Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 DAGBOK NESKIRKJA: Félagsstarf. Samverustund í safnaðaheimili kirkjunnar kl. 15. Fer um Hval- eyrarholt. Leiðsögumaður Jón Kr. Gunnarsson. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði milli kl. 11 og 12 í síma 16783. SKIPIN__________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyn-adag komu Guðmunda Torfadóttir, Mælifell, Snom Sturluson, Jón Finnsson, _As- geir Frímanns, Andey og Árni Friðriksson. Bjarni Sæmunds- son fór og einnig Obolon. í gær var von á að Fjordsel og Stapa- fell kæmu og að Reykjafoss færi. í dag fer rússneska rann- sóknarskipið Seimen Dezhnev, Freyr og Baldvin Þorsteins- son. Á morgun er von á Mar- gréti, Viðey og Brúarfossi. HAFNARFJARÐARHÖFN: Rússneska flutningaskipið Aztovoii fór í fyrrdag og von var á norska togaranum Stáltor í gær og Atlantic Merkator. Hrafn Sveinbjarnarson fór á veiðar í gær. Fossjökull kemur á morgun og togarinn Advari fer. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARKORT Flug- björgunarsveitarinnar fást hjá eftirtöldum: Flugmálastjórn s. 69100, Bókabúðinni Borg s. 15597, Bókabúðinni Grímu s. 656020, Amatörversl. s. 12630, Bókabúðinni Ásfell s. 666620, og hjá þeim Ástu s. 32068, Maríu s. 82056, Sigurði s. 34527, Stefáni s. 37392 og Magnúsi s. 37407. MINNINGARKORT Hjálp- arsveitar skáta, Kópavogi, fást á eftirtöldum stöðum: Landsbjörg, Stangarhyl 1, Reykjavík, sími 684040. Filman, Hamraborg 1, Kópavogi, sími 44020. Sigurður Konráðsson, Hlíðarvegi 34, Kópavogi, sími 45031. MINNINGARKORT Fél. vel- unnara Borgarspítalans fást í upplýsingadeild í anddyri spítal- ans. Einnig eru kortin afgreidd í síma 696600. Garðhús - Reykjavík Vorum að fá í einkasölu gullfallega 3ja herb. endaíb. á 2. hæð í nýl. fullb. fjölbýlish. Innbyggður bílskúr. Góðar innr. Parket og flísar. Áhv. Byggingasj. 5 millj. ásamt lífeyrissj. Uppl. á skrifst. Valhús, fasteignasala, sími 651122. Öskar Guðmundsson opnar sýningu á gleraugum Margir þora að ganga með óvenjuleg gleraugu Gleraugn á sýningu Morgunbiaðið/júitus ÓSKAR Guðmundsson með þijú af þeim gleraugum sem hann hefur hannað. FYRSTA gleraugnasýningin verð- ur opnuð hérlendis í dag og er það Öskar Guðmundsson sem sýn- ir þar afrakstur hönnunarvinnu sinnar undanfarin þijú ár. Óskar hannar bæði sjóngleraugu og sól- gleraugu og verða um 35 gleraugu á sýningunni, sem er á Sólon Is- landus. Óskar hefur hannað gleraugu síð- astliðin þijú ár. Hann er sjóntækja- fræðingur að mennt og segist hafa farið að fikta við að hanna gleraugu þegar hann var við nám í Þýska- landi. „Áður en ég vissi af var ég farinn að smíða gleraugu á fullu,“ segir hann. Á sýnipgunni gefur að líta margt nýtt og segir Óskar að sýningin hafí ýtt undir afköst. Einnig hafí jákvæðar móttökur þeirra sem hann hefur þurft að leita til vegna sýningarinnar svo og atvinnurekenda verið hvetjandi. Hugmyndirnar að hönnun gler- augna sækir hann víða. Og efnivið- urinn er oftar en ekki óvenjulegur. Meðal sýningargripa eru gleraugu búin til úr legum, úr keðju 10-gíra hjóls, úr plasti og úr vír. Óskar segir að sum gleraugnanna séu ekki fyrir hvern sem er. „En það eru margir sem þora og geta gengið með óvenjuleg gleraugu," segir hann. „Það er hægt að gjörbreyta útliti manneskju með gleraugunum.“ Hann segir að sýningin sé liður í að reyna hvort grundvöllur sé fyrir því að vinna eingöngu að því að sér- smíðá og hanna gleraugu og Óskar segir, að ef það gangi hér, sé það mjög spennandi. Komin ákveðin lína í hönnunina Breyting hefur orðið á hönnun Óskars á þessum þremur árum. Hann segir að í fyrstu hafi þau verið sitt úr hverri áttinni, nú sé hins vegar komin ákveðin lína í þau og hann leggi áherslu á mýkri form. „Maður er alltaf að þróast og þroskast," seg- ir hann. Honum finnst allt ferlið við að hanna og búa til gleraugu skemmti- legt. Gaman sé að fá hugmyndimar og einnig vinnan við að búa til gler- augun. Sérstaklega sé þetta þó spenn- andi þegar tekst að framkvæma hug- mynd sem í upphafi hafí litið út fýrir að vera óframkvæmanleg. Óskar fékk ljósmyndarann Nínu Hlöðversdóttur í lið með sér við upp- setningu sýningarinnar og tók hún myndir af ýmsum þekktum og óþekktum einstaklingum með gler- augun sem verða síðan hengd til hlið- ar við myndirnar á þar til gerðan stand. Sýningin í Sólon íslandus verður opnuð í dag, laugardag og verður opin daglega til 23. apríl klukkan 14-21 á virkum dögum og klukkan 14-18 um helgar. ♦ ETGMMIÐUJMN "f Sími 67 90-90 - Síðiuiuila 21 Breiðablik við Efstaleiti Einstaklega falleg endaíbúð með góðu útsýni. Skipulögð af Ingibjörgu Pálsdóttur, innanhússhönnuði, í hefð- bundnum stíl s.s. gifslistar, útskornir hurðarkarmar og .marmari á gólfum. Mikil lofthæð. íbúðin skiptist í stóra stofu með ensku arinstæði, innb. bókaskápum og ca 20 fm suðursvölum, borðstofu, eldhús með rúmgóðum innr., baðherb. með Ijósum fallegum marmara í hólf og gólf, hjónaherb. með fataherb. óg góðum svölum, forstofu og gestaherb. Sérlega vönduð sameign með sundlaug, nuddpottum, gufubaði, leikfimissal, billjard- stofu, tómstundaherb., tennisherb., fullb. veislusal, móttökusal með píanói, þvottaherbergi og bílgeymslu. Stór geymsla fylgir íbúðinni. Gervihnattadiskur og hús- vörður. 3762. FELAGllFASTElGNASALA SI IVl I 67-90-90 SfÐUMÚLA 21 Sverrir kristin?>son. >(»lu>tjóri • Þorleifur GuðmumGson. sölum. • Þórólfur Halldórsson. löpfr. • Guðmundur Sipurjónsson. löpfr. Þverársel - sérhæð Til sölu er vönduð (efri) sérhæð í tvíbýlishúsi í Þverár- seli 10. Sérhæðin er 153 fm og er möguleiki á sölu hennar með og án bílskúrs. íbúðin skiptist í 2 stórar stofur, sjónvarpsherbergi, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og gestasalerni, allt mjög vandað. Garður er gróinn og fallegur. Auk þessa er mögulegt að 28 fm bílskúr fylgi með. Verð íbúðar án bílskúrs er 10,9 millj. Verð bílskúrs 1,0 millj. Er íbúðin til sýnis laugardag 16.4 og sunnudag 17.4 milli kl. 13 og 18. Upplýsingar í síma 77619. í&OmEÍM nÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 740. þáttur Sigurður Hreiðar Hreiðarsson í Mosfellsbæ hefur skrifað mér hið mætasta bréf sem stundum fyrri, og fer meginmál þess hér á eftir. Umsjónarmaður tekur rækilega í streng með bréfritara um „náttúrulegur“ og það sem þar fylgir: „Það er orðið tímakorn síðan ég hef skrifað þér til. Ástæður eru margar: blessunarlega nóg að snúast í öðru, bölsýni á að málfarslegt nöldur á opinberum vettvangi nái til þeirra sem helst þyrfti. Það er líka best að játa af hreinskilni að mér gramdist að þú skyldir svo eindregið taka þá afstöðu að leggja orðin „kjör“ og „kosning“ að jöfnu, síðast þegar ég skrifaði þér. En nú eru að minnsta kosti ein alþingiskjör að baki síðan þetta var og komið að nýjum bæjarstjórnarkjörum; þær raddir háværar að á þessu ári verði líka haustkjör til alþingis. Ég er líka að verða sáttari með þurfa að sæta því að kjör og kosning geti gengið hvort fyrir annað. Því sest ég hér við tölvu til að setja á blað það sem mér er að gremjast nú. Mér finnst vægast sagt ank- annalegt að heyra og sjá talað um að þetta og hitt sé náttúru- legt. Ég ólst upp við að hlutirn- ir væru ýmist náttúrlegir eða ónáttúrlegir, en ekki náttúru- legir eða ónáttúr-u-legir. Það eru aðeins fá ár síðan ég fór að taka eftir þessu innskots u-i. Fyrsta hugsun mín var sú að sá væri munurinn á því sem væri náttúrlegt og því sem væri nátt- úr-u-iegt, að hið náttúrlega væri hið eðlilega, það sem frá náttúr- unni er komið, en hið náttúr-u- lega væri eftirlíking -eftir hinu náttúrlega. Svo tók ég eftir því að menn notuðu þetta orð með innskots u-inu um það sem náttúrlegt var. Mér virtist ennfremur að þetta væru fremur þeir sem hefðu lagt sig eftir langri náms- braut í íslensku máli, sem skutu inn þessu u-i, sjálfum sér til hálfgerðs tungubrjóts. Sláturfé- lagið fór síðan að auglýsa ís- lenskt lambakjöt sem „náttúr-u- lega gott“. Varla var það þó aðeins eftirlíking eftir náttúr- legri afurð. Niðurstáðan úr þessum pæl- ingum varð sú að líklega teldi lært fólk réttara að skjóta inn þessu u-i. Svipað og margir sem vilja verulega vanda sig tala um tré-in og jafnvel „fara inn á milli trjá-anna“. Það er eins og þetta fólk viðurkenni ekki brott- fall. Við heyrum líka stundum talað um „happ-a-drætti“ (happ- drætti), og Leirvogurinn sem ég horfi út yfir heiman frá mér er nú iðulega kallaður „Leir-u-vog- ur“ þegar menn vilja tala fal- lega. Engan hef ég þó enn heyrt tala um bæinn „Leir u-vogs- tungu“ í Mosfellsbæ. Né heldur talað um „Mos-a-fellsbæ“, sem þó væri ekki íjarri lagi að láta sér detta í hug: að einhvern tíma hefði fell þetta verið kennt við mosa og því ætti málvöndunar- stefnu samkvæmt „náttúr-u- lega“ að skjóta þar inn a-i. Þessi undarlega höfnun á náttúrlegu brottfalli hljóða, þar sem stirðlegt er að skjóta þeim inn þó beygingarfræðilega ættu þau kannski að vera fyrir hendi, er þó ekki sjálfu sér samkvæm í allri notkun málsins. Ég hef til að mynda ekki enn séð eitt- hvað sé „and-a-legs“ eðlis, þó það væri í samræmi við þetta „náttúr-u-lega“ stand, né heldur að menn séu farnir að fara til „tann-a-læknis“. Og er þó sjálf- sagt hvergi nærri allt talið þar sem hægt væri að skjóta inn aukahljóði, sem hefur verið fellt burtu til að gera mál manna lipr- ara og áferðarfallegra." ★ Hlymrekur handan kvað: Gáfnaljós Gaston O’Shitman . grasblöðin reykti eins og Whitman; hans versgjörð með bleki bar vitni um speki, en það vantaði bara allan ryttmann. ★ Ræða og rit í Brekkukoti heitir. bókarkafli eftir Halldór Laxness. Þar er meðal annai-s: „Um þann sem lá banaleguna var sagt: já hann er nú að beija nestið aumínginn.“ Skýringar á þessu orðtaki eru ekki handviss- ar. í Skaftafellssýslu var talað um að „hafa beijanesti“. Það merkti að verða uppiskroppa. Líkingin gæti verið dregin af ferðamönnum sem hefðu etið allt nesti sitt og yrðu að gera sér eintóm ber að góðu. Hinu trúa margir, að orðtakið sé dregið af þeirri athöfn að beija sér harðfisk í nesti, þegar lagt var upp í langa ferð, og væri það þá hið síðasta sem gert var, áður en ferðin var haf- in. ★ Áslákur austan sendi: Um hleypur Hansi í yillu haldandi við ýmsa frillu, en hjá eiginkonunni, henni Rósu í Runni, eins og rykfallin ‘bók uppí hillu. ★ Ósköp hljóta framboðslistar að vera hrumir um þessar mund- ir. Í hverri fréttinni af annarri segir að þessi og hinn „leiði“ list- ann, eins og um væri að ræða örvasa gamalmenni. Auk þess leggur frændi minn til að menn gleymi því ekki að „blaut hríð“ heitir slydda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.