Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 11 hafa svo auðvitað virkað sem vít- amínsprautur til frekari fram- kvæmda. Allt safnið sem og hin viðamikla sýning leiðir enn betur í ljós hve norræn menning á sér langa og merka sögu, og hvílíkir snillingar og yfirburðamenn t.d. víkingarnir voru á allan hátt og tæknileg afrek þeirra um margt einstök. Án hugvits þeirra og handverkslegs metnaðar hefðu þeir aldrei náð jafn langt og þeir gerðu, voru einfaldlega yfirburða- menn á tímunum. Þetta var öðru fremur undirstaða veldis þeirra og tækni- og verkvæðingu fylgir að sjálfsögðu aukin herkænska, og tímarnir buðu ekki upp á neitt annað en að menn héldu hér vöku sinni. Þeir léku margar stærri þjóðir grátt og frá þeim mun jafn- vel hin afbakaða mynd af rudda- fengnum og grimmum víkingum komin, og vel að merkja eru her- leiðangrar síður farnir með góð- semina og mannúðina að leiðar- ljósi. Eitt sem á að hafa einkennt víkingana og er jafnvel tákn þeirra í dag eru hornin upp af hjálmun- um, en slík höfuðprýði fyrirfannst ekki á tímabilinu! Það sem vekur óskipta athygli á sjálfu safninu og mest mun hafa verið ritað um varðandi fornminjar í Evrópu, burtséð frá Stonehenge á Englandi, er hinn frægi kelt- neski Gundestrup silfurketill. Hann 'fannst í mýri er nefnist Rævemosen við Gundestrup í Him- merland 28. maí 1891. I tilefni þess að hundrað ár voru frá fund- inum voru gefnar út bækur um niðurstöður eldri og nýrri rann- sókna og ýmsar tilgátur honum viðvíkjandi, og komu þær af stað miklum umræðum um hinn mikla og dularfulla ketil og sjálft ríki Kelta í Evrópu. Það er heillandi rannsóknarefni og nær óleysanleg gáta hvernig þessi dýrgripur rat- aði einmitt á þennan stað og þann- ig er líkast því að lesa spennandi neðanmálssögu að fylgja atburða- rásinni. Maðurinn, sem stjórnaði uppgreftrinum fyrir hönd Þjóð- minjasafnsins var enginn annar en sá Daníel Bruun, sem áður hafði komið við sögu við merkar rannsóknir á hér á landi. Ketillinn er úr silfri að hluta 970/1000, vegur samtals 8.885 grömm, er 43 sm hár, 72 að breidd og um- mál hans er 216 sm. Silfrið inni- heldur örlítið af gulli eða 3/1000. Plötur ketilsins hafa verið soðnar saman og þar er efnið 97,6 % pját- ur og 2,4 % silfur. Ketillinn tengist trúarbrögðum og er fórnargjöf til guðanna og fyrir meira en tvö þúsund árum mun hann hafa verið settur á þennan stað og seinna sokkið í framvaxandi mýrina, hvar hann lá óhreyfður þar til hann fannst við torf og mótekju á staðnum. Sumir hafa bent á að Kimbrar (germanskur þjóðflokkur), sem á síðustu öld fyrir Krists burð ferð- uðust niður Evrópu, kunni að hafa tekið hann með sér sem herfang frá Balkánskaga og seinna sett hann á þennan stað sem fórnarg- jöf. Og hvað skyldi svo ritlistin (myndtáknin) á katlinum tákna, og hvar er hann búinn til og hve- nær? Myndtáknin verða kannski alltaf óráðin gáta, í öllu falli mun aldrei verða hægt að skýra þau að fullu, en hins vegar bendir margt til að gátan um uppruna hans sé að leysast. Tvær tilgátur hafa verið uppi og hin fyrri, að hann komi frá Norðurgallíu, eða þáverandi Þrakíu, þ.e. frá norð- vestur Búlgaríu/suðvestur Rúm- eníu. Menn hallast nú að seinni tilgátunni vegna þess að röð uppgreftra á áttunda áratugnum í Búlgaríu hafa rennt stoðum und- ir þá tilgátu. En Gundestrup ketill- inn er þó ekki eini fórnargripurinn sem fundist hefur í Danmörku frá tíjuum Kelta, þó hann teljist sá merkasti. Auk þess hefur fundist bátur við Hjortespring á Als, frá þriðju eða fjórðu öld f.Kr. sem innhélt viðamikið stríðsgóss af keltneskum uppruna, svo sem skildi, spjót, sverð og hringbrynj- ur. Aldirnar fyrir timatal okkar settu Keltar svip sinn á á Evrópu, en á sama tíma var rómverska þjóðfélagið í örum vexti og eftir því sem það festi rætur ásamt stig- magnandi útþenslu urðu árekstar við Kelta/Galla óhjákvæmilegir. Þessir árekstrar náðu hámarki á síðustu öld fyrir tímatal okkar, er Sesar hernam Gallíu eftir marg- ar orustur við gallíska þjóðflokka. Úrslit réðust árið 53 f.Kr., er Gallahöfðinginn Vercingetorix, hafði náð að fylkja saman hinum sundurleitu gallísku þjóðflokkum á móti Rómverjum. í upphafi virt- ist hann hafa undirtökin en stríðs- gæfan snerist andstæðingunum í vil og sjálfur var hann tekinn til fanga og fluttur til Rómar, hvar hann var í neðanjarðarfangelsi í 6 ár. Svo rann upp sú stund er Ses- ar skyldi hylltur með sigurgöngu um götur Rómarborgar eftir að hafa skákað hinum volduga Pompejusi. Þá var Vercingetorix sóttur í fangelsið og sýndur sem herfang, því að sigurinn yfir Göll- um var mikilvæg viðbót hátíða- haldanna. Er göngunni lauk var hinn mikli höfðingi líflátinn. Ríki Kelta eða Galla eins og þeir voru líka nefndir var mikið og víðfeðmt og kjarni þess mark- aði upprunalega landsvæði hvar nú er Suður-Þýskaland, Austur- Frakkland og vesturhorn Sviss, en seinna þandist það út um alla Evrópu og náði loks til litlu Asíu, þar sem þeir stofnuðu þá Gallíu sem getur um í Nýja Testament- inu. Margt er dularfullt við þjóð- flokk Kelta, og þeir létu ekkert eftir sig í rituðu máli, og menn þekkja þannig einungis til þeirra í ljósi fornleifafunda og úr sígild- um skráðum heimildum og ritum. Fyrst var þeirra minnst á fimmtu öld f.Kr. m.a. af gríska sagnfræð- inginum Herodot, og svo Ephorus nokkrum, er herma frá Ijórum miklum skrælingjaþjóðflokkum í hinni þekktu heimsmynd, Lýbíu- mönnum í Afríku, Persum í austri, og í Evrópu væru það Skýþar og Keltar. Hinn klassíski skrásetjari Diodorus Siculus, sem lifði á síð- ustu öld f.Kr. lýsir Keltum þannig: „í útliti eru þeir ógnvænlegir, róm- ur þeirra er djúpur og kaldranaleg- ur. í samræðum eru þeir fáorðir og tala í gátum, þeir tæpa aðeins á hlutunum og svo verður maður að geta sér til um afganginn. Þeir ýkja gjarnan til þess að guma af sjálfum sér og lítillækka aðra. Þeir eru sjálfumglaðir gortarar, er gjarnt að koma með hótanir og snjallir að koma sjálfum sér í sviðs- ljósið, en þeir eru líka fljótir að átta sig og hafa gott upplag til lærdóms." Og fleira um útlit þeirra og framkomu finnst í ritum gríska heimspekingsins Strabo, sem uppi var á árunum kringum fæðingu Krists: „Hérumbil allir Gallar eru mjög hávaxnir og rauðbirknir. Augnaráð þeirra er kuldalegt, og þeir eru þrætugjarnir, óskamm- feilnir og stoltir. Þá eru þeir svo sterkir að þeir geta varist heilum hóp árásarmanna, og einkum ef þeir kalla á konur sínar því þær eru mjög sterkar og bláeygðar. Ekki síst þegar hnakki hennar tútnar út í þann mund er hún sveiflar sínum voldugu hvítu hand- leggjum, lemur og sparkar.“ Menning Kelta telst hafa verið víðtæk, umfangsmikil og frumleg, en þeir höfðu t.d. ekki til að bera hina köldu rökhyggju og djúpu stjórnvizku Rómveija. Þróuðu þannig aldrei eiginlegt ríki í róm- verzkum skilningi með markviss- um lögum og skipulagi. Voru því dæmdir til að hverfa inn í myrkur sögunnar. Rómveijar réðu niður- lögum þeirra og ríki Rómverja markaði mestan hluta Evrópu, en náði þó aldrei til írlands, en þar þróuðust sérstök keltnezk sér- kenni. Árið 1991 var haldin mikil sýning á menningararfleifð hinna dularfullu Kelta í Palazzo Grassi í Feneyjum er bar titilinn. „Keltar - Hin upprunalega Evrópa“ og vakti hún heimsathygli. Sýndir voru munir víðs vegar að úr Evr- ópu og í síðasta sýningarrýminu stóð einungis einn hlutur, hinn fyrirferðarmikli Gundestrup ketill! Lesandi sér trúlega sitthvað sameiginlegt við lýsinguna á Kelt- um og íslendingum til forna, jafn- vel nú á dögum. Sennilega undr- ast hann sem fleiri, að þetta djásn hins mikla keltnezka menningar- ríkis skyldi finnast úti í mýri í Danmörku, og vera til sýnis á Þjóðminjasafninu í Kóngsins Kaupmannahöfn. Láti hann þá síður tækifæri til að sækja staðinn heim sér úr greipum ganga, því þar er unaður að svala forvitninni. B O R G A R SNYRTIST0FAN NN Noröurturni, 4. hæö, sími 685535 25% afsláttur af vöru og þjónustu sem veitt er eða pöntuð á Borgardögum. Andlitsböð, húöhreinsun, litgreining, hand- og fótsnyrting. h fir m0/- 4ra rétta tilboð á Borgardögum. Kjúklinga Chow Mein, Saigon rækjur, nautakjöt Mongolian og súrsæt svínarif Kanton með Coke og kaffi á eftir. Verð aðeins kr. 550 20% afsláttur af Fischer Price leikföngum. 30% afsláttur af öllum módelum og aukahlutum fyrir módel. 1ÖLVULAND Frábær tilboð á Borgardögum. Alladin 20% afsláttur. Sonic Spinball 20% afsláttur. Super kick off 20% afsláttur. Eternal Champions 20% afsláttur. Stýripinni Speed king 25% afsláttur. CD diskar á tilboösveröi meö 20% afslætti og PC leikir á tilboösvegg. BORGARKRINGLUNNI S>'v Glæsileg tilboð -frábær verð Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býöur fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. Eymundsson */STOFNSBTT 1872 20% af öllum erlendum bókum. Rauði vagninn 2. hæð 50% afsláttur af öllum perlufestum. Perlueyrnalokkar frá kr. 290 Perluarmbönd frá kr. 390 Græni söluvagninn 1. hæð 20% afsláttur af High-Desert blómafrjókornum, Jasön-Aloe Vera: Henna sjampó og næring. Andlits- krem, púður, olía, svitalyktaeyðir. 20% afsláttur 20% afsláttur Crépes Florida aðeins kr. 335 Allar tertusneiðar aðeins kr. 250 Börnin í umferðinni | UMFERÐAR j samvinnu við Umferðarráð, Reiðhjólaskóla íslands og fleiri aðila verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyrir börnin. gev. ísioi, , IfrwM) msnla k mlo AUIU eíiaimM vo iaggpg k >RAÐ SOLBAÐSSTOFAN SÓLIN BORGARKRINGLUNNI 500 kr. afsláttur af 3ja mánaöa korti. ^IGGI BORGARKRIHGLAN ©6 8 7 2 6 6 20% afsláttur af nýju CAT línunni frá Redken. .þegar þér hentar Ný glæsileg verslun. Otrúleg tilboð í tilefni opnunar. Borgardagar í Betra líf 14., 15. og 16. apríl becRÍ Borgarkringlan, KRFNGLUNNi 4 - sími 811380 ..og viö bjóöum 20% afslátt af sérvöldum vörum m.a. af: EARTH SCIENCE snyrtivörum fyrir dömur og herra. EARTH SCIENCE snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum og náttúrulegum jurtum, og innihallda engin efni sem eru skaðleg húöinni. nýtt grelöslukortatímabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.