Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
Albert S. Guðmundsson
fyrrverandi ráðherra
Albert nýkominn heim árið 1956 og stofnar þá strax heildsölu sína
en á veggnum fyrir ofan hann hangir mynd af Sigurboganum í París
í Frakklandi þar sem hann átti síðar eftir að gegna sendiherra-
starfi. Ljósm. Ól. K. M.
aftasta þingsæti kjörinna sjálfstæð-
ismanna í höfuðborginni. I næstu
kosningum þar á eftir var hann sig-
urvegarinn, hafði sett formann
flokksins og forsætisráðherra aftur
fyrir sig. Þaðan í frá var styrkur
hans slíkur að hann hafði örlög
flokks og höfuðatburði í hendi sér.
Það var Albert sem í raun veitti
Gunnari umboð til stjórnarmyndun-
ar. Það var Albert sem byggði
brúna sem Geir gekk eftir á ný inn
í stjómarráðið. Það var Albert sem
tók embætti íjármálaráðherra þeg-
ar enginn í ráðherraliði flokksins
lagði í þá þraut. Það var Albert sem
stofnaði nýjan stjómmálaflokk þeg-
ar nýr og ungur formaður Sjálf-
stæðisflokksins setti hann út úr rík-
isstjóm og Albert vann stærri sigur
en nokkur annar sem ógnað hefur
fylgiskipan þjóðflokksins. Hinn nýi
flokkur hans varð mikilvægasta
forsendan fyrir brotthvarfí Þor-
steins úr forsætisráðuneytinu og
þar með formannsskiptunum í
Sjálfstæðisflokknum þótt Albert
væri þá sestur í æðsta tignarsæti
Islendinga á franskri gmndu. Jafn-
vel ferill Davíðs var mótaður af
örlagaskrefum Alberts. Það var
umfram annað forsetaframboðið
sem varð til þess að borgarfulltrú-
inn ungi gat tekið sæti oddvita
Sjálfstæðisflokksins. Enginn mann-
legur máttur nema ákvörðun Al-
berts sjálfs hefði getað fært borgar-
stjóraembættið til annars.
Hvílík saga: Að ráða meim um
stöðu Gunnars og Geirs, Þorsteins
og Davíðs en nokkur annar og hafa
enn í vetur slíkt vald að fyrsta verk
Áma þegar hann tók við af Mark-
úsi var að sækja Albert heim og
biðja um blessun.
Úr sætum annarra flokka höfum
við hin horft á þetta mikla drama
í nær tvo áratugi. Sum okkar vomm
svo lánsöm að fá að njóta nærver-
unnar við Albert og eignast síðan
í honum góðan vin. Mér er til efs
að nokkur forystumaður í íslenskum
stjómmálum hafí á þessu tímabili
lagt jafn mikla rækt við að kynnast
fulltrúum annarra flokka, verið jafn
trúr því viðhorfi að mannkosti skuli
ávallt setja ofar hagsmunum.
Fyrir vestan ólst ég upp við goð-
sögnina um hetjuna á fótboltavöll-
um útlandanna, útlanda sem þá
vom svo órafjarri því sem nú er
að erfitt er fyrir æskufólk nútímans
að skilja hve ótrúlegur ferill Alberts
var á þeim ámm. Ég horfði síðan
hugfanginn á hann leika á Melavell-
inum eftir að hann kom heim en
hafði áður sett Ríkharð af Skagan-
um í öndvegi. En ég kynntist Al-
bert ekki fyrr en ég tók ungur sæti
á Alþingi. Þau kynni urðu fljótt að
vináttu og trúnaði sem urðu mér
dýrmæt í hörðum heimi stjórnmála-
baráttunnar.
Albert var skarpgreindur og með
ótrúlegt næmi á menn og málefni.
Hann hafði skýrari dómgreind en
flestir sem ég hef rætt við um
stjórnmál hérlendis og erlendis.
Sumir hafa átt erfitt með að trúa
að prófessorinn í stjórnmálafræði
gæti sótt lærdóm og visku til manns
með slíkan bakgmnn og án þess
aga sem stundum næst með lang-
skólanámi. Albert Guðmundsson
var að mínum dómi einhver gáfað-
asti stjórnmálamaður íslendinga á
síðari áratugum. Gáfur hans vom
hins vegar ekki allra og hann kaus
að sýna ekki margbreytileika þeirra
nema viðmælandi væri vinur og
verðskuldaði trúnað. Á opinberum
vettvangi var hann maður hinna
einföldu lýsinga og fæstra orða. í
samræðum okkar tveggja var dóm-
greindin eins og beittur geisli og
skarpleikinn líkur hörðum gim-
steini.
Það hefur vissulega verið stór-
brotin sýning fyrir Islendinga að
fylgjast með og taka þátt í æviferli
Alberts Guðmundssonar. En það
vom einstæð forréttindi að geta átt
með honum trúnaðarstundir þar
sem merin og málefni vom rædd á
þann hátt sem aldrei gleymist.
A kveðjustund þakka ég þessar
stundir, þakka vináttu sem hefur
verið mér dýrmæt reynsla.
Við ræddum síðast saman yfir
hádegisverði á Hótel Borg fyrir
nokkmm vikum. Það var greinilegt
að sumum í salnum fannst sér-
kennilegt að sjá formann Alþýðu-
bandalagsins og hinn heimkomna
sendiherra sitja saman hátt i þriðju
klukkustund í nánum samræðum.
Jafnvel fáeinir kunningjar mínir úr
forystusveit R-listans sem þá var í
fæðingu og sátu á nálægu borði
gutu til okkar homauga. Þessi sak-
lausi hádegisverður okkar skapaði
greinilega spennu í salnum. Við
Albert höfðum yfirleitt ekki valið
opinbera samkomustaði fyrir sam-
ræður okkar. Nú vildi hann endilega
að við snæddum saman á hans
gamla heimavelli, Hótel Borg.
Sendiherrann átti bara að vera á
eftirlaunum en allur stjómmála-
heimurinn titraði af eftirvæntingu:
Myndi gamla kempan mæta til leiks
á ný?
En nú er hann allur, spennan
horfin. Aðeins fráfall hans sjálfs
gat veitt úrskurð um að nú væri
leiknum endanlega lokið.
Þegar ég frétti andlát Alberts til
fjarlægrar heimsálfu og þau
óvæntu tíðindi héldu fyrir mér vöku
í heitri nóttinni, þá varð þessi síð-
asta samræða okkar tákn um allt
það besta í fari hans. Um gáfurn-
ar, hlýleikann, kraftinn, dómgreind-
ina, vináttuna, áhugann og viljann
til að gera vel. Kannski færi ég
einhvem tímann í letur það sem
okkur fór á milli til að veita öðmm
innsýn í hve margslunginn og mikil-
hæfur Albert Guðmundsson var í
hugum okkar sem bámm gæfu til
að kynnast honum vel.
Við Guðrún fæmm íjölskyldu
Alberts samúðarkveðjur og vonum
að minningin um góðan dreng og
stórbrotinn forystumann muni létta
þeim sorg sem svo óvænt barði að.
dyram.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ekki er það ætlun mín að rekja
æviferil Alberts Guðmundssonar.
Það gera aðrir. Ég hyggst aðeins
kveðja góðan vin og samstarfsmann
með fáeinum orðum.
Við Albert áttum náið samstarf
í ríkisstjóm minni 1983-1987,
einkum þau ár sem hann gegndi
störfum fjármáiaráðherra. Var það
samstarf með ágætum og leiddi til
góðrar vináttu.
Albert lagði mikinn metnað í
starf sitt sem fjármáiaráðherra. Það
starf er ætíð eitt hið erfiðasta í
hverri ríkisstjórn og aldrei verður
gert svo öllum líki. Albert lagði sig
þó fram við að skoða hveija tillögu
af sanngirni. Hann leitaði til mín
sem forsætisráðherra og óskaði eft-
ir því að ég settist með sér yfir
athugasemdir og óskir annarra ráð-
herra, sem ég gerði. Hef ég ekki
átt svo náið samstarf við annan fjár-
málaráðherra. Líkaði mér það sam-
starf vel.
Ekki verða hér raktir þeir mörgu
fundir sem við áttum um hin fjöl-
mörgu vandamál sem upp komu
eins og ætíð í ríkisstjórn. Áðalatrið-
ið er að slík mál voru rædd og yfír-
leitt Ieyst. Er ég Albert þakklátur
fyrir hans góða vilja. Mættu ýmsir
taka sér Albert til fyrirmyndar að
þessu leyti.
Albert var einlægur vinur þeirra
sem minni máttar em og í erfiðleik-
um áttu. Hann lagði sig fram við
að leysa slík mál, jafnvel þau
smæstu. Hann gladdist þegar slíkt
tókst.
Eins og kunnugt er var Albert í
Samvinnuskólanum og varð á milli
hans og Jónasar Jónssonar góð vin-
átta, sem Albert lagði rækt við.
Albert beitti sér fyrir því að brjóst-
mynd af Jónasi var reist við Arnar-
hvol. Ég hygg að mikið af sam-
vinnu- og félagshyggjuhugsjón Jón-
asar hafí lifað í huga og hjarta
Alberts.
Albert Guðmundsson var, eins
og alþjóð veit, mikill afreksmaður
í íþróttum. Af þeim krafti og einurð
gekk hann fram í hvetju máli. Mikil-
vægast er þó að Albert var dreng-
skaparmaður. Það var að mínu
mati hans aðalsmerki, fyrst og
fremst.
Með samstarfí okkar Alberts
hófst einlæg vinátta sem hélst.
Þannig mun ég geyma minninguna
um Albert.
Við hjónin vottum eftirlifandi
eiginkonu Alberts, Brynhildi Jó-
hannsdóttur, og börnum þeirra, ein-
læga samúð okkar. Við biðjum þeim
Guðs blessunar.
Steingrímur Hermannsson.
Kveðja frá sendiherra
Frakklands
Skyndilegt fráfall herra Alberts
Guðmundssonar, sendiherra íslands
í Frakklandi frá 1989 til 1993, var
mér mikil harmafregn.
Hann var gæddur miklum mann-
kostum og langar mig að minnast
sérstaklega þeirra , sem viðkoma
tengslum hans við land mitt.
Löngu áður en hann var skipaður
sendiherra, hafði Albert Guðmunds-
son myndað mjög náin tengsl við
Frakkland.
Sem atvinnuknattspyrnumaður
hafði hann aflað sér mikilla vin-
sælda meðal íþróttaáhugamanna,
en hann var í fyrstu liðsmaður
knattspyrnufélags Nancy, því næst
liðsmaður félagsins Racing Club de
Paris og síðast var hann liðsmaður
í félaginu Olympic Gymnaste Club
de Nice.
Ég vil einnig minnast starfa hans
í Reykjavík, en hann var ötull stuðn-
ingsmaður og forseti Alliance
Frangaise. Hann átti og stóran þátt
í þróun viðskipta milli landa okkar.
Ég og forverar mínir í þessu emb-
ætti höfum notið stuðnings hans í
ríkum mæli.
Þegar hann sneri aftur til Frakk-
lands sem sendiherra (en þar kaus
hann gjarna að dvelja á eigin veg-
um, hann var heiðursborgari Nice),
gafst honum tækifæri til þess að
endumýja gömul vinatengsl og
skapa ný. Eg kýs einnig að fram
komi að skömmu eftir komu hans
til Reykjavíkur, barst mér erindi frá
Mitterrand forseta, þar sem hann
spurðist fyrir um heilsu hans. Þar
sem mér hafði gefíst tækifæri til
þess að hitta Albert Guðmundsson,
taldi ég mig geta veitt jákvæð svör
við þeirri fyrirspurn.
Mér er því mikill harmur að
ótímabæru andláti þessa mikla
Frakklandsvinar.
Framjois Rey-Coquais.
Það verður trauðla sagt um Al-
bert Guðmundsson að hann hafi
verið maður lítilla sanda og lítilla
sæva. Þvert á móti var hann hinn
mikli senuþjófur, sem alltaf kom
jafn mikið á óvart í hvaða hlutverki
sem var. Og einnig þegar hann
kvaddi, svo snöggt og svo óvænt
féll tjaldið.
Ósjálfrátt leitar hugurinn til
baka, aftur til unglingsáranna. Með
stolti fylgdist ég eins og jafnaldrar
mínir með heimkomu knattspyrnu-
hetjunnar, sem gert hafði garðinn
frægan bæði í Skotlandi og Eng-
landi svo og á meginlandi Evrópu.
Frægð og frami Alberts fyllti okkur
strákana eldmóði og hvatti okkur
til dáða. í bláma þessara ára var
hann stjarnan, sem varðaði veginn.
Hlutverk Alberts í íslenzkri
knattspyrnu var engan veginn lok-
ið, þegar hann lagði sjálfur skóna
á hilluna. Nokkur lægð hafði verið
í knattspyrnu hérlendis á sjöunda
áratugnum og virtist sem íslenzkir
knattspyrnumenn væru haldnir
minnimáttarkennd gagnvart er-
Iendum þjóðum. Það var þá, sem
leitað var til Alberts um að hann
tæki að sér forystu í Knattspyrnu-
sambandi íslands. Með því urðu
alger straumhvörf, því að hann taldi
kjark í íslenzka knattspyrnumenn
og sannfærði þá um, að þeir gætu
staðið jafnfætis stórþjóðunum, ef
viljinn væri fyrir hendi. Það hreif
og síðan hafa knattspyrnumenn
okkar staðið í báða fætur.
Meðal merkra málefna sem Al-
bert Guðmundsson beitti sér fyrir
sem formaður KSÍ var að endur-
vekja getraunastarfsemina hérlend-
is og þar með að styrkja fjárhags-
legan grundvöll íþróttafélaganna.
Eftir farsælt samstarf á sviði
íþróttamála, lágu leiðir okkar Al-
berts aftur saman í borgarstjórn
Reykjavíkur. Á þeim vettvangi
beitti hann sér fyrir margvíslegum
málefnum^ og þá ekki sízt fyrir eldri
borgara. I þeim málaflokki tókst
Albert að sameina krafta meirihluta
og minnihluta þannig, að borgar-
stjórnin starfaði eins og einn maður.
Síðar sneri Albert sér að lands-
málunum, eins og kunnugt er, þar
sem hann vann stóra sigra, en
mátti einnig lúta í lægra haldi um
hríð vegna óvæginna árása. Er
óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir
glæsilegt „comeback" hafi sárin
aldrei fyllilega gróið, er hann fékk
í þeim átökum.
Það hefur réttilega verið sagt,
að Albert hafí verið greiðvikinn. Sl.
sumar leitaði ég til hans um smá-
vægilega aðstoð. Þá var hann sendi-
herra Islands í París. Ég bað hann
um aðstoð við að útvega dóttur
minni hótelgistingu eina nótt í Par-
ís á leið hennar til Austurlanda fjær.
Svörin sem ég fékk voru einföld og
skýr: „Ég tek á móti henni á flug-
vellinum og hún gistir hjá okkur
hjónunum."
Allt gekk þetta eftir. Og ekki nóg
með það. Sendiherrann fór í sér-
staka skoðunarferð með ungu döm-
una og sýndi henni merkustu stað-
ina, áður en hann skilaði henni aft-
ur út á flugvöll daginn eftir. Gest-
risni þeirra hjóna Brynhildar og
Alberts var henni ógleymanleg.
Ég kveð góðan vin og samferða-
mann með söknuði um leið og ég
sendi Brynhildi og fjölskyldu þeirra
innilegustu samúðarkveðjur.
Alfreð Þorsteinsson.
Ég kynntist Albert Guðmunds-
syni fyrst í kosningabaráttu fyrir
borgarstjórnarkosningar 1970.
Við vorum báðir í fyrsta sinn í
framboði, hvor fyrir sinn flokk, og
eins og gefur að skilja deildum við
hart þegar tækifæri gafst.
Þegar ég mætti á minn fyrsta
fund í borgarstjórn Reykjavíkur, í
Skúlatúni 2, nýkjörinn borgarfull-
trúi, þá urðum við Albert tveir ein-
ir samferða upp í lyftunni.
Við heilsuðumst kurteislega þeg-
ar við mættumst en á leiðinni upp
sagði Albert allt í einu mjög glettn-
islega: „Þarna sérðu, stundum eig-
um við samleið!“
Þessi orð reyndust orð að sönnu,
því oft gerðist það, bæði á opnum
vettvangi sem á lokuðum nefndar-
fundum, að við Albert reyndumst
vera á sama máli um ýmislegt, sér-
staklega þó þau málefni er vörðuðu
lítilmagnann í þjóðfélaginu.
Ekki gladdi þessi samstaða okkar
samherja hans í stjórnmálunum en
Albert lét engan segja sér fyrir
verkum og þess vegna var um hann
sagt af hans eigin flokksmönnum
að hann rækist illa í flokki.
Eitt af þeim málum sem Albert
beitti sér mjög drengilega í var
bygging íbúða fyrir aldraða. Þar
naut hann óskipts stuðnings þáver-
andi minnihluta í borgarstjórn og
það reið án efa baggamuninn.
Enda fór það svo að þegar vinstri
menn náðu meirihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur 1978-1982 þá
var Albert Guðmundssyni áfram
falin formennska í byggingarnefnd
aldraðra.
Slíkt var traustið til hans og slík
var trúmennska hans við þetta
mikla verkefni sem átti hug hans
og starfskrafta um nokkurt skeið.
Um Albert Guðmundsson ætla
ég ekki að skrifa langt mál.
Engan annan íslending veit ég
sem skrifaðar hafa verið um tvær
ævisögur í lifanda lífí.
Á vegferðinni um lífíð hittir mað-
ur margar manneskjur og á með
þeim mislanga samleið.
Með Albert Guðmundssyni átti
ég samleið í sameiginlegu starfi um
16 ára skeið og hann reyndist góð-
ur og minnisstæður samferðamað-
ur.
Að leiðarlokum er ég þakklátur
forsjóninni fyrir þessi kynni um leið
og ég votta eiginkonu hans og börn-
um samúð mína.
Sigurjón Pétursson.
Lærifaðir minn í blaðamennsku,
Valtýr heitinn Stefánsson ritstjóri
og aðaleigandi Morgunblaðsins um
langt skeið, útskýrði eitt sinn fyrir
mér raunverulega merkingu kín-
versks orðatiltækis sem hljóðar á
þessa leið í íslenzkri þýðingu: „Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir.“
Þá sem nú var raunveruleg merking
þessa orðatiltækis oft mistúlkuð.
Flestir töldu að þetta ætti einkum
við þegar æskufólk, eða fólk á fyrri
hluta lífskeiðs, hverfur úr jarðvist-
inni. Að dómi Valtýs var raunveru-
leg merking orðatiltækisins sú, að
það skiptir engu máli, hversu gam-
all að ámm virtur og elskaður per-
sónuleiki er þá er hann deyr, því
andlát slíkrar persónu ber alltaf of
snemma að. Hans er saknað um-
fram aðra af því hann er dáður
umfram aðra.
Ég get vart hugsað mér að raun-
veruleg merking hins kínverska
orðatiltækis eigi betur við nokkurn