Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 20.03.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Jir ■ N N M A UGL ÝSINGAR Fóstrur Fóstrur óskast á leikskólann Lönguhóla, Höfn í Hornafirði. Bæjarfélagið útvegar hús- næði og greiðir flutningskostnað. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 97-81315 og félagsmálastjóri í síma 97-81222. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður RANNSOKNASTOFA I BLÓÐMEINAFRÆÐI Staða deildarlæknis er laus til umsóknar við rannsóknastofu í blóðmeinafræði. Staðan veitist til 1 árs frá 1. júní nk. Upplýsingar veita Sigmundur Magnússon, forstöðulæknir, og Brynjar Viðarsson, deild- arlæknir. LYFLÆKNINGADEILD Deildarlæknar Stöður deildarlækna (reyndra aðstoðar- lækna) eru lausar til umsóknar við lyflækn- ingadeild Landspítalans frá 1. júlí eða eftir samkomulagi. Umsóknir berist til Þórðar Harðarsonar, pró- fessors, lyflækningadeild Landspítalans, fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson, prófessor, sími 601000, Erna Milunka Kojic og Gerður Gröndal, deildarlæknar, sími 601000 (kalltæki). Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarfræðings í 60% næturvaktir við lyflækningadeild 11 -B er laus til umsóknar. Um er að ræða almenna lyflækningadeild, opið frá mánudegi til föstudags (5 daga deild). Upplýsingar gefa Anna Hafsteinsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601235 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 601300. HANDLÆKNINGADEILD 4 (13-D) Nú eru lausar tvær stöður hjúkrunarfræðinga við handlækningadeild 4. Deildin er 25 sjúkrarúm, tvískipt almenn skurðlækninga- og þvagfæraskurðlækningadeild. Hjúkrun á deildinni er því mjög fjölbreytt. Góður aðlögunartími eftir þörfum hvers og eins með vönum hjúkrunarfræðingum. Unnið er 12 tíma vaktir þriðju hverja helgi eða 8 tíma vaktir aðra hverja helgi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Hrafnhildur Baldursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601350 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 601366 eða 601300. Umsóknir berist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra fyrir 1. apríl nk. RANNSOKNASTOFAI MEINEFNAFRÆÐI Deildarmeinatæknir óskast í 100% starf á Rannsóknastofu Vífilsstaðaspítala frá 25. apríl 1994. Upplýsingar gefur Guðbjörg Sveinsdóttir í síma 601816. RIKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru eínn fjölmennasti vinnustaöur á Islandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, frœðslu heilbrigöisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrlr og með, 09 leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Sumarstörf 1994 Eftirfarandi sumarstörf hjá Kópavogskaup- stað fyrir sumarið 1994 eru laus til umsóknar: Almenn störf: 1. Verkamenn í almenn störf; garðyrkju, malbikun, gangstéttagerð, almenna jarð- vinnu, hreinsun, ýmis viðhaldsstörf og á íþróttavelli. 2. Vinnuvélastjórnendur til afleysinga (rétt- indi áskilin). 3. Flokksstjórar við garðyrkjustörf og á íþróttavelli. 4. Aðstoðarmenn á leikvelli. 5. Afleysingamenn við Sundlaug Kópavogs. Vinnuskólinn: Ráðningartími júní-júlí. 1. Yfirflokkstjórar. 2. Flokkstjórar. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Fannborg 2 (Félagsheimilinu), 2. hæð, opið kl. 12.00- 16.00. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 41562 og 41563. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 18. apríl 1994. Starf ferðamála-fulltrúa lausttil umsóknar Héraðsnefnd Skagfirðinga auglýsir laust til umsóknar starf ferðamálafulltrúa Skagfjarð- ar. Um er að ræða fullt starf með aðsetri í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og þekkingar á ferðamálum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eftir 1. maí nk. Frekari upplýsingar í síma 95-35737 og á skrifstofu héraðsnefnd- arinnar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki, þar sem tekið er á móti umsóknum um starf- ið til 31. mars 1994. Héraðsnefnd Skagfirðinga, Stjórnsýsluhúsinu Sauðárkróki, 550 Sauðárkrókur (sími 95-35737). Efnafræðingur Óskum að ráða efnafræðing eða mann með sambærilega menntun/þekkingu í starf sölu- fulltrúa hjá einu af stærstu og traustustu þjónustufyrirtækjum landsins. Starfssvið: 1. Sala og markaðssetning á efnavör- um. 2. Ráðgjöf um notkun og gerð hreinlætisáætl- ana. 3. Gerð áætlana um innkaup og birgðastýring. 4. Samningagerð við erlenda birgja og innkaup. Við leitum að duglegum og framsæknum manni sem getur starfað sjálfstætt og axlað ábyrgð. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „Sölufulltrúi 061 “ fyrir 26. mars nk. Fulltrúastaða við Bankamannaskólann - fræðslumiðstöð bankamanna Samband íslenskra bankamanna, SÍB, óskar að ráða fulltrúa til starfa að starfsfræðslu- málum bankamanna. SÍB hefur tekið við rekstri Bankamannaskólans, fræðslumið- stöðvar bankamanna, samkvæmt sérstöku samkomulagi sambandsins og banka og sparisjóða og verður meginhlutverk fulltrú- ans að sinna málefnum skólans. Meðal verkefna eru eftirfarandi: - Skipulagning námskeiðahalds skv. ákvörð- un fræðslunefndar skólans. - Boðun námskeiða og skráning þátttakénda. - Frágangur kennsluefnis og umsýsla námsgagna. - Reikningshald skólans, þ.m.t. færsla bókhalds. Leitað er að fjölhæfum einstaklingi, sem er vanur að vinna sjálfstætt. Góð, hagnýt menntun er áskilin. Nauðsynlegt er að starfs- maðurinn hafi gott vald á íslenskri tungu, hæfni í einu Norðurlandatungumáli og nokkra enskukunnáttu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna. Umsóknir ber að senda Sambandi íslenskra bankamanna og er umsóknarfrestur til 6. apríl 1994. Nánari upplýsingar veitir Vilhelm G. Kristins- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. BORCARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Á Borgarspítalanum eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á nokkrum deildum og til sumarafleysinga. Á spítalanum vinnur stór hópur hjúkrunarfræðinga sem leggur metnað sinn í að veita sem besta hjúkrun. Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu, tækifærum til símenntunar og þróun hjúkrunar. Möguleiki á leikskólaplássi. Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmanna- þjónustu í síma 696356. Öldrunarlækningadeildir Á deild B-4, sem er öldrunarlækningadeild með lyflækningar og bæklunarskurðlækning- ar sem sérgreinar, eru lausar stöður hjúkrun- arfræðinga nú þegar og til sumarafleysinga. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Endurhæfinga- og taugalækningadeildir Á deild EN-61 sem skiptist upp í heilablóð- fallseiningu, verkjaeiningu og almenna taugaeiningu eru lausar stöður hjúkrunar- fræðinga nú þegar og til sumarafleysinga. Starfshlutfall samkomulag. Á deild EN-62 sem skiptist upp í almenna endurhæfingaeiningu, gigtareiningu og heila- og mænuskaðaeiningu eru lausar stöður hjúkrunafræðinga nú þegar og til sumar- afleysinga. Starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliðar Á deildum B-4, B-5 og EN-61 eru lausar stöð- ur sjúkraliða nú þegar og til sumarafleys- inga. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Einn- ig vantar sjúkraliða til sumarafleysinga á Hvítaband, öldrunardeild og E-62. Nánari uplýsingar veita Anna Birna Jensdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696358 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.