Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C
STOFNAÐ 1913
85. tbl. 82. árg.
LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nýtt þing Ítalíu
Tvísýnt
þingfor-
setakjör
Rómaborg. Reuter.
ÞING Ítalíu kom í gær saman í
fyrsta sinn frá því bandalag fjöl-
miðlajöfursins Silvios Berlusconis
bar sigur úr býtum í þingkosning-
unum í mars. Enginn frambjóð-
andi náði kjöri í tvísýnum kosn-
ingum til embættis forseta þing-
deildanna tveggja og Berlusconi
gaf til kynna að efna þyrfti til
nýrra þingkosninga ef frambjóð-
endum hægriflokkanna yrði hafn-
að.
Berlusconi er á meðal 452 þing-
manna í neðri deildinni sem aldrei
hafa setið á þingi áður, sem er um
70% af deildinni. Frelsisbandalag
þriggja hægriflokka, flokks Berlusc-
onis, Norðursambandsins og flokks
nýfasista, fékk meirihluta í neðri
deildinni en ekki í þeirri efri, skorti
til þess þijá þingmenn.
Búist er við að frambjóðandi
Frelsisbandalagsins, Irene Pivetti,
sem er í Norðursambandinu, verði
kjörinn forseti neðri deildarinnar,
þótt hún fengi ekki tilskilinn meiri-
hluta í tveimur atkvæðagreiðslum í
gær.
Meiri óvissa er hins vegar um
kjörið í efri deildinni því frambjóð-
andi Frelsisbandalagsins, Carlo
Scognamiglio, sem er í flokki Berl-
usconis, laut tvisvar í lægra haldi
fyrir Giovanni Spadolini, fyrrverandi
þingforseta. Spadolini fékk 156 at-
kvæði og Seognamiglio 154 en kjósa
verður aftur þar sem þingforsetinn
verður að hafa að minnsta kosti 164
atkvæði á bak við sig. Þriðja umferð-
in fer fram í dag og talið er að ann-
ar hvor þeirra nái þá kjöri.
Oscar Luigi Scalfaro, forseti It-
alíu, getur ekki tilnefnt forsætisráð-
herra fyrr en þingforsetarnir hafa
verið kjörnir þar sem hann verður
að hafa samráð við þá. Almennt er
talið að Berlusconi verði falið að
mynda næstu ríkisstjórn, þá 53. frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Reuter
452 nýir þingmenn á Ítalíu
Tútsar
drepnir
í kirkju
Madrid. Reuter.
HÚTÚAR vopnaðir sveðjum og
byssum drápu meira en þúsund
tútsa í kirkju í Rúanda í vik-
unni, að sögn spænska dagblaðs-
ins E1 País í gær.
Blaðamaður E1 País er í landinu
og sendi fréttina ásamt myndum
af líkunum. Hann sagði að fjölda-
morðið hefði verið framið í bæ í
grennd við Kigali á miðvikudag.
Blaðamaðurinn hafði eftir slóv-
enskum presti að hútúarnir hefðu
aflimað mörg fórnarlambanna. Þeir
hefðu verið vopnaðir sveðjum, bar-
eflum, spjótum, handsprengjum og
byssum. „Öll . fórnarlömbin voru
tútsar," sagði presturinn.
Ennfremur var haft eftir króat-
ískum presti að 1.180 tútsar hefðu
verið drepnir í árásinni. Blaðamað-
urinn sagði þó að mörg líkanna
væru svo illa leikin að ógjörningur
væri að telja þau.
Sjá frétt á bls. 26.
FJÖLMIÐLAJÖFURINN Silvio Berlusconi (fyrir miðju), sigurvegari þingkosninganna á Italíu í mars,
ræðir við flokksbræður sína þegar nýtt þing Italíu var sett í gær. Berlusconi er á meðal 452 þingmanna
í neðri deildinni sem aldrei hafa setið á þingi áður. Líklegt er að honum verði falið að mynda nýja stjórn.
Hersveitir Serba hefja stórsókn gegn stjórnarher Bosníu
Gorazde gæti fallið
verði ekkert að gert
Saraipvo. T.iinrlnnnm. Nanólí. Renfpr.
Sarajevo, Lundúnum, Napólí. Reuter.
HERSVEITIR Serba hófu stórsókn gegn stjórnarhernum í
múslimaborginni Gorazde í austurhluta Bosníu í gær og tals-
menn friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna sögðu að borgin
kynni að falla innan skamms ef ekkert yrði að gert.
„Serbar eru í útjaðri borgarinn-
ar. Astandið er mjög alvarlegt.
Hugsanlegt er að Serbar nái borg-
inni innan mjög skamms tíma,“
sagði Dacre Holloway undirofursti
í friðargæsluliði Sameinuðu þjóð-
anna í Sarajevo. „Bosníuher er
lamaður á svæðinu.“
„Serbarnir nálgast nú borgina.
Þeir hafa sótt fram um nokkra
kílómetra úr austri og stjórnarher-
inn er' á undanhaldi,“ sagði Rob
Annink, aðaltalsmaður friðar-
gæsluliðsins.
Varnarmálaráðuneytið í
Lundúnum skýrði frá því að tveir
breskir eftirlitsmenn á vegum
Sameinuðu þjóðanna hefðu særst
lífshættulega í árás Serba í grennd
við Gorazde.
Ráðherrar 125 ríkja undirrita GATT-samning í Marrakesh í Marokkó
Nýr tími alþjóðlegrar samvinnu
Marrakesh. Reuter.
GATT-samningurinn um aukið frelsi
í heimsviðskiptum var undirritaður
af ráðherrum 125 ríkja í Marrakesh
í Marokkó í gær. I sameiginlegri yfir-
lýsingu heita þeir að berjast gegn
verndarstefnu í hvaða mynd sem er
og vinna í anda samningsins að „nýjum
tíma alþjóðlegrar samvinnu í efna-
hagsmálum“.
Með samningnum hverfur GATT af vett-
vangi og við tekur ný stofnun, Alþjóðavið-
skiptastofnunin, WTO (World Trade Órganis-
ation). Er stefnt að því, að þjóðþingin af-
greiði samninginn á árinu og hann gangi í
Reuter
PETER Sutherland (t.h.) og Mickey Kant-
or, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, fagna
undirritun GATT-samningsins í Marokkó í
gær.
gildi um næstu áramót en í yfirlýsingu
Marrakesh-fundarins segir meðal annars:
• Farsælar lyktir Úrúgvæ-lotunnar munu
styrkja efnahagslífið og leiða til aukinna við-
skipta, fjárfestinga, atvinnu og tekna um
allan heim.
• Ráðherrarnir heita að vinna að aukinni
samræmingu hvað varðar stefnuna í viðskipt-
um, peninga- og fjármálum og nánu sam-
starfi WTO, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans.
• Ráðherrarnir fagna framlagi þróunarríkj-
anna til samningsins og heita þeim auknum
viðskiptum og fjárfestingum.
Hagfræðingar telja að GATT-samningur-
inn verði til þess að heimsviðskiptin aukist
um 200 milljarða dala á ári innan tíu ára.
Embættismaður í höfuðstöðvum
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
á Suður-Ítalíu sagði að frönsk
könnunarflugvél hefði orðið fyrir
skotum í grennd við Gorazde en
flugmönnunum hefði tekist að
lenda henni á flugvélamóðurskipi
í Adríahafi.
Annink sagði að allt yrði gert
til að vernda friðargæsluliðana í
Gorazde, meðal annars kæmi til
greina að fara þess á leit við
NATO að hefja loftárásir að nýju
á serbneska umsátursliðið. Heim-
ildarmaður í höfuðstöðvum friðar-
gæsluliðsins í Sarajevo sagði þó
að ekki væri ráðgert að fara fram
á loftárásir að svo stöddu.
Mikill fjöldi Bosníumanna flúði
undan serbnesku hersveitunum til
Gorazde í gær og margir þeirra
voru með eigur sínar í hjólbörum
og kerrum.
Aætlað hefur verið að um
65.000 manns séu í Gorazde, aðal-
lega múslimar. Borgin er mikilvæg
fyrir Serba þar sem hún tengir
yfirráðasvæði þeirra í austufhluta
Bosníu við svæði þeirra í suður-
hlutanum.
Sókn Serba er mikið áfall fyrir
samningamenn Sameinuðu þjóð-
anna, Evrópusambandsins, Rúss-
lands og Bandaríkjanna sem hafa
reynt að koma á friði í Bosníu í
tvö ár.