Morgunblaðið - 14.04.1994, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
Skrefið smíðar
íslensku kartöflurnar
fimmfalt dýrari en í Bandaríkjunum
heilsuskó á Skagaströnd
Á SKAGASTRÖND hefur verið
starfandi skóverksmiðja frá 1.
ágúst sl. og er sú framleiðsla, sem
þar fer fram, al-íslensk. Því til
staðfestingar hafa forráðamenn
látið útbúa skemmtilega miða,
m.a. með íslenska fánanum á.
Þeir eru látnir fylgja hverju pari.
Teiknistofa Halldórs Jóhannsson-
ar á Akureyri hannaði miðann.
Að sögn Péturs I. Péturssonar,
framkvæmdastjóra skóverksmiðj-
unnar Skrefsins hf. hefur fyrirtækið
aðallega einbeitt sér að framleiðslu
á heilsuskóm undir vörumerkinu Fet
auk þess sem það er að feta sig
áfram framleiðslu á götuskóm.
Tildrögin að stofnun skóverk-
smiðju á Skagaströnd voru þau að
það vantaði fjölbreytni í atvinnulífið.
Skrefið er hlutafélag, í eigu útgerð-
arfélagsins Skagstrendings, Höfða-
hrepps, Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Skagastrandar auk nokkurra
smærri aðila og þar hafa níu manns
atvinnu. „Við gerum ráð fyrir að
breikka heilsuskólínuna út og í bí-
gerð er að fara út í framleiðslu á
klossum. Okkar skór eru fyllilega
Morgunblaðið/Kristinn
Þessir heilsuskór hafa náð hvað
mestum vinsældum.
samkeppnishæfir í verði miðað við
gæði enda leggjum við aðaláherslu
á gæði framleiðslunnar," segir Pét-
Þá hefur skóverksmiðjan nýlega
tekið að sér verkefni fyrir stoð-
tækjagerðina Össur hf. sem felst í
framleiðslu á hné- og oinbogahlífa
fyrir íþróttafólk, sérstaklega fýrir
handbolta- og blakfólk. Púðarnir
hafa þann eiginleika að dreifa högg-
inu á stærra svæði og hleypa því
ekki öllu í gegn. ■
Raftækjakaupendur
verði upplýstir um orkunýtni þeirra
Iðnaðarráðherra hefur lagt til að seljendur heimilistækja verði lög-
skyldaðir til að upplýsa kaupendur um orkunotkun og orkunýtni tækj-
anna til að þeir geti borið saman rekstrarkostnaðinn. Lagafrumvarp
þar að lútandi tengist samningnum um evrópskt efnahagssvæði.
Frumvarpið um
upplýsingaskyldu
vegna orkunotk-
unar heimilistækja
er samið með hlið-
sjón af tilskipun
Evrópusambands-
ins um merkingar
og staðlaðar vöru-
lýsingar um orku-
notkun heimilis-
tækja. Tilgangur-
inn er að tryggja
neytendum greið-
an aðgang að upp-
lýsingum til að stuðla að því að orka
verði notuð með hagkvæmum hætti.
Einnig er talið að svona lög og til-
skipanir muni verða til þess að fram-
leiðendur tækjanna
setji á markað tæki
sem noti minni orku.
I frumvarpi iðnaðar-
ráðherra segir að
lögin taki til heimil-
istækja og til tækja
og búnaðar sem
nánar yrði kveðið á
um í reglugerð.
Upplýsingarnar
skulu vera á ís-
lensku og þær ber
að finna á merki-
miðum er tengjast
tækjum og á sérstökum upplýsinga-
blöðum. Gert er ráð fyrir að væntan-
leg lög þessa efnis taki gildi frá og
með 1. júlí nk. ■
Rússneskar
myndlistarvörur
LISTÞJÓNUSTAN er nýtt fyrir-
tæki við Hverfisgötu 105 með að-
föng fyrir myndlistarmenn. Fyrir-
tækið selur vörur frá átta rúss-
neskum verksmiðjum sem fram-
leiða mismunandi myndlistarvör-
ur, olíuliti, vatnsliti, pastelliti,
striga, pensla og fleira.
Verksmiðjumar byggja á gömlum
grunni og sumar eru yfír 200 ára
gamlar. Þeim er nú stjórnað af at-
vinnulistamönnum og hefur starfs-
fólkið eignast stóran hlut í verksmiðj-
unum.
Sum litarefnin sem notuð eru í lit-
ina fínnast eingöngu í löndum fyrr-
verandi Sovétríkjanna. Penslarnir
eru handgerðir með hárum úr skotti
marðarins (Kolinsky Sable) sem lifir
í Síberíu. Einnig eru notuð íkoma-
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag fóru fimm konur í inn-
kaupaferð, undirrituð fór í Hagkaup en hinar versl-
uðu í stórmörkuðum erlendis. Fyrirmælin sem þær
fengu var að fara með lista í stórmarkað sem
væri svipaður Hagkaup og kaupa helst ódýrustu
vöruna í þeirri búð.
Að sjálfsögðu er þetta ekki hávísindaleg könnun þar
sem vörumerki eru ólík svo og kunna gæðin að vera
mismunandi. Hinsvegar kom ýmislegt fram í þessari
könnun sem er athyglisvert.
Undanfarna mánuði hafa íslenskir neytendur kvart-
að mikið undan íslensku kartöflunum sem eru á mark-
aðnum. Um er að ræða kartöflur frá síðastliðnu hausti.
Tvö kíló af slíkum kartöflum kostuðu 299 krónur í
Hagkaup. Konumar sem versluðu erlendis voru yfir-
leitt að kaupa nýjar kartöflur og verðmunurinn var
allt að fímmfaldur á kartöflum hér og erlendis. Þar
sem innflutningur er heimilaður á bökunarkartöflum
var hægt að kaupa þær í Hagkaup og þær litu mun
betur út en þær íslensku og vom ódýrari líka. En þar
sem ákveðið var að hafa kartöflurnar venjulegar var
verðið á þeim íslensku athugað.
Það kom líka á óvart hversu ódýrar eldhúsrúllurnar
voru hérlendis miðað við Bandaríkin og Þýskaland.
ísland var alls ekki alltaf dýrasta landið þegar um
einstakar vömr var að ræða en á heildina var það
dýrast.
Óheyrilega hátt verð á áleggi
Lengi hafa íslendingar óskapast yfir háu verði á
áleggi. Og það kemur í ljós hér í þessari verðkönnun
að verðið er_ óheyrilega hátt miðað við annarsstaðar í
heiminum. Á meðan við borgum 1.587 krónur fyrir
kílóið af ódýrastu spægipylsunni sem fékkst í Hagkaup
síðastliðinn þriðjudagsmorgun þá borga bæði Spánveij-
ar, Danir og Bandaríkjamenn meira en helmingi minna
fyrir hana. Þjóðveijar þurfa að greiða 1.290 krónur
sem er h'ka hátt verð.
Morgunblaðið/Sverrir
Svínakjötíð dýrara f Danmörku en á íslandi
Það sem vekur furðu er að svínalundir eru dýrari í
Danmörku en á íslandi. Það munar ekki miklu en fram
til þessa höfum við staðið í þeirri trú að svínakjötið
væri ódýrara í Danmörku.
Þetta á líka við um nautahakkið. í Danmörku var
fitulítið nautahakk miklu dýrara en hér á íslandi og
þó er fituhlutfallið í því 10-12% en 8-12% í Hagkaup.
Blómkálið var að lækka sama morgun og við gerðum
verðkönnunina í Hagkaup en engu að síður er það
dýrast hér.
Á Spáni er tvímælalaust hagstæðast að kaupa inn,
að minnsta kosti í þetta skipti. Hinsvegar vitum við
lítið um aðra þætti sem kunna að hafa áhrif á verðlag-
ið, svo sem laun fólks og önnur lífskjör. ■
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
Kílóið af innfluttri
papriku kostaði um þúsund kr.
hár, uxahár og svínshár í penslana.
Olíulitimir fást í 24 litaafbrigðum
og 130 litaafbrigði eru í pastellitun-
um sem fást í trékössum með 30,60,
130 og 185 stykkjum.
Litirnir eru unnir úr náttúrulegum
litarefnum. Vatnslitimir fást í 24 lita
settum og í stykkjatali. ísland er
annað landið í vestur Evrópu sem
býður þessar Yarka myndlistarvörar
til sölu.
Verslunin er opin frá 13-18 alla
virka daga. ■
SÍÐASTLIÐINN
föstudag var kílóið
af rauðri innfluttri
papriku selt á 999
krónur í Hagkaup.
Skýringin á þessu
háa verði er sú,
segir Viktor Kiern-
an hjá Hagkaup, að
á markaðnum hafa
verið spánskar pa-
prikur en tímabil-
inu er nú lokið.
Hollenskar paprik-
ur voru því á 999
krónur kílóið I Hagkaup.
„Þetta er alveg ný paprika og
við fáum hana til landsins með flugi.
Við tökum viðkvæmar vörur til
landsins með flugi til að halda
gæðum.“
Viktor segir að Hagkaup selji
núna íslensku paprikuna álagning-
arlaust fyrir utan vsk
til að halda verðinu
niðri. íslensk paprika
kostar í Hagkaup
699 krónur kílóið og
þar sem framboðið
er strax orðið meira
erlendis kostar er-
lenda paprikan nú
599 og 699 krónur.
Enn er hægt að fá
erlenda tómata en
þeir íslensku kostuðu
á þriðjudaginn 735
krónur kílóið í Hag-
Svona má
geyma tölur
kaup á meðan íslensku gúrkurnar
voru seldar á 199 krónur kílóið. ■
Stundum eru tölurnar út um allt
í töluboxum en eins og sést hér
á myndinni er ágætt að raða
hverri tegund á öryggisnælu og
þannig halda öllu í röð og reglu.
Lambakjötsdagar
Vornámskeið
tiefst miðv
20. apríl.
& k\
J' Ballettskóli s*
Eddu ^ *
í Hagkaup hefjast í dag
cheving
Skúlatúni 4
Upplagt tækifærí
fyrir byriendur
tíl kynningar.
Innritun í síma 38360.
í DAG hefjast svokallaðir
„lambakjötsdagar“ í Hagkaup.
Um er að ræða verðlækkun á
fyrsta flokks lambakjöti úr
gæðaflokknum Dla.
Þær vörutegundir sem verður
boðið uppá era lambalæri, lamba-
hryggur, lambaframpartur, súpu-
kjöt og sagaður frampartur. Þá
verða hálfir skrokkar seldir á 398
krónur kílóið.
Lambalæri með beini verða seld
á 579 krónur kílóið, hryggur með
beini verður á 569 krónur kílóið,
súpukjötssagaður lambaframpartur
á 389 krónur kílóið, grillsagaður
lambaframpartur á 389 krónur kíló-
ið.
Samhliða þessum tilboðum verða
vörukynningar á vörum tengdum
lambakjöti eins og á lambagrýtu,
íslenskri kjötsúpu, kryddi og krydd-
jurtum, grænmetisblöndum og
fleiru. ■
VIKUNNAR