Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 59

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 59 Framtíð landbúnaðarins - hagsmunir hverra? Frá Gunnlaugi Júlíussyni: í tæpt ár hefur stjórnarflokkunum ekki tekist að útkljá deilur um út- færslu á ýmsum atriðum er varða málefni landbúnaðarins sem upp hafa komið í sambandi við GATT- samningana og fyrirsjáanlega aukn- ingu á innflutningi búvara. Þar er annars vegar deilt um áherslur varð- andi álagningu jöfnunargjalda og tolla á innfluttar búvörur og hins vegar er deilt um hvar í stjómkerfinu þessum málum verði komið fyrir. Oftar en einu sinni hefur legið við stjómarslitum vegna hatrammra deilna vegna þessa og alþingi var slitið með nokkuð óvenjulegum hætti sl. vor, vegna þess að þrætur um úrfærslu þessara mála höfðu leitt menn í öngstræti. Hagsmunir hverra eru á ferðinni? Það hefur nokkuð borið við í þeirri umræðu sem sprottið hefur upp í þessu sambandið að því er haldið fram að málefni landbúnaðarins varði einungis bændur. Deilunni er stillt upp sem hagsmunaátökum milli Þyrlukaup og fleira Frá Kristjáni Péturssyni: íslenska þjóðin hefur í rúm tvö ár orðið vitni að ótrúlegu fram- kvæmda- og getuleysi stjórnvalda varðandi kaup á björgunarþyrlu. Ég ætla ekki að rekja sögu þessa máls, hún er öllum Ijós, hana má reyndar skrá í þremur orðum, van- þekking, dugleysi og ábyrgðarleysi. Sárast af öllu er þó, að vanrækslan bitnar á þeim sem síst skyldi. Það hefur lengi verið skoðun mín, að íslensk stjórnvöld ættu að gera samning við bandarísk stjórnvöld um rekstur á björgunarþyrlum vamar- liðsins. Yfirstjóm þessa flugreksturs yrði í höndum flugrekstrardeidlar Landhelgisgæslunnar, sem jafnframt yrði staðsett á Keflavíkurflugvelli. Á vegum hennar myndu líka starfa fastráðnir menn, sem væru sérhæfð- ir í almennum björgunarstörfum. Þeir sæju einnig um þjálfun björgun- arsveita í örðum landshlutum. Af einhvetjum ástæðum hafa um- ræður um björguanrstörf íslenskra sjómanna á fjarlægum miðum utan landhelgi íslands verið vanrækt. Hundruð sjómanna stunda úthafs- veiðar og fer þeim fjölgandi með hveiju ári, m.a. vegna minnkandi fiskafla innan 200 mílna fiskveiðilög- sögunnar. Við leysum ekki öryggis- og björgunarmál þessara sjómanna með þyrlu einni saman, hún verður að fá eldsneytisáfyllingu frá birðga- vél eins og fjölmörg dæmi sanna. í umræðum utan sem innan Al- þingis hefur þessi veigamikli og sjálf- sagði þáttur björgunaraðgerða hrein- lega dottið upp fyrir. Það er fullkom- ið ábyrgðarleysi og lýsir fádæma fá- fræði í allri málsmeðferð að halda því fram að ein þyrla, hversu ve! búin tækjum sem hún er, geti sinnt öllum björgunarstörfum á því stóra haf- svæði sem skipin sækja á. íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að þyrludeild varnarliðsins verði hér áfram. Við höfum haft mjög góð samskipti við varnarliðið í flugbjörgunarmálum um langt skeið og eigum því að efla það. Við ættum sem allra fyrst að gera verksamning ef kostur er við varnarliðið um rekst- ur flugbjörgunarsveitarinnar og jafn- framt að taka upp viðræður við NATO um að það greiði að hluta til rekstrarkostnað við björgunarstörf á norðanveruðu Atlandshafí, enda stundar stór floti frá þessum ríkjum veiðar utan 200 mílna línunnar. Ríkistjómin verður að vera sam- stiga í þessu máli, við erum búin að fá meira en nóg af dæmalausum upphlaupum pólitískra rausara. Okk- ur ber skylda til að sjá til þess, að íslenskir sjómenn njóti fyllsta örygg- is innan sem utan fiskveiðilögsög- unnar. Sjómenn og útgerðarmenn eiga ótvíræðan rétt á ríkulegum fjár- veitingum til öryggismála, þeir vinna hættulegustu störfin, en jafnframt þau mikilvægustu. Vel þjálfaðar og tæknibúnar björgunarsveitir er sú líflína, sem sjómenn verða að treysta og það er stjómvalda að sjá til þess að þeim markmiðum sé náð. Þessi mál eiga að hafa algjöran forgang, fleiri slys vegna skorts á fullkomnum tækjum og virku skipulagi björgun- armála em íslensku þjóðinni ekki sæmandi. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrveradi deildarstjóri. VELVAKANDI BROTALÖM REIÐUR símnotandi hringdi til Velvakanda til að kvarta undan vakningarþjónustu Pósts og síma. Borið hefur á því að þjón- usta Pósts og síma hafi hringt heim til hans á nóttunni og sagt að beðið hafi verið um þá þjón- ustu að hann væri vakinn. Opr- úttnir náungar hafa þá líklega hringt og beðið um þessa þjón- ustu fyrir hans hönd og í hans óþökk. Ekki er nokkur leið að rekja þessar beiðnir og með því er fólki gert auðvelt fyrir að stunda símaat með aðstoð Pósts og síma. Reiði símnotandans beindist þó í raun ekki að Pósti og síma og þjónustu fyrirtækis- ins, heldur þeim sem misnota hana svona. SKÁKKENNSLU í SJÓNVARPIÐ VELVAKANDI. Þökk fyrir margar góðar greinar. Osk mín var að koma á framfæri við Sjón- varpið að gerðir verði þættir um kennslu í skák, ætlaðir börnum. Fyrst ætti að segja frá nöfnum manna í skák, þá sýna hvað þeir geta og mannganginn, og að sjálfsögðu að börn yrðu þar að verki, með leiðbeinanda. Ég tel að það yrði til að glæða áhuga á skák. Ekki þyrfti nema fimm mínútur í senn og að for- eldrar segðu börnum hvenær næsti þáttur yrði. Einnig mætti sýna leiki í myllUj er það léttara viðfangs- efni. íþóttum eru gerð góð skil, en gaman væri að fá börn i æf- ingar, pilta og stúlkur, tel ég það gæti orðið tómstundagaman hjá þeim. Ekki væri úr vegi að kenna leik því þar er af miklu að taka. Viggó Nathanaelsson GÆLUDÝR Köttur í óskilum ÞESSI ógelti fressköttur er sest- ur að hjá heimilisfólkinu á Arn- artanga 24, Mosfellsbæ. Hann hefur dvalist þar í u.þ.b. mánuð. Þeir sem kannast við köttinn vin- samlega hafi samband í síma 666610. bænda annars vegar og neytenda hins vegar. Til dæmis má vitna í grein eftir Jón Sigurðsson í Morg- unblaðinu frá 1. mars sl. Þar segir hann t.d. að „ljóst sé að hér rekist á hagsmunir bænda annars vegar og neytenda hins vegar“. Síðar segir að „Stéttarsamband bænda hafi sinn eigin ráðherra, sem síðastur manna eigi að fá úrskurðarvald um hags- munaárekstra bænda við umhverfi sitt!!“. í því er fólgin mikil og hættu- leg einföldun að halda því fram að það séu einungis bændur sem hafi ástæðu til að hafa áhyggjur þegar málefni landbúnaðarins eru til um- fjöllunar og verið að leggja grunn að framtíðarskipan hans. Það er mjög fjarri raunveruleikanum að stilla dæminu þannig upp að annars vegar séu hagsmunir 4.500 bænda og hins vegar hagsmunir allra neyt- enda í landinu. Nú eru bændur að sjálfsögðu neytendur, en það eru rök sem fáir hlusta á. Mikill fjöldi fólks um allt land tengist landbúnaðinum á einn eða annan hátt. Má þar til nefna þá sem veita bændum marg- háttaða þjónustu, starfsmenn í úr- vinnsluiðnaði, þjónustu honum tengda og framvegis: með því að láta hugann reika hringinn i kringum landið kemur fljótt í ljós hve nátengd- ur landbúnaðurinn er þéttbýlisstöð- um um allt land. íbúar í Borgarnesi, Búðardal, Patreksfirði, Isafírði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðár- króki, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri, Þórshöfn, Vopnafírði, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn, Kirkjubæjar- klaustri, Hvolsvelli, Hellu, Selfossi og Hveragerði byggja atvinnu sína og afkomu að meira eða minna leyti á landbúnaðinum. Það liggur því í augum uppi að það eru ekki einung- is bændur sem þurfi að hafa áhyggj- ur af því á hvem hátt málefnum land- búnaðarins verður skipað í framtíð- inni. GUNNLAUGUR JULIUSSON, hagfræðingur Stéttarfélags bænda. Gagnasafn Morgiinblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fýrirvari hér að lútandi. LEIÐRÉTTINGAR Myndatextar víxluðust Myndatextar víxluðust í grein á Akureyrarsíðu á þriðjudag þar sem tekin vora viðtöl við fyrrverandi starfsfólk frystihúss Kaldbáks á Grenivík. Undir mynd af hjónunum Jóni Friðbjörnssyni og Sigrúnu Valdimarsdóttir var texti sem átti að fylgja mynd af hjónunum Ás- mundi Þorlákssyni og Hildigunni Eyfjörð Jónsdóttur og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd í frétt á baksíðu blaðsins á sunnudag um erindi Herdísar Sveinsdóttur og Önnu Gyðu Gunn- laugsdóttur, var sagt að ástæða þess að verkjum sjúklinga væri ekki sinnt sem skyldi væri viðhorf hjúkrunarfólks, og í því sambandi vildi Herdís benda á að ástæðan væri viðhorf lækna, hjúkrunarfólks og sjúklinga. Á í stað af í grein Harðar Bergmann um útvarpsrekstur, sem birtist í blaðinu í gær, breyttist merking einnar málsgreinar þar sem á kom í stað af. Hér birtist hún í réttu samhengi sínu: „Allir ljósvakamiðlar, nema Rás 1, virðast velja sér næstum hreint afþreyingarhlutverk og ofnota er- lent efni. Sjónvarpið gafst upp á fræðsluvarpi og hefur nú Jtekið fræðsluefni af kvölddagskrá. Á það að blíðka auglýsendur?“ ðkeypis lögtræðiaöstoð á hverju f immtudagskvöldi itiilli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012 ORATOR, félag laganema AÐALFUNDUR ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldirm að Hótel Borg föstudaginn 29. apríl kl. 16:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Stjórn Þróunarfélags Reykjavíkur Húsbréf Innlausnaiverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. apríl 1994. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.361.946 kr. 136.195 kr. 13.619 kr. 3. flokkur 1991 Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.211.869 kr. 605.935 kr. 121.187 kr. 12.119 kr. 1. flokkur 1992 Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.967.980 kr. 1.193.596 kr. 119.360 kr. 11.936 kr. 2. flokkur 1992 Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.874.321 kr. 1.174.864 kr. 117.486 kr. 11.749 kr lnnlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 i 1 .Uf-jpUll irl Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.