Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
ATVINNU Ai 1( :/ YSINGAR
„Au paiA' í Þýskalandi
Góð þýsk fjölskylda í Essen óskar eftir
„au pair“ stúlku ekki yngri en 20 ára.
Má ekki reykja.
Nokkur þýskukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar í síma 91-33240.
Verkstjóri
Fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir
að ráða verkstjóra í saltfiskvinnslu. Umsækj-
andi verður að geta starfað sjálfstætt og
eiga gott með að umgangast fólk.
Skilyrði fyrir ráðningu er reynsla og þekking
á Baader-440 flatningsvél.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 25. mars merktar: „V - 11707“.
ár
ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAKOTI
Deildarlæknir
Staða deildarlæknis við lyflækningadeild
Landakotsspítala er laus til umsóknar. Deild-
in er 18 rúma almenn lyflækningadeild en
sérstök áhersla er lögð á lyflækningar
krabbameina og meltingarsjúkdóma. Þá eru
starfræktar innan deildarinnar tvær hjúkrun-
ardeildir fyrir aldraða. Vaktir, sem eru fimm-
skiptar, eru sameiginlegar mað handlækn-
ingadeild.
Staðan veitist frá 1. maí 1994 til 6 eða 12
mánaða.
Umsóknir sendist til yfirlæknis lyflækninga-
deildar, sem einnig veitir nánari upplýsingar
í síma 604300.
Sölumaður
Heildverslun með matvörur óskar að ráða
sölumann til starfa. Starfið felst í söluheim-
sóknum í verslanir og stofnanir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, auk söluferða út á land.
Æskilegt er að umsækjendur séu reglusam-
ir, sjálfstæðir og hafi reynslu af sölustörfum
eða úr verslun.
Umsóknir með helstu upplýsingum skulu
sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25.
mars nk. merktar: „H - 123“.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnað-
armál.
Fjármálastjóri
Öflug félagasamtök óska að ráða fjármála-
stjóra í fullt starf. Verksvið fjármálastjóra er
m.a. fjármálastjórn, bókhald, félagaskrá og
innheimta félagsgjalda. Áskilin er góð bók-
halds- og tölvukunnátta. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf fljótlega eða eftir nánara
samkomulagi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild
Morgunblaðsins merktar: „K - 13790“ fyrir
29. mars nk.
Sölumenn óskast
Þjónustuskrá Reykjavíkur og nágrennis óskar
eftir kraftmiklum og drífandi sölumönnum.
3ja mánaða verkefni. Mjög góð sölulaun.
Kvöldsala
Heimilisklúbburinn óskar eftir að ráða vana
sölumenn í síma- og húsasölu til að selja
Heimiliskortið. Góð sölulaun fyrir góðan
árangur.
Upplýsingar í síma 682768 alla virka daga
frá kl. 9.00 til 17.00.
Sjúkrahús Suðurnesja, Grindavík
Reyklaus vinnustaður.
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Suðurnesja auglýsir eftir sjúkralið-
um til sumarafleysinga og í fastar stöður á
hjúkrunardeild aldraðra, Grindavík.
í Grindavík er vinnuaðstaða góð, starfsandi
góður og umhverfi hlýlegt.
Áhugasamir sjúkraliðar hafi samband við
Ernu Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í síma
92-20500, eða Eddu Báru Sigurbjörnsdóttur,
deildarstjóra, í síma 92-67600.
Sölufulltrúi óskast
Silfurlax hf., sem stundar hafbeit á laxi, ósk-
ar eftir starfsmanni í útflutningsdeild fyrir-
tækisins sem staðsett er í Reykjavík. Starfið
er fyrst og fremst tengt þjónustu við erlenda
viðskiptaaðila fyrirtækisins, umsjón með út-
flutningi og að halda utan um upplýsingar
tengdar honum.
Hæfniskröfur eru:
• Að viðkomandi hafi reynslu af útflutningi
á bæði ferskum og frystum fiskafurðum.
• Að viðkomandi hafi mjög góð tök á enskri
tungu bæði í ræðu og riti. Æskileg er
einnig kunnátta á öðru evrópsku tungu-
máli svo sem þýsku og/eða frönsku.
• Að viðkomandi geti unnið yfirvinnu og á
óhefðbundnum vinnutíma svo sem á
kvöldin og um helgar, sérstaklega yfir
sumartímann.
• Að viðkomandi komi vel fyrir og eigi gott
með samskipti við annað fólk.
í boði er fjölbreytt og lifandi framtíðarstarf.
Kjör byggjast á hæfni og reynslu umsækjanda.
Áhugasamir sendi umsóknir ásamt upplýs-
ingum um menntun, fyrri störf og umsagna-
raðila til fyrirtækisins fyrir 25. mars nk.
Silfurlaxhf.,
pósthólf603,
121 Reykjavík.
RAÐAUGÍ YSINGAR
Félags matreiðslumanna verður haldinn
í Þarabakka 3 í sal IOGT þriðjudaginn
29. mars kl. 14.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Aðalfundur
Vörubifreiðastjórafélagsins Þróttar verður
haldinn 24. mars 1994 kl. 20.00 í
Borgartúni 33.
Dagskrá skv. 29. gr. félagslaga.
Endurskoðaðir ársreikningar liggja frammi á
skrifstofu félagsins frá og með 18. mars
1994.
Stjórnin.
Aðalfundur
Landssamtaka foreldrafélaga leikskóla
verður haldinn í Hinu húsinu, Brautarholti 20,
3. hæð, mánudaginn 21. mars 1994 kl. 20.00.
Stjórnin.
Styrktarfélag
vangefinna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjarkar-
ási mánudaginn 28. mars nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjulega aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Málverkauppboð
Óskum eftir myndum fyrir næsta málverka-
uppboð. Fyrir viðskiptavin okkar leitum við
að góðum verkum eftir Jón Stefánsson og
Ásgrím Jónsson. Vinsamlegast hafið sam-
band sem fyrst. Opið virka daga frá kl. 12-18.
Oaé&í
BORG
við Austurvöll,
sími 24211.
íbúðtil leigu á Flórfda
Fullbúin 3ja herbergja íbúð til leigu í
Orlandó, Flórída, á góðu verði. íbúðin er stað-
sett skammt frá flugvellinum, 20-30 mín.
akstur, og er laus í maí, júní, júlí og ágúst.
íbúðin er í snyrtilegu hverfi, með tveimur
sundlaugum, tennisvelli og leiksvæði fyrir
börn. Það er stutt í allar helstu verslanir og
skemmtigarða auk úrvals af golfvöllum allt í
kring.
Nánari upplýsingar veita Hlynur eða íris
í síma 901-407-657-1461.
Til sölu
Til sölu er mb Öxarnúpur ÞH-162, sem er
17 brl. eikarbátur smíðaður 1979. Báturinn
er með 200 hestafla Cummings-aðalvél. Til
greina koma skipti á stærri báti.
Friðrik J. Arngrímsson hdl. ,
löggiltur skipasali,
Ingólfsstræti 3, Reykjavík.
Sími 625654.