Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
Tímabær þjónusta við
sjúk böm í Reykjavík
eftir Sigríði
Snæbjörnsdóttur
Málefni sem lúta að velferð flöl-
skyldunnar hafa sem betur fer feng-
ið meiri umfjöllun nú, en oft áður í
íslenskum stjómmálum. I nýrri
- stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjómarkosningamar er mikil
áhersla lögð á að bæta hag bama.
Ekki síst er vilji til að bæta aðstöðu
sjúkra barna. Þó mjög vel hafi verið
staðið að ýmsu er varðar þjónustu
við sjúk böm í Reykjavík er ljóst að
í nokkrum þáttum höfum við dregist
aftur úr. Þjónusta á sjúkrahúsum við
fullorðna í Reykjavík er með því
besta sem gerist í heiminum bæði
hvað varðar kostnað og gæði. Ef lit-
ið er á þjónustu við börn á sjúkrahús-
um er ljóst að gera má betur.
Leggja þarf áherslu á bætta þjón-
ustu við sjúk böm og_ fjölskyldur
þeirra á tvennan hátt. Í fyrsta lagi
SANYL-
Þakrennur fyrir
íslenska veðráttu
§ÁLFABOmv
KNARRARVOGI 4 • * 686755
„Leggja þarf áherslu á
bætta þjónustu við sjúk
börn og fjölskyldur
þeirra á tvennan hátt.
I fyrsta lagi með því að
styðja við opnun barna-
deildar á Borgarspítal-
anum og í öðru lagi með
stuðningi við nýja
byggingu Barnaspítala
hringsins."
með því að styðja við opnun bama-
deildar á Borgarspítaianum og í öðru
lagi með stuðningi við nýja byggingu
Bamaspítala hringsins.
Á Borgarspítalanum liggja á
hveijum tíma 10-12 böm á hinum
ýmsu deildum spítalans. Ekki verður
unnt að flytja þau börn annað vegna
þeirrar sérhæfðu þjónustu sem ein-
göngu er og verður þar. Þessi böm
liggja þá gjarnan á stofum með full-
orðnu fólki sem hefur gjörólíkar þarf-
ir. Skipulag og vinnufyrirkomulag
miðast við þarfir fullorðinna þar sem
oft og tíðum fer fram afar sérhæfð
meðferð og umönnun. Þó reynt hafi
verið að sinna börnum eftir bestu
getu við þessar erfiðu aðstæður em
þær alls ekki nógu góðar. Ekki er
gert ráð fyrir foreldrum á deildum
nema að litlu leyti og að sjálfsögðu
fylgir þeim meiri ókyrrð, grátur og
gnístan tanna, sem veldur truflun á
stofum fullorðinna. Ekki síður er
þetta óþægilegt fyrir foreldra og
aðra nána ættingja sjúkra barna.
Starfsfólk Borgarspítalans, sem
býr yfir mikilli þekkingu og þjálfun
í þjónustu við fullorðna getur ekki
yfirfært þá þekkingu beint yfír á
böm. Börn eru ekki litlir fullorðnir
einstaklingar. Það ríkir einhugur
meðal starfsfólks Borgarspítalans
um að fá þangað bamadeild og það
skynjar mjög sterkt þörfina. Böm
þurfa og eiga rétt á sérhæfðri með-
ferð og umönnun alveg á sama hátt
og fullorðnir, sem tekur sérstakt mið
af þörfum þeirra bæði hvað varðar
sjúkdóma og almennan þroska bg
uppeldi. Nauðsynlegt er því að sam-
eina krafta og þekkingu starfsfólks
í þágu sjúkra bama með opnun
bamadeildar á Borgarspítalanum.
Margt bendir til að bamadeild
Landakotsspítala verði flutt á Borg-
arspítalann og hefur heilbrigðismála-
ráðherra m.a. gefið vísbendingar um
að svo muni verða. Starfsfólk beggja
spítala hefur lýst eindregnum vilja
um að sú ákvörðun megi ná fram
Fylgstu með a fimmtudögum!
Vibskipti/atvinnulíf kemui út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úi
viðskiptalífinu hér á landi og eilendis. Fylgst ei meðal annais með verðbréfamöikuðum,
bilaviðskiptum, veislun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum.
Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk.
Einnig skrifa sérfióbii abilar um málefni sem tengjast tölvum og vibskiptum.
- kjarnl málslns!
Sigríður Snæbjörnsdóttir
að ganga og fært fyrir þeim flutn-
ingi margvísleg fagleg rök málinu
til stuðnings. Verði af flutningi
barnadeildar Landakotsspítala á
Borgarspítalanum mun það leiða til
enn meiri ávinnings fyrir sjúk börn
og aðstandendur þeirra.
Ljóst er að þó barnadeild verði
opnuð á Borgarspítalanum verður
Barnaspítali hringsins áfram miðstöð
sérhæfðrar þjónustu vi sjúk börn á
íslandi. Mikil nauðsyn er á því að
aðstaða þar verði endurnýjuð, aukin
og bætt með tilliti til aukinna krafa
og breyttra tíma.
Sjálfstæðismenn vilja styðja
myndarlega við nýja byggingu Bam-
aspítala hringsins og hafa lofað 100
milljóna króna fjárframlagi til upp-
byggingar bamaspítalans á næsta
kjörtímabili. Þannig vilja sjálfstæðis-
menn leggja sitt af mörkum til að
betur verði búið að sjúkum börnum í
Reykjavík.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri
Borgarspítalans og 10. maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í
borgárstjórnarkosningunum í vor.
Ég vil breyta
eftir Einar
Gunnarsson
Markús Örn Antonsson skrifar nú
mikið í Moggann og það á borgar-
stjóralaunum. Þær eru hálf nötur-
legar þessar greinar hans, eins og
skrifaðar af dmkknandi manni. Síð-
asta greinin sem ég las birtist 9.
apríl sl. og byijar hún á að lýsa því
hvað öfund og metingur sé hættu-
legur svo lítilli þjóð sem okkar og
hvetur Markús til samstöðu meðal
þegnanna. Greinin fjallar svo ekki
um þetta mál heldur byijar Markús
á að rífa niður, sundra og sýna því
fólki skæting og kasta í það óþverra,
sem býður sig fram til starfa fyrir
borgarbúa í komandi kosningum.
Þeir sem standa Markúsi næst og
þykir eitthvað vænt um hann, ættu
að tala um fyrir manninum og fá
hann til að draga sig í hlé.
Örvænting mannsins, sem hleyp-
ur nú frá ábyrgðinni, segir af sér
sem borgarstjóri, svíkur flokksmenn
sýna með því að hoppa af sökkv-
andi skipi sínu, virðist vera alger.
Breytingar til batnaðar
Ég og aðrir borgarbúar krefjumst
þess nú að tekin verði upp önnur
vinnubrögð en Markús Örn Antons-
son og FLOKKURINN hans hafa
viðhaft, að þau séu liðin tíð. Hverfa-
stjórnir og umboðsmaður fólksins
em liður í því. Það er ekkert skrítið
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu
andsnúnir opnara stjórnkerfi. Spill-
ingin sem þeir standa fyrir og em
ábyrgir fyrir verður opinbemð og
það sem meira er, ef þessir fulltrúar
kæmust til valda á ný, verður það
nær ókleift fyrir þá að bytja aftur
Einar Gunnarsson.
„Eg og aðrir borgarbú-
ar krefjumst þess nú að
tekin verði upp önnur
vinnubrögð en Markús
Orn Antonsson og
FLOKKURINN hans
hafa viðhaft, að þau séu
liðin tíð.“
á prettunum eftir að stjórnkerfið
hefur verið opnað.
Guðrúnar þáttur Zoega
Ung, velmenntuð kona, Guðrún
Zoéga, frambjóðandi Flokksins,
heldur því fram í sama blaði og
Markús skrifar í, að allar ákvarðan-
ir varðandi stjórn borgarinnar séu
teknar á lýðræðislegan hátt. En sú
firra. Ef þær ákvarðanir sem Flokk-
urinn tók varðandi SVR eru að
hennar áliti lýðræðislegar þá er hún
hættuleg lýðræðinu. Sveinn Andri
Sveinsson skildi ekki og skilur ekki
hugtakið lýðræði og þvi höfnuðu
flokksmenn honum í prófkjöri
Flokksins. Fólkið vildi breytingar.
Svo virðist vera að Guðrún hafi villt
á sér heimildir og að hún ætli að
halda áfram á sömu braut og aðrir
skúmaskotastjórnendur Flokksins.
Ég mun kjósa R listann vegna
þess að ég veit að þar er fólk með
lýðræðislega hugsun og það vill að
ég fái tækifæri til að hafa áhrif
oftar en á fjögurra ára fresti, hvern-
ig borginni er stjómað og hvernig
fjármunum borgarinnar er og verð-
ur varið.
I
Höfundur er formaður Félags
blikksmiða ogsatístjórn SVR
áður en fyrirtækinu var breytt í
hlutafclag.