Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Watanabe Watanabe í nýian flokk? FIMM þingmenn í Fijálslynda lýðræðisflokknum, sem hefur verið við völd í Japan undan- farna áratugi, sögðu sig úr flokknum í gær og búist er við að fleiri fari að dæmi þeirra. Þingmennimir eru allir í fylk- ingu Michios Watanabe, sem kvaðst í gær vera að íhuga að stofna nýjan flokk. Það gæti aukið líkurnar á því að hann yrði næsti forsætisráðherra. Norðmenn tvístígandi gagnvart ESB ANDSTAÐAN í Noregi við að- ild að Evrópusambandinu (ESB) er enn mikil en minnkar ef Sviar og Finnar ákveða inn- göngu, ef marka má skoðana- könnun sem birt var í Aften- posten í gær. 48% sögðust and- víg aðildinni, 33% hlynnt og 19% voru áákveðin. Hins vegar breyttist afstaðan þegar spurt var hvernig þeir myndu greiða atkvæði í fyrirhuguðu þjóðarat- kvæði ef Svíar og Finnar sam- þykktu ESB-aðiId. 42% sögðust þá hlynnt aðildinni, 37% á móti og 21% óákveðin. Málhreinsun samþykkt EFRI deild franska þingsins hefur samþykkt umdeilt laga- frumvarp sem kveður á um bann við enskuslettum, meðal annars í opinberum tilkynning- um og skólum landsins. Verði frumvarpið að lögum gætu þeir sem bijóta bannið þurft að greiða sekt eða misst styrki frá ríkinu. Frumvarpið verður nú lagt fyrir neðri deildina. Bið verður á fjöldauppgjöf VIÐRÆÐUR kólumbískra Iög- gæsluyfirvalda og Cali eitur- lyfjahringsins, sem er einn hinn stærsti í heimi, um íjöldaupp- gjöf sigldu í strand í gær vegna mótmæla stjórnvalda sem sögðu saksóknara hafa heitið eiturlyljabarónunum ótrúlega vægri refsingu. Konstantín hót- ar málshöfðun FYRRVERANDI konungur Grikklands, Konstantín, sagði í viðtali við breskt blað í gær að ákvörðun grískra stjórn- valda um að svipta hann grísku vegabréfi væri ólögleg og hét því að taka málið upp fyrir Mannréttindasdómstóli Evr- ópu. Gri'ska þingið samþykkti stjórnarfrumvarp á miðvikudag um að gera éignir konungs upptækar og svipta hann vega- bréfi. Hægrimenn í stjórnar- andstöðu gengu úr þingsal er frumvarpið var afgreitt og sögðu það ekki samrýmast stjórnarskránni. Danskur hæstaréttardómur vegna gáleysislegs kynlífs eyðnismitaðs Hnekkir fyrri fangelsisdómi Kjaftshögg fyrir stj órnmálamenn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davídsdóttur, fréttaritara Morg^inblaðsins. HÆSTIRÉTTUR Dana hefur fellt dóm í máli eyðnismitaðs manns, sem hefur stundað kynlíf með fjölda kvenna, án þess að segja þeim frá sjúkdómi sínum. Dómurinn hnekkir fyrri dómum um fangelsis- vist, nema hvað hann var dæmdur fyrir að sænga með tveimur stúlk- um undir lögaldri. Dómurinn varpar ljósi á fálmkennda afstöðu stjórnmálamanna, sem annars vegar hafa ekki viljað beita eyðnismit- aða refsingu, en hafa hins vegar viljað refsa þeim á einhvern hátt. Búist er við að lögin verði nú tekin til endurskoðunar, ekki síst vegna þrýstings frá almenningi. Samtök homma og lesbía fagna dómnum og einnig forsvarsmenn heilbrigðismála, þar sem dómur geti torveldað leit á eyðnismituðum. Einnig undirstriki hann að ábyrgð við kynmök sé ekki aðeins hjá einum aðilanum. Dómurinn hefur þegar haft áhrif á dóm í hliðstæðu máli. Haítíbúinn Diego Joanis var á síðasta ári dæmdur í l'/i árs fang- elsi í Borgardómi Kaupmannahafn- ar fyrir að hafa haft kynmök við 23 konur, án þess að segja þeim frá því að hann væri eyðnismitað- ur, eða reyna að verja þær smiti. Engin kvennanna smitaðist af hon- um. Dómurinn var staðfestur í Eystri landsrétti. Forsenda hans var lagagrein um að sá sem í ábata- skyni eða af grófri óvarfæmi og tillitsleysi stefndi heilsu annarra í voða, gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. í fyrradag hnekkti Hæstiréttur dómnum á þeirri forsendu að viðkomandi laga- grein gæti ekki átti við um þetta brot og benti á að 1988 hefði verið felld úr gildi lagagrein um að sak- næmt væri að smita aðra með kyn- sjúkdómum. Siðferði og lögfræði er sitt hvað Veijandi mannsins byggði vörn- ina á því að siðferði og lögfræði væri ekki það sama. Maðurinn hefði sýnt skort á siðferðisábyrgð, en ekki brotið lög. Dómurinn hefur vakið miklar umræður og varpað ljósi á tvískinnung stjómmála- manna í afstöðu sinni. Annars veg- ar sú afstaða sem kemur fram í að ákveðið var að ekki væri hægt að refsa fólki fyrir óábyrgt kynlíf og hins vegar ósk um að á einhvern hátt væri hægt að taka í taumana í slíkum málum. Niðurstaðan verður líklega sú að þó ekki eigi að gera eyðni refsiverða í sjálfri sér, verði hægt að refsa fólki fyrir gálaust kynlíf af yfirlögðu ráði. Dómur Hæstaréttar sýni að í löggjöfinni sé gat, sem þurfi að fylla í. Samtök homma og lesbía hafa lýst ánægju með dóminn, sem sýni að ábyrgðin geti aldrei verið aðeins hjá einum aðilanum. Hins vegar kvíða samtökin að umræðan geti orðið heit eftir dóminn, því reiknað er með að almenningur eigi erfitt með að skilja að hegðun af þessu tagi sé ekki refsiverð. Hjá forsvars- mönnum heilbrigðisstjórnarinnar dönsku gætir léttis yfir dómnum. Á fyrirbyggjandi forsendum hafi það enga þýðingu að refsa fólki í málum eins og þessum og að dómar geti torveldað að hafa úppi á eyðnismit- uðum. Um leið og dómurinn hafði verið kveðinn upp, var hann síms- endur með hraði til Grená, þar sem verið var að dæma í máli konu, sem ásökuð hafði verið fyrir að hafa haft kynmök án veiju í tvígang í garðhúsi nokkru í bænum. Hún þekkti ekki manninn fyrir, en sagði að hann hefði vitað um sjúkdóm sinn, sem allir í bænum vissu um. Konan var strax sýknuð í kjölfar hæstaréttardómsins. RÚSSNESK árásarþyrla af gerðinni MIL Mi-24 eða Hind en banda- rísku orrustufiugmennirnir töldu sig vera að skjóta á þyrlur af þessu tagi. BLACKHAWK-þyrla sömu gerðar og þyrlurnar tvær sem skotnar voru niður í norðurhluta Iraks í fyrradag. Arásin á bandarísku þyrl- umar sögð óskiljanleg London. Daily Telegraph. BRESKIR og bandarískir flugmálafræðingar sögðu atvikið í norðurhluta Iraks í fyrradag, er tvær bandarískar F-15C orrustu- þotur skutu niður tvær UH-60 Blackhawk þyrlur bandaríska hers- ins, með öllu óskiljanlegt. Bæði hefðu AWACS-ratsjárvélarnar átt að vita um ferðir þyrlanna og flugmenn F-15 orrustuþotanna hefðu séð „bráð“ sína áður en þeir skutu á þyrlurnar. Fórust 26 menn með þyrlunum, 15 bandarískir, þrír tyrkneskir foringjar, tveir breskir, einn franskur og fimm íraskir kúrdar. „Hvernig getur nokkur maður villst á Blackhawk-þyrlu og rúss- neskri Hind-árásarþyrlu?,“ spurðu sérfræðingar. Áberandi munur er á þessum þyrlum, Hind-þyrlan mun stærri. Og löngu áður en þeir komust í sjónfæri við þyrlurn- ar hefðu bséði flugmenn F-15 þot- anna og áhöfn AWACS-ratsjárvél- arinnar átt að geta borið kennsl á þær með því að kanna ratsjársvar- merki þeirra. Mögulegt er að áhafnir F-15 og AWACS vélanna hafi ekki treyst svarmerkjunum, hafi ferða- lag þeirra ekki komið heim og saman við þá flugáætlun fyrir þyrlurnar sem fullyrt er að áhöfn AWACS-þotunnar hafi haft undir höndum. Undir slíkum kringum- stæðum hefði altént verið hægt að ganga úr skugga um hvers kyns þyrlurnar voru með því að kalla þær upp í talstöð. í júlí 1988 treysti áhöfn banda- ríska beitiskipsins Vincennes ekki ratsjármerkjum íranskrar Airbus- farþegaþotu, töldu þar vera F-14 orrustuþotu á ferðinni sem skipinu stafaði ógn af. Flugskeyti frá Vincennes grandaði þotunni yfir Persaflóa með þeim afleiðingum að 290 manns biðu bana. Bandarísk hermálayfirvöld eru sögð viðkvæm fyrir atvikum af því tagi sem átti sér stað á flugbanns- Sameinuðu þjóðirnar vilja hefja á ný friðarviðræður svipaðar þeim sem leiddu til Arusha-samkomu- lagsins í ágúst 1993 en það var rofið er flugvél forseta Rúanda og Búrúndi var skotin niður í síðustu viku. Sérlegur fulltrúi SÞ hefur beðið Öryggisráð SÞ um nýtt umboð til friðargæslusveitanna í landinu. Lýsti hann sérstökum svæði Sameinuðu þjóðanna í norð- urhluta Iraks, einkum vegna slæmra tilvika á undanförnum árum. Þyrlurnar voru skotnar nið- ur skammt frá þorpinu Tozka sem er 30 km austur af borginni Aqrah og 80 km norður af 36 breiddar- baug sem markar syðri mörk flug- bannssvæðisins. í atvikum af þessu tagi þykir jafnan eitthvað hafa farið verulega úrskeiðis. í Persaflóastríðinu féllu 35 banda- rískir hermenn er þeir urðu fyrir áhyggjum sínum vegna 12.000 Rúandabúa sem dvelja á spítala undir stjórn SÞ án vatns, matar eða lylja. Stjórnarherinn, sem nú hefur aðsetur í Gitarama, um 40 km frá Kigali, hefur í fullu té við uppreisnarmenn þrátt fyrir agaleysi. Uppreisnarmenn eru helmingi færri en stjórnarher- menn, 15.000 á móti 30.000. árás vinasveita. Versta atvik þeirr- ar tegundar í stríðinu var er tvær bandarískar A-10 flugvélar töldu sig vera ráðast á íraskt innrásarlið í Kúveit og létu flugskeyti og kúlnahríð dynja á vinaher með þeim afleiðingum að níu breskir hermenn féllu. Heimildir herma að áhöfn AWACS-þotunnar hafi vitað um ferðir bandarísku þyrlanna í norðurhluta írak en flugmenn F-15 orrustuþotanna ekki. Um 2.500 menn eru í friðar- gæslusveitum, flestir frá Bangla- desh. 420 belgískir friðargæslulið- ar eru í Rúanda en Belgar hyggj- ast kalla hersveitir sínar heim, þar sem þær séu í of mikilli hættu. Alþjóða Rauði krossinn ákvað að fresta starfsemi sinni í Kigali eftir að vopnaðir borgarar stöðv- uðu sjúkrabíl merktum Rauða krossinum, drógu sex særða út úr bílnum og skutu þá frammi fyrir starfsmönnum Rauða krosss- ins. Að minnsta kosti 30 innfædd- ir starfsmenn Rauða krossins hafa látið lífíð í átökum síðustu viku og er talið að sú tala kunni að hækka. Sólarhringsfrestur til að koma útlendingnm á brott Nairobi. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa komist að samkomulagið við upp- reisnarmenn í Rúanda um að fá sólarhring til viðbótar til að koma útlendingum á brott úr landinu. Harðir bardagar stóðu á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins, sem hörfaði fyrr í vikunni út úr höfuðborginni, Kigali. Ekki er vitað hversu margir útlending- ar eru enn í landinu en frestur til að koma þeim á brott rann út seint í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.