Morgunblaðið - 20.03.1994, Side 29
29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
Minning
Krisljana Hrefna
Ingólfsdóttir frá Víðir-
hóli, Hólsfjöllum
bjuggu öll sín hjúskaparár í Reykja-
vík. Helgi var þriðji í röð sex barna
Magneu og Helga Kr. Tveir elstu
bræður Helga eru látnir; Magnús
sem fæddur var árið 1923, lést
1978, og Sveinn, fæddur 1924, lést
árið 1985. Eftirlifandi systkini
Helga eru: Halldór, fæddur 1927,
Elísabet, fædd 1929 og yngst er
Sveina, fædd 1931.
Helgi kvæntist sinni ágætu konu,
Önnu Guðmundsdóttur, þann 3.
febrúar árið 1949. Foreldrar hennar
eru María Helgadóttir frá Isafirði
og Guðmundur Ástráðsson úr
Reykjavík. Börn Helga og Önnu eru
fimm. Þau eru: María, fædd 1949,
gift Friðriki G. Gunnarssyni. Þau
eiga þrjár dætur. Helgi, fæddur
1951, Inga Lára, fædd 1954, gift
Ólafi H. Jónssyni. Börn þeirra eru
þijú. Björk, fædd 1957, gift Sigurði
Haukssyni. Þau eiga eina dóttur.
Yngstur er Guðmundur Rúnar,
fæddur 1970.
Reykjavíkurborg naut starfs-
krafta Helga nánast alla hans starf-
sævi eða í samtals 44 ár. Hann hóf
starfsferilinn hjá Borgarhagfræð-
ingi árið 1946 en réðst til starfa
hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1952.
Helgi átti margar ánægjulegar
minningar frá þessum árum sem
hann gaf okkur hinum hlutdeild í.
Að loknu tíu ár starfi brunavarðar
gerðist hann húsnæðismálafulltrúi
hjá Félagsmálastofnun borgarinn-
ar. Víst er að mörgum skjólstæð-
ingi þeirrar stofnunar hefur hann
reynst styrk stoð þau ár sem hann
starfaði þar, því Helgi átti erfitt
með að sitja aðgerðalaus ef hann
sá að virkilegs stuðnings var þörf.
Þessi eiginleiki hans birtist í ýmsum
myndum, t.d. gagnvart einstökum
sjúklingum sem hann kynntist er
hann dvaldi á spítölum.
Síðustu sautján starfsár sín vann
Helgi við endurskoðun hjá endur-
skoðunardeild Reykj avíkurborgar.
Hann hætti störfum 1. mars 1990,
réttu ári áður en hann gekkst und-
ir sína aðra hjartaaðgerð.
Fyrstu kynni mín af Helga,
tengdaföður mínum, eru mér minn-
isstæð. Tæpast fullsprottinn ung-
lingurinn, með lubbann niður á
herðar, hélt einn góðviðrisdag
ásamt konuefninu á vit foreldra
hennar í fallegan gróðurreit fjöl-
skyldunnar rétt ofan við Reykjavík.
Þar gekk ég til móts við hann, há-
an, sólbrúnan og myndarlegan
mann. Hafi kvíði verið fyrir þessum
fyrsta fundi hvarf hann strax við
þægilegt viðmótið og hlýtt handtak-
Svövu höfðu stofnað sínar fjölskyld-
ur og eignast eigin bifreiðir, hófst
uppbygging allra húsanna þriggja
og nú rýkur aftur úr bæjunum,
kaffisopinn bíður gesta og gang-
andi og þreyttir gangnamenn fá
aftur húsaskjól og næturgreiða.
Nú iðar dalurinn af mannlífi yfir
sumartímann og litlir afkomendur
ganga um bæjarstétt og búa sér
leikvöll á stekkjargrundu.
Örlögin réðu því, að við hjónin
eignuðumst hús systkinanna á Efri
Brettingsstöðum, þar sem þau
gengu ekki heil til skógar og áttu
þangað ekki afturkvæmt. Þar höf-
um við notið sumardvalar ásamt
frændfólkinu og reynum að halda
uppi merki þessa heiðursfólks sem
Efri Brettingsstaði byggðu.
ið. Helgi fræddi mig fljótt á því að
hann ætti alténd nokkuð í mér því
móður mína hefði hann flutt á fæð-
ingardeildina og jafnframt orðið
fyrstur til að tilkynna föður mínum
fæðingu þessa síðar tengdasonar
síns!
Frásögn Helga af því hvernig sá
gróðurreitur sem við vorum stödd
í hafði sprottið upp af einstakri elju-
semi og þrautseigju tengdaföður
hans var nákvæm og einlæg. Þegar
frá leið varð mér ljóst að í rauninni
upplýsti hann strax á okkar fýrsta
fundi hvaða mann hann hafði að
geyma og hvaða gæði lífsins hann
setti í öndvegi. Það var skýrt í hans
huga að til þess að lítið fræ yrði
að sprota og sproti að stöndugu tré
þurfti mikla aðgætni og umönnun.
Það viðhorf hans náði í óeiginlegri
merkingu einnig til manna og dýra.
Framar öllu öðru setti Helgi fjöl-
skyldu sína og heimili. Hann fagn-
aði fólki sínu af einlægni í hvert
sinn er það birtist í Fornastekknum.
Barnabörnin hændust að honum og
nutu þess ríkulega að vappa í kring-
um afa í garðinum og fræðast m.a.
um gróðurinn og fuglana. Helgi var
óþreytandi að miðla fróðleik og
draga fram svipmyndir af þeim tíma
er hann hafði lifað. í frásögnum
hans var enginn maður án nafns,
hús án götuheitis og númers, fugl
án heitis, slík var nákvæmni hans
jafnt til orða sem verka.
Margra góðra eiginleika og verka
Helga mætti enn minnast. Sum
verka hans eru auðsæ, svo sem trjá-
rækt og annar afrakstur handtaka
hans í garðinum, fallegt og snyrti-
legt húsið, handgerðir silfurmunir,
útskornir tréstokkar, skrautritaðir
pappírar, skreytingar af ýmsu tagi
og svo mætti áfram telja. Dýrmæt-
ust er þó minningin um góðan og
heiðarlegan mann sem skilur eftir
sig ljúfar minningar.
Blessuð sé minning Helga Helga-
sonar.
Ólafur H. Jónsson.
Kveðja frá barnabörnum
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
í Flatey bjó fjölskylda Svövu þar
til haustið 1962 að systkinin flytj-
ast suður og setjast að á Kópavogs-
hæli.
Foreldrar þeirra voru orðin sjúk
og gátu ekki annast þau lengur.
Svava átti yndisleg ár á Kópa-
vogshæli. Lengst af bjó hún á „sam-
býli“ hælisins ásamt Páli bróður
sínum. Hinir bræðurnir tveir höfðu
þá flust aftur norður yfir heiðar.
Umönnum systkinanna var til fyrir-
myndar, allt var gert til að þeim
liði sem best. Starfsfólkið þar á
bestu þakkir skildar.
Á þessum árum eignaðist Svava
góða vinkonu, Guðrúnu Pétursdótt-
ur. Þær deildu saman herbergi í
mörg ár og fór vel á með þeim.
Við vitum að Guðrún saknar vinar
í stað.
Svava var vinsæl, félagslynd og
alltaf svo ljúf og glöð. Hún hafði
yndi af tónlist og átti gott safn af
hljómplötum sem hún naut að
hlusta á.
Síðustu árin bjó Svava í litla
húsinu við Kópavogsbraut 9 ásamt
Eyrúnu, Sveini og Marel. Þar var
alltaf notalegt að koma og viljum
við þakka af alhug Evu, Sigur-
björgu, Guðrúnu og Herdísi fyrir
alla þá hlýju og ástúð sem þær
sýndu Svövu alla tíð.
Að leiðarlokum þökkum við
Svövu allar fallegu jólagjafirnar
sem hún valdi sjálf af mikilli kost-
gæfni. Þær geymum við til minn-
ingar um hana.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við bræðrum Svövu, öllum vin-
um hennar og ættingjum.
Erla Björnsdóttir,
Örn Guðmundsson.
Væn kona, hver hlýtur hana, hún er miklu
meira virði en perlur.
Hjarta manns hennar treystir henni.
Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla
ævidaga sína.
Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega
með höndum sínum.
Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimil-
isfólki sínu.
Hún hefur augastað á akri og kaupir hann,
af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.
Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur
sterklega til armleggjunum.
Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm;
á lampa hennar slokknar eigi um nætur.
Hún opnar munninn með speki og ástúðleg
fræðsla er á tungu hennar.
Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili
hennar, og etur ekki letinnar brauð.
Gefið henni af ávexti handa hennar, og
verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðun-
um.
(Orðskviðir Salómons)
Hinn 10. þessa mánaðar andaðist
á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri móðursystir mín, Kristjana
Hrefna Ingólfsdóttir, rúmlega 79
ára að aldri. Hún var fædd á Gríms-
stöðum á Hólsfjöllum 13. nóvember
1914, elst 15 systkina. Foreldrar
hennar voru Ingólfur Kristjánsson
bóndi og Katrín María Magnúsdótt-
ir kona hans sem bjuggu á Gríms-
stöðum og Víðirhóli. Hún byrjaði
fljótt að taka ábyrgð og vinna utan
húss og innan á sínu stóra bernsku-
heimili enda afar dugleg og ve|
verki farin. Rúmlega tvítug giftist
Hrefna eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Pálma Jónassyni frá Helga-
stöðum í Reykjadal. Leiðir þeirra
lágu fyrst saman þegar bæði stund-
uðu nám á Laugum í sömu sveit,
hún á Hússtjórnarskólanum og
hann á Alþýðuskólanum. Þau hjón
bjuggu lengst af í Reykjadal, fyrst
á Helgastöðum en byggðu sér síðan
nýbýlið Pálmholt úr sömu jörð. Þar
fæddust börn þeirra og ólust upp
við mikið ástríki foreldra sinna.
Börn Hrefnu og Pálma eru: Snjólfur
Hörður, Hreiðar, Magnús, Brynja
María og Inga Jónasína. ÖIl eru þau
foreldrum sínum til hins mesta
sóma. Mjög gestkvæmt var jafnan
í Pálmholti og þrátt fyrir miklar
annir húsfreyju við bústörfin var
ætíð tími til að taka vel á móti
gestum og veita þeim af höfðings-
skap. Síðustu árin bjuggu þau á
Akureyri, áttu þar notalegt heimili
allt þar til Hrefna þurfti vegna veik-
inda að fara á Hjúkrunarheimilið
Hlíð þar sem hún naut frábærrar
umönnunar til hinstu stundar.
Hrefna og Pálmi voru einstak-
lega hamingjusöm hjón alla tíð. Það
kom ekki síst fram í þeirri um-
hyggju sem Pálmi sýndi Hrefnu í
langvinnum veikindum hennar síð-
ustu árin svo að einstakt var. Ást-
vinir Hrefnu hafa mikið misst við
fráfall hennar.
Ég og fjölskylda mín vottum
Pálma, börnum hans og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð og
minnumst Hrefnu með innilegu
þakklæti og virðingu. Guð varðveiti
Hrefnu Ingólfsdóttur sem nú hefur
fengið lausn frá nærfellt tíu ára
veikindum og öðlast fögnuð í dýrð
páskahátíðarinnar.
Áslaug Sif Guðjónsdóttir.
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Páskar.
í þessum blaðauka verður fjallað um páskahátíðina og siði sem henni tengjast.
Þar verður að finna uppskriftir að páskamat og tertum, heimatilbúnum páskaeggjum
og páskaskrauti. Litið verður inn hjá fjölskyldu sem býður til páskamorgunverðar
og forvitnast um páskasiði í útlöndum, svo fátt eitt sé nefnt.
Þeim sem hafa áhuga á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekib er viö
auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. mars.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir
og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar,
í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110.
- kjarni málsins!