Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
í stórum dráttum fáum við kryddjurtir úr fjórum plöntuættum: vara-
blómaætt, sveipjurtaætt, körfublómaætt og liljuætt.
Kryddjurtir má rækta
á svölunum eða í eldhúsglugganum
KRYDD er kjarni fæðunnar, segir einhvers staðar, og víst er að
fátt getur verið eins skemmtilegt og ræktun kryddjurta, segir Haf-
steinn Hafliðason garðyrkjumaður. Kryddjurtir þurfa ekki mikið
rými í garðinum. Það er jafnvel hægt að hafa fullgildan kryddgarð
á svölunum eða í eldhúsglugganum.
í stórum dráttum fáum við
kryddjurtir úr fjórum plöntuættum:
varablómaætt, sveipjurtaætt,
körfublómaætt og liljuætt. Úr vara-
blómaætt koma tímían, órígan,
majoram, basilíka, rósmarín, salvía,
sar, ísópur, sítrónmelissa og mynt-
ur. Allar þessar plöntur getum við
ræktað hér á landi. Bragðefnin, sem
við sækjumst eftir í þeim, stafa af
rokgjömum olíum, sem finnast í
blöðum jurtanna. Rokgjörnu olíurn-
ar eru frá náttúrunnar hendi varúð-
arráðstöfun gegn nagi og ágangi
smádýra, en okkur finnast þær t.d.
ómissandi í pizzu- og pastaréttum,
farsi og í hrásalöt.
Kryddjurtum af varablómaætt er
sáð inni í mars/apríl. Best er að sá
nokkrum fræjum í hvern 10 sm
pott og sá í nokkra potta af hverri
tegund. Sáðpottarnir eru hafðir í
góðri birtu, sólskin er ekkert vanda-
mál, og plastpoki er settur yfir
meðan fræin spíra til að halda jöfn-
um raka á moldinni. Plastpokinn
er tekinn þegar komin eru þijú til
fjögur blöð á plönturnar ofan við
kímblöðin. Sé sáð í potta er óþarfi
að grisja, heldur er litið á það sem
vex í hveijum potti sem eina plöntu.
Þegar veður leyfir má gróðursetja
plönturnar úti í garði, í svalakassa
eða einfaldlega halda áfram að
rækta þær í glugganum. Þess ber
þó að geta að plöntur undir berum
himni verða bragðsterkari en þær
sem vaxa inni í glugga, segir Haf-
steinn.
Úr sveipjurtaætt kemur dill,
steinselja, skessujurt, kerfill, kúm-
en, anís, fennil og kóríander. Þess-
um tegundum, að þeim tveim síð-
asttöldu undanskildum, er best að
sá beint í garðinn þegar búið er að
undirbúa beðin snemma á vorin.
Fennil og kóríander er sáð í sáð-
bakka innanhúss í apríl og síðan
plantað út upp úr miðjum maí.
Skessujurt, sem er stórvaxin fjöl-
ær jurt, er oftast best að kaupa í
groðrastöðvum eða fá bút úr hnaus
hjá kunningjum.
Körfublómaættin leggur til mal-
urt, estragon, ömbru, reinfang,
morgunfrú og kamillu. Hinar fyrstu
eru rammar og gefa sérstakan keim
í snafsa, farsrétti og sósur. Morg-
unfrú og kamillu er gott að blanda
í hrásalöt, bæði blöðum og blómum.
Þær eru hreinsandi og græðandi
fyrir ýmsa kvilla og innanmein.
Þessum plöntum er sáð inni eða
úti, í reit á vorin. Einnig er hægt
að kaupa þær í gróðrastöð.
Af liljuætt má telja alla lauka,
sem notaðir eru til matargerðar.
Graslaukur og pípulaukur henta þar
best til ræktunar í pottum á svölun-
um eða sem hnausar úti í garði.
Þeim er sáð í potta á björtum stað
innivið í febrúar til maí og koma
mjög auðveldlega til. Af pípulauk
er nokkur hvítlaukskeimur, segir
Hafsteinn Hafliðason. ■
Mexíkósk matargerð
eins og hún gerist best í Grillinu
MEXÍKÓSKIR veisludagar standa nú sem hæst
á Hótel Sögu. Mexíkó er íslendingum ekki með
öllu ókunnugt, en nú gefst almenningi kostur á
að kynnast enn frekar þessu forvitnilega landi,
sérstaklega þó þeirri hlið sem hvað mesta at-
hygli hefur vakið, matargerðarlistinni. Það
verða þó ekki kryddlegin hjörtu á borðum í
Grillinu, en ýmsir forvitnilegir réttir kitla bragð-
laukana. Ferðamálaráð Mexíkó í London, Sendi-
ráð Mexíkó í Noregi og Ræðismannsskrifstofa
Mexíkó á íslandi standa að mexíkósku dögunum.
Meginmarkmiðið er að kynna
mexíkóska matargerð eins og hún
gerist best og fá gestir Grillsins
að njóta rétta, sem boðið er upp á
á fínustu veitingahúsum í Mexíkó.
Alejandro Caloca, yfirmatreiðslu-
meistari á lúxushótelinu Krystal
Vallarta, sem er staðsett í einum
af vinsælustu sumarleyfisbæjum
Mexíkó, Puerto Vallarta við
Kyrrahafsströndina, starfar þessa
dagana í Grillinu sem gestakokkur
við hlið íslenskra matreiðslumeist-
ara.
Hjá honum fengum við upp-
skrift vikunnar að þessu sinni sem
hann kýs að nefna „Carne Asada
a la Tampiquena" og útleggst á
íslensku sem „Glóðarsteikt krydd-
lögð nautalund að hætti Tampiqu-
enabúa“. Uppskriftin er fyrir sex
manns.
Mexíkóskir dagar standa fram
á sunnudag og er mexíkóskur
matur framreiddur í Grillinu á
kvöldin kl. 19.00 til 22.30. Hægt
er að velja um fjóra forrétti, fimm
aðalrétti og fjóra eftirrétti.
Auk þess er mexíkóskur bjór
og vín á boðstólum sem Hótel
Saga hefur sérstaklega flutt inn
vegna hátíðarinnar og ekki má
gleyma Tequila, þeim „fjöruga"
mexíkóska drykk.
Þá skemmtir Mariachi þjóðlaga-
sveitin matargestum sem skipuð
er 10 valinkunnum hljóðfæraleik-
urum, söngvurum og dönsurum.
Mexíkóski
gestakokkur-
inn Alejandro
Caloca ásamt
matreiðslu-
meisturunum
Karli Ásgeirs-
syni og Ragn-
ari Wessman.
Krydd nautalund
að" hætti Mexí-
kóbúa
1 V2 kg nautalundir eðo noutafile
700 g nýrnabaunir (frijoles)
3 kg lórperur (avókadó)
200 g ferskir tómatar
100 g ferskur chili-pipar
2-3laukar
70 g salt
2 sítrónur
40 g ferskt kóríander
'/t iceberg salat
2 dl ólífuolia
Taco-flögur
Hluti af chili-piparnum skorin
smátt og látin liggja í olíu í þijá
klukkutíma. Notað til að pensla
kjötið fyrir steikingu. Nautakjötið
snyrt og skorið í sneiðar og skal
miða við um það bil 170 grömm
á mann. Kjötið er kryddað eftir
smekk með salti og pipar og glóð-
arsteikt eða steikt á pönnu í olíu.
Baunastappa
l'A laukur saxaður og steiktur
í olíu í potti þar til hann fer að
mýkjast. Baunirnar stappaðar og
settar saman við. Látið malla í
fimm mínútur og hrært í á með-
an. Kryddað með helmingnum af
saltinu. Nýrnabaunir eru til niður-
soðnar, en ef þær eru ferskar þarf
að leggja þær í bleyti yfir nótt og
síðan eru þær soðnar í um 10
mínútur og látnar krauma í aðrar
40 mín.
Guacamolesósa
Avókadó er skorið í tvennt og
kjötið skafið innan úr. Tómatar,
laukur og chile-pipar fínt saxað
og avókadó bætt út í. Kóríander
smátt skorið og sett saman við
ásamt afganginum af saltinu. Safa
úr tveimur sítrónum er síðan hellt
saman við blönduna og hrært vel.
Réttinum er raðað á diskinn
þannig að ofan á iceberg salatið
fer guacamolesósan. Við hliðina
er baunastappan sett og síðan
kjötið. Taco-flögum er stungið í
maukið. ■
JI
Hreinsun bletta úr fatnaði
HREINSA skal bletti úr fatnaði eins fljótt og unnt er, þar sem hætt
er við að þeir festist í efninu ef dregst að taka þá til meðferðar.
Flestir blettir fara úr í þvotti en gæta þarf að ýmsu áður en fatnað-
urinn er þveginn. Að sögn Steinunnar Ingimundardóttir hjá Leiðbein-
ingarstöð heimilanna er töluvert um það að fólk leiti ráða við bletta-
hreinsun. Algengast er að fyrir fólki vefjist hvernig bregðast eigi
við þegar um er að ræða spurningu, blek, fitu og blóð í fatnaði.
Til að ná biki, olíum, olíumáln-
ingu og majonesi svo dæmi séu
tekin má væta lítinn og mjúkan
klút úr gljúpu efni í bensíni eða
tríklóretylen. Vætið fyrst í kringum
blettinn með klútnum og síðar inn
að miðju og nuddið léttilega yfir
hann svo að öruggt sé að engin
greinileg mörk myndist þar sem
efnið er rakt af hreinsiefninu og
þar sem það er þurrt, ella er hætt
við að rákir komi á flíkina eftir
Ókeypis básar
fyrir unglinga og
börn í Kolaportinu
UM næstu helgi ætla forráða-
menn Kolaportsins að gefa 280
börnum og unglingum tækifæri á
að koma og selja það sem þau
vilja og aðstöðuna fá þau ókeypis.
Auk þess sem þau fá ókeypis
sölubás þá fá þau líka endurgjalds-
laust að nota borð og fataslár.
Unga fólkinu er leyft að selja
nánast, hvað sem er 0g veitt verða
bókaverðlaun fyrir frumlegustu
tekjuöflunaraðferðina. ■
hreinsivökvann. Nuddið blettinn
þar til allt hreinsiefnið hefur gufað
upp. Leggið flíkina á stöðugt borð
við hreinsunina og hafíð gljúpt efni
undir blettinum.
Tríklóretylen gefur frá sér
eitraðar gufur. Hafið því glugga
opinn á meðan hreinsað er og var-
ist að láta börn ná í hreinsivök-
vann. Bensín er mjög eldfimt. Ver-
ið ekki nálægt opnum eldi og hafið
ekki logandi vindlinga í nánd við
vinnustaðinn.
Olíumálningu og bik þarf ef til
vill að nudda fyrst með terpentínu
til að mýkja blettinn og fjarlægja
hann síðan með bensíni eða tríkl-
óretylen.
Blek
Blekbletti skal skola með vatni
helst áður en blekið hefur náð að
þorna í efninu. Leggið blettinn í
sítrónusafa eða sítrónusýruupp-
lausn (1 tsk. í l dl af vatni). Skol-
ið og leggið hann síðan í salmíak-
vatn (1 tsk. salmíakspíritus í 1 dl
af vatni).
Blóð
Blóðblett skal leggja í kalt salt-
vatn (‘/2 tsk. salt í 1 dl af vatni).
Leggið þvott með blóðblettum í
bleyti í ylvolgt sóda- eða sápuvatn.
Gott er að nota þvottaefni með
efnakljúfum.
Kertavax
Skafið kertavax af með hnífi,
látið mjög heitt vatn renna á blett-
inn eða leggið þerripappír yfir og
undir hann og stijúkið með volgu
straujárni. Leifum af vaxi má ná
burt með tríklóretylen eða hreins-
uðu bensíni.
Lakk
Lakk og naglalakk má nudda
úr fatnaði með acetón eða þynni.
Reynið ætíð acetón og þynni á
pjötlu af efninu þar sem þau gjö-
reyðileggja öll acetatefni.
Mygla
Nuddið myglubletti með vínsýru-
upplausn (1 msk. í 1 dl af vatni).
Skolið og nuddið þá síðan með
salmíakvatni (1 tsk. salmíakspírit-
us í 1 dl af vatni) eða látið efnið
liggja í súrmjólk með einni tsk. af
salti í hvern lítra.
Tyggigímmi
Kælið blettinn með ísmolum í
plastpoka. Síðan er unnt að mylja
allt tyggigúmmíið úr eða skafa það
burt með hnífi. Afganginum má
ná burt með tríklóretylen eða bens-
íni.
Að lokum má nefna að ryð næst
úr fötum með ryðblettaeyði og eft-
ir það er skolað með vatni. ■
Hagkaup
í Hólagarði
selur rjómaís úr vél
f DAG verður hafin sala á
rjómaís úr vél í Hagkaup í Hóla-
garði en það hefur verið í undir-
búningi um hríð.
Ef viðtökur verða góðar og ísinn
mælist vel fyrir hjá neytendum
stendur til að að bjóða upp á
ijómaísinn í öðrum Hagkaups-
verslunum áður en langt um líður.
Hálfur lítri verður seldur á 139
krónur en einn lítri á 249 krónur.
10-11 verslun opnar
í dag í Borgarkringlunni
VERSLUNIN 10-11 opnaði í dag í Borgarkringlunni í 500 fermetra
húsnæði. Eiríkur Sigurðsson framkvæmdasljóri Vöruveltunnar hf.,
sem rekur 10-11 verslanirnar, segir verslunina byggjast á því að
viðskiptavinurinn geti gert innkaup sín á sem skemmstum tíma.
Viðskiptavinurinn þarf t.d. ekki
að bíða í biðröð eftir að grænmeti
verði vigtað, því það er gert við
afgreiðslukassann, auk þess sem
allt kjöt er tilbúið í umbúðum.
I tilefni opnunarinnar verða ýmis
tilboð og má nefna Goða pylsur á
499 krónur kílóið, nautaveislu á 599
krónur kílóið og brauðskinku á 798
krónur kílóið.
Þá verður tilboðsverð á 500 g
af Merrild kaffi 103 sem kostar 248
krónur, Ritzkex pakki er á 55 krón-
ur, Jacobs tekex á 39 krónur og
Pampers bleyjur á 898 krónur.
Pripps kostar 48 krónur, tvö kíló
af Ariel Ultra og Color kosta 598
krónur og Brazzi er seldur á 59
krónur. ■