriðjöklamir verða síbrattari, þar til þeir hlaupa fram eins og Síðujökull gerir nú. Það virðist vera þeirra eðli. Þeir bera ekki ísinn nægilega hratt og samfellt fram, þar til þetta endar með ósköpum. Spennan undir þeim verður svo mikil að vatnsgöng við botn eyðileggjast og vatn hættir að geta runnið greitt fram og dreifír úr sér svo að jökullinn flýt- ur fram á vatnslagi eða á vatnsósa setlögum. Þessvegna var ljóst fyr- ir 5 árum að stefndi í framhlaup í Síðujökli og fyrir tveimur árum sást að hann herti á sér, fór sí- fellt hraðar. í fyrra lá ljóst fyrir að framskriðið var hafíð.“ Sama er að gerast í Tungnaár- jökli. Árið 1986 kom í ljós að hreyfingin í jöklinum var ekki nema helmingurinn af því sem þurft hefði og því hlaut að stefna í framhlaup. Tungnaáijökull er farinn að herða á sér, hreyfist nú 7 sinnum hraðar en hann gerði 1986. Frá Tungnaáijökli kemur vatnið í margar stórvirkjanir okkar og það hlýtur að vekja spurningu um hvað muni gerast. „Við mun- um fýlgjast með jöklinum. Býðum í ofvæni eftir að sjá hvað hann gerir,“ segir Helgi hinn rólegasti. „Hvað virkjanimar snertir hefur framhlaup vissa kosti, en líka ókosti. Þegar svona jöklar hlaupa fram stóreykst aurburður, sem berst fram í lónin. Vatnið verður eins og korgur og ekki gaman að fá það í túrbínurnar. Svo geta komið flóð undan jökli. En ég reikna með að nægilega langt sé frá jöklinum að virkjununum til þess að þeir ráði við slík flóð og á leiðinni eru uppistöðulón, sem geta tekið við vatninu. Kostirnir fyrir virkjanirnar eru margir. Eftir framhlaupið verður í langan tíma Við Jökulsárlón. Fremst á myndinni má greina Suður- ströndina, þá kemur Jökulsárlónið og hvíta línan sýnir jökuljaðarinn. Upp úr lóninu er 20 km langur fjörður inn undir jökulinn og er botninn 200-800 undir sjávarmáli. Eftir að þessi fjörður kom í ijós með íssjármælingum, er borin von að vegurinn verði færður handan lónsins þótt sjórinn ógni núverandi vegarstæði og brú. Vid erum búnir meó Mýrdalsjökul og Hof- sjökul. Á Vaf najökli er allt mælt nema syðsti hluti Skeiðar- ár jökuls, sem við klárum i vor. Skriðjö- klarnir bröttu, sem falla niður i Austur- Skaftaf ellssýslu, hafa verið látnir biða, og væri hægt að Ijúka þeim lika á næsta ári. Þá er aðeins eftir einn stórleiðangur á Lang- jökul, sem áform eru um að fara næsta sumar. Þá hafa allir stór jöklarnir verið mældir," Myndir Helgi Björnsson og Finnur Pálsson. Mýrdalsjökull reyndist vera 110 ferkm askja, Kötluaskjan. Á mynd- inni sést landið undir jökli. Horft er í vestur, í átt til Eyjafjallajök- uls. Fimmvörðuháls sést fjærst. Askjan er á miðri mynd. Höfða- brekkujökull til vinstri, um skarðið kom hlaupið 1918. Á börmum öskjunnar er Háabunga að sunnan, Kötlukollar að austan, Aust- mannsbunga að norðan og Goðabunga að vestan. Er eins og sólin gylli tinda þeirra. Askjan er rúmlega 700 metra djúp, botninn í 650 m hæð, en hæstu tindar á Háubungu og Goðabungu í 1.380 m hæð. aukið vatnsmagn frá jöklinum. Jökullinn er sundurtættur og sprunginn og hlýtt loft kemst bet- ur að til að bræða hann. Auk þess hefur í framhlaupum borist snjór frá hájöklinum niður á leysinga- svæðið, þar sem bráðnun er mikil. Þetta er margra áratuga úrkoma, sem hefur safnast á hájökulinn, og berst skyndilega í framhlaupum niður á leysingssvæðið og þaðan sem vatn út í árnar. Þetta er því athyglivert vegna virkjananna vegna þess að það veldur sveiflum í afrennsli sem ekki stafa af lofts- lagsbreytingum. Vatnsrennsli í árnar eykst og hægt er að vera ánægður með það.“ Við þetta má bæta að fleiri virkjaðar ár koma undan skriðjökl- um af þessari gerð, svo sem úr Köldukvíslaijökli, Dyngjujökli, að ekki sé talað um Brúaráijökul, sem hljóp fram um 8 metra 1963 með miklum tilþrifum. íslenskar jöklarannsóknir og norsk doktorsefni Gerð korta af botni og yfirborði á öllum stóru jöklunum hefur gengið mjög vel. Ekki eru nema 20 ár síðan Helgi fór að hugsa um slíkar mælingar og 15 ár síðan þær hófust af fullum krafti. Jökla- rannsóknir eiga sér lengri sögu á íslandi. Jöklarannsóknafélagið var stofnað til slíkra rannsókna fyrir 30 árum undir forustu Jóns Ey- þórssonar og dr. Sigurðar Þórar- inssonar. Stofnanir eins og Raun- vísindastofnun Háskólans, Lands- virkjun, Vegagerðin og Orkustofn- un hafa löngum lagt hönd á plóg- inn við jöklarannsóknir. Þá hafa Rannsóknasjóður Eggerts V. Bri- em, Rannsóknasjóður Háskólans og Vísindasjóður ásamt Lands- virkjun og Vegagerð haldið uppi þessum rannsóknum, því fjárveit- ingum til Raunvísindastofnunar hefur alla tíð verið þröngur skor- inn stakkur. Sjálfur hefur Helgi verið tengdur Jöklarannsóknafé- laginu frá 1963, er hann fór fyrst að fara á jökul, og er hann nú formaður félagsins. Norðmenn hafa fylgst með þessum öflugu jöklarannsóknum hér á landi og með Helga Björnssyni, sem stund- aði á sínum tíma nám við Oslóar- háskóla. Því sóttust þeir nú eftir að fá hann sem prófessor til leið- beiningar fyrir þá sem lengst eru komnir í þeim fræðum, doktorsefni og þá nemendur sem eru að búa sig undir meistarapróf. Það er prófessorsstaða með öllum réttind- um, sem þeir bjóða vísindamönn- um utan skólans, er þeir sækjast eftir Helga Björnssyni í. Helga telst svo til að hann verði þar í 20% starfi. Hann hyggst efna til tveggja strangra þriggja vikna námskeiða í jöklafræði haust og vor og vera svo í sambandi við skólann og nemendur þess á milli. Það sé auðvelt með nútíma sam- skiptatækni. í framhaldi segir hann stefna í að Háskólinn í Osló bjóði öðrum háskólum í Noregi námskeið í jöklafræðum fyrir doktorsefni í jarðvísindum og hef- ur hann verið beðinn um að und- irbúa það. Og jafnframt er talað um að bjóða öðruitt háskólum á Norðurlöndum þátttöku í slíkum námskeiðum. Þegar spurt er hvort Norðmenn eigi nokkra jökla sem talandi sé um, segir Helgi að þeir eigi fjöl- marga smájökla í landinu sjálfu. En á Svalbarða eru stórir jöklar og geysimikill áhugi á að efla þar. rannsóknir á næstu árum. Svo halda þeir ítökum sínum á Suður- skautslandinu og fara alltaf rann- sóknaleiðangra þangað og hafa gert allt frá því Amundsen komst á Suðurpólinn. Af þessu fyrirkomulagi, að Helgi sé prófessor við Oslóarhá- skóla, jafnframt því að stunda á Islandi jöklarannsóknir, er gagn- kvæmur ávinningur. Norðmenn eru í tengslum við öflugar jökia- rannsóknir hér og Helgi segir að sinn ávinningur sé að fá á móti bein tengsl við nemendur í dokt- orsnámi og meistaranámi, sem hann hafi ekki hér, þar sem ís- lenskir nemendur fari gjarnan utan þegar kemur að rannsókna- verkefnunum í háskólanáminu. Auk þess opnist þarna tengsl við þá sem eru í rannsóknum á Sval- barða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.