Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMT.UDAGUR 14. APRIL 1994 ,7 Héraðsdómur um sjónvarpsmyndina Lífsbjörg í Norðurhöfum Fékk miskabæt- ur vegna breyt- inga á myndinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmann til að greiða fyrrum samstarfskonu sinni, Eddu Sverrisdóttur, um 1,3 milljónir króna auk vaxta frá 1992 í ógoldin laun vegna vinnu við kvikmyndina Lífsbjörg í Norðurhöf- um, auk þess sem honum er gert að greiða henni 100 þúsund krónur í miskabætur vegna breytinga á kvikmyndinni sem dómur- inn segir hana eiga höfundarrétt að, ásamt Magnúsi. Haustið 1985 hófu þau Magnús og Edda gerð sjónvarpskvikmynd- ar um hvalveiðar við ísland og unnu að henni með hléum allt þar til hún var frumsýnd í ríkissjón- varpinu í mars 1989. í dóminum kemur fram að þau voru ekki sam- mála um hvaða hlutverki Edda hefði gegnt; hún kvaðst hafa verið leikstjóri og klippt myndina, unnið að auki að einhveiju ieyti við kvik- myndatöku og hljóðupptöku og sinnt verkefnum sem væru á verk- Gættað ökuhraða og belta- notkun LÖGREGLAN á Suðvestur- landi, þ.e. á Selfossi, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík og Grindavík, byrjar í dag umferðarátak, þar sem at- hyglinni verður sérstaklega beint að ökuhraða og bíl- beltanotkun ökumanna og farþega. A hveiju ári þarf lögreglan á þessu svæði að kæra nærri 10 þúsund ökumenn fyrir að aka of hratt. Flestir fá sektir, en. svipta þarf um 300 öku- menn ökuréttindum sínum í framhaldi af slíkum umferðar- lagabrotum. í frétt frá lögregl- unni segir að markmiðið sé þó ekki að reyna að sekta eða svipta sem flesta leyfi, heldur fyrst og fremst að reyna að vekja athygli ökumanna á nauðsyn þess að virða lög og reglur svo draga megi úr lík- um á slysum. Ökumenn og farþegar, sem ekki nota bílbelti eins og regl- ur segja til um, verða beittir sektum. sviði framleiðanda. Hún sagði að eftir að hafa árangurslaust reynt að fá greiðslu og viðurkenningu á vinnuframlagi sínu hafi hún ákveðið að krefja um laun fyrir vinnuna eins og hver annar starfs- maður, en falla frá kröfum um viðurkenningu á sameign eða hlut- deild í hagnaði. Magnús var Eddu ekki sammála um að hún ætti höfundarrétt að myndinni vegna vinnuframlags síns, þar sem hún hafi verið tækni- legur samstarfsmaður, ekki leik- stjóri. Hann hafi einn verið fram- leiðandi, handritshöfundur og fjár- magnari og átt hugmyndin^ að myndinni. Edda hafi átt að fá hlut- deild í nettó-hagnaði, en ekki tíma- kaup. Því hafi síðan verið breytt þannig að hún hafi fengið greitt sem verktaki fyrir unnar stundir. Á höfundarrétt Dómarinn, Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi, segir í niðurstöð- um dómsins að Eddu hafi tekist að sanna að hún eigi höfundarrétt að myndinni Lífsbjörg í Norður- höfum. Hann tók hluta krafna hennar um launagreiðslur til greina og úrskurðaði að Magnús skyldi greiða henni rúmar 1,3 milljónir með vöxtum frá stefnu- birtingardegi 4. maí 1992. Þá voru henni dæmdar 100 þúsund króna miskabætur vegna breytinga á myndinni fyrir endursýningu á síð- asta ári. Óðrum kröfum, s.s. um miskabætur vegna breytinga á kreditlista myndarinnar og greiðslu til að standa straum af birtingu dóms var hafnað. Þá komst dómarinn að þeirri niður- stöðu, að kröfur um viðurkenningu höfundarréttar, viðurkenningu á að Magnús hafi brotið gegn þeim rétti, viðurkenningu á rétti Eddu til höfundarlauna og um skyldu Magnúsar til upplýsinga um þirt- ingar væri ódómhæfar og yrði að vísa þeim frá dómi. Þá sagði hann kröfu í framhaldsstefnu um að Magnús yrði dæmdur vegna höf- undarréttar ekki svo skýra að um hana yrði fjallað efnislega. Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Jóhann Hjáhnarsson tekur sæti í nefndinni ÓLAFUR G. Einarsson, menntainálaráðherra, hefur skipað Jóhann Hjálmarsson, rithöfund og blaðamann, í dómnefnd Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í stað Dagnýjar Kristjánsdóttur, lekt- ors, sem setið hefur í nefndinni undanfarin fjögur ár. Fyrir situr í nefndinni af íslands hálfu Sigurður A. Magnússon, rithöfundur. Fyrir fjórum árum voru ný tíma- mörk sett á setu manna í nefnd- inni og má nú sami einstaklingur ekki sitja lengur en í átta ár. Annar fulltrúanna situr aðeins í fjögur ár. Sigurður hefur setið í fjögur og mun sitja í henni næstu fjögur ár. Hlutverk íslensku nefndar- mannanna er að tilnefna tvær ís- lenskar bækur á ári hverju til verð- lauhanriá ög síðan ákveður nefnfli in í heild hver hlýtur bókmennta- verðlaun ráðsins. Tveir fulltrúar sitja í nefndinni frá hverju Norðurlandanna fimm, Finnlandi, íslandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi. Einnig hafa samar, Færeyingar og Grænlend- ingar rétt á að útnefna eina bók hver árlega og tekur þá einn full- trúi þeirra sæti í nefndinni og er hann útnefndur af rithöfundasam- tökunv viðkomandi. lands^jjj Þegar gæði og gott verð fara saman veistu að þar er Nissan Sunny á ferð SUNNY með 16 ventla vél Verð frá krónum: 1.139.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.