Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR ÓLASON
fyrrverandi yfirlögregluþjónn,
Bergstaðastræti 12A,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum þann 14.
apríl 1994.
Ásta Einarsdóttir,
Ágústa Óskarsdóttir, Jóhann Gunnar Þorbergsson,
Einar Óskarsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir sendum við
öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam-
úð við andlát og útför systur okkar,
MAGNÚSÍNU S. VILHJÁLMSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild
B-4 á Borgarspítala, fyrir alla þá hjálp
og umönnun sem henni var sýnd.
Fyrir hönd systkinanna,
Arnfrfður Vilhjálmsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín,
PETRÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bol-
ungavík, þriðjudaginn 19. apríl kl. 14.00.
Kristinn G
t
Móðir okkar,
HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR
fyrrverandi skólastjóri
Húsmæðraskólans, Laugum,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 18. apríl
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kristnesspít-
ala eða aðrar líknarstofnanir.
Halldór Halldórsson,
Svanhildur Halldórsdóttir,
Kristin Halldórsdóttir.
, t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við ar.dlát og jarðarför,
ELÍNAR STEPHENSEN,
Egilsstöðum.
Jón Pétursson, Hulda Matthíasdóttir,
Margrét Pétursdóttir, Jónas Gunnlaugsson,
Áslaug Pétursdóttir, Viðar Sigurgeirsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, stjúpföður okkar, tengdaföður og afa,
SVEINBJARNAR HJARTARSONAR,
Hlíðarvegi 6, " i
Grundarfirði.
Þórdís Þorbjarnardóttir,
Kristfn Lilja Sigurðardóttir, Árni Gunnarsson,
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Magnús Guðmundsson,
Kristín Þorgrfmsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útfar-
ir ástkærra foreldra okkar,
HERMANNS GUÐMUNDSSONAR
og
GUÐLAUGAR KLEMENZDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Skjóli fyrir velvild og
góða umönnun þeim til handa.
Guðfríður Hermannsdóttir,'
Kristín M. Hermannsdóttir,
Klemenz Hermannsson, Lilja Gfsladóttir,
Guðbjörg Hermannsdóttir, Jón Eðvald Guðfinnsson,
Pétur Ólafur Hermannsson, Anna Þ. Salvarsdóttir.
gi'einin á íslandi. Víða út um land
eru það ótrúlegir hugsjónamenn
sem halda íþróttinni gangandi ár
eftir ár af dugnaði og áræði, en án
þeirra væri þessi starfsemi ekki
möguleg. Slíkur maður var Kristján
og hans miklu störf að knattspyrnu-
málum eru hér þökkuð.
Við sendum elskulegri eiginkonu
hans og börnum þeirra hjóna okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Eftir
standa minningar um mikinn
drengskaparmann og góðan félaga.
Hafðu þökk, Kristján Knútur,
fyrir allt og allt.
Eggert Magnússon,
formaður Knattspyrnu-
sambands Islands.
Elskulegur vinur minn og sam-
starfsmaður til margra ára, Krist-
ján Knútur Jónasson, er látinn. Það
átti fyrir þessum góða dreng að
liggja að mæta örlögum sínum í
náttúruhamförum sem skóku ísa-
íjarðarbyggð og lögðu meðal ann-
ars skóglendið í Seljalandsdal í rúst.
I þeim skógi óx viður sem hafði
verið gróðursettur og verndaður af
ísfirðingum.
Trén voru afrakstur ísfirskrar
ræktunar og uppskera þess sterka
stofns, sem hefur lifað og þraukað
í vestfirsku veðurfari.
Kristján var, eins og skógurinn
í Seljalandsdal, rótfastur og rækt-
aður á Ísafírði, mótaður af veðrátt-
unni og lífsbaráttunni, stofn sem
óx og styrktist og stóð af sér áföll
og óyéður, þangað til síðasta hol-
skeflan kom.
Það er eins með trén og menn-
ina. Sumir einstaklingar aðlagast
aldrei, þola ekki kulda, þrífast ekki
í harðbýiu umhverfi.
Margir eru þeir ísfirðingarnir
sem hafa yfirgefíð átthaga sína og
af þeirri gömlu og góðu kynslóð sem
ég þekkti fyrir vestan fyrir þrjátíu,
fjörutíu árum síðan, eru langflestir
fluttir á brott af ýmsum ástæðum.
En ekki Kitti. Hann fór hvergi,
vegna þess að stofninn var af vest-
fírsku úrvalskyni, frækomið var
harðgert, hagvant og hollt sínum
uppruna. Kitti hélt til í sínum átt-
högum af því að þar átti hann heima
og Jiar vildi hann vera.
A unga aldri mættumst við á
fótboltavellinum fyrir vestan í dýr-
legum og ógleymanlegum heim-
sóknum ungra Reykvíkinga til
þessa ævintýralands á ísafírði.
Seinna lágu leiðir okkar saman í
stjórn KSI og margar glaðar stund-
ir átti ég með Kitta og Hansínu.
Sá kunningsskapur hefur verið mér
ómetanlega verðmætur. Ekki að-
eins vegna mannkosta og vinsemd-
ar þeirra hjóna, heldur vegna þess
að allt í gegn skein einlægur áhugi,
þeirra beggja á öllu því er viðvék
íþróttum, heilbrigð hugsun, sönn
gleði og einstök hjartahlýja. Sam-
rýndari hjón var heldur ekki hægt
að hugsa sér.
Kristján lagði alltaf gott til mála.
Hann var jákvæður, brosmildur og
bjartsýnn að eðlisfari. Hann var
úrræðagóður, skapljúfur og sáttfús.
Hann lét vandamálin ekki vaxa sér
í augum og þegar syrti í álinn fyrir
ísfírska knattspyrnumenn, bæði í
íþróttalegu og fjárhagslegu tilliti,
,var það meðal annars og ekki síst
fyrir hans tilstilli og hans orð að
málum var bjargað og ný sókn haf-
in. Það gerði hann með hægð en
festu eins og honum einum var lag-
ið.
Ég var aldrei hissa á því þegar
ísfírðingar kusu hann til trúnaðar-
starfa í bæjarstjórn. Kitti barði sér
ekki á brjóst á iorgum úti. En ailir
vissu að þar fór maður sem mátti
treysta. Hann var gegnum heill ís-
fírðingur og unni sinni heimabyggð.
Örlögin réðu því að snjóflóðið
hrifsaði þennan vin okkar og öðling
í burtu. Því réðu æðri máttarvöld.
En úr því svo þurfti að fara, þá var
það táknrænt fyrir Kitta, að hann
fór með tijánum sem einnig voru
rótföst, ísfírskir kvistir. Það þurfti
náttúruskepnurnar sjálfar til að
fella þessa stofna.
En minningin lifír og arfurinn.
Hansína og börnin munu gróður-
setja nýja Kitta og nýjan skóg.
I nafni fjölskyldu minnar, fýrr-
verandi samstarfsmanna úr stjórn
Minning
Guðlaugur Svan-
ur Kristinsson
Fæddur 27. febrúar 1963
Dáinn 10. apríl 1994
Hver minning er dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi.
Hin ljúfu og góðu kynni af alhuga
þökkum vér.
Þinr, kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi.
Og gæfa var það öllum- sem fengu að
kynnastþér.
(L.S.)
Reiði fyllir hjartað. Það er eins
og það sé að springa. Hvað er að
gerast? Hvers vegna? Það er ekki
hægt að sjá neinn tilgang. Aðeins
hægt að sjá það sem ber fyrir augu.
Eða sjáum við það ekki? Við fáum
engin svör. Tíminn fyrir möguleg
svör er útrunninn. Eftir stendur
tómið, og þó. Þegar mesta áfallið
er um garð gengið má sjá Ijósgeisla
birtast hvern af öðrum. Eins og
sólin að brjótast fram úr skýjunum.
Já, þetta eru minningarnar.
Minningar liðins tíma. Samveru-
stundir liðinna áratuga. Samheldni
einstaklinga sem aiast upp í litlu
sjávarþorpi á Austurlandi. Stór
árgangur, sá stærsti sem fæðst
hafði á staðnum tii þessa. Við töld-
um okkur sérstök. Ekkert gat kom-
ið fyrir okkur. Enda kölluðum við
okkur „super ’63“. Saman ólumst
við upp. Héldum saman í gegnum
barnaskóla og við leik og störf. Síð-
an urðu samverustundirnar færri
en alltaf var jafn gaman að hittast.
Gulli var einn úr þessum hópi,
fæddur og uppalinn á Fáskrúðs-
fírði. Hann var yngsta barn hjón-
anna Láru Þórlindsdóttur, sem nú
er látin, og Kristins Gíslasonar.
Einnig áttu þau hjónin þrjár dætur,
Snjólaugu, Guðrúnu og Lindu.
Eftir að grunnskóla lauk stund-
aði Gulli ýmis störf eins og sjó-
mennsku, löggæslu og nú síðast var
hann vélamaður hjá Búðahreppi.
Auk þessara starfa var hann félagi
í björgunarsveitinni Geisla og var
um tíma formaður félagsins. Einnig
var hann félagi í Lionsklúbbi Fá-
skrúðsfjarðar.
Gulli kynntist Klöru Kristínu Ein-
arsdóttur árið 1988. Þau gengu í
hjónaband fyrir rúmu fjórum árum.
Þau eignuðust tvö börn, Guðlaugu
Láru (f. 1989) og Andra Heiðar (f.
1990). Auk þess gekk Gulli dóttur
Klöru, Sigrúnu Yrju (f. 1985), í
föðurstað.
Gulli og Klara bjuggu bömum
sínum gott heimili og báru mikla
umhyggju fyrir fjölskyldunni. Ef
Gulli var einhvers staðar á ferð var
alltaf eitthvert barnanna eða þau
öll nálægt. Hann sinnti föðurhlut-
verkinu af alúð svo börnin máttu
varla af honum sjá og biðu spennt
eftir að hann kæmi heim að loknum
vinnudegi. Þeirra er missirinn sár-
astur, að horfa á eftir föður sínum
svona ung og fá ekki að njóta hans
við lengur.
Okkur þótti öllum vænt um Gulla
og hörmum skyndilegt fráfall lians.
Minning hans mun lifa í hjarta okk-
ar.
Hvar er upphaf, hvar er endir?
Hvemig fæ ég svar við því?
Eilífðin þó oss á bendir
að við hittumst öll á ný.
(Höf. ók.)
Mikill harmur er kveðinn að fjöl-
skyldu Gulla og viljum við senda
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til eiginkonu hans, bama, föður,
KSÍ og í nafni íþróttasambands
íslands þakka ég Kristjáni Knúti
Jónassyni fyrir langa og ómetan-
lega vináttu og tryggð við okkur
sem einstaklinga og íþróttirnar í
landinu.
Ellert B. Schram.
Örfá kveðjuorð skulu færð fram
í mikilli og hlýrri þökk. Horfínn er
af heimi hollvinur góður, horskur
drengur og dáðríkur, einn af mátt-
arstólpum íþróttahreyfingarinnar.
Þegar vinur og félagi er kvaddur
burt svo skyndilega setur mann
hljóðan og maður verður orðfár.
Íþróttaafrek Kristjáns verða ekki
talin hér eða ættir hans raktar.
Kristján var mikill félagsmála-
maður, ötull og ósérhlífinn í störfum
sínurn fyrir íþróttahreyfínguna.
Ævinlega boðinn og búinn til að
vinna fyrir okkur, hvort heldur var
að málefnum knattspyrnumanna
eða skíðamanna og var þá sjaldnast
spurt hvað tímanum liði. Þegar erf-
iðleikar steðjuðu að hreyfíngunni
hvort heldur var á sviði íþróttanna
eða fjárhagslega, var enginn ötulli
í starfí en hann.
Kristján var í forystuliði íþrótta-
hreyfíngarinnar á ísafírði í fjölda-
mörg ár, var m.a. formaður knatt-
spyrnuráðs og skíðaráðs ísafjarðar
og nú í tæpa tvo áratugi hefur
hann setið í stjóm Knattspymusam-
bands Islands, sem fulltrúi fyrir
Vestfírði og Vesturland.
Er við að leiðarlokum kveðjum
kæran vin og félaga, þökkum við
fyrir að hafa fengið að njóta starfs-
krafta hans í svo ríkum mæli sem
raun ber vitni. Eftirlifandi eigin-
konu hans, Hansínu Einarsdóttur,
bömum þeirra og öðram ættingjum,
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. íþróttabandalags ísfírðinga,
Jens Kristmannsson,
formaður.
Fleiri minningargreinar um
Kristján Knút Jónasson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
systra og annarra ástvina og biðjum
Guð að gefa þeim styrk á sorgar-
stundu.
Bekkjarsystkini.
Kæri vinur.
I minningu liðinna daga
heldur lífið áfram.
Ljósið speglast í vatninu
eins og mislit glerbrot,
minningar,
sem ljóma í repbogalitum
ýmist heitum eða köldum.
Hjörtu ástvina geyma þessi brot
eins og sjáöldur augna sinna.
Við hýsum ekki sorg,
við hrekjum hana burt
með glampa glitrandi brota,
minninganna.
Aldan, sem bcr þig frá landi,
brotnar við fjörustein á ókunnri strönd.
Blærinn, sem bærir yfirborð vatnsins
ber þér óskir, þakkir, kveðjur.
Og lífið heldur áfram í litskrúði minninganna.
(Höf. ók.)
Klara mín, Sigrún Yija, Guðlaug
Lára, Andri Heiðar, Kiddi, Snjó-
laug, Guðrún, Linda og aðrir ástvin-
ir. Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Elvar.