Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 39 hefði getað gert betur. Ég bið al- góðan Guð að veita þér styrk í þinni sorg. Valtýr minn, það er sárt að sjá á eftir ástvini sínum, en vissan og trúin um að Eiín sé nú komin til æðri og betri heima, laus við allar þjáningar, sefar sorgina. Síðustu árin dvaldi Elín í Sjúkra- húsi Keflavíkur og naut þar frá- bærrar umönnunar starfsfólksins og fyrir það erum við ættingjarnir þakklátir. Elsku Elín mín, ég þakka þér samfylgdina í þessu lífi og fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði á Guðs vegum. Áslaug. Elsku amma, við þökkum allt sem þú varst okkur öllum og biðjum algóðan Guð að geyma þig. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davfð Stefánsson.) Hvíl þú í friði um alla eilífð. Barnabörn og barnabarnabörn. Elín Þorkelsdóttir lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 6. apríl sl. eftir rúmlega 3 ára dvöl þar. Elín var nýlega orðin 85 ára og lætur eftir sig eiginmann Valtý Guðjónsson og þrjú uppkomin börn, Emil, Gylfa og Guðrúnu Ragnheiði (Gauju). Barnabörnin eru fímm og barna- barnabörnin fjögur. Ég votta þeim samúð mína svo og öllum aðstand- endum hennar. Frá fyrstu tíð var Elín hluti af tilveru minni. Foreldrar mínir leigðu hjá Elínu og Valtý veturinn 1950, þegar þau nýtrúlofuð fluttu til Keflavíkur til stuttrar dvalar, sem leiddi svo til margra ára búsetu þar m.a. fyrir tilstilli Elínar og Valtýs. Náin vinátta og mikill samgangur var alla tíð milli foreldra minna og þeirra hjóna og eru margar sam- verustundir í minni mínu frá heim- Stefánssonar og Stefaníu konu hans. 12 ára gömul flutti hún svo aftur til föður síns, fyrst í Sólheima og síðan í Steinholt á Norðfirði, en hann byggði bæði húsin. Ung að árum giftist hún Pétri Sveinbjarnarsyni sjómanni og út- gerðarmanni, fæddur 1894, mikl- um sómamanni, en hann fórst með báti sínum 26. apríl 1933. Börn þeirra eru: Eiríkur, fæddur 1918, Ragnar, fæddur 1919, Sveinþór, fæddur 1922, Hallgrímur, fæddur 1925, Jens, fæddur 1928, Nanna Hlín, fædd 1930 og Pétur Rangar, fæddur 1932. Barnabörnin eru 14. Frá því að ég man eftir mér bjó Gunna frænka á Kvíabóli. Þar ól hún upp börnin sín, en seinni árin hefur hún haldið heimili með dótt- ur sinni og elsta syni, auk þess, sem hún hefur alið upp sonarson sinn, Pétur, sem missti móður sína í bílslysi mjög ungur. Einkadóttir- in, Nanna Hlín, hefur verið móður sinni aðdáunarverð stoð frá því að hún fullorðnaðist. Allnokkur seinni árin hefur elli kerling sótt stíft að Gunnu frænku. Nartaði hún fyrst í fætur hennar og tókst að gera hana lítt færa í gönguferðir. Síðan færði hún sig ofar og nagaði brjóstholið upp á síðkastið, þar til hjartað gat ekki meir. Atlögum hennar að höfðinu sóknum til Elínar og Valtýs. Það var eins og að fara til afa og ömmu. Elín lá ekki á liði sínu og leitaði mamma oft í smiðju til hennar ef hún lenti í erfiðleikum með sauma- skapinn, peysupijón eða aðra handavinnu. Hún var fljót að setja sig inn í vandamálin og leysa úr þeim. í flestum veislum sem haldn- ar voru á heimili foreldra minna var Elín að hjálpa til í eldhúsinu og svo ég tali nú ekki um alla kjólana og flíkurnar sem hún saumaði á okkur systumar í gegnum árin. Hún var sannkölluð handverkskona og var henni margt til lista lagt. Hún sá ekki bara um matseld og sauma- skap á sínu heimili. Hún Elín gat bókstaflega allt jnögulegt. Hún dúklagði, málaði, veggfóðraði, flísa- lagði, dyttaði að tréverki og meir að segja múraði uppí tröppurnar hjá sér. Mér er svo minnisstæð öll húsa- skipan á Suðurgötu 46 og þar var Elín fastur punktur. Ég sé Elínu fyrir mér leiða litla stúlku í búrið, þar sem ávallt var kleinulykt og lauma að henni nammi. Það var eins og það væri Mackintosh-verk- smiðja í þessu búri. Svo var það stássstofan, borðstofan og skrif- stofan hans Valtýs. Ég fékk meira að segja að kíkja uppá háaloft. Svo varð maður að vara sig á bratta stiganum niður í kjallara, þar sem Guðrún hafði hárgreiðslustofu og teknar voru afdrifaríkar ákvarðanir með hárið síða. Þar var líka dular- fulla herbergið hans Emils sem var víðförull stýrimaður. Þetta var menningarheimili og bókstaflega allt fullt af bókum alls staðar. Fal- leg málverk og myndir, píanó og ekki má gleyma saumavélinni henn- ar Elínar, sem var oft miðdepill heimilisins ásamt eldhúskróknum sem var alveg einstakur. Þetta var heimilið hennar Elínar, hennar ver- öld og vinnustaður. Hún var svo heimakær að ekki er hægt að minn- ast hennar öðruvísi en tala um heimili hennar. Stór þáttur í lífi Elínar var líka spilamennska og í gegnum spilin og handvinnuna náði hún einlægu sambandi við fólk á þann sérstaka hátt sem einkenndi hana. Ég sé Elínu fyrir mér spila við aldraðan afa minn Guðmund Halldórsson. Ég sé hana líka fyrir mér spila við mömmu og Gummanó... og sinna barnabörnunum sínum. Svo var fólk að koma við, til að máta, leggja fyrir hana viðgerðir, laga rennilás; inn, stytta pilsið og þess háttar. í amstri dagsins var samt eins og Elín hefði ómældan tíma fyrir allt og alla. Það var ekki asinn á henni og hún var ekki að flýta sér og virtist aldrei þreytt. Elín þurfti ekki bíl því hún fór um bæinn fótgang- andi. Maður mætti henni oft á göngu. Þá var hún að sækja tvinna eða fara að kaupa í matinn í Kaup- varðist móðursystir mín af mikilli fimi, svo hún hélt til austursins eilífa óskert í hugsun, þó hljóð umhverfisins væru farin að berast henni nokkuð ótærari en áður. Gott var að eiga að slíka konu. Megi guð geyma hana og gefa gott leiði á vit látinna ástvina. Eiríkur Sveinsson. Elsku amma. Okkur systkinin langar til að kveðja þig og þakka þér allt sem þú hefur gefið okkur og gert fyrir okkur frá fyrstu tíð. Við vorum heppin að eiga svona góða ömmu sem fylgdist svo vel með og alltaf var hægt að koma til. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin, amma, en guð gefi þér góða ferð og heimkomu. Með innilegu þakklæti fyrir allt og kærri kveðju. í blúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævi stig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. félaginu á horninu eða í fiskbúð- inni. Hún taldi það heldur ekki eft- ir sér að ganga „upp í heiði“ eins og kallað var. Öllum að óvörum átti hún til að koma snemma kvölds og taka í spil með mömmu. Þær töluðu ekki mikið saman en annað slagið skellti Elín uppúr. Þannig var Elín svo yfirveguð, fámál og svip- hrein. Hún var ein af þessum alda- mótakonum sem voru sístarfandi og tóku skylduna fram yfir eigin þarfir og óskir. Á unglingsárum mínum var ég tíður gestur hjá Elínu, því ég fékk að æfa mig á píanóið hjá henni með tilheyrandi atlæti. Af sérstöku umburðarlyndi þoldi hún allt glamr- ið á hljóðfærið, sögur og skoðanir sem nývitur unglingurinn þurfti að segja henni frá. Henni var nefnilega eðlislæg, það sem kallað er núna, „virk hlustun". Hún sat ekki auðum höndum og var alltaf að handfjatla eitthvað. Á þessum árum tók Elín virkan þátt í æskulýðsstarfsemi í Keflavík og kenndi leðurvinnu, mósaik og aðra föndurvinnu. Þar naut ég leiðsagnar hennar, er hún í rólegheitum leiðbeindi okkur í föndrinu og lagði grunn að mörgu handverki unglingsins. Hún var svo róleg og æðrulaus. Ég undrast hvernig hún gat þolað smámuna- semi og sérvisku mína þegar hún var að sauma á mig fermingarkjól- inn. Það mátti hvergi sjást arða og oft þurfti að breyta og bæta. Þessu tók Elín með stóískri ró. I návist hennar fann maður strax sem barn, að maður var einhvers virði og meiningar manns voru virtar. Stundum fékk maður að taka þátt í stríðni hennar, því hún gat verið mjög glettin. Mér fannst svo gott að leita til hennar og þó hún færi ekki oft af bæ kom hún nokkrum sinnum heim til mín til að hjálpa mér í sláturgerð og uppskriftin af hjónabandssælunni hennar er ódauðleg. Ég kom líka stundum við hjá henni þegar ég var á gangi með bamavagn því hún bjó svo mið- svæðis. Það var svo gott að koma inn í hlýjan eldhúskrókinn hjá El- ínu, fá sælu, ástarpung eða mýra- mannakökur úr búrinu og vita að hún var alltaf reiðubúin að gefa sér tíma fyrir mann. Hún var enn til staðar með gamla ísskápinn, gömlu eldavélina og gljáfægðan vaskinn, sem smáfólkið fékk að sitja í sér til mikillar skemmtunar. Á seinni árum hitti ég líka oft Valtý í „krókn- um“ og við ræddum um lífið og til- veruna, tilfinningar, ástina, bók- menntir og ekki síst pólítík. Við sátum við eldhúsborðið ög ræddum saman undir veitingum Elínar, sem hún bar hljóðlega á borð fyrir okk- ur og skaut róleg inn í athugasemd- um. Hún hafði ekki þessa knýjandi þörf eins og sumir til að viðra skoð- anir sínar eða tjá sig um alla hluti. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú, æ, Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson & K.) Hlín og Sigurður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinzta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ekki það að hún hefði ekki skoðan- ir. Það nægði henni að hafa þær fyrir sig. Það var oft mikill gestagangur á heimili Elínar og hún stóð eins og kjölfesta við hlið manns síns, sem var mikill athafnamaður, kennari, bæjarstjóri, stjórnmálamaður og síðar bankastjóri. Fyrirhafnarlítið, að því er virtist, skapaði hún þá umgjörð og þau skilyrði sem hann þurfti. Heimili hennar var oft vettvangur málefna sem höfðu bein áhrif á líf manna og vörðuðu heill bæjarfélagsins. Þetta var áður en tölvur og fax- tæki gerðu innrás á venjuleg heim- ili og þegar samningar voru stað- festir með handsali. Það kom oft fyrir að maður gekk fram á fína frakka, hatta og skóhlífar í fata- henginu hennar Elínar í karlasam- félagi þeirra tíma. Elín fylgdi sínum manni og sveitastelpan frá Álftá á Mýrum sómdi sér alls staðar vel. Meira að segja sem borðdama í gylltum sölum meðal erlendra dipló- mata sem töluðu ókunn tungumál. Hún Elín talaði ekki mikið en með fasi sínu sagði hún heilmargt og það var gott að vera í návist hennar. Við systurnar og mamma viljum þakka Élínu fyrir tryggð hennar og vináttu í gegnum árin. Við þökk- um henni líka fyrir greiðvikni henn- ar og þær „heimilislegu“, hlýju minningar sem hún skilur eftir hjá okkur. Ekki er hægt að láta hjá líða í þessari grein að minnast á og dást að ummönnun og um- hyggju Guðrúnar dóttur Elínar við hana alveg til hinstu stundar, þar sem hún sýndi henni svo mikla ást- úð og natni. Alltaf var Elín svo fín um hárið, vel tilhöfð og snyrtileg. Gauja mín, þú gafst henni þá stærstu gjöf , sem nokkur móðir getur fengið frá dóttur sinni og sást til þess að hún héldi reisn sinni þar til yfir lauk. Blessuð sé minning Elínar Þor- kelsdóttur. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Með þakklátum huga, ég horfi til liðinna stunda, hoifi með gieði til blómskreyttra minninga lunda, man hina ylríku ástúð og næigætni þína, allt þetta góða sem styrkt getur sálina mína. Því sál þess sem trúir, mun lifa þótt líkaminn rotni, lifa, í sælu hjá eilífum kærleikans drottni. Við hittumst aftur í ljósríkum sæiunnar sölum, um samvem okkar á jörðu, þá hugglöð við tölum. (G.G. frá Melgerði.) Já, það er margs að minnast frá nær þriggja áratuga kynnum við Elínu. Frá því er Guðrún dóttir hennar bauð mér í fyrsta skipti inn á heimili þeirra á Suðurgötunni, tók Elín mér opnum örmum, og var þar Grátnir til grafar gönpm vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Blessuð sé minning ömmu á Kvíabóli. Áslaug Jóh. Jensdóttir og fjölskylda, ísafirði. Við systkinin viljum með fáum orðum minnast ömmu Guðrúnar, sem lést hinn 5. april sl. Við minnumst ömmu eða lang- ömmu, eins og farið var að kalla hanan á heimilum okkar eftir að börn okkar fæddust, sem greindr- ar, ákveðinnar og duglegrar konu. Hún lét ekki bilbug á sér finna, þó veikindi hennar væru þrálát og erfið. Andlega var amma alltaf hress og fylgdist vel með öllu sem fram fór, hvort sem var í fjölskyld- unni eða í þjóðfélaginu almennt. Ótrúlegt var hversu vel hún var heima í atburðum líðandi stundar og ekki skorti hana ákveðnar skoð- anir og rökfestu í tilsvörum þegar við hana var rætt um málefni sem í deiglunni voru. Hún var og fróð ætíð upp úr því mitt annað heimili. Ég minnist hennar, sitjandi við saumavélina, að sauma fínustu flík- ur, eða að gera við það sem aflaga fór, og naut ég þar, eins og svo margir aðrir góðs af. Hún var lista- maður í höndunum. Ég minnist hennar í eldhúsinu, að gefa manni eitthvað að borða, á hvaða tíma sólarhringsins sem var, alltaf var eitthvað gómsætt til í búrinu góða, ég hef hvergi fengið eins gott kaffi- brauð og mýramannakökurnar hennar frægu. Ég minnist hennar, hlaupandi upp og niður stigann, því hún var alla tíð ótrúlega fótfrá og liðug, meðan heilsan leyfði. Ég minnist þess, þegar hún var að stríða mér, fella mig í gólfið, og halda mér þar fastri, því hún var svo sterk, bæði andlega og líkam- lega, eins og best kom í ljós í henn- ar erfiðu veikindum. Já, það var oft fjörugt á Suðurgötunni, mikið hlegið, slegist og gantast, setið heilu dagana og spilað á spil eða lagður kapall. Þótt sumum fyndist hún kannski svolítið þung kom nú aldeilis annað í ljós, þegar farið var að kynnast henni. Hún bar ekki tii- finningar sínar á torg, en hún hafði þær í ríkum mæli. Ég minnist þessarar góðu konu með söknuð í huga, þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum árum, eins og hún var, meðan hún lifði, eins og hún var þegar ég leit hana aug- um í síðasta skipti, falleg, með bros á vör, hvílíkur friður og líkn. Ég bið henni guðs blessunar handan landamæranna miklu, þar sem ég veit að vel verður tekið á móti henni, því maður uppsker eins og maður sáir. Innilegar samúðarkveðjur til allra í fjölskyldunni. Rakel. -----»■ ♦ ♦---- Minning Sigmar Bjömsson Fæddur 22. maí 1954 Dáinn 29. mars 1994 Þá líkami ei lenpr þyngir, líð ég yfir ský og strax á stórum hringi stend þá Satumi, lít svo Jovis Ijóma flðll og glaður flýg í gullnri sól um geislaloftin öll. (Bjami Thorarensen.) Ég kveð Simma frænda og sendi börnum hans, foreldrum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Sigurlaug Sigurðardóttir. um söguleg efni og nutu ýmsir góðs af þeim hæfileika hennar. Amma átti orðið stóra fjölskyldu þegar hún lést, enda orðin 96 ára gömul. Afkomendur hennar bjuggu margir í öðrum landshlut- um. Við systkinin bjuggum alla tíð fjarri ömmu, utan elstu syst- urnar, sem áttu fyrstu æviárin á Norðfirði. Þó voru nokkrar ferðir okkar allra í annan landshluta til að heimsækja ömmu, en, e.t.v. ekki nógu margar. Alltaf var gott að koma að Kvíabóli til ömmu og Nönnu frænku. Saman héldu þær mæðgur gott heimili og þar var gestrisnin og höfðingskapurinn ætíð í fyrirrúmi. Þær mæðgur hugsuðu ekki síður vel til okkar afkomendanna, þó við værum fjarri. Aldrei gleymdu þær afmæl- um okkar og barna okkar og mik- il var hugsunarsemin í okkar garð. Á hverjum jólum kom pakki frá Norðfírði með ómissandi ullarleist- um og vettlingum handa barna- barnbömunum. Afmælanna var minnst á svipaðan hátt. Elsku amma og langamma. Við minnust þin öll með virðingu og þakklæti fyrir liðnar samveru- stundir og hlýhug. Guð blessi minningu þína. Valdís, Pétur, Jónína, Ragnheiður, Hanna og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.