Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. ó mánuði'
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Ný sóknarfæri
í heimsverzlun
Tímamót urðu í alþjóðasam-
skiptum í gær, þegar utan-
ríkisráðherrar á annað hundrað
ríkja undimtuðu nýtt GATT-
samkomulag í Marrakesh í Mar-
okkó. Samkomulagið, sem hefur
verið kennt við Urúgvæ-lotuna
sem hófst 1986, stóreykur fijáls-
ræði í heimsviðskiptum og tiygg-
ir verulegar tollalækkanir. Aætl-
að er, að þau aukist um allt að
270 milljarða dollara á ári þegar
frá líður. Miklar vonir eru bundn-
ar við, að nýja samkomulagið
rífi umheiminn upp úr efnahags-
lægðinni, sem ríkt hefur undan-
farin ár.
Fáar þjóðir eiga jafn mikið
undir fijálsræði í alþjóðaviðskipt-
um og Islendingar. Nýja GATT-
samkomulagið bætir mjög mark-
aðsaðgang íslenzkra framleiðslu-
vara og skipta sjávarafurðir þar
að sjálfsögðu mestu máli. Þau
nýmæli eru í samkomulaginu, að
það nær til viðskipta með ýmiss
konar þjónustu, svo og verzlunar
með landbúnaðarvörur, þótt þar
verði enn talsverðar takmarkanir
á. Komið verður á fót sérstakri
stofnun til eftirlits með fram-
kvæmd samkomulagsins. Þetta
ákvæði er mjög mikilvægt, ekki
sízt fyrir smáþjóð eins og Island,
sem hefur litla möguleika á að
knýja á um efndir slíkra alþjóða-
samninga.
Áætlað hefur verið að tolla-
lækkanir samkvæmt samkomu-
laginu nemi um 50% að meðal-
tali. Aðildarríkin hafa fallizt á,
að lækka almenna tolla sína um
36%, eða úr 4,7% í 3%, en til
viðbótar koma verulegar lækkan-
ir á háum tollum á einstaka vör-
um. Þegar Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra reifaði
skýrslu sína um utanríkismál á
Alþingi fyrir skömmu, sagði
hann m.a. um áhrif samkomu-
lagsins:
„Skrifstofa GATT hefur reikn-
að út til bráðabirgða, hversu
miklar tollalækkanir felast í til-
boðum þeirra ríkja, sem Island
gerði kröfur á í viðræðunum.
Þar kemur fram, að tollar á
sjávarafurðum þeim, sem fluttar
hafa verið frá Islandi til Banda-
ríkjanna lækki um 99%, en tollar
til Kanada, Japans og Suður-
Kóreu lækki á bilinu 30-40%.
Varðandi áhrif Urúgvæ-samn-
ingsins á landbúnaðarmál setur
samningstextinn nýjar leikreglur
í viðskiptum með landbúnaðaraf-
urðir og mun í fyllingu tímans
draga úr þeim óeðlilegu við-
skiptaháttum, sem þar hafa tíðk-
azt með niðurgreiðslum og undir-
boðum. Textinn gefur hins vegar
mjög rúmt svigrúm til verndar,
þótt ætlazt sé til þess að markað-
ir opnist frá því sem nú er.“
Af þessu má ljóst vera, hversu
óhemju mikilvægt samkomulagið
er fyrir íslendinga, einkum í
Bandaríkjunum og fjarlægari
heimsálfum, svo og þeim löndum
Evrópu, sem EES-samningurinn
nær ekki til. Að ekki sé hugsað
til þess áfalls fyrir utanríkisverzl-
un okkar hefði komið til við-
skiptastríðs helztu iðnríkja, en í
þeim efnum hafa ýmsar blikur
verið á . lofti síðustu misserin.
Nægir þar að nefna átök Banda-
ríkjanna við Evrópubandalagið
og Japan. Engum vafa er undir-
orpið, að smáríkin færu verst út
úr slíkum átökum.
Hér innanlands hafa sjónir
manna einkum beinzt að ákvæð-
um GATT-samkomulagsins um
innflutning landbúnaðarvara.
Allir eru sammála um, að við
eigum að njóta ávaxta óhindraðs
markaðsaðgangs fyrir sjávaraf-
urðir og iðnaðarvörur, svo og
þjónustugreinar. Hins vegar hafa
verið harkaleg átök um aukið
fijálsræði í innflutningi búvara,
jafnvel svo að ríkisstjórnin hefur
nötrað við atganginn. Þó er ein-
ungis opnað fyrir innflutning á
3% af innanlandsneyzlu hverrar
vörutegundar í upphafi og hann
getur mestur orðið 5%. Til viðbót-
ar kemur, að heimilt verður að
leggja á jöfnunargjald, svonefnt
tollaígildi, til að bæta samkeppn-
isstöðu innlendrar framleiðslu.
Áætlað hefur verið, að möguleg-
ur innflutningur nemi aðeins 1%
af íslenzkri búvöruframleiðslu.
Ekkert tilefni er því til þeirra
hörðu viðbragða, sem forusta
bænda og talsmenn þeirra á Al-
þingi hafa sýnt. Jafnvel hefur
verið talað um hrun og eyðilegg-
ingu heilla byggðariaga væri
opnað fyrir búvöruinnflutning.
Það er góðs viti, að æ fleiri
bændur gera sér grein fyrir því,
að GATT-samkomulagið opnar
ekki aðeins fyrir lítilsháttar inn-
flutning heldur gefur það ís-
lenzkum landbúnaði mikla mögu-
leika á útflutningi búvara. Þar
er fyrst og fremst horft til holl-
ustunnar, þar sem þær eru lausar
við mengun, sem spillir víða er-
lendum búvörum. Undirbúningur
er þegar hafinn að því að byggja
útflutninginn á lífrænni ræktun,
sem gefur forskot á markaði og
hærra verð.
Fyrirsjáanlegt er, að átök um
innflutning búvara blossa aftur
upp næsta haust þegar Alþingi
fjallar um staðfestingu GÁTT-
samkomulagsins. Þá er vert að
hafa í huga, að með engu móti
má spilla þeim ávinningi, sem
samkomulagið færir þjóðarbúinu
í heild, svo og framtíðarmögu-
leikum íslenzks landbúnaðar til
sóknar á erlendum mörkuðum.
.
*■', * ~'y,
Sjónarvottar að slysinu í Vestmannaeyjum
Stafnes á Heimaey, þar sem dreng tók út í fyrradag. Morgunblaðið/Sigurgeir
„Þetta voru von-
íausar aðstæður“
Tvær konur á slysstað fengn ekkert að gert vegna brimróts
Stúlkur stóðu
hér þegar slysið
varð.
* Strákar að leik.
Sá sein fór í
sjóinn barst með
strauini og útsogi
eins og ör sýnir.
„VINKONA mín heyrði hróp og kallaði upp: Hann er í sjón-
um!,“ sagði Birna Matthíasdóttir í viðtali við Morgunblaðið
í gær, en hún var stödd ásamt Helen Kozich í Stafnesi á
Heimaey þegar dreng tók þaðan út I fyrradag. „Við hlupum
að þar sem drengirnir voru og sá minni kom holdvotur á
móti mér. Ég sagði honum að hlaupa eftir hjálp eins fljótt
og hann gæti. Ég spurði þann stærri hvort ekki væri bjarg-
hringur nálægt. Hann játaði því og ég sagði honum að sækja
hringinn, en það er því miður enginn bjarghringur í Staf-
nesi. Svo fóru báðir strákarnir eftir hjálp.“
Þær Birna og Helen voru á
ferðalagi í Vestmannaeyjum og
gengu í Stafnes. Þegar þær komu
í nesið komu þrír drengir á móti
þeim utan úr nesinu. Þær tóku
eftir því að einn var í margiitum
hlífðargaila. Drengirnir voru renn-
Björgunarskipið Þór var fyrst á
slysstað eftir að tilkynning barst
um hjálp, en síðan kom þyrla Land-
helgisgæslunnar tii leitar ásamt 20
Eyjabátum, sem leituðu fram yfir
miðnætti á fimmtudagskvöld. Þá
voru einnig gengnar fjörur. Leit
hófst síðan aftur í birtingu í gær,
en um miðjan dag var skipuiagðri
leit hætt. I dag og næstu daga er
blautir og augljóslega búnir að fá
yfir sig brimlöður.
„Við gengum niður á klettana
og fengum okkur sæti,“ segir
Birna. „Strákarnir fóru framhjá
okkur og út á klettasnös. Þeir
minni fóru í hvarf við kletta en
ráðgert að ganga fjörur til leitar.
Lögreglan í Eyjum segir, að á
vorin sæki krakkar mikið í fjöllin
og fjörurnar og geri sér ekki alltaf
grein fyrir þeim hættum sem þar
eru. Hún vill beina því til foreldra,
að þau brýni fyrir börnum sínum
hversu hættulegir þessir staðir eru
og þeir séu ekki leiksvæði fyrir
börn. - Grímur
við sáum þann í hlífðargallanum
úti á snösinni þar sem marglitur
jakkinn flaksaði í vindinum. Við
snerum baki í strákana stutta
stund og þá var það sem vinkona
mín heyrði hrópin og kallaði upp
yfir sig.“
Brimsúgur yfirgnæfði
Konurnar sáu að drengurinn í
hlífðargailanum var kominn í sjó-
inn. Birna hljóp að þar sem dreng-
irnir tveir voru og sendi þá eftir
hjálp, en Helen hélt kyrru fyrir
og hafði auga með þejm í sjónum.
Birna segir að drengurinn í sjónum
hafi virst mjög yfirvegaður. Hann
hvorki hrópaði eða veifaði heldur
brá strax á baksund og synti stöð-
ugt. Þær stöllur kölluðu hvatning-
arorð til hans og gáfu honum
bendingar að reyna að synda að
lágum klöppum, sem þarna eru,
því þar var meiri von um að kom-
ast á land. „Ég held að“hann hafi
ekki heyrt til okkar fyrir brim-
súgnum,“ segir Birna. „Það var
mikill surgur við kiettana og svo
komu alveg óvænt stórar fyllingar
sem gengu langt upp á klappirn-
ar.“ Þrátt fyrir sundið hafði dreng-
urinn ekki á móti sterkum straumi
og útsogi sem bar hann frá land-
inu.
Beðið eftir hjálp
í örvæntingu yfir því sem þarna
var að gerast reyndi Birna að príla
eins langt fram á klappirnar og
hún gat. „Það var svo sleipt að
ég gat ekki fótað mig og löðrið
gekk sífellt yfir. Eftir eina stóra
fyllingu var ég fljót að hafa mig
upp á klettana aftur.“
Þegar 10 til 15 mínútur voru
liðnar hvarf drengurinn sjónum
og var þá kominn töluvert frá land-
inu. Þeim stöllum fannst líða heil
eilífð þar til björgunarbáturinn Þór
kom á slysstaðinn, enda tíminn
lengi að líða við slíkar aðstæður.
Báturinn setti út mann sem kom
upp í víkina fyrir innan nesið.
Hann var með talstöð og gat sagt
bátsveijum til eftir leiðbeiningum
stúlknanna. Bátsveijar settu út
dufl þar sem drenginn tók út og
duflið rak ótrúlega hratt frá land-
inu. „Þetta voru algerlega von-
lausar aðstæður," segir Birna.
Hún segir }>að sárara en orð fá
lýst að verða vitni að slysi sem
þessu og fá ekkert að gert.
Óðs manns æði að fara í sjóinn
Kafarar leituðu í sjónum við
Stafnes í gær og fyrradag. Að
þeirra sögn eru mjög slæmar að-
stæður þarna og erfiðar. Þungur
straumur og kvika. Einn kafara
sem leituðu í gær er Magnús Páll
Siguijónsson. „Við fórum frekar
nálægj. nesinu en urðum að snúa
við, því við réðum ekkert við okk-
ur fyrir ölduróti og straurni," sagði
Magnús Páll.
Að sögn Smára Harðarsonar,
sem kafaði á slysstað í gær og
fyrradag, er aðdjúpt er við nesið,
og á botninum til skiptis stórgrýti
og allt að 30 metra djúpar gjár.
Við nesið eru misvísandi straumar
eftir dýpi með allt upp í 5 mílna
hraða á klukkustund. Smári sagði
að það hefði verið óðs rnanns æði
fyrir sjónarvott.ana að fara út í
sjóinn eftir drengnum.
Leit að drengnum,
sem sogaðist út, hefur
engan árangur borið
Vestmannaeyjum.
LEIT að drengnum sem sogaðist út við Stafsnes í Eyjum á fimmtu-
dagskvöld hefur enn engan árangur borið, en skipulagðri leit var
hætt um miðjan dag í gær. Leitað var úr lofti með suðurströndinni
í gær og í dag og næstu daga verða gengnar fjörur í Eyjum.
29
___ X
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins
Flokksforystan einhuga um
að halda flokksþing í júní
Framkvæmdastjórn hefur samþykkt einróma ósk formanns
um flokksþing í júní og vísað henni til flokksstjórnar
JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir
öll skynsamleg rök hníga að því að efna til flokksþings á fyrir-
huguðum tíma, 9.-12. júní nk. Samkvæmt flokkslögum beri að
halda flokksþing annaðhvort að vori eða liausti. Seinasta flokks-
þing hafi verið fyrir tveimur árum að vori þannig að í júní nk.
séu tvö ár liðin frá því flokksforystan fékk umboð sitt til starfa.
Um stofnun Jafnaðarmannafélags íslands segir Jón Baldvin að
öll starfsemi félagsskapar sem aðliyllist stefnu Alþýðuflokksins
og styðji hann sé af hinu góða.
„Alþýðuflokkurinn hefur tekið
þátt í öllum ríkisstjórnum á Islandi
frá því eftir kosningar 1987. Nú
sígur á seinni hluta yfirstandandi
kjörtímabils. Þess vegna er brýnt
að trúnaðarmenn flokksins búi sig
með fyrra fallinu undir það að
skerpa línur í málflutningi flokks-
ins, gera grein fyrir því með hvaða
hætti við höfum látið verkin tala
og hver er okkar framtíðarsýn.
Mörg stór mál ber hátt á vettvangi
íslenskra þjóðmála á næstu misser-
um. Flokksþingið er tilefni til að
taka skýra afstöðu til þeirra, ydda
áherslur og nýta því næst tímann
frá seinni hluta sumars fram að
kosningum til þess að koma mál-
efnum jafnaðarmanna til skila til
almennings með afdráttarlausum
og skýrum hætti,“ segir Jón Bald-
vin.
Kemur óánægja Jóhönnu
á óvart
Tillaga hans var kynnt formanni
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins, Guðmundi Oddssyni
varaformanni, formanni þing-
flokks, Rannveigu Guðmundsdótt-
ur, og ritara flokksins, Valgerði
Guðmundsdóttur, bréflega. „Fram-
kvæmdastjórn hefur í minni fjar-
veru komið saman og samþykkt
þessa tímasetningu einróma þannig
að ég tel að meðal forystumanna
flokksins, sem um þetta eiga að
fjalla, sé einhugur í málinu. Mér
kemur á óvart það sem ég heyri,
að félagsmálaráðherra lýsi
óánægju með þessa ákvörðun for-
manns og framkvæmdastjórnar.
Spurningin um mótframboð gegn
sitjandi formanni er alveg óháð því
hvenær flokksþing er haldið og ef
einhveijum innan flokksins þykir
brýnt að losna við núverandi for-
mann skyldi maður ætla að þeir
hinir sömu hugsuðu á þann veg:
þeim mun fyrr, þeim mun betra!
Heimilt að stofna fleiri en
eitt félag í hveiju kjördæmi
„Það eru allir alþýðuflokksmenn
sem ná kjöri til flokksþings með
kjörgengi þannig að það út af fyr-
ir sig sætir engum sérstökum tíð-
indum þótt einhveijir hafí hug á
að bjóða sig fram til forystu.“
„Að því er varðar stofnun
Jafnaðarmannafélags ísiands þá f
get ég skýrt frá því að þeir sem
önnuðust þar undirbúning, Olína1
Þorvarðardóttir og Jón Baldur Lor-
ange, ræddu þau mál við okkur
Guðmund Oddsson, formann fram-
kvæmdastjórnar. Við minntum á
að samkvæmt lögum Alþýðuflokks- j
ins er heimilt að stofna fleiri en
eitt félag í hveiju kjördæmi og leita
eftir aðild þess að Álþýðuflokknum.
Það er ekkert sem mælir á móti
því ef fólk vill taka sig saman um
sérstök áhugamál eða sérstök mál-
efni. Þessi lagabreyting á rætur
að rekja aftur til tíma Vilmundar
Gylfasonar í Alþýðuflokknum og
þá vakti fyrir mönnum að opna
dyrnar fyrir hópa með hin ólíkustu
sjónarmið að því tilskildu að félags-
skapurinn starfaði í samræmi við
lög og reglur flokksins og aðhyllt-
ist stefnu hans og styddi hana
þannig að stofnun Jafnaðarmanna-
félags í Reykjavík til viðbótar viði
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur,
Félag fijálslyndra jafnaðarmanna,
Félag ungra jafnaðarmanna og
Kvenfélag Alþýðuflokksins er bara
af hinu góða,“ sagði Jón Baldvin
að lokum.
Jóhanna Sigurðardóttir útilokar ekki framboð til formanns
Gagnrýnir Jón Baldvin harð-
lega fyrir að flýta flokksþingi
JÓHANNA Sigurðardóttir
gagnrýnir harðlega tillögu
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
formanns Alþýðuflokksins, að
flýta flokksþingi flokksins og
halda það um miðjan júní. Hún
segist ekki vera tilbúin að tjá
sig á þessari stundu um hvort
hún ætli að bjóða sig fram til
formanns Alþýðuflokksins á
flokksþinginu. Jón Baldvin
sendi framkvæmdastjórn
flokksins ósk um að færa
flokksþingið fram í júní áður
en hann hélt í ferð sína til Asíu
og samþykkti framkvæmda-
stjórnin tillögu hans á fimmtu-
dag. Jóhanna segir að rök Jóns
Baldvins um óróleika á sljórn-
málasviðinu og hugsanlegar
haustkosningar veiki traust á
ríkissljórninni og sé veikleika-
merki.
„Ég er andvíg því að flokksfólki
sé gefínn svona skammur tími til
undirbúnings og að hann (Jón Bald-
vin) skuli leika þennan leik aftur,
sem hann gerði á síðasta flokks-
þingi, að koma í bakið á öllum og
skammta fólki einhverjar sex, sjö
vikur til þess að undirbúa sig undir
flokksþing,“ sagði Jóhanna.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
kom saman eftir hádegi í gær þar
sem mál þetta var rætt en að sögn
Jóhönnu verður það rætt í botn
eftir að Jón Baldvin kemur til lands-
ins eftir helgi.
Veikir traust á ríkisstjórninni
„Mér finnast þau rök sem for-
maðurinn færir fyrir því að halda
flokksþing í júní ekki traustvekj-
andi og síst fyrir ríkisstjórnarsam-
starfíð að það sé verið með einhveij-
ar hugmyndir um kosningar. Ég
taldi að menn ætluðu að vinna út
þetta kjörtímabil og það hlýtur að
veikja traust á ríkisstjórninni ef ■
formaður annars flokksins er með
einhveijar hugmyndir um þetta,“
sagði hún.
„Ég hef líka gagnrýnt hvernig
hann stendui; að þessu. Hann fer
erlendis og skilur eftir bréf og ger-
ir ekki svo lítið sem að ræða þetta
við framkvæmdastjóm, þingflokk
eða rökstyðja sitt mál. Þetta er
mjög skammur tími sem flokksfólk
hefur til að undirbúa flokksþing
Tólf manna bráðabirgðastjórn
var skipuð á fundinum undir for-
ystu tveggja oddvita. Aðalfundur
verður haldinn í júní og verða stofn-
félagar skráðir fram að honum.
Verkefni bráðabirgðastjórnar
þangað tii er að kynna félagið og
afla félagsmanna.
í umræðunni fyrir stofnun fé-
lagsins kom fram að aðstandendum
þess þykir þiirf á að endurvekja
umfjöllun um verkalýðsmál, neyt-
endamál, fjölskyidu- og félagsmál
og stjórnunarsiðferði. Aðspurður
um það af hveiju þessi umræða
hefði ekki verið tekin upp innan
Alþýðuflokksins sagði Aðalsteinn
Leifsson, annar oddvita, að að-
standendur félagsins vildu ekki
draga úr því starfi sem ætti sér
stað innan flokksins. Hins vegar
málefnalega. Það eru ýmis mál sem
þarna þarf að taka á og það er
mjög lítill tími til stefnu, ekki síst
í ljósi þess að við erum að fara inn
í sveitarstjórnarkosningar, og ég
held að þetta sé mjög óheppilegur
tími að því leyti,“ sagði hún.
Jóhanna gekk í Jafnaðarmann-
afélag íslands á stofnfundi félags-
ins sl. fimmtudagskvöld. Hún var
spurð hvort þar væri verið að
byggja upp bakiand fyrir hugsan-
legt framboð hennar til for-
væru ákveðnar eyður í umræðunni
og þeim hefði fundist liggja beinast
við að stofna nýtt félag og breikka
þannig og stækka flokkinn.
Tilbúnar skýringar þreytandi
Aðspurður um þær fullyrðingar
sem settar hafa verið fram um að
Jafnaðarmannafélag íslands ætti
að vera bakland fyrir félagsmála-
ráðherra, sagði Aðalsteinn að sér
þætti sú umræða mjög einkennileg
vegna þess að það hefði alltaf verið
ljóst að félagið væri stofnað í kring-
um hugmyndafræði en ekki í kring-
um einstakar persónur.
Aðalsteinn sagði að strax yrði
sótt um að félagið yrði tekið inn í
Alþýðuflokkinn. Það þýddi að það
fengi fulltrúa á flokksþinginu sem
væntanlega verður lialdið í júní.
manns. „Þetta félag er algjörlega
ótengt því og ég vissi ekki um
stofnun þess fyrr en undirbúning-
urinn var langt á veg kominn.
Þetta stjórnmálafélag innan Al-
þýðuflokksins er byggt upp í
kringum ákveðna hugmynda-
fræði. Þar vill fólk skerpa áhersl-
ur flokksins í félags- og velferð-,
armálum. Það er því alveg óvið-!
komandi því hvort ég hugsanlega
fari fram til formanns," sagði
hún.
Aðalsteinn var spurður hvort mark-
miðið með því að starfrækja félagið
á landsvísu væri að ná sem flestum
fulltrúum inn á flokksþingið. Hann
sagði að sér fyndust þreytandi til-I
búnar skýringar annarra á því hvað
félagsmenn væru að gera, það
væri full þörf á því að ræða jafnað-
arstefnuna um allt land, ekki bara
í Reykjavík. Félagið horfði auk þess
lengra en til næsta flokksþings eða
til einstakra persóna.
12 manna stjórn
í 12 manna stjórn voru kjörin
Aðalsteinn Leifsson, oddviti mál-
efnastarfs, Ólína Þoi-varðardóttir,
oddviti framkvæmdastarfs, Helgi
Björn Kristinsson, varaoddviti mál-
efnastarfs, og Kristín Björk Jó-
hannsdóttir féhirðir. Auk þeirra
voru kjörnir átta oddvitar einstakra
málefna. Þeir eru Þorlákur Helga-
son, Lára V. Júlíusdóttir, Sigurður
Pétursson, Jón Þór Sturiuson, Anna
Sigrún Baldursdóttir, Gylfi Þ. Gísla-
son, Jón Baldur Lorange og Dórec
Hafsteinsdóttir.
J afnaðarmannafélaor Islands var stofnað í fyrrakvöld
70 sóttu stofnfundinn
JAFNAÐARMANNAFÉLAG íslands var stofnað á fundi í Reykja-
vík í fyrrakvöld. Á fundinn mættu um 70 manns, 50 þeirra voru
skráðir stofnfélagar á fundinum en auk þeirra hafa 20 aðrir
skráð sig stofnfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
lierpa er einn stofnfélaga og flutti hún erindi á fundinum auk
annarra.